Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 23
Daglegt líf 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 NÝJAR HANDHÆGARUMBÚÐIR gerir grillmat að hreinu lostæti! E N N E M M /S ÍA /N M 38 33 8 Það á líka við um konuna mína, Elsu, sem var besti vinur minn. Hún var yndisleg, með mikla útgeislun og sterkan persónuleika. Það eru tíu ár síðan hún dó og ég sakna hennar ennþá. Hún dó mjög óvænt úr hjarta- slagi, fimmtug. Við vorum búin að vera saman eiginlega alveg enda- laust, frá því við vorum unglingar.“ Dauði hennar hlýtur að hafa verið skelfilegt áfall, hvernig brástu við? „Helst vildi ég fara sjálfur yfir landamærin miklu. En svo ákvað ég að lifa áfram þótt helmingurinn af mér væri farinn. Um leið þurfti ég að læra að lifa með þeim helmingi sem eftir var. Fyrst hélt ég að áfengi væri lækningin, þetta gamla, ráð til að deyfa sig, en eftir hálft ár komst ég að því að það gerði aðeins illt verra. Einn af fylgifiskum áfengisneyslu er þunglyndi. Fólk sem er í sorg má ekki við meira í þeim pakka þannig að ég sneri blaðinu við, hélt áfram að lifa og hætti að misnota áfengi svo hroðalega. Það er ekki endilega þannig að tíminn lækni öll sár en maður lærir að lifa með áfallinu. Það eru svo margir sem verða fyrir áföllum og verst held ég að sé að missa lífs- förunaut og börnin sín. Ég á þrjá stráka og myndi glaður láta líftóruna fyrir hvern og einn þeirra.“ Hvernig var Elsa? „Sumt fólk lýsir upp heiminn með einu augnatilliti. Hún var þannig manneskja.“ Trúirðu á framhaldslíf? „Ekki endilega. Ekkert virðist eins steindautt og dáin manneskja. Ég veit ekkert um líf eftir dauðann eða tilgang lífsins. Hver til dæmis til- gangurinn með því að sóley vaxi og verði síðan slegin? Er ekki nóg að hún er yndisleg meðan hún glóir i túninu? Ég er samt sannfærður um að það er til eitthvað æðra okkur. Eigum við ekki að kalla það hinn mikla eilífa anda? Ég hefði reyndar gaman af að trúa því að við færum héðan yfir á einhverja aðra stjörnu. Frá stjörnu ertu kominn, til stjörnu muntu aftur hverfa. Þá erum við komin alla leið til Helga Pjeturss!“ Það sem bjargar deginum Ævisaga þín kemur út í haust. Af hverju samþykktirðu að skrifa ævi- sögu? „Ég veit það svo sem ekki. Ég held samt að ég hafi frá ýmsu að segja. Ég hef lifað og hrærst í þessum bransa í áratugi og kynnst þar svo að segja öllum sem eitthvað hefur kveðið að í gegnum tíðina. Svo hef ég persónu- lega upplifað mjög margt. Af hverju skrifar maður ævisögu? Ég kann eiginlega ekkert svar við því. Ég hef lesið margar ævisögur og flestar eru satt að segja ekki mjög góðar. Ég vona að í ævisögu minni þori ég að segja eitthvað og megi segja eitthvað. Margt af því fólki sem kemur við sögu þar er enn lifandi og kannski ætti ég að hafa samband við suma og spyrja hvort þeir vilji borga mér fyrir að sleppa umfjöllun um þá.“ Hefur starf þitt, tónlistarsköp- unin, fært þér mikla lífsfyllingu? „Já, mjög mikla. Það er yndislegt þegar fólk kemur og þakkar manni fyrir það sem maður hefur gert. Það getur bjargað deginum.“ ari Morgunblaðið/Golli » „Helst vildi ég fara sjálfur yfir landamærinmiklu. En svo ákvað ég að lifa áfram þótt helmingurinn af mér væri farinn. Um leið þurfti ég að læra að lifa með þeim helmingi sem eftir var. Fyrst hélt ég að áfengi væri lækningin, þetta gamla, ráð til að deyfa sig, en eftir hálft ár komst ég að því að það gerði aðeins illt verra. Einn af fylgifiskum áfengisneyslu er þunglyndi. Fólk sem er í sorg má ekki við meira í þeim pakka þannig að ég sneri blaðinu við, hélt áfram að lifa og hætti að misnota áfengi svo hroðalega.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.