Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Kveðja frá Kvennadeild Gí- deonfélagsins á Ís- landi. Hún Þorbjörg eða Obba, eins og hún var alltaf kölluð, hefur nú ver- ið kölluð heim til Drottins, sem hún lagði allt sitt traust á. Hún var ein af 17 stofnendum Kvenna- deildar Gídeonfélagsins sem var stofnuð í Vatnaskógi árið 1977. Frá upphafi mætti hún á alla fundi og uppákomur ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Vigfússyni, á með- an hann lifði og eftir að hann lést kom hún eins oft og heilsa hennar leyfði. Síðustu ár var sjón og heyrn farin að daprast og því kom hún ekki á fundi, en hún var með okkur í bæn, en hún var trúföst bænakona fyrir starfi félagsins. Hún var vön að segja þegar ég hitti hana: „Ég fylgist með ykkur og bið alltaf fyrir starfinu.“ Fyr- irbænir hennar voru ómetanlegar Þorbjörg Hólmfríður Sigurjónsdóttir ✝ Þorbjörg Hólm-fríður Sigurjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1918. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. júní síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 26. júní. því við vitum að það þarf fólk eins og Obbu til að biðja fyr- ir starfinu í Guðs ríki og viljum við þakka allar hennar bænir af hjarta. Obba og Fiddi voru kærir vinir tengdaforeldra minna sem voru líka einir af stofnendum og máttarstólpunum í Gídeonstarfinu. Það er mikil eftirsjá að öllu því góða fólki sem er ekki lengur á meðal okkar. Við biðjum Guð að blessa minning- arnar um þau öll og heiðrum minn- ingu þeirra með því að halda starf- inu áfram. Við minnumst Obbu með mikilli hlýju og virðingu og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Við sendum dætrunum Guðlaugu og Maríu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðar- og blessunarósk- ir. Laufey G. Geirlaugsdóttir. Kveðja frá KFUM og KFUK Í virðingu og þökk kveður KFUK og KFUM kæra fé- lagskonu. Þorbjörg Sigurjónsdótt- ir eða Obba eins og hún var ætíð kölluð gekk ung til liðs við KFUK. Hún var einstaklega hógvær kona, kærleiksrík og trygglynd. Ein- kunnarorð KFUK passa vel við lífshlaup hennar: „Ekki með valdi né krafti heldur fyrir anda minn“ segir Drottinn. Hún sýndi félaginu alla tíð mikla ræktarsemi, sótti samkomur og sérstaklega KFUK- fundi eins lengi og heilsan leyfði. Á langri ævi tók hún þátt í mörg- um starfsgreinum félagsins, var sunnudagaskólakennari og sat í stjórn KFUK yfir 20 ár. Hún hafði yndi af söng og tónlist og söng í mörgum kórum á vegum félagsins: Ungmeyjakórnum undir stjórn Svanlaugar Sigurbjörnsdóttur, blandaða kórum og Kvennakór KFUK. Einnig gladdi hún marga með gítarleik sínum. Hún tók þátt í sumarbúðaævintýri KFUK bæði í Straumi og Vindáshlíð og var þátt- takandi í kvennaflokki í fjölmörg ár. Obba var ætíð tilbúin að leggja hönd á plóginn og ófáar kökurnar bakaði hún og gaf til starfsins og basar KFUK naut góðs af vinnu hennar. Hún hélt alla tíð mikilli tryggð við starfið og fylgdist vel með og bað fyrir því. Hún var í kristniboðsflokki KFUK og studdi málefni kristni- boðsins. Hún vissi að kristin trú er ekki háð landamærum og það skiptir máli að sem flestir fái tæki- færi til að heyra fagnaðarerindið um Jesú Krist. Samferðafólk hennar í félaginu þakka fyrir að hafa átt hana að vinkonu og samstarfskonu. Drott- inn blessi minningu hennar. Góður Guð blessi dætur hennar og fjöl- skyldur þeirra. F. h. KFUM og KFUK, Kristín Sverrisdóttir. Elsku afi minn, það er sárt að horfa á eftir þér hverfa frá okkur. Það var mér svo fjarri að þú myndir kveðja okkur svona snemma eftir að þú varst búinn að standa af þér allt sem yfir gekk. Mér finnst ómetanlegt að