Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 ✝ Sig. Ómar Að-albjörnsson fædd- ist á Akureyri 18. júní 1956. Hann lést um borð í Kleifabergi ÓF 18. júní 2009 og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 30. júní. Kveðja frá Dúllurum Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Ef þessi orð úr Hávamálum eiga við einhvern, þá eiga þau við Ómar, félaga og vin okkar Dúllara, er lést 18 júní sl. aðeins 53 ára gamall. Þeg- ar einn félagi okkar frétti lát Ómars varð honum að orði: „Þetta getur ekki verið, að lífsglaðasti og bros- mildasti félaginn í okkar klúbbi sé dáinn. Það er ósanngjarnt.“ Við tök- um undir orð hans af heilum hug, en samt er þetta staðreynd sem verður ekki umflúin og verður sjálfsagt langt í að við munum sætta okkur við hana. Ómar var einn af fyrstu fé- lögum í mótorhjólaklúbbnum Dúll- urum, sem stofnaður var fyrir fimm árum. Ómar, „Furstinn“ eins og hann var kallaður af Dúllurum, var einn ljúfasti maður sem við höfum kynnst, alltaf léttur og brosmildur og sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann, bóngóður og alltaf til í að hjálpa ef þess var þörf. En því miður var vinna hans þannig að hann var löngum úti á sjó og þess vegna urðu samverustundir okkar ekki eins margar og við hefðum kosið. En þær sem við áttum saman eru þess vegna eftirminnilegri og dýrmætari fyrir okkur. Blessuð sé minning þín, og verður þín sárt saknað í okkar hópi. Dúllarar senda hugheilar samúð- arkveðjur til fjöl- skyldu Ómars. Fyrir hönd Dúllara, Friðrik Karl Friðriksson, Yngvi Högnason. Systurnar voru tvær, mamma og Addý. Við bjuggum í borginni en Addý og hennar fjölskylda fyrir norðan. Í bernskunni er svo ríkt þegar Addý kom með Ómar, Siggu, Skarphéðin og Pálma suður. Þau komu með flutningabílnum og í minningunni var hann óratíma á leiðinni, eða kannski var tilhlökkunin svo mikil að tíminn virtist standa í stað. Húsið á Framnesveginum fyllt- ist af fjöri. Ég man að systkinin voru alltaf svo brún, kannski skein sólin skærar á þessum árum fyrir norðan. Svo töluðu þau með hreim, svona norðlenskum hreim, í huga barnsins var þetta mjög framandi og flott. Við Ómar áttum að gæta þeirra yngri, enda miklir reynsluboltar í þeim efnum. En traust systranna á okkur Ómari til að gæta þeirra minnkaði með hverri heimsókninni. Við höfðum svo glettilega gaman af að púkast með þau yngri, sumt ekki prenthæft. En ein sagan stendur upp úr og töluðum við oft um hana. Við höfðum nefnilega komist yfir fullt kort af strætómiðum og sögðum litlu bræðrunum að fara á rúntinn í rútunni í Reykjavík, með tuttugu strætómiða í vasanum. Ekkert spurðist til Skarphéðins og Pálma í marga klukkustundir. Fólk var farið að leita, við Ómar orðin þá mjög hrædd en gátum stunið upp hvað við höfðum gert. Þá var farið niður á Lækjartorg og beðið eftir hverjum strætó sem kom á endastöðina og kíkt inn hvort þar leyndust tveir litl- ir guttar að norðan. Við Ómar vorum svo tekin í bakaríið þegar heim var komið. Oft marka bernskuárin djúp spor í lífsbók okkar, eitthvað sem gengur með okkur lífsins veg. Verða minn- ingarnar og fólkið sem bjó þær til, okkur dýrmætara en margt annað sem seinna verður á lífsleiðinni. Þó svo að við sæjumst ekki oft þá viss- um við bæði um væntumþykjuna og vináttuna sem var okkur svo kær. Þegar við svo sáumst var eins og við hefðum ekkert gert annað en að tala saman í gegnum árin. Það er erfitt að útskýra svona vináttu fyrir þeim sem hafa ekki upplifað hana. Það er eins og kærleikurinn þarfnist ekki stöðugrar iðkunar, hann er eins og lím sem heldur öllu saman. Maður þarf aðeins að hugsa til vinarins, það gefur okkur gleði og yljar hjartanu sem gefur manni síðan orku til að halda áfram. Minningarnar leita stöðugt á hugann eins og lítið púsl, litlar myndir sem höfðu samt svo sterk áhrif þegar haldið var