Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Fyrir réttum þrem- ur áratugum hófust kynni okkar Sigur- þórs Ísleikssonar. Eftir að við Þóra dótt- ir hans rugluðum saman reytum var hann tíður gestur á heimili okkar. Börnin okkar hænd- ust að honum, hann var ævinlega kallaður Doddi afi en stundum Doddi rotari sem vísaði til þess að hann æfði box á yngri árum. Ekkert aðfangadagskvöld án Dodda afa var viðkvæðið á Hvirfli. Þá birtist með hann með pakka handa barnabörn- unum og tefldi við þau skák fram á rauða jólanótt. Sigurþór var afburðasmiður og trésmíðar urðu ævistarf hans. Verk- færin léku í höndum Dodda, bílarnir hans voru eins og verkstæði á hjól- um, fyrst blár Vauxhall og síðan kom Skódinn til sögunnar. Skottið var troðfullt af verkfærum, þar var vélsög og fræsari, falshefill og boddískrúfur. Á heimili okkar Þóru átti hann mörg handtökin, ávallt bóngóður og ég sóttist eftir að að- stoða hann við smíðarnar. Það var einstaklega skemmtilegt að fara með honum í timburverslanir til að velja smíðavið, þar var hann sann- arlega á heimavelli. Þegar heim var komið söng og dundi í verkfærunum hjá Dodda, sum voru þung, önnur flugbeitt. Þegar hann var kominn í vinnuham flautaði hann á sérstakan hátt en ekki var hann sérlega Sigurþór Ísleiksson ✝ Sigurþór Ísleiks-son fæddist í Reykjavík 31. mars 1927. Hann lést á Hjúkrunarheimili aldraðra í Víðinesi 12. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá kirkju Óháða safnaðarins 25. júní. ánægður þegar ég tók að nota sporjárnið fyr- ir skrúfjárn. Svo brosti hann og kallaði mig „snillinginn“. Nú á skilnaðar- stund streyma fram ótal minningar. Ég man þegar við fórum í ökuferð með bílveikan hvolp, ég man þegar Doddi tók upp harm- onikkuna að kvöldi dags og lék gömlu dansana, ég man eftir heimsóknum okkar í Kolaportið og eftir ferð á Njáluslóðir þar sem við höfð- um með okkur finnskt öl í nesti. Þá heimsóttum við Steina frænda hans á Sléttabóli í Landeyjum. Doddi var ættaður úr Landeyjunum og sem ungur drengur dvaldi hann þar á sumrin. Honum var ákaflega hlýtt til þeirrar sveitar, þekkti þar hvern bæ með nafni og rifjaði oft upp gamlar sögur þaðan. Sigurþór var einstaklega orð- heppinn maður og skopskyn hans óborganlegt. Hann lagði aldrei illt orð til nokkurs manns, þótt hann hefði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann tók lífinu ekki of hátíðlega en undir spaugsömu yf- irborðinu var alvarlega þenkjandi maður sem var félagslegt réttlæti í blóð borið. Ég kallaði hann stundum eðalkrata og af stjórnmálamönnum hafði hann mest dálæti á Jóhönnu Sigurðardóttur, löngu áður en hún komst í tísku. Síðustu árin voru Sigurþór afar þungbær af heilsufarsástæðum, einkum eftir að hann gat ekki séð um sig sjálfur. Það var ekki hans stíll að dvelja á sjúkrastofnunum til langframa og á stundum hafði hann á orði að hann tæki hvíldinni fagn- andi. Á kveðjustund koma ekkert nema góðar minningar upp í hugann og umfram allt skemmtilegar. Hafi hann þökk fyrir allt. Bjarki Bjarnason. Seinustu árin kynntist ég afa mín- um sem fullorðinn einstaklingur. Þá vorum við ekki lengur í hlutverka- leiknum afi og barnabarn. Þess vegna kveð ég hann núna ekki ein- ungis sem afa heldur einnig sem ein- staklega góðan vin. Doddi afi var mjög sérstakur og ólíkur öllum öfum sem ég hef þekkt og heyrt um. Það var margt sem gerði hann ólíkan öðrum og það var einmitt það sem mér þótti vænst um. Hann var persóna