Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Þetta helst ... ● Margeir Pétursson, stjórnar- formaður MP Banka, segir í viðtali við The New York Times, að innstæður bankans hafi fjórfaldast frá áramót- um. Þær nemi 200 milljónum dollara. Í maí opnaði MB Banki viðskipta- bankaútibú en áður var reynt að kaupa útibú Spron, sem gat ekki staðið af sér hremmingar í efnahagslífinu. Margeir á 28% hlut í MP Banka. Ekki stendur til að fleyta honum á hluta- bréfamarkað, samkvæmt fréttinni. Innstæður MP banka fjórfaldast frá janúar tapað á gengisbreytingunum, ef það þarf að kaupa evrur í haust. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að tregða væri hjá þeim, sem eignast gjaldeyri, að skipta honum í krónur. Það ætti sinn þátt í að krónan styrkt- ist ekki. Sagt var að staðan á gjald- eyrisreikningum bankakerfisins stæði í 170 milljörðum króna. Seðlabankastjóri og aðstoðar- seðlabankastjóri voru tregir til að fjalla um þessa reikninga á fundi í Seðlabankanum á fimmtudaginn, þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. Í gær var svo hægt að finna tölur um þessa þróun aftur í tímann á heima- síðu Seðlabankans. Þar kemur fram að staðan á innlendum gjaldeyris- reikningum var 173 milljarðar króna í maí síðastliðnum. Hins vegar var staðan í febrúar 127 milljarðar króna en ekki um 90 milljarðar eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. bjorgvin@mbl.is / helgivifill@mbl.is SIGURGEIR Brynjar Kristgeirs- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, segir að útgerðin vilji ekki taka þá áhættu að breyta er- lendum gjaldeyri í krónur, þar sem erlend lán séu á gjalddaga í haust. Hann segir að hætta sé á að krónan lækki í haust, og fyrirtækið gæti því Heldur gjaldeyri ef krónan veikist  Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar óttast að krónan veikist meira í haust  Háar fjárhæðir á gjaldeyrisreikningum sýna að gjaldeyri er ekki skipt í krónur FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is RAUNVIRÐI fyrirhugaðra kaupa Geysis Green Energy (GGE) á 34,7 prósenta hlut Reykjanesbæjar í HS Orku er háð þróun álverðs á næstu sjö árum og munurinn gæti hlaupið á milljörðum króna. Auk þess er virði hlutar GGE í HS Veitum í samkomu- laginu mun hærra en síðasta verð- mat á honum gaf til kynna, þrátt fyr- ir að breytingar á ytri aðstæðum fyrirtækisins ættu að sýna minna verðmæti fyrirtækisins. Álverð getur lækkað virðið Þetta kemur meðal annars fram í minnisblaði sem Deloitte vann fyrir Reykjanesbæ og var kynnt í bæj- arráði í síðustu viku. Að mati Delo- itte er raunvirði viðskiptanna, sem kynnt hafa verið sem 13,1 milljarðs króna virði, tæplega 11,5 milljarðar króna. Þróun álverðsins hefur áhrif á raunvirði skuldabréfs til sjö ára sem í samkomulaginu er sagt greiða fyrir 6,3 milljarða króna af kaup- verðinu. Það mat byggist þó á áætlunum HS Orku um að þróun heimsmark- aðsverðs á áli verði á þann veg að tonn af málminum muni kosta 2.700 dali árið 2016 og miðar við tíu prósenta ávöxtunarkröfu. Heims- markaðsverðið er 1.643 dalir á tonnið í dag og fór lægst í rúmlega 1.200 dali í janúar. Í minnisblaðinu segir að ef þróun álverðs verður sérlega óhagstæð á samningstím- anum gæti raunvirði skuldabréfs- ins lægst orðið 4,3 milljarðar króna og raunvirði tilboðs GGE farið í 9,9 milljarða króna. Ef heimsmarkaðs- verð á áli hækkar getur raunvirðið hinsvegar orðið allt að 12,1 millj- arður króna. Tilboð GGE byggist á tveimur verðmötum sem framkvæmd voru á Hitaveitu Suðurnesja áður en henni var skipt upp í HS Orku og HS Veit- ur í desember í fyrra. Það miðar við að sameiginlegt virði beggja fyrir- tækjanna sé 52,2 milljarðar króna. Um þriðjungur þess virðis sé í HS Veitum (13,5 milljarðar króna) en afgangur þess sé í HS Orku (38,7 milljarðar króna). Deloitte segir í minnisblaði sínu að fyrirtækið treysti sér ekki til þess að leggja mat á hvort tilboð GGE sé viðun- andi þar sem það