áfram út í lífið. Nú er minn elskulegi frændi kom- inn í annan strætó og á fullt af strætómiðum og ferðast um í víddum sem eru okkur hinum huldar. Við eigum eflaust eftir að sitja saman í strætó himnanna, rétt eins og Pálmi og Skarphéðinn gerðu hér forðum daga og ferðast um, óháð tíma og rúmi. Megi Guð blessa og styrkja Völu, dæturnar, Addý, Bjössa og alla fjöl- skylduna. Blessuð sé minning þín, elsku frændi. Rósa Matthíasdóttir. Kveðja frá áhöfninni á Kleifaberginu Ómar hóf störf á Kleifaberginu ár- ið 1997 þegar útgerð skipsins hófst frá Ólafsfirði. Hann var einn af þeim sem mynduðu kjarnann í áhöfninni og var alla tíð matsmaður enda voru gæði og vel unnin störf Ómari of- arlega í huga. Reyndar var það lýs- andi fyrir Ómar í sínu daglega lífi, að vera vandvirkur. Hann hélt ætíð góðu sambandi við skipsfélaga sína, var duglegur að mæta á mannamót og kom iðulega þegar áhöfnin var að koma saman á einn eða annan hátt. Hann var mikill félagi, vel liðinn og hafði góða nærveru. Flestir munum við eftir Ómari í góðu skapi, en þann- ig var hann líka oftast. Hann var húmorískur, hress og gat alltaf horft á björtu hliðarnar. Það var því mikið reiðarslag þegar Ómar lést um borð í Kleifaberginu aðfaranótt 19. júní eft- ir stutt veikindi. Engan okkar grun- aði hvað við áttum í vændum þetta kvöld og sennilega hefði það verið það síðasta sem hvarflaði að mönn- um að við ættum eftir að missa Ómar svona skyndilega. Við söknum sárt látins félaga sem lést langt fyrir ald- ur fram. Hugurinn er hjá Völu og fjölskyldunni á þessum erfiðu tím- um. Við biðjum alla góða vætti að gæta þín Ómar og að hjálpa ættingj- um þínum í gegnum þessar raunir. Minning þín lifir meðal okkar. Fyrir hönd skipsfélaganna, Andri Viðar. Okkur langar með nokkrum fá- tæklegum orðum að kveðja hann Ómar, vin okkar og bekkjarfélaga úr 56-árganginum frá Ólafsfirði. Sú kveðja kemur alltof fljótt. Óm- ar var á besta aldri og átti framund- an, að því er við töldum, langa ævi. En enginn veit hvenær kallið kemur. Við höfðum nú fyrir nokkrum dög- um ákveðið að hittast enn á ný til að halda áfram að undirbúa bekkjar- mótið okkar í haust. Hann var einn af okkur krökkunum, sannarlega, vinur okkar allra, ævinlega hrókur alls fagnaðar. Alltaf kátur. Þannig hafði það verið allt frá barnaskóla- árunum okkar. En auðvitað fór hver sína leið. Okkur auðnaðist sú gæfa að taka upp vinarþráðinn að nýju og fundum að sá þráður hafði aldrei slitnað. Við settumst og rifjuðum upp skólaárin, sumrin, gleðina, sorgirnar, fjörðinn okkar. Ómari þótti vænt um Ólafsfjörð. Vorum ákveðin að hittast aftur á flottu móti í haust. Ómar var skemmtilegur maður. Ómar var góður drengur. Við munum sakna Ómars. Ómar var stoltur fjölskyldufaðir sem hafði yndi af því að segja okkur hinum frá stelpunum sínum og barnabörnunum. Það var glampi í augum hans þegar talið barst að þeim. Við kvöddumst núna í maí. Það var ekki ætlunin að það yrði í síðasta skiptið. Við ætluðum að láta bekkj- armótið verða upphafið að endurnýj- uðum kynnum hópsins. Þó Ómar sé farinn mun hann lifa í minningunni. Sú minning er björt. Þar mun engan skugga bera á. Enda aldrei ástæða til. Missir Völu og stelpnanna er mik- ill og fjölskylda Ómars á samúð okk- ar allra á þessum sorgardegi. Góður drengur er genginn alltof snemma. En kæri Ómar. Við hittumst svo á bekkjarmótinu okkar einn góðan veðurdag, einhvern tímann, öll. Fyrir hönd krakkanna í bekknum, Gunnlaugur Jónsson. Elsku frændi, ég ætla að láta þig standa við orð þín um að taka góðan hjólatúr saman. Hann verður víst samt að vera á öðrum vettvangi en það er í góðu lagi. Ég held að það sé fínt að rúnta þarna uppi. Ég hugsa oft til æskuáranna, þeg- ar ég kom á sumrin til Ólafsfjarðar og fékk að gista hjá Addý frænku og Bjössa. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir mig. Fara með mig og Gullý í sund og að rúnta með mig um bæinn, stoltur á nýja bílnum þínum, Toyota Celica með ljósum sem spruttu upp- úr húddinu. Mér fannst þetta flott- asti bíll í heimi. Ég gleymi heldur aldrei þegar þú gistir um stund hjá okkur ömmu og afa á Framnesveg- inum og þrátt fyrir aldursmuninn á okkur gátum við rætt saman um heima og geima, langt fram eftir nóttu eftir að amma og afi voru sofn- uð og spiluðum fótboltaleik í tölvunni minni. Þér fannst það ekkert smá gaman enda varstu alltaf pínu strák- ur í þér. Það var hægt að læra mikið af þér enda held ég að heimurinn væri mun betri ef fólk hefði ekki nema bara brot af hjartalagi þínu. Síðan liðu árin og við hittumst minna, helst á rúntinum á fínu hjól- unum okkar. Ég minnist brosmilds manns með hjarta úr gulli, sem tal- aði alltaf vel um alla og öllum var hlýtt til. En þér var greinilega ætlað annað hlutverk þarna uppi. Elsku Vala, Gullý, Fanney, Addý, Bjössi og aðrir aðstandendur, megi góðar vættir vaka yfir ykkur. Skarphéðinn Smith. Sig. Ómar Aðalbjörnsson ✝ Þórður JóhannesArason fæddist á Illugastöðum í Múla- sveit 30. september 1913. Hann andaðist 16. júní 2009 og var jarðsunginn frá Foss- vogskirkju 26. júní. Kæri tengdapabbi. Hvar skal byrja? Kannske þegar við hittumst fyrst! Sonur þinn Elías hafði kynnst yngstu heima- sætunni á Ferjubakka og renndi í hlaðið og þú varst með. En á þessum tíma varst þú að hætta búskap í Múla og varst að fara út á vinnumarkaðinn ef svo má segja kominn rétt yfir sextugt og áttir eftir að koma víða við. Maður getur ímyndað sér að eftir að hafa búið á sama stað í 35 ár hafi ekki verið auð- velt að fara að þvælast um allt og vinna stuttan tíma á hverjum stað og hálfpartinn vera alltaf með allt sitt í ferðatösku. Snemma á þessum árum fóru menn að nota kunnáttu þína í torf- og grjóthleðslu og má sjá verk þín víða. Þú varst afar nákvæmur og lagðir mikla áherslu á að leggja línurnar rétt í byrjun, hafa rétta hallann o.s.frv. annars ylti allt um koll. Þegar þú fórst til vertíða sem mun hafa ver- ið á Patreksfirði, Keflavík og síðast og lengst í Grindavík kom í ljós hve afbragðsgóður saltari þú varst og aftur kom þessi vandvirkni og ná- kvæmni í ljós. Þegar þú fékkst þér íbúðina í Dvergabakka eftir vertíðarlífið kom í ljós hve mikill húskarl þú varst í þér og þá varst þú aftur kominn með heimili. Og það fór þér vel úr hendi, elda mat, ryksuga, og vaska upp. Við í fjöl- skyldunni nutum góðs af að eiga þig að þegar svangt liðið kom og var gjarnan búið að hringja á undan og biðja um kjötsúpu ef hægt væri því þín kjöt- súpa var best í heim- inum, ég var oft búin segja þér það. Ég reyndi að gera eins en hún varð aldrei alveg eins, en ég held áfram að reyna. Ekki má ég gleyma að segja þér hve ofboðslega okkur þótti gaman að koma í Seljaland og hefði það mátt vera oftar. Ég man eftir að það var oft mannmargt, en þá var dreift í bæði húsin. Börn sem voru í Selja- landi voru gjarnan úti að stífla læki, veiða með einhverjum í ánni, tína ber eða sitja inni og lesa eða spila. Þau fundu fyrir einhverju sérstöku, mik- illi kyrrð, ekkert sjónvarp né útvarp, ekkert rafmagn og til sanninda um þessa sérstöðu sagði systursonur minn 7 ára sem fór með okkur að í Seljalandi væri bara borðað þegar maður væri svangur, maður þyrfti ekki alltaf að vera að þvo sér og mætti fara að sofa þegar maður vildi. Ég fékk líka tækifæri til að vinna með þér í Grindavík. Þú lagðir inn gott orð fyrir mig að koma og vinna með þér í saltfiskverkun. Við vorum sem sagt nokkrar vikur saman í ver- búð, alveg nýtt fyrir mig að upplifa þetta allt og læra ný handbrögð. Það var áhugavert að sjá hvað þú féllst vel inn í hópinn og rabbaðir við unga fólkið um lífið og tilveruna. Eitt enn kemur upp í hugann þeg- ar ég fer að skrifa. Það er sú mynd sem ég sé fyrir mér