Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Elsku afi, okkur finnst við svo heppn- ar að hafa átt þig sem afa. Við eigum svo margar góðar minningar frá Hlíðar- götu 21, húsinu sem þú byggðir, þar sem þið amma bjugguð allan ykkar búskap. Þangað var ynd- islegt að koma, allir velkomnir og alltaf nóg af sætabrauði. Fyrstu minningar okkar beggja eru frá jólunum sem við héldum alltaf saman, þá var dansað í kringum flotta jólatréð ykkar í stóra holinu og sungið. Þú varst bílstjóri, áttir stóran vörubíl og við systkinin fengum oft að fara upp á pall og einnig að sitja inni í. Þú keyrðir líka olíu- bílinn sem var líka stór og gaman að fara í. Þú vannst mikið, við systurnar og amma pössuðum ósjaldan hver aðra þegar þú varst að vinna fram á nótt. Þá fengum við að sofna í þinni holu og hlust- uðum með ömmu á Jónas í útvarp- inu. Nokkrum sinnum keyrðum við með þér og ömmu til Reykjavíkur og það var sko ekki verið að stoppa of mikið en þeim mun meiri fræðsla. Þú þekktir hvern sveitabæ og kunnir oft sögur út frá þeim, eins þekktir þú fjöllin og árnar. Uppskerutími í kartöflugarðin- um var alltaf skemmtilegur tími. Garðurinn var „uppi í fjalli“, þar fengum við systkinin alltaf sér pláss! Ekki má gleyma miklum áhuga þínum á berjatínslu sem skilaði sér í ómældu magni af ljúf- fengri berjasaft né heldur frábæru nætursöltuðu kinnunum þínum sem við höfum ekki fengið að njóta síðan þú hættir að salta þær. Þegar ég (Íris) fæddi eldri strákinn minn þá hringdir þú í mig beint á fæðingardeildina, í símann á deildinni því þú náðir ekki í gsm, þú vildir óska mér til hamingju og vita hvernig ég hefði það. Þetta þótti mér vænt um! Synir okkar eiga marga afa og það getur verið ansi flókið stundum að útskýra fyrir þeim hver sé hver en þig var ekki erfitt að skilgreina, þú hefur verið kallaður „nammi-afi“ af þeim síðan þeir byrjuðu að tala. Og ekki er það að ástæðulausu, þú áttir alltaf gotterí. Við gleymum ekki þegar við fórum með þér í kirkju einu sinni sem oftar á aðfangadag og þú byrjaðir allt í einu að beygja þig og teygja og við skildum ekk- ert hvað þú varst að gera, þá varstu með Mackintosh í jakkavas- anum og varst farinn að dreifa því til krakkanna í kringum okkur. Þú varst svo barngóður, elskaðir að syngja, tralla og gera læti. Þú flautaðir mikið og nú segjum við sonum okkar sem eiga það til að flauta mikið: „Þú minnir mig á langafa þinn.“ Ekki leiðum að líkj- ast. Síðustu 9 ár höfum við öll búið í Reykjavík. Mikið rosalega fannst okkur þú heppinn að kynnast Bettý og það var yndislegt að heimsækja ykkur í Híðarnar þar sem við vorum alltaf velkomin og tekið svo vel á móti okkur. Elsku afi, nú ertu farinn yfir móðuna miklu, til guðs og engla eins og við sögðum litlu strákunum okkar og til ömmu Dóru. Við kveðjum þig með söknuði en vitum að þú ert kominn á góðan stað. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaður Jesús mæti. (Höf. ók.) Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn Guðgeir Jónsson ✝ Guðgeir Jónssonfæddist á Hræ- rekslæk í Hróars- tungu 6. júní 1923. Hann lést á Landspít- alanum 15. júní síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Norð- fjarðarkirkju 26. júní í vald og vinskap þinn. Vernd og skjól þar ég finn. (Hallgrímur Pét- ursson.) Þínar sonardætur, Íris Dögg og Guð- laug Helga. