Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 41
Dagbók 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Sudoku Frumstig 1 6 7 1 8 4 8 1 5 2 7 6 2 8 5 5 4 6 2 5 7 4 3 2 7 5 8 2 1 6 8 7 1 5 4 9 3 6 4 4 5 8 1 1 2 7 8 3 6 3 2 9 8 9 4 6 7 1 5 2 7 4 2 1 6 3 9 5 4 5 6 7 2 9 1 8 3 1 7 9 5 8 3 2 6 4 2 8 3 4 1 6 5 7 9 9 2 8 6 4 5 3 1 7 5 1 4 8 3 7 6 9 2 3 6 7 1 9 2 4 5 8 8 3 2 9 5 1 7 4 6 7 4 5 3 6 8 9 2 1 6 9 1 2 7 4 8 3 5 8 7 4 9 3 1 2 6 5 9 3 5 2 8 6 7 1 4 2 1 6 4 7 5 9 3 8 3 4 9 1 2 7 8 5 6 5 8 1 6 4 9 3 2 7 6 2 7 8 5 3 1 4 9 1 5 2 7 9 4 6 8 3 7 6 3 5 1 8 4 9 2 4 9 8 3 6 2 5 7 1 9 8 5 7 6 1 4 3 2 1 4 7 3 9 2 8 6 5 2 6 3 4 8 5 7 9 1 3 1 8 9 5 7 6 2 4 5 2 9 8 4 6 3 1 7 6 7 4 2 1 3 5 8 9 4 9 6 1 7 8 2 5 3 8 3 1 5 2 4 9 7 6 7 5 2 6 3 9 1 4 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 4. júlí, 185. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14,20.) Víkverji horfði á Kastljósið þegarviðskiptasiðfræðingur nokkur var spurður álits á stöðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varafor- manns Sjálfstæðisflokksins. Nýverið sagði dagblaðið DV frá því að eig- inmaður hennar hefði fengið hátt í 900 milljónir að láni frá Kaupþingi til hlutabréfakaupa, en jafnframt feng- ið að hafa lánið í einkahlutafélagi, ólíkt flestum félögum sínum hjá bankanum. Þáttarstjórnandinn spurði hvort Þorgerður ætti hrein- lega að segja af sér vegna málsins. x x x Framkoma siðfræðingsins varmjög hófstillt, sem er reyndar lofsvert á þessum síðustu og verstu tímum, en hann hefði að ósekju mátt taka örlítið sterkar til orða á þessum tímapunkti. Hann sagði nauðsynlegt að gera greinarmun á persónum, jafnvel þótt Þorgerður væri „mjög tengd“ eiginmanni sínum. Hún þyrfti sjálf að meta stöðu sína. x x x Víkverji fær varla séð hvers vegnaþurfi að gera greinarmun á per- sónum í þessu tilfelli. Það er vægt til orða tekið að segja hjón mjög tengd hvort öðru. Hjón deila lífsgæðum að eins miklu leyti og hægt er. 900 milljónir króna teljast til lífsgæða. Frammi fyrir ríkinu eru hjón líka eitt í ýmsu fjárhagslegu og skatta- legu tilliti. Þáttarstjórnandinn hefði eins getað snúið dæminu við og spurt hvort eiginmaður Þorgerðar væri hæfur til setu á Alþingi í dag. Þá hefði ekki staðið á svari. x x x Svo var Víkverji að blaða í göml-um lausavísum eftir Stefán Stef- ánsson, frá Móskógum á Bökkum í Skagafirði. Ein vísan var skemmti- leg, kveðin til stjórnmálamanns í framboði. Þar var nafnið „Pétur“ reyndar látið ríma við orðið „betur“, en sé vísan færð til nútímans gæti hún hljómað einhvern veginn svona: Upp á fjallið Everest ættirðu að fara, Geir. Ekki gæti þér yfirsést, annars staðar meir. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 óvinir, 8 þok- ast áfram, 9 veiðarfæri, 10 nett, 11 komist áfram, 13 fyrir innan allt, 15 eklu, 18 dreng, 21 blóm, 22 dáin, 23 bætir við, 24 listunnandi. Lóðrétt | 2 Gyðingum, 3 mannsnafn, 4 op, 5 spar- söm, 6 feiti, 7 karldýr, 12 stúlka, 14 gagnleg, 15 úði, 16 skeldýr, 17 kagga, 18 rétt, 19 auð- ugur, 20 þref. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gómur, 4 hæfir, 7 túpan, 8 lagin, 9 get, 11 róar, 13 orka, 14 óskar, 15 Fram, 17 mold, 20 enn, 22 lotan, 23 ausan, 24 rændi, 25 nakta. Lóðrétt: 1 gýtur, 2 mappa, 3 röng, 4 hált, 5 fægir, 6 renna, 10 eikin, 12 róm, 13 orm, 15 fílar, 16 aftan, 18 or- sök, 19 dynja, 20 enni, 21 nafn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O d6 6. Bxc6+ bxc6 7. d4 exd4 8. Rxd4 c5 9. Rc6 Dd7 10. Ra5 Db5 11. Bd2 Bg4 12. f3 Be6 13. c4 Db6 14. Bc3 Be7 15. Rd2 O-O 16. f4 Rg4 17. f5 Re3 18. Dh5 Rxf1 19. Hxf1 Bd7 Staðan kom upp á Karpov- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Poikovsky í Rússlandi. Þýski stór- meistarinn Arkadij Naiditsch (2700) hafði hvítt gegn Alexander Onischuk (2684). 20. f6! Bxf6 21. Hxf6! Hae8 22. Dg5 He7 23. He6! og svartur gafst upp enda fátt um fína drætti í stöðu hans. Rússneski stórmeistarinn Alexander Motylev (2677) varð hlutskarpastur á mótinu með 7 vinninga af 9 mögu- legum. Hvítur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Leikur að tilfinningum. Norður ♠K7 ♥ÁKG ♦ÁD1072 ♣D43 Vestur Austur ♠G9543 ♠ÁD2 ♥9543 ♥D106 ♦6 ♦9854 ♣1076 ♣KG5 Suður ♠1086 ♥872 ♦KG3 ♣Á982 Suður spilar 3G. Austur er í einstakri aðstöðu í vörn- inni. Strax í byrjun sér hann hvernig taka má samninginn einn niður, en yf- irsýn hans er slík að hann getur reynt við tvo niður með því að egna gildru fyrir sagnhafa. Sagnir voru einfaldar: Norður vakti á 1♦, suður sagði 1G og norður 3G. Spaðaþristur út, kóngur upp og austur drepur. Skoðum nú landslagið með augum austurs: Suður hefur neitað hálit með grandsvarinu og varla á hann ♠G úr því hann fór upp með kónginn. Ergó: Makker á gosa fimmta í spaða og því má taka spilið einn niður í hvelli. En ekkert liggur á. Sagnhafi getur ekki tekið meira en átta slagi og því er óhætt að gefa honum falska vinnings- von – taka á ♠D og skipta yfir í tígul. Svona verjast menn með ♠ÁD tvíspil og því er líklegt að sagnhafi svíni ♥G. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Reyndu að koma til móts við aðra þessa dagana. Vertu galopinn fyrir nýjum hugmyndum. Svo má líka alltaf koma sér upp nýjum draumi. (20. apríl - 20. maí)  Naut Vertu viðbúinn breytingum í fé- lagslífinu. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Allt ber að sama brunni og þeg- ar málalyktir blasa við getur þú óhrædd/ ur tekið til þinna ráða. Breytingarnar þurfa ekki að vera stórvægilegar til þess að skipta sköpum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Sannaðu trúna sem þú hefur á sjálfa/n þig með því að fylgja eftir hug- myndum þínum af fullum krafti. Ekki ögra makanum bara af því að þér leiðist. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú veist ekki hvernig þú vilt láta koma fram við þig og verður sjálf/ur í vandræðum með framkomu þína við aðra. Samvinna við aðra ætti að skila góðum árangri. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Leggðu áherslu á að gera eitthvað fyrir aðra bæði í dag og á morgun. En slíkar stundir mega þó ekki verða of margar. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nýjar upplýsingar berast þér í dag og það er meira upp úr þeim síðarkomnu að hafa. Framkvæmdu hugmynd þína áð- ur en einhver annar verður fyrri til. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér finnst engu líkara en allir hafi myndað einhvers konar samsæri gegn þér. Leggðu þig fram um að sjá málin í víðara samhengi. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ekki er allt gull sem glóir og mörg þau tilboð í gangi sem betra er að láta framhjá sér fara. Hafðu þetta hug- fast áður en þú gengur að samningaborð- inu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Láttu ekki undan þeirri löngun að draga þig í hlé. Reyndu að komast að niðurstöðu og framkvæma hana svo taf- arlaust.. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Áætlanir þínar um ferðalög eða frekari menntun eru raunhæfar. Aukin menntun eða færni mun hjálpa þér á leið þinni að settu marki. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú átt bágt með að þola verklag annarra. Fjarlægðu stressið, með því hverfur tilhneigingin til þess að fara yfir strikið. Stjörnuspá 4. júlí 1960 Íslendingar sigruðu Dani í landskeppni í frjálsum íþrótt- um á Íþróttavellinum á Mel- unum með 108 stigum gegn 90. Í liði Íslendinga voru með- al annarra Gunnar Huseby, Haukur Clausen, Torfi Bryn- geirsson og Örn Clausen. 4. júlí 1972 Guðmundur Gíslason setti 150. Íslandsmet sitt í sundi á fimm- tán árum. Í september sama ár keppti hann á Ólympíuleikum í fjórða sinn, sem var einstakt. 4. júlí 1973 Margrét Danadrottning og Hinrik prins komu í fyrstu op- inberu heimsókn sína til Ís- lands og dvöldu hér í fjóra daga. Margrét hafði tekið við af föður sínum rúmu ári áður og var þá yngsta drottning veraldar, 31 árs, í elsta kon- ungdæminu. 4. júlí 1991 Höggmyndin Vináttusamband eftir Pétur Bjarnason var af- hjúpuð við Sætún í Reykjavík í tilefni þess að 50 ár voru frá upphafi stjórnmálasambands Íslands og Bandaríkjanna. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Hermann Ó. Guðnason, Furu- gerði 1, Reykja- vík, verður átt- ræður á morgun, sunnudaginn 5. júlí. Vinir og ætt- ingjar eru boðnir velkomnir í sam- komusal á 1. hæð að Furugerði 1 og þiggja kaffiveit- ingar á milli kl. 14 og 17 á afmæl- isdaginn. 80 ára „ÉG held alltaf svona litla hátíð í kringum afmælið sem kallast Svínaskelda og hún var haldin um síð- ustu helgi. Ég býst því við því að þessi helgi verði rólegri,“ segir Björn Bragi Arnarsson, sem í dag fagnar 25 ára stórafmæli sínu. Spurður um þessa sérstöku nafngift segir Björn: „Vinir mínir hafa löngum kallað mig svín sökum líkamlegs atgervis míns og svo á ég afmæli sömu helgi og Hróars- kelduhátíðin er.“ Í sumar vinnur Björn Bragi að lokaritgerð sinni í viðskiptafræði við HR og stefnir að útskrift næstu jól, hálfu ári á undan áætlun. „Svo er ég með ákveðna hugmynd að barnabók í huganum sem á að heita „Grísa- bær“ þar sem aðalsöguhetjurnar verða fjórir grísir; þeir félagar Lukkugrís, Nammigrís, Sparigrís og Lakkgrís. Veit samt ekki hvort ég byrja á henni í sumar.“ Björn Bragi fer jafnframt fyrir hinu ný- stofnaða fótboltaliði „Brostnir draumar“ sem spilar í Carlsberg- deildinni í sumar. Nýjasta áhugamál Björns Braga er siglingar og hann var einmitt staddur úti á hafi þegar viðtalið fór fram. „Þessi áhugi er mjög skyndilegur og brjálæðislegur. Hafið hefur samt alltaf kallað á mig og mér fundist það vera minn staður.“ haa@mbl.is Björn Bragi Arnarsson er 25 ára í dag Svínaskelda nýafstaðin Nýirborgarar Reykjavík Einar Eldur og Rúnar Logi fæddust 19. febr- úar. Einar fæddist kl. 21.45 og vó 2.680 g og var 49 cm langur. Rúnar Logi fæddist kl. 21.56 og vó 2.940 g og var 50 cm langur. Foreldrar þeirra eru Ingunn Helga Gunnarsdóttir og Sigtryggur Árni Ólafsson. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.