Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo og kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox „STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ... EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA, ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! „KRAFTMIKIL ADRENALÍNSPRAUTA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA.” „RÚSSÍBANAMYND SUMARSINS ...” S.V. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ HHH „Þessi spræka og fjölskylduvæna bandaríska teikni- mynd er sú þriðja í röðinni og sú besta þeirra“ - Ó.H.T. , Rás 2 „Þetta er góð skemmtun með góð skilaboð og hentar ungum sem öldnum” - Ó.H. T., Rás 2 ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI TRANSFORMERS 2 kl. 1D - 4D - 7D - 10D POWERS. KL. 10 10 DIGITAL THE HANGOVER kl. 2 - 4 - 6D - 7 - 8D - 9:10- 10:20D 12 DIGITAL CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 23D - 43D L 3D DIGTAL TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8D - 11D - Powersýning kl. 11 10 DIGTAL THE HANGOVER LÚXUS VIP kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 - Powersýning kl. 11 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 10:20 10 ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L STÍGV. KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 L HANNAH MONTANA kl. 5:50 L THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:10 - 8:30 - 10:20 - 10:30 - 11 12 Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „VETRARDAGSKRÁIN okkar hefst nú eiginlega nú strax í ágúst með sýningu á Ástríði,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, aðspurður um fyrirhug- aða sjónvarpsdagskrá á Stöðinni í vetur. Ástríður eru rómantískir gamanþættir, leikstýrðir af Silju Hauksdóttur og með Ilmi Kristjáns- dóttur í aðalhlutverki. „Það er mjög gaman að fá svona mikið af stelpum til liðs við okkur því kvikmyndagerð og sjónvarps- þáttagerð hafa jafnan verið mjög karllægur heimur,“ segir Pálmi. Auk Ástríðar verður boðið upp á tvær leiknar íslenskar þáttaraðir á Stöð 2 í vetur. „Fangavaktin byrjar núna í sept- ember og svo er verið að skrifa handrit að nýjum þáttum af Rétti,“ segir Pálmi en nýr Réttur fer í loft- ið í janúar 2010. Auk þess verða þættir á borð við Loga í beinni, Algjör Sveppi og föstudagsþátt Sveppa og Audda áfram á dagskrá stöðvarinnar. Nýir erlendir sjónvarpsþættir verða einnig teknir til sýninga í vet- ur. Þar ber fyrst að nefna þætti gerða eftir bókum Alexanders Mc- Call Smith um kvenspæjarastofu Mma Ramotswe í Botsvana. Þætt- irnir voru framleiddir fyrir HBO- sjónvarpsstöðina af ekki ómerkari mönnum en Richard Curtis og An- thony heitnum Minghella, sem jafn- framt leikstýrði fyrstu þáttunum. Önnur afurð frá HBO verður einnig sýnd í vetur, sá ber heitið Hung og er eftir handritshöfund Si- deways. Modern Family eru gamanþættir frá höfundum Fraisers, sem var ný- verið tekinn til sýninga á ABC, og verða sýndir á Stöð 2 í vetur. Þá má auk þess nefna þætti sem nefnast Eastwick og eru gerðir eft- ir samnefndri skáldsögu. Bókin var jafnframt efniviður kvikmyndar- innar Witches of Eastwick frá árinu 1987. Einnig verða teknar til sýninga nýjar þáttaraðir af Grey’s An- atomy, American Idol, So You Think You Can Dance og Mad Men, svo fáar einar séu nefndar. Kvenspæjarastofa og Fangavakt Vetrardagskrá Stöðvar 2 hefst í ágúst með nýjum íslenskum og erlendum sjónvarpsþáttum Ástríður Fjöldi þekktra íslenskra leikara fer með hlutverk í Ástríði. Í steininum Þeir Georg, Daníel og Ólafur Ragnar snúa aftur. Kvenspæjarastofan Söngkonan Jill Scott leikur Ramotswe í þáttunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.