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kem- ur nótt. Þrátt fyrir að hafa vitað að dag- urinn væri að kveldi komin hjá honum elsku afa, þá vorum við ekki tilbúnar að kveðja alveg stax. En nú hefur hann fengið hvíld og kominn til elsku ömmu. Þegar við vorum litlar voru það með stærri dögum ársins þegar amma og afi komu í heimsókn til okkar suður. Við biðum með mikilli eftirvænt- ingu eftir að sjá bílinn, löbbuðum uppá horn og hlupum með bílnum síðasta spölinn. Alltaf lumuðu þau á einhverju góðgæti þegar þau komu. Malta súkkulaði og brenni var þá mjög vinsælt. Amma talaði um hvað afi hafði keyrt hratt og að enginn tími hafi verið til að stoppa, bara rétt til að pissa og nestið borðað í bílnum. Afi þekkti suð- urleiðina eins og handarbakið á sér. Hann vissi nákvæmlega hvað öll fjöll og bæir hétu. Jafnvel hvað fólkið á bæjunum hét og hverra manna það var. Afi hafði alltaf tíma fyrir okkur, hvort sem það var þegar við kom- um austur eða þegar hann kom í bæinn. Fór hann oft með vísur og söng með okkur. Hann hafði ein- stakt lag á því að koma manni til þess að hlæja, bara það að smella út úr sér tönnunum fékk mann til að skella uppúr. Dóra var mikið fyrir austan á sumrin og þá var virkilega tekið vel á móti henni. Þar fékk hún alla heimsins athygli. Farið var í berjamó, ísbíltúra á vörubílnum, keyrt var út að vita eða inn í sveit. Sá tími var ómet- anlegur þá eignaðist Dóra margar af sínum bestu vinkonum og stór hluti af æskuminningunum gerðist þar. Eftir að amma dó kom afi mikið suður og bjó hjá okkur. Þá vorum við komnar á gelgjuna. Þar sá hann sér leik á borði því alltaf var stutt í stríðnina hjá honum því að hann vissi að þráðurinn var stuttur. Það fór ekki fram hjá neinum þegar afi var kominn á ról, hann vaknaði blístrandi og sofnaði blístrandi. Afi var alltaf svo dug- legur þegar hann var hjá okkur og var undrandi á því að við værum ekki búnar að fara út og moka tröppurnar. Svo hann fór út og var ekki lengi að moka allar tröpp- urnar og jafnvel innkeyrsluna. Þegar við komum heim úr skól- anum var afi oft heima, þá sat hann niðri í stofu á hlýrabolnum og var að leggja kapal. Það var hans einkennisklæðnaður, hlýra- bolur, kaffi í glasi og spilastokkur. Þá tók maður stundum rommý með honum. Barnabarnabörnin voru einstak- lega heppin að fá að kynnast lang- afa sínum. Hann var alltaf til í að syngja og dansa með þeim og átti auðvelt með að laða fram bros, enda mikill barnakall. Gaman hefði verið ef Rebekka Lind hefði fengið að kynnast afa betur því að hann afi var alveg yndislegur í alla staði. Í dag minnumst við elsku afa og kveðjum hann í hinsta sinn. Hann er þó ekki alveg farinn því minn- ing hans lifir og hann mun alltaf eiga fastan sess í hjörtum okkar beggja. Hvíl í friði, elsku afi. Dóra og Sigrún. Fyrir tæpum 10 árum fréttist það innan fjölskyldunnar að Betty tengdamamma væri komin með unnusta. Hún hafði þá verið ekkja um nokkurt skeið en það var öllum ljóst sem sjá vildu að hún var ást- fangin. Og sá heittelskaði var Guð- geir Jónsson frá Neskaupstað. Það þarf ekki að taka fram að bæði voru komin á áttræðisaldur, en ástin spyr ekki að því. Það tókust fljótlega góð kynni með Guðgeiri og okkur, fjölskyldu Bettyar. Hann var opinn og glað- sinna og börnin urðu strax hænd að honum. Hann fór með okkur í margar ferðir um landið, í sum- arbústaði, berjaferðir og víðar. Eina skiptið sem hann fór til út- landa um ævina, fór hann með Betty tíl Kanaríeyja. Eftir þá ferð taldi hann sig ekki hafa meira að sækja til útlanda, enda var Ísland hans heimbyggð og Norðfjörður nafli hennar. Guðgeir naut ekki langrar skóla- göngu í æsku en hann var vel menntaður úr skóla lífsins. Hann var vel að sér um marga hluti og hafði mikinn áhuga á þjóðmálum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á málum og hélt þeim til streitu þótt aðrir væru honum ósammála. Guðgeir var af þeirri kynslóð sem byggði upp sitt land frá ör- birgð til allsnægta. Hann hafði sterka réttlætiskennd og var jafn- aðarmaður frá innstu hjartans rót- um. Hann hafði alltaf kosið