telur „nauðsyn- legt að endurskoða verðmat á bæði HS Orku og HS Veitum miðað við breyttar forsendur“. Þær breyttu forsendur séu fyrst og fremst gerbreytt efnahagsum- hverfi. Hluti af samkomulagi Reykjanesbæjar og GGE er að bærinn kaupi 32 prósents hlut fyr- irtækisins í HS Veitum á 4,4 millj- arða króna. Morgunblaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að í nýjasta verðmati sem farið hefur fram á HS Veitum, sem unnið var af ráðgjafafyrirtækinu Arctica Fin- ance og er dagsett 12. desember 2008, er heildarvirði hlutafjár HS Veitna sagt 4,9 milljarðar króna. Samkvæmt því mati er Reykjanes- bær að greiða rúmum 2,8 milljörð- um króna of mikið fyrir þriðjungs- hlut GGE í fyrirtækinu. Þróun álverðs stjórnar því hvað Geysir Green greiðir  Reykjanesbær greiðir 2,8 milljörðum of mikið samkvæmt verðmati Arctica Hitaveitan Enginn virðist vera með á hreinu hvers virði HS Orka, HS Veit- ur og landsvæðin eru. Miklar pólitískar deilur geisa nú á Suðurnesjum. Morgunblaðið/G.Rúnar Kauptilboð Geysis Green Energy í hlut Reykjanesbæjar í HS Orku er háð þróun álverðs. Nýjasta verð- mat á HS Veitum sýnir að Reykja- nesbær borgar allt of hátt verð fyrir hlut í fyrirtækinu.                                          ANNAR aðaleig- andi GGE er Gla- cier Renewable Energy Fund (GREF) með 40 prósenta eign- arhlut. Sá sjóður er í umsjón Ís- landsbanka og bankinn á sjálfur 47 prósent í hon- um. Stoðir, áður FL Group, eiga 37,5 prósent og Landsbankinn er á meðal annarra eigenda. Kröfuhafar Stoða munu eignast félagið að fullu á næstu vik- um. Stærsti kröfuhafinn er skila- nefnd Glitnis. Íslandsbanki á auk þess handveð í öllum eignarhlut GGE í HS Veitum og HS Orku og þarf því væntanlega að samþykkja allar breytingar á eignarhaldi á þeim hlutum. Tveir fulltrúar GREF, og þar með Íslandsbanka, sitja í stjórn GGE. Þegar Morgunblaðið leitaði til Ís- landsbanka eftir upplýsingum um hver aðkoma bankans að GGE væri fengust þau svör að bankinn gæti ekki tjáð sig um einstaka við- skiptavini. Þegar spurt var hvað ylli því að skilmálar skuldabréfs upp á 6,3 milljarða króna sem GGE ætlar að greiða Reykjanesbæ hluta kaupverðsins með, fyrir 34 prósent í HS Orku, skuli samþykkjast af Ís- landsbanka fengust sömu svör. Hinn aðaleigandi GGE er Atorka með 41 prósents eignarhlut. Það fé- lag er sem stendur í greiðslu- stöðvun og heimildir Morgunblaðs- ins herma að kröfuhafar þess muni eignast það að fullu. Stærstu kröfu- hafarnir eru skilanefndir Lands- banka og Glitnis. Ríkisbankar ráða ferðinni Íslandsbanki. Íslandsbanki upp- lýsir ekki aðkomu HS Orka tapaði 11,7 milljörðum króna í fyrra og eigið fé félagsins nam 5,9 milljörðum en hafði ver- ið um 20 milljarðar króna árið áður. Þá hækkuðu skuldir fyr- irtækisins úr 16,8 í 30,5 millj- arða. Eiginfjárhlutfall HS Orku nam 16,3%, en hafði verið 54,3% 2007. Í ársreikningnum segir að hið lága eiginfjárhlutfall geri það að verkum að HS Orka uppfylli ekki lengur kröfur í lána- samningum sínum. Þeir hafi því heimild til að gjaldfella lán HS Orku. Heimildir herma að þar sé um að ræða Fjárfestingarbanka Evrópu (EIB) og Norræna fjár- festingarbankann (NIB). Geta gjaldfellt lán ÍS LE N SK A /S IA .IS VI T 46 75 9 07 /0 9 VITA er lífið Alicante Flugsæti Verð frá 7.900 kr.* og 70.000 Vildarpunktar fyrir flug fram og til baka, með flugvallarsköttum 8. og 15. júlí. * Verð án Vildarpunkta: 49.900 kr. VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í ferðaklúbbinn á VITA.is Sölutímabilið stendur til 15. júlí. Takmarkað sætaframboð! Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Dæmi um nýtingu Vildarpunkta: Vildarpunktar verðmæti 70.000 42.000 kr. 40.000 24.000 kr. 15.000 10.000 kr. Vissir þú að þú getur flutt Vildarpunkta á milli reikninga og keypt Vildarpunkta til að gefa öðrum? Nánari upplýsingar hjá Vildarklúbbnum á icelandair.is eða í síma 5050 100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.