Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 29
Umræðan 29BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Blöndustöð Dimmir hratt á drauga- slóð Nánari upplýsingar um opnunartíma og sýningar í stöðvum í sumar eru á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýning myndlistarmannsins BASKA um örlög Reynistaðarbræðra og dulúð hálendisins. Sýningin er opin daglega frá kl. 13–17 í allt sumar. Aðgangur er ókeypis. P IP A R • S ÍA • 91 0 82 MIKIÐ fer nú fyrir opinberri umræðu um framhaldsskólana og inntöku þeirra á ný- nemum. Hér verður því haldið fram að nú- verandi „frelsi“ til skólasóknar í hvaða skóla sem er og af- nám skólasvæða þar sem umsækjendur hafi forgangsrétt til síns svæðisskóla hafi verið skref afturávið og sé neikvætt, þegar á allt er litið. Gamla kerfið Eg stjórnaði héraðsskóla um árabil. Skólinn naut mikillar að- sóknar og gat tekið nemendur víðsvegar að af landinu en þurfti að neita fjölmörgum „góðum“ um- sóknum því allir umsækjendur af hinu hefðbundna skólasvæði höfðu forgang, þrátt fyrir lágar einkunn- ir. Þannig kom í skólann þver- skurður af unglingum, misjafnlega bókhneigðum, með hug og hæfni til ýmissa átta, unglingum sem gerðu skólasamfélagið fjölbreytt- ara og „eðlilegra“. Sumir með vandamál, sem leystust auðveld- legar vegna þess að fyrir hendi voru fyrirmyndir, sem oft tókust á hendur það sem síðar hefur verið kallað jafningjafræðsla, með því að tala um fyrir þeim, sem höfðu sýnt af sér afbrigðilega hegðun eða voru í þann veginn að misstíga sig. Hvað viðkom umsóknum utan svæðis réðu einkunnir. Það voru mínar erfiðustu stundir að velja og hafna. Mér fannst pappírinn með einber- um tölustöfum segja svo lítið. Á bak við lágar einkunnir kunnu að vera ástæð- ur, sem gerðu við- komandi umsókn mjög aðkallandi. Það kitlaði líka að fá sem mest af bókaormum til að punta upp á út- komuna í samanburð- inum við aðra skóla. Besti skólinn var auð- vitað talinn sá, sem sýndi hæstu einkunnirnar. Ekkert tillit tekið til efniviðarins, sem skólinn fékk til úrvinnslu. Ekkert skoðað hverjar raunverulegar framfarir höfðu orðið eða hvort um aukinn þroska nemenda væri að ræða, enda slíkt erfitt að mæla. Með fyrrnefndum hætti var eg bæði bundinn og frjáls um inntöku nemenda. Þetta ætti að vera meg- inregla um inntöku í framhalds- skólana. Nemendur, sem lokið hafa grunnskóla, eiga að hafa rétt á skólavist í tilteknum skóla, þótt þeir séu að sjálfsögðu frjálsir að því að sækja annað. Framhalds- skólarnir eiga fyrst og fremst að vera svæðisskólar en hafi þeir rúm, umfram þær skyldur að taka alla af viðkomandi svæði, geta þeir tekið inn nemendur t.d. eftir ein- kunnum. Skólarnir eiga jafnframt að vera eins konar menningar- miðstöðvar viðkomandi svæða, opnir fyrir því að hýsa starfsemi ýmissa almennra félaga. Íbúar hvers svæðis höfðu með „gamla laginu“ hagsmuni af því að skóla- hald væri sem best og voru því líklegri til að láta sig það varða en með hinu „frjálsa“ kerfi. Skóli fyrir lífið Nú í sumar kom út hjá Bóka- forlagi Æskunnar bókin „Skóli fyrir lífið“. Þar segja um það bil 20 gamlir kennarar og nemendur frá lífi og starfi í Héraðsskólanum í Reykholti um miðja síðustu öld. Það er fróðlegt að sjá hvað ristir dýpst í minningunni og hvaða gildi það eru, sem menn meta mest þegar tímar líða. Auðvitað eru að- stæður í dagskólum mjög frá- brugðnar þeim á heimavist- arskólum. Í hinum síðarnefndu reynir á flesta þætti mannlegra samskipta og návígið er mikið vegna smæðar skólanna. Persónu- leg tengsl verða