Al- þýðuflokkinn og studdi eindregið sameiningu jafnaðarmanna í Sam- fylkinguna. Daginn fyrir alþingis- kosningar í vor fórum við í Laug- ardalshöllina svo hann gæti greitt sitt atkvæði utan kjörstaðar. Við fórum síðan rakleiðis með atkvæð- ið á kosningaskrifstofu Samfylk- ingarinnar í miðbænum sem sá um að koma því heim í hans kjördæmi. Við vorum svo heppnir að þá voru þar staddir helstu frambjóðendur flokksins í Reykjavík og tók Guð- geir þá þegar tali og ræddi stjórn- málaviðhorfið. Hann hafði gaman af því og höfðu frambjóðendur gagn og gaman af því að ræða við hann. Guðgeir var lífsglaður maður og mjög söngelskur enda söng hann í kórum meira en hálfa ævina. Hann kunni ógrynni af lögum og textum og var stöðugt að rifja upp vísur og tónlist frá ýmsum tímum. Það var sama hvort um var að ræða sálma, revíuvísur, þjóðlög eða hvað sem var, hann kunni yfirleitt lag og texta. Það var sérlega eftir- minnilegt þegar þeir sungu saman norska þjóðsönginn, Guðgeir og Morten Harket, söngvari hljóm- sveitarinnar A-ha, í matarboði í Eskihlíðinni. Guðgeir hafði verið ekkill í nokkur ár þegar við kynntumst. Hann hafði búið við gott atlæti heima fyrir um ævina. Hann kunni vel að meta gott heimilislíf, góðan mat og drykk en allt í hófi. Guð- geir átti alltaf vodkaflösku inni í eldhússkáp og var ósínkur á vodk- ann þó hann drykki minnst af hon- um sjálfur. Það var oft gott að þiggja hjá honum vodkastaup á köldum vetrarkvöldum. Síðustu árin voru þau saman, Guðgeir og Betty, á aðfangadags- kvöld hjá okkur í Eskihlíðinni. Það eru sérlega góðar minningar sem við eigum og geymum frá þeim stundum og svo mörgum öðrum með Guðgeiri. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu Bettyar þakka fyrir þau kynni af honum og af hans góðu fjölskyldu og afkomendum. Blessuð sé minning Guðgeirs Jónssonar. Ólafur Ástgeirsson. Mig langar hér til að minnast með örfáum orðum á kynni mín við Guðgeir Jónsson sem fallinn er frá, en hann varð 86 ára gamall þann 6. júní sl. Þegar Jón Grétar hringdi í okk- ur hjónin til að láta okkur vita af andláti hans settist ég niður og lét hugann reika aftur í tímann. Heimili Guðgeirs og Dóru var eins og mitt annað heimili enda sam- gangur mikill. Fyrstu minningarn- ar um Guðgeir tengjast að sjálf- sögðu vörubílunum hans og ég man eftir Chevrolet-bíl sem fram- leiddur var að ég held 1956. Síðan kom Traderinn 1966 og að lokum tveir Scania Vabis-vörubílar. Guð- geir vann lengst af sem vörubíl- stjóri og var duglegur að taka okk- ur frændurna með sér, ýmist yfir Oddsskarð að ná í efni eða inn á sand eins og það var kallað í þá daga. Guðgeir handmokaði efninu á bílana og var það ekki lítið verk og oft fengum við frændurnir að hjálpa til. Eins og áður sagði var heimili þeirra hjóna eins og mitt annað heimili en Dóra heitin frænka var systir móður minnar og ekki nema 150-200 metrar á milli heimilanna. Jólaboð voru haldin til skiptis á heimilunum og þá var nú oft glatt á hjalla og ekki síst þegar Guðgeir, Dóra og foreldrar mínir rifjuðu upp sína æsku og bernskubrek. Einnig var oft gripið í spil og spil- uð vist, en Guðgeir var mikill spilamaður og var feikigóður bridge-spilari og spilaði hann á mótum hér austanlands á árum áð- ur. Þessi jólaboð eru mér afar minnisstæð og seint mun ég gleyma rjómatertunni hjá Dóru frænku með karamellubúðingnum góða og ekki síður öllum flugferð- unum úr höndum Guðgeirs en þeim fengu öll börnin úr stórfjöl- skyldunni að kynnast en Guðgeir var með afbrigðum barngóður maður. Guðgeir var þeim eiginleika gæddur að hvar sem hann fór þar gustaði af honum hressileikinn og sjaldnast einhver lognmolla í kringum hann. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var ófeiminn við að koma þeim á framfæri og auk þess var hann passlega þver. Um leið og við kveðjum þig, Guðgeir, með virðingu og þökk vottum við ykkur Jóni Grétari, Guðnýju, Marteini og fjölskyldum okkar innilegustu samúð. Magnús Jóhannsson og fjöl- skylda. Á lífsleiðinni kynnumst við mörgu fólki, sumum gleymir mað- ur strax, en öðrum gleymir maður aldrei. Í hugum okkar bræðra var Guðgeir einn þeirra sem ekki gleymast. Allt frá barnæsku og fram á síðustu ár var hann mikill vinur okkar. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum með honum í bílnum hans og alltaf tók hann vel á móti okkur. Stundum gátum við hjálpað honum við að tína grjót sem hann þurfti að sækja inn í sveit og keyrði með út í bæ. Eða fórum með honum inn á Sand til að ná í möl og sand í hinar ýmsu framkvæmdir. Á þessum ár- um voru ekki til neinar gröfur til að moka á bílana heldur þurfti ein- göngu að notast við handaflið. Sannarlega vorum við oft þreyttir eftir þessar ferðir, en þreytan gleymdist fljótt og í minningunni voru þessar ferðir bara skemmti- legar því margt var spjallað bæði um menn og málefni, en Guðgeir var hafsjór af fróðleik um allt milli himins og jarðar. Guðgeir var mikill fjölskylduvin- ur og kom því oft í heimsókn á Melagötuna. Í næsta húsi bjó hans besti vinur, Halli Berg, móður- bróðir okkar, en þeir voru giftir systrum, þeim Unni og Dóru Mar- teins. Á góðum stundum tóku þeir vinirnir oft lagið, því báðir voru þeir miklir og góðir söngmenn. Þá spillti það ekki söngnum þegar Oli- ver Daníelssen, Færeyingur sem leigði hjá pabba og mömmu í nokkur ár, tók lagið með þeim. Í okkar huga var þetta söngtríó al- veg frábært og þeir létu sig ekki muna um að syngja á ýmsum tungumálum, þótt Halúetta lifi einna best í okkar minni. Eftir að fjölskylda okkar flutti suður urðu samverustundirnar vitaskuld færri, en öll þessi ár höf- um við alltaf sent hverjir öðrum jólakveðjur. Þar sem við bræður stunduðum allir sjóinn á síldarár- unum á sumrin komum við oft á Norðfjörð og þá var alltaf byrjað á því að heilsa upp á okkar gamla vin, Guðgeir Jónsson. Á þeim árum þurftu menn oft að bregða sér milli fjarða, ýmist til að skemmta sér eða til að ná sér í að- föng. Þrátt fyrir að Guðgeir hafi verið búinn að skila fullum vinnu- degi á vörubílnum þá minnumst við þess ekki, að hann hafi nokkru sinni neitað okkur um ferðir á kvöldin og jafnvel nætur ef eftir var leitað. Síðasta sinn sem við hittumst allir var þegar Guðgeir hélt upp á 70 ára afmælið árið 1993, en þá fórum við bræður aust- ur og tókum þátt í veislunni. Það var frábær tími og þá voru gömlu tímarnir rifjaðir upp undir miklum söng og guðaveigum. Þótt sann- arlega búi margt góðra manna enn á Norðfirði, þá finnst okkur að með fráfalli Guðgeirs hafi fjörð- urinn misst einn af sínum allra bestu sonum og við kveðjum hann með miklu þakklæti og virðingu. Við sendum börnunum þeirra Guðgeirs og Dóru, þeim Guðnýju, Jóni Grétari og Marteini ásamt fjölskyldum þeirra, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bergvin, Guðmundur og Hrafn Oddssynir. ✝ Elskulegur faðir okkar, bróðir og vinur, RICHARD L. RICHARDSSON, lést í Boston, Bandaríkjunum miðvikudaginn 24. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Peter, Richard, Richmond, Sigurður Richardsson og fjölskylda, Sverrir Guðjónsson og Erna. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREIÐAR G. VIBORG, Hraunvangi 3, áður Barmahlíð 34, Hafnarfirði, andaðist á Vífilsstöðum þriðjudaginn 30. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Helgadóttir, Helgi Þór Viborg, Hildur Sveinsdóttir, Guðmundur Viborg, Sigríður María Hreiðarsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.