sem gæti fyllt síður í frægri og langri skáld- sögu því það fylgdu honum ótal skondnar og ótrúlegar sögur. Þegar manni verður hugsað til hans koma margar minningar upp í hugann. Afi var ávallt á jólunum hjá okkur, þá fuku brandararnir við borðhaldið og það fylgdi því ætíð mikil spenna þegar pabbi, Bjarni bróðir minn og afi tefldu skák á jóla- nótt. Þegar ég stundaði nám í FB heimsótti ég afa oft, hann bjó þá ör- skammt frá skólanum. Mér þótti notalegt að koma til hans. Stundum fékk ég mér kríu í leðursófanum hjá honum. Afa var mikið í mun að gefa mér eitthvað í gogginn og í raun vildi hann endalaust vera að hlaða einhverju í mann. Stundum var það fiskur með tólg og svo komu klein- urnar úr glerkrukkunni í eftirrrétt. Við fórum oft saman í Kolaportið og þar var afi sannarlega á heima- velli. Hann fór ævinlega með mig á kaffiteríuna og tók ekki annað í mál en að borga fyrir kræsingarnar. Við einn sölubásinn sagði afi sölumann- inum að hann ætti fullt af fötum til að gefa honum til að selja því hann væri búinn að kaupa svo mikið af nýjum fötum. Í raun átti afi ekki mikið af fötum heldur var hann bara svo örlátur. Ég man ekki hversu oft ég fór frá honum hlaðin dóti. Það var engin leið að afþakka gjafirnar hans. Ég dáðist einu sinni að styttu- safninu hans og fannst lítil stytta af ketti afar falleg og hafði orð á því við afa. Hann vildi endilega gefa mér styttuna en ég sagðist ekki þurfa að eignast hana, ég myndi bara skoða hana hjá honum. Hann sagði að ég mætti eiga hana því hann sæi hana hvort sem er ekki því hún væri svo lítil og hann orðinn sjóndapur. Þessi litla stytta er núna orðin að mikilvægri minningu. Takk fyrir allt, elsku afi. Megir þú hvíla í friði. Vilborg Bjarkadóttir. Nú er Sigurþór Ísleiksson, eða Doddi frændi, fallinn frá eftir nokk- uð löng og stöng veikindi. Yfir Dodda var ákveðinn ævintýraljómi enda fór hann víða og aðhafðist margt í gegnum tíðina. Það var aldr- ei lognmolla eða skortur á umræðu- efni þegar hann var annars vegar enda hafði Doddi sérstakan húmor og áhuga á mönnum og málefnum. Doddi var fæddur og uppalinn í gamla bænum í Reykjavík og hann þekkti hvern krók og kima í mið- bænum og Þingholtunum. Þrátt fyr- ir að hann byggi á efri árum í Breið- holti toguðu hans gömlu slóðir í hann og ræturnar sögðu til sín. Hann fór iðulega niður í bæ með strætó til að njóta þess sem miðbær- inn hafði upp á að bjóða, jafnvel eftir að heilsan fór verulega að gefa sig. Þó svo að sjónin hafi verið orðin slæm fann hann alltaf rétta vagninn en þessar bæjarferðir voru honum mjög dýrmætar. Það var Dodda auðvitað mikið áfall þegar hann fékk fyrir mörgum árum krabbamein í raddböndin og nauðsynlegt reyndist að fjarlægja þau. En Doddi náði góðum tökum á að nýta sér tæki sem gaf honum tækifæri til að mynda hljóð og orð. Tækið góða varð alltaf að vera hlaðið enda óspart notað þegar fjölskyldan kom saman. Við hér í Hlaðhömrum átt- um margar og góðar minningar með Dodda frá aðfangadegi en þá fórum við árum saman vestur í gamla kirkjugarð og settum skreytingar og ljós á leiði foreldra hans – Ísleiks afa og Fannýjar ömmu. Í þessum ferðum okkar bar margt skemmti- legt á góma. Mikið rætt um gamla daga í Reykjavík og dvölina í sveit- inni hjá föðurbróður hans, Halldóri á Skíðbakka í Austur-Landeyjum, en þar var Doddi nokkur sumur. Sveitin og allt frændfólkið þar var honum alla tíð mjög ofarlega í huga og eftir mætti reyndi hann