hafa fengið að hitta þig í síðasta skiptið og fengið að tala við þig, þar sem við höfðum ekki hist lengi. En minning mín um þig er skýr og í mínum huga ertu alltaf sá sterki maður sem þú varst. Þegar ég var hjá þér og Sollu á Miðsitju á sumrin, þá fékk ég að kynnast afa mínum eins og honum leið best. Fyrir mér var þetta al- ger draumur, að fá að moka undan Kveik frá Miðsitju, það taldi ég vera öfundsvert á þeim tíma. En það sem ég tel öfundsvert í dag er að hafa fengið að njóta samveru þinnar og Sollu þessi sumur. Ég leyfi mér að trúa því að þú lifir áfram, bæði í hugum allra sem þú hefur komist í kynni við um ævina og á himnum. Þú ert sennilega kominn á hestbak núna og ættir þú að hafa úr miklum gæðingum að velja, ég býst við að miklir fagnaðarfundir hafi verið þegar þú hittir alla þá hesta sem hafa kvatt þig úr þessum heimi. En elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín mikið og ég mun minn- ast þín alla tíð. Ingi Fannar Eiríksson. Hestamannamót. Merkið er gef- ið og keppendur geysast af stað á flugaskeiði. Ég held niðri í mér andanum þegar þeir nálgast mark- línuna…já! Hann malaði þá! Ég hnippi í ókunnuga manninn við hliðina á mér og segi: „Þetta er mágur minn.“ „Hann Jói vakri? Þú getur verið stolt af því, barnið gott. Hann er besti skeiðreiðar- maður á Íslandi.“ Ég brosi hring- inn – er við það að rifna af monti. Á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki situr systir mín við vinnu sína. Augun hvarfla niður brekkuna til hrossanna sem þar eru á beit. Ekki í fyrsta skipti – það er eitt- hvað afar sérstakt við þetta brúna merfolald þarna. Búið að kaupa folaldið, þá er að kaupa undir það jörð… eða þannig má líta á það eftirá. Solla sagði síðar, þegar höfðinginn hún Krafla var fallin frá og þau hjónin flutt út á Krók: „Við bjuggum með Kröflu í Miðsitju og reyndum að aðstoða hana af fremsta megni“. Í Miðsitju.Það er gestkvæmt og mikið skrafað í eldhúsinu. Ég nýt andrúmsloftsins: vinátta, hlýja, gleði og brennandi áhugi sameina hugi og sálir. Þarna sitja þau með vinum sínum, ekkert áfengi, engar Jóhann Þorsteinsson ✝ Jóhann Þor-steinsson fæddist í Efstabæ í Skorradal 3. maí 1936. Hann lést á bráðadeild Land- spítalans 15. júní síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 26. júní. reykingar, bara tær gleði. Hann Jói fær kannski ekki bikar fyrir að hætta að drekka en þetta er samt sem áður sá sigur sem sköpum skiptir. „Þetta er hann Jói mágur minn“, hvísla ég að sjálfri mér með stolti. Þá erum við öll komin á mölina aftur. Ég er hjá Jóa og Sollu í Norðlingaholt- inu að setja saman tröppu. „Ég keypti þetta í IKEA um daginn – ég verð að fara að komast á hestbak,“ segir Jói með blik í auga. Hálft fjórða ár hefur verið þrotlaus barátta við fylgi- fiska þess að vera með dáin nýru. Ótrúlegt hvað þessi skapmaður hefur tekist á við veikindi sín af miklu æðruleysi en jafnframt bar- áttuvilja. „Þetta er hann Jói mág- ur minn,“ hugsa ég stolt, herði síð- ustu skrúfuna og brosi á móti. Kannski er æðruleysisbænin ekki svo galið leiðarljós. Hálfu ári síðar kemur símtalið. Þrátt fyrir veikindi undanfarinna ára koma fréttirnar á óvart, núna þegar hann var búinn að vera svo hress. Ánægjulegt þó hvernig þessi síðasta vika hans Jóa í þessu jarðlífi reyndist: hann var hress, Solla átti sjötugsafmæli og margir litu við. Um helgina fóru þau svo norður í Skagafjörð, heimsóttu merarnar sínar og skoðuðu folöld- in. Komu suður sæl og glöð á sunnudagskvöldi. Á mánudags- morgni var hann allur. Ég sé hann alveg fyrir mér: á hlemmiskeiði á Mjölni sínum, vind- urinn hvín í eyrum og þýtur um