þegar þið Jóa- kim bróðir þinn komuð hér við á leið ykkar vestur í Seljaland. Ladan með kerruna fulla af timbri, ýmist til smíða eða í kamínuna. Minnisstætt og til eftirbreytni er hve traustur, vandvirkur, heiðarleg- ur og trúr þú varst og fórst vel með. Þú varst eins og klettur sem stormar og stórsjóir reyndu að beygja en tókst aldrei. Mér þótti mjög miður að hafa aldr- ei hitt tengdamóður mína. Haf þökk fyrir allt. Hvílið bæði í friði. Guðrún (Dúna). Afi minn var ekki alltaf eins og öf- um er lýst í bókum. Hann hafði ekk- ert sérlega gaman af litlum börnum, held ég, og skipti sér lítið af okkur framan af. Hann hafði mestan áhuga á því að við værum hraust, var alltaf sjúklega hræddur um mig sem barn af því að ég fékk oft ljótan hósta og einu sinni lungnabólgu. Mér fannst þetta nú undarlegar áhyggjur því enginn sem ég þekkti hafði dáið úr hósta. En pabbi útskýrði fyrir mér að afi hefði misst tvö systkini úr berklum og ég reyndi að skilja þetta og verða ekki örg þegar hann spurði endalaust um heilsufar mitt. En ég veit samt að afi mat okkur barna- börnin mikils þó ég segi að hann hafi ekki haft gaman af litlum börnum. Hann fór að hafa áhuga á dugnaði okkar í skóla þegar vitið fór að fær- ast yfir okkur og þegar við vorum orðin fullorðin hafði hann gaman af að ræða heima og geima. Það var gaman að veiða upp úr honum gaml- ar sögur og ýmsar lýsingar á fólki úr sveitinni. Þegar hann komst á flug dró hann ekkert undan og við lærð- um að nota orðin „peysa“ og „blesi“ á glænýjan hátt þegar hann lýsti mis- jöfnu fólki sem hann hafði kynnst á lífsleiðinni. Það má segja að afi hafi lifað tím- ana þrenna og fátt sem hann lét óreynt; fæddur og alinn upp í torfbæ með moldargólfi, missti pabba sinn sem barn, gekk í bændaskóla, gerð- ist bóndi, eignaðist konu og börn, en missti konu sína allt of snemma. Hann vann í fiski, grjóthleðslu, byggði sumarbústað, flutti í blokk- aríbúð í Breiðholti, lærði á strætó- kerfið, skar út, málaði myndir, ferð- aðist án þess að keyra sjálfur bíl og tók ljósmyndir. Maður sem aldrei eldaði og mætti varla í mat á eigin heimili tók á efri árum til við að baka vöfflur, pönnukökur og flatkökur auk þess að búa til bestu kjötsúpu í heimi. Þó að afi hafi ekki kennt mér að hlaða úr grjóti eins og sumum í ætt- inni, þá man ég alltaf að hann kenndi mér eitt, og það var að kveikja upp. Við reykjum venjulega kjöt á haustin í litlum torf reykkofa sem Unnsteinn og afi byggðu. Afi sá áður fyrr um þetta verk ef hann var á svæðinu en einhvern tímann álpaðist ég með honum til að sjá hvernig hann gerði þetta, ég hef þá verið unglingur. Hann kenndi mér sérstaka aðferð við að útbúa einskonar hreiður fyrir eldinn með pappír og næfrum sem eru þunnar litlar spýtur. Stórar spýtur eru neðst, þá moð og svo taðið ofan á allt saman til að kæfa eldinn og gera góðan reyk. Taðið má ekki vera blautt því þá myndast gufa sem slagar kjötið. En þetta er nú ekki hægt að útskýra í riti. Ég held því enn fram að ég sé best í þessu verki á mínu heimili af því að ég var sú eina sem lærði það af afa og ég hugsa allt- af til hans þegar ég kveiki upp. Ég hef hér að lokum kunnuglegar ljóð- línur sem afi fór oft með: Vötnin byltast að Brunasandi, bólgnar þar kvikan gljúp; landið ber sér á breiðum herðum bjartan og svalan hjúp; jötunninn stendur með járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp, kallar hann mig, og kallar hann þig … kuldaleg rödd og djúp. (Úr áföngum Jóns Helgasonar.) Guð blessi þig, afi, takk fyrir sam- fylgdina. Sigrún Elíasdóttir. Jóhannes Arason Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur ver- ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn- um, www.mbl.is/minningar. Æviá- grip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefn- um. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.