að halda í tengslin við sveitina. Doddi var sem barn og unglingur liðtækur í íþróttum en sem fullorðinn maður fylgdist hann hvað best með knatt- spyrnu. Því var ekki undan því vik- ist að ræða um gengi KR en það var hans félag. Doddi var mikill dýra- vinur og hann var ekki í vandræðum með að laða til sín kisurnar í ná- grenninu . Hann gaukaði að þeim matarbita, sauð ófá fiskstykkin en einnig keypti hann góðgæti fyrir þær í Kolaportinu en þangað lagði hann oft leið sína. Lengst af starfs- ævinnar vann Doddi sem húsasmið- ur þó svo að húsgagnasmíði væri hans iðn. Hann var vel liðinn á vinnustað, vinnusamur og vandvirk- ur. Ef dætur hans eða aðrir í stór- fjölskyldunni þurftu á hjálp að halda við smíðar var alltaf hægt að leita til hans um aðstoð eða góðar ráðlegg- ingar. Doddi var í eðli sínu jafn- aðarmaður, þannig var hann alinn upp og þeirri stefnu var hann trúr alla ævi. Við í Hlaðhömrum viljum hér að leiðarlokum þakka honum fyrir margar góðar samverustundir í gegnum árin. Hann var undir það síðasta orðinn þreyttur á erfiðum veikindum enda átti maður eins og Doddi, sem allt sitt líf var sjálfstæð- ur með sig og sitt, erfitt með að sætta sig við að verða öðrum háður. Nú fær hann hvíldina en við sem eft- ir lifum getum yljað okkur við góðar minningar. Fanný, Gunnar og Hörður. Látin er Ása Guð- rún Guðjónsdóttir bekkjarsystir mín úr MR og sessunautur þar í fjögur ár. Andlát hennar kom okkur bekkjarsystrum mjög á óvart, þar sem við vissum ekki ann- að en hún væri við allgóða heilsu. Framundan var dagsferð okkar bekkjarfélaga, sumarferðin sem var tilhlökkunarefni og Ása hafði ákveð- ið að taka þátt í. En dauðinn gerir ekki ávallt boð á undan sér eins og hér sannaðist. Eftir stúdentspróf okkar vorið 1948 stundaði Ása lækn- isfræði við Háskóla Íslands, og að loknu kandidatsári hér heima lá leið hennar til Svíþjóðar til frekara náms á handlækningsdeildum. Grunar mig að hún sé meðal þeirra fyrstu kvenna hérlendis sem lagt hafa stund á skurðlækningar. Í Svíþjóð dvaldi Ása við nám og starf í mörg ár en eft- ir heimkomuna starfaði hún síðan sem læknir m.a. við Sjúkrahús Ak- ureyrar og varð síðan yfirlæknir á Sjúkrahúsi Siglufjarðar í tíu ár. Á þessu langa tímabili var samband okkar skólasystra við Ásu eðlilega ekki mikið vegna fjarlægðar erlendis og hér heima. En þegar hún hætti læknisstörfum og flutti suður varð nokkur breyting í þeim efnum, og á síðari árum höfum við komið saman að jafnaði, ýmist skólasysturnar sér eða árgangurinn, og munum við örugglega halda þeim sið áfram okk- ur til ánægju. Ása byggði ásamt yngri systur sinni, Sigríði Maríu, tveggja íbúða hús í Grafarvogi, þar Ása Guðrún Guðjónsdóttir ✝ Ása Guðrún Guð-jónsdóttir fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1928. Hún lést á heim- ili sínu 22. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 2. júlí. sem þær systur bjuggu í sátt og sam- lyndi uns yfir lauk. En systirin andaðist fyrir tæpum tveimur árum eftir margra ára erfið veikindi sem stöfuðu af meðfæddum blóð- sjúkdómi. Sumum fannst manni Ása stundum geta verið lít- ið eitt hrjúf í viðmóti og hafa nokkuð sér- staka sýn á ýmsum málefnum. Eitt er þó víst, að nánari kynni leiddu annað í ljós og sýndu hvern mann hún hafði að geyma. Vil ég nefna sem dæmi, að í samskiptum hennar við systur sína sem átti við þennan erfiða sjúkdóm að stríða sýndi Ása ótakmarkaða þjónustu- lund og umhyggjusemi í hennar