fax, báðir orðnir ungir í annað sinn í því himnaríki sem hann hefði kosið sér: þar sem dýr og menn mætast sem jafningjar og byggja upp sambönd þvert á tegundir, byggð á gagnkvæmu trausti og virðingu. Jóa mun einkum minnst fyrir framlag sitt til hestamennsku og vissulega var það afar glæstur fer- ill. En í mínum huga voru stærstu afrekin sá ofurmannlegi viljastyrk- ur, þrautseigja og æðruleysi sem hann sýndi í baráttunni við sjúk- dómana tvo, alkóhólismann og síð- ar nýrnabilunina. Þar fór hetja. Þar fór hinn sanni afreksmaður, þar fór hann Jói mágur minn. Blessuð sé minning hans. Anna Margrét Stefánsdóttir. Solla systir mín varð sjötug 10. júní og bar það upp á miðvikudag. Jói mágur minn fór því að venju upp á Landspítala í skilun. Það tók u.þ.b. 4 klukkutíma. Eftir það þurfti hann alltaf að hvíla sig. Ég kom til þeirra um miðjan dag og var hann þá kominn aftur á stjá. Þegar leið á daginn fór hann að ókyrrast, hann ætlaði nefnilega að kaupa rósir handa Sollu sinni. Hún var búin að fá a.m.k. 2 blómvendi og fannst það alveg nóg. Jói sagði að þeir væru ekki frá sér. Þau fóru því niður í Mjódd og Jói fór inn, þó fæturnir vildu illa hlýða, og keypti 7 stórar rauðar rósir, eina fyrir hvern tug. Ég hitti Jóa ekki aftur því 5 dögum seinna var hann lát- inn, en rósirnar 7 stóðu full-út- sprungnar á stofuborðinu og báru vitni um þann mikla kærleika, sem ætíð var á milli þeirra þó margt bjátaði stundum á. Þessi síðustu veikindaár voru Jóa mjög erfið en hann gafst aldrei upp og átti alltaf von um að geta öðlast betri heilsu. Var það ekki síst vegna þess að Solla vék varla frá honum allan þennan tíma og stappaði í hann stálinu. Ég hef oft undrast æðru- leysi þessa skapmikla manns gegn- um þessi erfiðu veikindi. Hann kvartaði aldrei yfir hlutskipti sínu heldur reyndi að horfa fram á veg- inn og finna út hvernig hann gæti sem best notið þess sem hann þó hafði. Hann var að mörgu leyti þakk- látur fyrir þetta ár sem liðið er síðan þau fluttu suður. Fjölskyldu- böndin styrktust og hann gat oft- ast mætt í fjöldskylduveislur og fylgst með lífinu hjá hans nánustu. Það var honum mjög mikilvægt að vita að allt gengi vel hjá afkom- endum þeirra Sollu. Ég veit að hann taldi svo vera. Við hjónin nutum þeirrar gæfu að eignast góð hross frá Miðsitju. Það var Jóa mikið kappsmál að rækta góða hesta en ekki síður að þeir hestar sem frá honum færu væru góðir. Hann fylgdist því vel með hvernig eigendum gengi með þá og reyndi oft að bæta á einhven hátt ef eitthvað fór úrskeiðis. Þær eru ógleymanlegar ferðirnar norð- ur þegar við gengum með Jóa og Sollu kringum stóðið. Þau mátu kosti og galla hrossanna og þegar inn kom var haldið áfram að tala um hesta, hestaferðalög , næsta mót, góða og slæma dóma og allar hliðar ræktunar. Svo var Jói sífellt að gefa okkur góð ráð varðandi reiðmennsku. Mikið væri ég góður reiðmaður ef ég hefði náð að til- einka mér meira af því. Ég vil þakka Jóa mági mínum góðar samverustundir og votta dætrum hans, stjúpsonum og öðr- um aðstandendum samúð mína. Solla mín, það var frábært að vera með þér á Sjálandi og sjá þig teyma Kröfludótturina Heklu inn á völlinn þar sem hún var að fá heið- ursverðlaun fyrir afkvæmi með að- aleinkunn yfir 8. Það veitir þér vonandi styrk að vita að Jói hefði verið mjög ánægður með þessa glæsilegu afkomendur Kröflu. Þórunn Stefánsdóttir, Jón Birgir Baldursson. Jóhann Þorsteinsson, kenndur við Miðsitju, er látinn eftir erfið veikindi Hann er einn eftirminni- legasti hestamaður síðari hluta síðustu aldur bæði sem reiðmaður, tamningamaður og ræktandi. Hrossarækt þeirra hjóna Sólveigar