Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is KOMA þarf á sameiginlegu evr- ópsku fjármálaeftirliti svo hags- munatengsl komi ekki í veg fyrir að gripið sé í taumana þegar óeðlilegir viðskiptahættir eru viðhafðir. Þetta er mat Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara í rannsókninu á banka- hruninu. Hún segir þetta ekki ein- ungis eiga við um lítil samfélög eins og Ísland, heldur um allan heim. Joly var aðalfyrirlesari á ársþingi Evrópusamtaka kvenlögfræðinga í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Hún kom í pontu eftir erindi Einars Más Guðmundssonar og tók undir með honum að orðræðan um markaðinn hefði haft á sér trúarlegan blæ á síð- ustu árum. „Hvernig gátum við trú- að því að það væri best að hafa engar reglur, heldur láta markaðinn sjálfan stýra?“ spurði hún og rifjaði upp að Alan Greenspan, fyrrverandi seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, hefði viðurkennt fyrir bandaríska þinginu að það hefði verið rangt af honum að trúa á ósýnilega hönd markaðarins. Bandaríkjamenn væru því nú að reyna að setja upp reglur sem duga. Mannréttindi þeirra sem brjóta á þjóð Hún sagði Evrópu klofna í sinni afstöðu en afstaða hennar sjálfrar var skýr. „Við þurfum sameiginlegt regluverk til að vernda sparifjáreig- endur og fjárfesta. Við þurfum að hafa miðlægt eftirlitskerfi með markaðinum.“ Þannig væri elítan í hverju landi lítill hópur manna sem þekktist, því þeir hefðu t.a.m. gengið í sömu skóla. Joly tók dæmi af óeðlilegri sölu fyrirtækis í Frakklandi sem slapp í gegn hjá franska fjármálaeftirlitinu þar sem forstjóri fyrirtækisins hafði átt vingott við forstjóra eftirlitisins. „Þetta hefði ekki gerst ef stýringin hefði verið evrópsk. Og við getum að- eins ímyndað okkur hvað gerðist hér á Íslandi þar sem tengslin eru enn nánari. Ég held að staðan sem við upplifum hér á Íslandi sé augljóslega vegna þeirrar staðreyndar að hér voru tengsl milli manna of mikil.“ Hún minnti á að hún hefði nýverið hlotið kosningu á Evrópuþingið og sagðist myndu beita sér fyrir slíku sameiginlegu reglu- og eftirlitskerfi. Yfirskrift ársþingsins er „Mann- réttindi og efnahagskreppa“ og varð Joly tíðrætt um hvernig peninga- þvætti og spilling yrði til þess að brjóta á grunnmannréttindum stórra hópa og þjóða. Á hinn bóginn virtist fólki ákaflega umhugað um mannréttindi þeirra sem brjóta á öðrum. Hún rifjaði upp þegar hún kom fyrst til Íslands og sagði í sjón- varpsviðtali að hún teldi það skyldu íslenskra stjórnvalda að láta fara fram öfluga rannsókn þannig að hægt væri að handtaka menn og frysta eignir þeirra. Þá þegar hefði lögfræðingur nokkur haft við hana samband. „Og hann taldi að ég væri með þessu að brjóta á mannrétt- indum þeirra sem brutu á þjóðinni.“ Staðan á Íslandi vegna mik- illa tengsla manna á milli Eva Joly segir þörf á sameiginlegu evrópsku eftirlitskerfi og fjármálaregluverki Morgunblaðið/Golli Réttlæti Góður rómur var gerður að erindi Evu Joly sem gagnrýndi m.a. siðleysið í því að örfáir hafi efnast á kostn- að alls fjöldans. Hún sagði ofurbónusa stjórnenda bankanna vera gott merki um ranglætið undanfarin góðærisár. Í HNOTSKURN »Á síðustu 15 árum höfumvið búið til meiri auð fyrir 10 ríkustu milljónir manna heimsins en fyrir þá tvo millj- arða sem svelta, sagði Joly. »50% þess auðs sem byggð-ur var upp í Bandaríkj- unum sl. 10 ár runnu til fólks í bankageiranum og 15% til stjórnenda bankanna. 46 millj- ónir Bandaríkjamanna hafa ekki heilbrigðistryggingu. ,,OKKUR kemur þetta ekki á óvart, við erum sjálfir með sam- bærilegt mál í undirbúningi,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, fram- kvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, samkeppnisaðila Valitors, en Sam- keppnisstofnun stóð fyrir húsleit hjá Valitor þann 1. júlí sl. vegna gruns um meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þá sagði hann að það myndi heldur ekki koma sér á óvart ef mál hans sem nú er í vinnslu hjá Samkeppnisstofnun tengdist hús- leitinni líka. Þá væri það ekki rétt sem kæmi fram í yfirlýsingum Val- itors, að húsleitir væru eðlilegur þáttur í rannsókn Samkeppnis- stofnunar. Húsleitir væru meiriháttar mál sem krefðust dómsúrskurðar og út í þær væri ekki farið nema stofn- unin teldi ríka ástæðu til. Jóhann- es segist kannast við starfsaðferðir Valitors og svör þeirra vegna hús- leitarinnar. ,,Í máli sem endaði með sátt í fyrra og reyndist vera stærsta við- urkennda brot á samkeppnislögum hérlendis sögðust þeir líka vera saklausir,“ segir Jóhannes. sigrunerna@mbl.is „Kemur þetta ekki á óvart“  Húsleit hjá Valitor ekki undrunarefni Eftir Guðrúnu Hálfdánardóttur guna@mbl.is FRIÐRIK Soph- usson lætur af starfi forstjóra Landsvirkjunar í haust, en hann hefur gegnt starf- inu í rúm tíu ár, frá 1. janúar 1999. Friðrik hafði ætl- að sér að hætta störfum um síð- ustu áramót en vegna aðstæðna fór stjórn fyrirtækisins þess á leit að hann héldi áfram störfum í allt að tvö ár. Að sögn Friðriks setti hann það skilyrði, þegar hann var beðinn um að starfa áfram hjá fyrirtækinu, að það yrði ekki lengri tími en eitt ár. Skýrist það af fjölskylduaðstæðum en eiginkona hans starfar erlendis í utanríkisþjónustunni. Ekki liggur fyrir hver tekur við sem forstjóri Landsvirkjunar en starfið verður auglýst laust til um- sóknar á sunnudaginn. Það var áður auglýst laust til umsóknar síðasta haust og sóttu þá 55 manns um. Koma framkvæmdum af stað Mikil óvissa ríkti um framtíð fyrir- tækisins í október, þegar Friðrik var beðinn um að halda áfram, enda skuldir Landsvirkjunar gríðarlega miklar. „En nú liggur fyrir að fyrirtækið hefur lausafé í tvö ár til að greiða af- borganir og vexti af lánum án þess að þurfa að taka ný lán. Það þarf að nota þennan tíma vel til að styrkja lausa- fjárstöðu Landsvirkjunar, sem hefur verið lækkuð í lánshæfiseinkunn nú nýverið vegna veikleika ríkisins. Það þýðir að það verður erfitt að afla fjár til nýrra verkefna. Þess vegna mun- um við á næstu vikum vinna með rík- isstjórninni á grundvelli stöð- ugleikasáttmálans til að freista þess að koma framkvæmdum af stað á ný,“ segir Friðrik. Hættir hjá Landsvirkj- un í haust Nýti tímann til að efla lausafjárstöðu Friðrik Sophusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.