sterkari. Fram- haldsskólarnir mega ekki einblína á bóknám og einkunnir en eiga jafnframt að stuðla að öflugu fé- lagslífi og að skapa skilyrði til eins alhliða þroska nemenda og kostur er á. Dæmið frá Reykholti sannar, að slík skólastefna dregur ekki úr námsárangri heldur þvert á móti. Skóli fyrir lífið Eftir Vilhjálm Einarsson »Nemendur, sem lok- ið hafa grunnskóla, eiga að hafa rétt á skóla- vist í tilteknum skóla, þótt þeir séu að sjálf- sögðu frjálsir að því að sækja annað. Vilhjálmur Einarsson Höfundur var skólastjóri í Reykholti og skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum. NÁNAST daglega heyrum við fréttir af hörmulegum umferð- arslysum þar sem fólk bíður bana eða slasast mjög alvarlega. Í alltof mörgum tilfellum kemur fram í fréttinni að farþegar og/eða öku- maður hafi kastast út úr bílnum. Fyrir þrjátíu árum hefði það ekki þótt sérstaklega fréttnæmt þótt fólk kastaðist út úr bílum t.d. við útafakstur eða í bílveltum. Í dag, árið 2009, 26 árum eftir lögleiðingu bílbelta á Íslandi hlýt- ur það að teljast undarlegt að enn skuli berast fréttir af fólki sem kastast út úr bílum með skelfileg- um afleiðingum. Það þýðir nær undantekningarlaust að bílbeltin voru ekki spennt í umrætt sinn. Víða í þéttbýli má sjá fólk aka um götur án bílbelta og lítil börn sitja laus í fram- eða aftursætum bíla. Afsökun ökumanna fyrir þessu hátterni er oft sú að það taki því ekki að spenna beltið eða setja barnið í stólinn þær stuttu vegalengdir sem farið er! Slíkur hugsunarháttur er ekki aðeins fá- ránlegur – heldur lífshættulegur. Þá hefur þráfaldlega sést til sumra ökumanna fólks- og vöru- flutningabíla sem ekki nota bílbelti undir stýri á þjóðvegum landsins. Sumir þeirra eru haldnir þeim misskilningi að þeir séu und- anþegnir notkun bílbelta – en það er fjarri lagi eins og reglugerð um undanþágu á notkun bílbelta kveð- ur skýrt á um. Einstaka leigu- og sendibílstjórar telja sig und- anþegna notkun bílbelta þegar þeir stunda leiguakstur. Und- anþága sendibílstjóra gildir aðeins í örfáum undantekningartilfellum þegar um er að ræða dreifingu á vörum á milli húsa. Undanþága leigubílstjóranna er á sömu for- sendum og lögreglumanna, þ.e. af öryggisástæðum og því eingöngu gild þegar þeir flytja farþega. Við allan annan akstur er bæði leigu- og sendibílstjórum skylt að nota bílbelti. Vöru- og fólksflutningabíl- stjórar eru aldrei undanþegnir bíl- beltanotkun nema þar sem hætta er á skriðuföllum og snjóflóðum. Í einstaka tilfellum fá ökumenn læknisvottorð sem undanþiggur þá frá notkun bílbeltis en slík tilfelli eru afar fátíð. Notkun bílbelta bjargar manns- lífum. Um það vitna fjölmörg dæmi. Ekki skirrast við að spenna beltin – jafnvel þótt ekið sé stutta vegalengd. Rannsóknir hafa leitt í ljós að flest umferðaróhöpp verða á vegalengd sem er innan við þrjá kílómetra frá þeim stað sem ekið er frá hverju sinni. Nú er hafið umferðarátak sem VÍS og Umferðarstofa standa sameiginlega að. Tilgangurinn er að upplýsa ökumenn og farþega um hversu þungt högg verður þeg- ar árekstur á sér stað miðað við mismunandi hraða. Fram kemur í auglýsingunum að það þarf ótrú- lega lítinn hraða til að valda alvar- legu líkamstjóni og lífshættu ef ör- yggisbelti eru ekki notuð. Af þeim sökum borgar sig að nota þau allt- af. EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON, RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR Ekki bara stundum – heldur alltaf Frá Einari Magnúsi Magnússyni og Ragnheiði Davíðsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.