og Jóhanns varð ekki aðeins lands- fræg fyrir árangur heldur þekkt víða um heim í hópi aðdáenda ís- lenska hestsins. Jóhann hlaut margar viðurkenningar fyrir störf sín á vegum hestamennskunnar. Miðsitja er í hópi þeirra rækt- enda sem hlotið hafa viðurkenn- inguna „ræktunarmaður ársins“ en það er æðsta opinbera viðurkenn- ing sem hrossaræktandi getur fengið. Þá hlaut Jóhann sérstaka viðurkenningu á uppskeruhátíð hestamanna fyrir þremur árum fyrir framlag sitt til greinarinnar. Hann varð snemma þekktur sem afburðamaður í því leggja hesta til skeiðs. Svo snjall skeiðreiðarmað- ur þótti hann að hann fékk auk- nefnið vakri – Jói vakri – eins og hann var nefndur meðal hesta- manna. Hann starfaði alla sína tíð við hross, framan af árum í bland við önnur störf en tamningastöð rak hann í mörg ár. Árið 1980 kaupa þau hjón jörð- ina Miðsitju í Skagafirði og varð ævistarf þeirra eftir það helgað hrossarækt og tamningum. Mið- sitjuhestar urðu áberandi í ræktun íslenska hestsins. Nafnkenndir stóðhestar komu hver á fætur öðr- um og má þar nefna Kraflar, Kveik og Keili frá Miðsitju. Áhrif hrossa úr þeirra ræktun hafa orðið mikil í íslenska reiðhestastofninum og standa ræktendur í þakkar- skuld við þau. En framlag Jóhanns var ekki eingöngu hrossarækt og reiðmennska. Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum, var um árabil formaður Dómarafélagsins LH og átti oft sæti í dómnefndum. Hann var þulur á stórmótum og var un- un að hlusta á hann, svo gott vald hafði hann á íslensku máli. Þá var hann um tíma fulltrúi LH í hrossa- ræktarnefnd Bændasamtakanna. Hann sinnti kennslustörfum í hestamennsku á Hvanneyri um tíma og fór til útlanda til að kenna auk þeirra námskeiða sem hann stóð fyrir hér heima, ekki síst í því að kenna mönnum að ríða til skeiðs. Þá sat hann þing LH til fjölda ára. Þannig komu áhrif hans og reynsla fram á mörgum sviðum. Jóhann var hávaxinn og vörpu- legur, bar sig alltaf vel og ákveðin reisn yfir honum. Hann gat verið afar skemmtilegur á stundum þó lundin væri stór. Hann vissi hvað hann vildi og fór sínar eigin leiðir en í ræktunarmálunum hlustaði hann mjög grannt eftir áliti konu sinnar og sótti gjarnan ráð til hennar. Það var alltaf mjög gaman að koma til þeirra í Miðsitju og eigum við hjónin góðar minningar frá þeim samverustundum. Upp- bygging þeirra í Miðsitju var myndarleg og þau voru með þeim fyrstu til að skapa sér viðunandi aðstöðu við tamningar innan dyra enda var Jóhann alltaf með eitt- hvað af hrossum í tamningu fyrir aðra. Með Jóhanni er fallinn frá mjög eftirminnilegur persónuleiki sem var mikill fengur að að kynnast og eiga að vini. Nafn hans mun lengi lifa meðal þeirra sem rækta ís- lenska hestinn og unna honum. Sólveig mín. Þú áttir stórbrotinn mann og aðdáunarvert hversu vel þú stóðst við hlið hans í erfiðum veikindum. Við hjónin sendum þér og fjölskyldum ykkar innilegar samúðarkveðjur og þakkir fyrir liðin ár. Kári Arnórsson. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthól- um.) Guð geymi þig, elsku afi. Þín barnabörn, Jóhanna Rut Stefánsdóttir, Sævar Örn Oddsson, Jóhanna Kristín Jóhann- esdóttir, Sigmar Þór Oddsson. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR BRYNJÓLFSSONAR frá Króki Norðurárdal, Kirkjusandi 3, Reykjavík. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Brynjólfur Haraldsson, Jóhanna K. Birgisdóttir, Guðrún J. Haraldsdóttir, Þorkell D. Jónsson, Arndís Haraldsdóttir, Ingþór K. Sveinsson, Ingibjörg E. Ingimundardóttir, Kristján V. Kristinsson, Sigurður S. Ingólfsson, Kristín S. Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.