garð. Var hún ætíð nálæg og reiðubúin til aðstoðar, þegar þörfin var brýn. Þær systur voru samtaka um margt sem varð þeim báðum til ánægju og lífsfyllingar. Stunduðu þær mikið gönguferðir og ferðuðust oft saman bæði innanlands og er- lendis þegar aðstæður leyfðu. Tón- listin var þeim einnig mjög hugleik- in, sóttu þær oft tónleika og var systir Ásu virk í kirkjukórum. Ása rifjaði oft upp æskuminningar sínar um sumardvalir í Æðey á Ísafjarð- ardjúpi. Þar átti hún sterkar rætur hjá ættfólki sínu og móður sinnar sem ólst þar upp. Eyjan var í huga hennar draumaparadís, enda víða fræg m.a. fyrir sitt ríkulega fuglalíf, dúntekju og mikla gróðursæld. En nú er komið að leiðarlokum, og fyrir hönd bekkjarsystranna færi ég Ásu þakkir fyrir löng og góð kynni frá æskuárum okkar. Blessun fylgi henni, nánustu ætt- ingjum og vinum sem henni tengdust á langri ævi. Guðrún Kristinsdóttir. Vinfesta og tryggð einkenndu Ásu Guðjónsdóttur. Arnardalsættin er þekkt fyrir þá eiginleika og Ása hafði jafnan á takteinum ýmsan fróðleik um þá ætt. Við kynntumst á Svíþjóð- arárum okkar fyrir áratugum, þar sem við vorum báðar að bæta við okkur þekkingu og lífsreynslu. Ása hafði þá verið á ýmsum sjúkrahúsum í Svíþjóð að sérhæfa sig í skurðlækn- ingum, en hún var meðal fyrstu kvenna sem eftir embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands lögðu út á þá braut að gera skurð- lækningar að sérgrein sinni. Í Vä- nersborg var hún um árabil í hópi skurðlækna á borgarsjúkrahúsinu og varð þá löggiltur læknir í Svíþjóð. Þegar hún síðan sneri til Íslands tók hún við yfirlæknisstöðu á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, frá því síðla árs 1976 til haustsins 1986, þegar hún flutti til Reykjavíkur, þar sem hún bjó með systur sinni æ síðan. Ása var skemmtilegur vinur að eiga. Sumum, sem ekki þekktu hana, kann að hafa virst hún hlédræg og ef til vill fálát á stundum, en það var stutt í glettin og kankvís tilsvör og brosið breitt. Þess fékk ég að njóta hvenær sem leiðir lágu saman. Það var gaman að ferðast með henni, segir sú, sem einu sinni ók með henni yfir þvera Svíþjóð. Í þeirri miklu um- ræðuferð um landsins góss og gæði, – en þó einkum um Æðey í Ísafjarð- ardjúpi þaðan sem hún var ættuð, villtumst við í öllum skóginum og lá við að við misstum af Gullfossi , sem þá var enn skemmtilegasti farkost- urinn frá meginlandinu heim til Ís- lands. Ása var mikill náttúruunnandi og átti hinar ótrúlegustu græjur til úti- legu, sem hún stundaði með systur sinni og vinum allar götur eftir að um hægðist á Reykjavíkurárunum. Tjaldgræjurnar og ótalmargt annað haganlegt til að geta tjaldað hvar sem er, voru til taks til að geta heyrt lækinn hjala við ósnortinn bala og lít- inn hvannamó. Um tíma kom hún sér einnig upp jeppa, sem var allt að því eins og töfrateppi, hóf sig yfir allar torfærur. Ása bjó með systur sinni Sigríði eftir að hún flutti til Reykja- víkur, en Sigríður féll frá fyrir rúmu ári síðan. Þær byggðu sér fallegt hús í Grafarvogi uppi á Fannafold. Þaðan sá yfir Faxaflóann, eyjar og sker. Stór kíkir lá alltaf í gluggakistunni í norð-vesturglugganum. Þær voru skipstjóradætur, systurnar. Á Fannafoldinni var líka tónlist í góð- um hljómtækjum, en skemmtilegast var að heyra þær sjálfar syngja. Sig- ríður söng um árabil í Dómkirkju- kórnum. Ásu heyrði ég syngja í eld- húsinu á læknissetrinu á Siglufirði, þegar hún var að hella á könnuna.Og mér varð á að spyrja: „Hvað er þetta? Af hverju fórstu ekki í söng, fremur en læknisfræði?