Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það á ekkiað komaendur- skoðendum á óvart að þáttur þeirra í falli fjöl- margra fyrirtækja á Íslandi fái aukna athygli. Þeirra hlut- verk var að skrifa upp á árs- reikninga fyrirtækja og votta að þeir gæfu glögga mynd af stöðu þeirra og breytingum milli ára. Þess vegna spyrja hlut- hafar hvort endurskoðendur hafi tekið þátt í einhverjum blekkingarleik stjórnenda, ekki haft nauðsynlega yfirsýn eða skort úrræði eða vettvang til að koma athugasemdum á framfæri. Auðvitað kennir enginn endurskoðendum um hrun heils hagkerfis eða telur að þeir hefðu getað komið í veg fyrir fallið. Margir samverk- andi þættir, innanlands og ut- an, eiga þar hlut að máli. En einn þessara þátta er hlut- skipti endurskoðenda í að- draganda hrunsins. Hvernig mátti það vera að sérfræð- ingar, sem hafa það hlutverk að greina stöðu fyrirtækja, settu ekki fram einhver varn- aðarorð? Margir halda því fram að þeir hafi verið múlbundnir vegna hagsmuna sem fólust í því að styggja ekki þá sem greiddu fyrir vinnu þeirra. Stjórnendavald fyrirtækja hafi verið sterk- ara en vald end- urskoðenda. Þeir hafi misst ákveð- ið sjálfstæði. Nú er það svo að stór hluti af vinnu endur- skoðenda fer fram fyrir lukt- um dyrum og í trúnaði við við- skiptamenn. Auðvitað kann að vera að þeir hafi sett fram varnaðarorð sem stjórnendur fyrirtækja hunsuðu á meðan reikningsskil voru réttum megin við lög og reglur. Hins vegar höfðu þeir tök á að segja sig frá verkum ef þeim líkaði ekki vinnubrögðin. Það var afar fátítt. Aðalsteinn Hákonarson endurskoðandi hefur haldið því fram að alþjóðlegir reikn- ingsskilastaðlar hafi gefið endurskoðendum svigrúm til að færa bókhaldið þannig að öll verðmæti voru skrúfuð í botn. Þetta hefur jafnvel ver- ið kallað skapandi bókhald! Af þessu þarf að læra fyrir uppbyggingarstarfið sem framundan er. Endurskoð- endur þurfa að taka virkari þátt í opinberri umræðu um hvert stefnir í atvinnulífinu. Þeir þurfa að vera sjálfstæð- ari gagnvart þeim sem ráða þá til vinnu og athugasemdir þeirra eiga að vera opinberar hluthöfum. Hollusta endur- skoðenda er fyrst og fremst gagnvart eigendum en ekki stjórnendum. Endurskoðendur þurfa að taka virkari þátt í opinberri umræðu} Ábyrgð endurskoðenda Ein af hug-myndum rík- isstjórnarinnar um hvernig mætti ná meira skattfé af almenningi var að leggja á svokallaðan syk- urskatt. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra prédikaði ágæti þessa skatts og kallaði Lýðheilsustöð sér til vitnis: sagði að það skipti ekki öllu máli hversu mikið kæmi í rík- iskassann af honum. „Ég er að hugsa um heilsufarsþátt- inn í þessu,“ sagði Ögmundur í Morgunblaðinu 16. maí síð- astliðinn. Nú er búið að útfæra hug- myndirnar um sykurskatt. Þær felast í því að leggja aft- ur á vörugjaldið, sem var af- numið árið 2007, bara helm- ingi hærra en það var þá. Ein ástæðan fyrir afnámi vörugjaldanna var að álagn- ing þeirra var komin út í órök- stutt rugl. Kartöflumús í flög- um bar ekkert vörugjald, kartöflumús í dufti 14 króna kílógjald. Hærri skattur var á kakómalti til að blanda í heita mjólk en kakói til að hræra út í kalda mjólk. Og þannig mætti áfram telja. Nú upphefst vitleysan á ný. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær mun vörugjald nú til dæmis leggj- ast á kaffi, te, niðursuðuvöru og ýmislegt fleira, sem til þessa hefur ekki talizt til sykraðrar óhollustu. Dísætar mjólkurvörur, sem bæði tann- læknar og Lýðheilsustöð vara við, fá hins vegar ekkert aukagjald. Sykurlaust tyggi- gúmmí, sem tannlæknar mæla með, fær á sig 130 króna vörugjald en það sykraða 120 króna gjald! Flest bendir til að nú sé verið að endurreisa vöru- gjaldavitleysuna, sem enginn skildi og engin skiljanleg rök voru fyrir. Ef fólk er á annað borð á þeirri skoðun að stýra eigi neyzlu fólks með sköttum, finnst því þá ekki jafnframt að það þurfi að vera einhver heil brú í þeirri neyzlustýringu? Hvað finnst Ögmundi (og Lýðheilsustöð)? Verið er að end- urreisa vöru- gjaldavitleysuna} Heilsusamlega skattahækkunin Í sland snýst sem betur fer ekki bara um Icesave þessa dagana. Guði sé lof, veðr- inu og manninum sem fann upp bæj- arhátíðina. Á meðan reiðir alþingismenn rífast innilokaðir við Austurvöll er þjóðin á faraldsfæti og mér heyrist æ fleirum hreinlega bjóða við því að fylgjast með rökræðunni. Að sumu leyti er ógleðin skiljanleg því svo er talað út og suður að venjulegt fólk veit ekki hverju það á að trúa. Að hvítt sé svart? Fer Steingrímur J. með rétt mál? Bjarni Ben? Af hverju er Sigmundur Davíð svona reiður? Hvar er Jóhanna? Staðan er ekkert grín og ekki skal dregið úr alvarleikanum. Ástandið er hryllilegt og margir sitja í súpu sem þeir hafa ekki eldað sjálfir þó margir hafi auðvitað komið nálægt eldamennsk- unni. Ekki er síst ömurlegt að heyra af því fréttir að sífellt fleiri eigi ekki fyrir mat handa fjölskyldunni. Slíkt hefur ver- ið nær óhugsandi hér á landi í heild öld og ef einhvern tíma hefur þurft samheldni er það þegar þannig stendur á. Við Austurvöll segja líklega allir satt, að einhverju leyti. Vonandi segir að minnsta kosti enginn viljandi algjörlega ósatt, en sannleikur er svo afstætt fyrirbæri að erfitt getur verið að átta sig á því hvenær hentar að brúka það orð og hvenær ekki. Ice..., hugtakið sem enginn þolir lengur að heyra en kallað hefur verið algjör snilld, liggur svo þungt á þjóðinni að nauð- synlegt er að huga að öðru um stund og þess vegna skiptir sólin svo miklu máli og allar hátíðirnar. Mað- urinn sem fann upp bæjarhátíðina á heiður skil- ið og er jafn dýrmætur nú um stundir og sólin. Ef eitthvað heldur efnahagslífinu gangandi, fyrir utan ÁTVR, er það bæjarhátíðin. Er ekki humarhátíð á Hornafirði um helgina? Ég kom einu sinni við á þeim góða stað um hum- arhelgi og það var fínt. Írskir dagar eru á Skaganum, ég var á stóru fótboltamóti á Sauðárkróki um síðustu helgi, Fiskidagurinn mikli er árviss viðburður á Dal- vík, handverkshátíð á Hrafnagili, að ógleymdri sjálfri Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, og svo mætti lengi telja. Plássið er bara ekki nógu mik- ið. Kemst þó ekki hjá því að nefna frábæra Furðuleika Strandamanna, sem eru liður í Hamingjudögum á Hólmavík. Meðal annars er keppt í skítkasti! Ef ekki núna, hvenær þá? Hér á Akureyri eru tvö fótboltamót um helgina, annað fyrir 1299 stráka , hitt fyrir 700 gamalmenni. Þar þarf ekki að hugsa um Icexxx, einfaldlega hægt að kenna dómaranum um, þegar maður skýtur framhjá. Og fá sér svo Brynjuice eftir leik. Íslendingar láta sig hafa það, þrátt fyrir allt eða jafnvel vegna alls, að bregða sér bæjarleið nú sem endranær og það er gott, ef allir komast heilir heim. Það er gott ef fólk reynir að njóta landsins og vera með sínum nánustu. Kannski er þetta það eina sem við eigum eftir; náttúran og okkar nánustu. Að minnsta kosti okkar nánustu. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Náttúran og okkar nánustu Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is H júkrunarfræðingar geta litið framtíðina björtum augum. Mannkynið eldist stöðugt og ekki er út- lit fyrir annað en að sprenging verði í eftirspurn eftir aðhlynningu fyrir eldri borgara á næstu áratugum. Lítum á nokkrar tölur. Nú um stundir er um níundi hver jarðarbúi – mannkynið er nú 6,9 milljarðar – 60 ára eða eldri, hlutfall sem verður tvö- falt hærra um miðja öldina. Fæðingum fer líka fækkandi. Á áttunda áratugnum áttu konur að meðaltali 4,3 börn en aðeins 2,6 börn að meðaltali nú, ef svo má að orði komast, og útlit fyrir að talan lækki í tvö börn um miðja öldina, að því er fram kemur í ýtarlegri úttekt tímaritsins Economist um öldrunar- vandann. Segir þar að árið 1980 hafi að meðaltali fimmti hver þegn verið á eftirlaunaaldri í ríkum löndum, fjórði hver nú og haldi fram sem horfi verði hlutfallið 45% um miðja öldina. Útlit- ið er enn dekkra í Japan. Þar er því spáð að 7 af hverjum 10 verði á eft- irlaunaaldri árið 2050. Afleiðing „barnasprengju“ Öldrunarvandinn sem við blasir er öðrum þræði afleiðing mikillar mann- fjölgunar í kjölfar síðari heimsstyrj- aldarinnar, þegar ódýr orka, bylting í landbúnaðarframleiðslu, vöxtur í iðn- framleiðslu og aðrir samverkandi þættir lögðust á eitt um að skapa skil- yrði fyrir mikilli mannfjölgun. Eftir því sem þessi kynslóð óx úr grasi breyttist hins vegar hlutverk konunnar og fæðingum tók að fækka. Staðan er þó önnur í fátækari ríkjum. Fræðimaðurinn Adele Hayutin við Stanford Center on Longevity bendir þannig á í nýlegri grein, Global Ag- ing: The New New Thing, að öll Afr- íkuríki og nær öll ríki Miðaustur- landa séu í þeim sporum að ýmist 40 til 50% eða 50 til 57% íbúanna séu á aldursbilinu 15 til 29 ára. Líkur séu á þjóðfélagslegri ólgu í Afríku og Miðausturlöndum sökum þess að þjóðfélögin muni ekki ráða við að sjá ungu kynslóðinni farboða. Jákvæðu fréttirnar – að því gefnu að smærri fjölskyldur þýði meiri lífs- gæði til lengra tíma litið – eru þær að fæðingartíðni mun dragast saman í Afríku, eða fara úr um 5 börnum á hverja konu nú í 2,5 börn 2050. Sífellt lengri mannsævi mun þýða fleiri gamalmenni en nokkru sinni. Þannig má lesa úr einu grafa Ha- yutins að meðalaldur í Kína er talin munu tvöfaldast úr um 40 árum um miðjan sjötta áratug síðustu aldar í 80 ár árið 2050. Á meðan Kína eldist verði Afríka ung og á milli 2 og 10% íbúanna undir 65 ára aldri árið 2050. Ýtarlegar er fjallað um mann- fjöldaþróunina í Kína í skýrslu fræði- mannanna Qiang Li, Mieke Reuser, Cornelia Kraus og Juha Alho, Aging of a giant: a stochastic population for- ecast for China, 2001-2050. Segir þar að árið 1982 hafi hlutfall 65 ára og eldri í Kína verið 4,91%. Hlutfallið sé nú um 7% og muni ríflega fjórfaldast í um 29% árið 2050. Af um 1.243 millj- ónum Kínverja sem byggi landið 2050 verði um 360 milljónir 65 ára og eldri. Heimsbyggðin gránar í vöngum Reuters Dýrt Öldrunarvandinn mun leggja gífurlegar byrðar á heilbrigðiskerfin. Í ESB-ríkjunum er talið að 30-40% heilbrigðisútgjalda fari til eldri borgara. Um miðja þessa öld verða um tveir milljarðar manna 65 ára og eldri. Til samanburðar bjuggu um 2,5 milljarðar manna á jörðinni um miðja 20. öld. Ekki er ofmælt að kalla þróunina öldrunarvanda.                     !               " #! #" #$ # "  " #! #" #$ # "  " #! #" #$ # "  " #! #" #$ # "  " #! #" #$ # "  " #! #" #$ # "  !   " !  !        $  $ "  " !  !         !   !   " #! #" #$ # "  " #! #" #$ # "    ! " #! #" #$ # "  " #! #" #$ # "  !   !               "### "##$ "#%# "#%$ "#"# "#"$ "#&# "#&$ "#'# "#'$ "#$# %!! &% % !" %'' (%$" (%( )%!" )%$' )% (! )%)! )%'' '%!    (#)         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.