“ „Iss, það hefði aldrei lukkast, – það tíðkaðist ekki þá og áreiðanlega ekki verið lánshæft fyrir mig á dögunum eftir stúdentsprófið,“ sagði hún á sinn stuttaralega hátt og hélt áfram að dilla tónunum. Ég sakna Ásu Guðjónsdóttur úr samtíðinni og votta samúð mína frændfólki hennar og okkur öllum sem áttum hana að vini. Vigdís Finnbogadóttir. Ása Guðrún eða Ása, eins og hún var ævinlega kölluð, hefur verið mér kunnug alla mína ævi. Hún var vin- kona Maríu móður minnar sem lést haustið 2007. Þær þekktust frá barn- æsku úr Laugarnesinu og voru svo samstúdentar úr MR. Það atvikaðist svo, þó Ása byggi í Svíþjóð, að móðir hennar, Hólmfríður Vigdís, tók mig að sér sem dagmamma á Lauga- teignum. Þá var ég 2ja mánaða og mamma vann fulla vinnu í Útvegs- bankanum. Mikill vinskapur tókst með mér og foreldrum Ásu, þeim Hólmfríði Vigdísi og Guðjóni sem ég kallaði Íu og afa. Vináttan var sterk og varði meðan þau lifðu. Mikið sam- band hefur verið milli minnar fjöl- skyldu og Ásu þó hartnær þrír ára- tugir séu liðnir frá því Ía og afi féllu frá. Yngsta dóttir okkar hjóna heitir Hólmfríður Vigdís eftir Íu. Ása var merk kona, brautryðj- andi. Sennilega er hún ein fyrsta ís- lenska konan sem sérhæfði sig í skurðlækningum. Hún var mikið menntuð í faginu og með góð próf. Hún var flinkur læknir og margar frásagnir hef ég heyrt í gegnum árin af afrekum hennar á því sviði. Lækn- isfræði var hennar aðaláhugamál og var hún sílesandi fræðibækur um það efni fram á síðasta dag. Ása starfaði lengi sem læknir í Svíþjóð, síðan á Akureyri og Siglufirði. Mikil tilhlökkun var á Laugateignum er Ása var væntanleg, því oft var mikið fjör þegar hún kom. Mér er í barns- minni er hún kom eitt sinn með kass- ettutæki að utan, framandi og flottar græjur. Hún spilaði á það fjöruga músík og dönsuðum við í stofunni af miklum móð. Hún sagði skemmtileg- ar sögur af ýmsu sem á daga hennar hafði drifið og kom með útlenskt nammi, t.d. rauðan lakkrís sem var nokkuð sem okkur krökkunum í kringum hana þótti mjög spennandi. Já, það var oft líflegt í kringum Ásu, hún stríddi okkur krökkunum mikið og ærslaðist með okkur. Það var gaman að heimsækja hana á Akur- eyri og til Siglufjarðar þar sem hún undi hag sínum vel. Ása var glaðvær kona og gaman var að ræða við hana. Hún fylgdist vel með málefnum líð- andi stundar, var vel að sér, víðlesin og veraldarvön, hafði ferðast víða um heim. Ása var ekki allra, hún var opinská í skoðunum sínum, jafnvel svo að fólki fannst hún á stundum allt að því hrjúf í samskiptum, en það var bara á yfirborðinu. Ása hafði ein- staka manneskju að geyma og lét sér annt um vini sína og þá sem í kring- um hana voru. Hún annaðist Siggu systur sína af einstakri alúð en Sigga var sjúklingur allt sitt líf en gat þó stundað vinnu og átti langa, góða ævi. Það má að hluta til þakka um- önnun Ásu. Veikindi Siggu urðu kveikjan að áhuga Ásu á læknisfræð- inni, sagði hún mér eitt sinn. Síðustu rúma tvo áratugina bjuggu þær í samtengdu parhúsi. Þær voru mikl- ar vinkonur og voru mikið saman. Eftir að Sigga lést haustið 2007, breyttust aðstæður Ásu mikið. Hennar missir var mikill, félags- skapurinn við Siggu hafði skipt miklu máli. Við fjölskyldan vottum öllum vin- um og vandamönnum Ásu innilega samúð, hennar verður sárt saknað. Rannveig Rist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.