Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Við andlátsfregn verður allt svo undar- lega hljótt og sálin hnýtur um minninga- brot sem hvelfast yfir og kalla fram tár en jafnframt bros. Björn Björnsson hef- ur kvatt þennan heim. Öll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta. guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Innilegar samúðarkveðjur til Jónu og fjölskyldu. Valgerður og Eggert. Í dag kveðjum við Björn Björns- son fyrrverandi póstmeistara í Reykjavík og formann Póstmanna- félags Íslands. Björn var síðasti ein- staklingurinn sem hafði starfsheitið „Póstmeistari í Reykjavík“. Í gegn- um tíðina var það ein af virðingar- stöðum í samfélaginu og var mörg- um eftirsjá þegar það starfsheiti var Björn Björnsson ✝ Björn Björnssonfæddist í Reykja- vík 7. ágúst 1928. Hann lést á líkn- ardeild Landspítala í Kópavogi 16. júní sl. og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 24. júní. ekki lengur fyrir hendi. Björn helgaði póst- þjónustunni og póst- mönnum ævistarf sitt. Hann mun þó ekki hafa ætlað að verða póstmaður heldur stóð hugur hans til að afla sér menntunar. En ör- lögin höguðu því svo að hann þurfti ungur að fara á vinnumark- aðinn til að aðstoða við að sjá fjölskyldu sinni farborða. Björn hóf störf við póstþjónustuna sextán ára gamall og það varð hans starfsvett- vangur til starfsloka. Björn hóf snemma að sinna kjarabaráttu póst- manna og var fyrst kjörinn formaður Póstmannafélags Íslands 1967 til 1968. Hann var síðan aftur kjörinn formaður 1976 og gegndi því starfi til 1984 er hann var ráðinn Póstmeist- ari í Reykjavík. Á þeim tíma sem Björn var formaður urðu miklar breytingar á aðstæðum Póstmanna- félagsins. Póstmannafélagið sem eitt af aðildarfélögum BSRB tók þátt í kaupum á húsnæðinu á Grettisgötu 89 og þar opnaði félagið sína fyrstu skrifstofu 1979. Til skrifstofunnar var ráðinn fyrsti starfsmaður félags- ins, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, síðar forsetafrú. Póstmenn fóru í sitt fyrsta verkfall 1977 til að ná fram betri kjörum. Björn var ötull málsvari póst- manna og fór ekki alltaf hefðbundn- ar leiðir í þeim efnum, hann vílaði ekki fyrir sér að fara á fund ráða- manna og benda á bág kjör póst- manna og náði á stundum árangri umfram hefðbundna kjarasamninga. Bætt og betri póstþjónusta var Birni mikið hugðarefni og af öðrum ólöstuðum þá er það mat margra að í tíð Björns sem póstmeistara í Reykjavík og síðar umdæmisstjóra yfir póstrekstrinum á höfuðborgar- svæðinu hafi póstþjónustan tekið miklum breytingum til batnaðar. Björn var vakinn og sofinn yfir póststörfunum og sá áhugi minnkaði ekki þó hann léti af störfum. Hann sýndi Póstmannafélaginu ætíð tryggð og eftir að hann lét af störfum sótti hann flesta viðburði á vegum eftirlaunadeildar félagsins. Í hvert sinn sem Björn kom til að taka þátt í starfi eftirlaunadeildar þá spurði hann hvernig gengi hjá félag- inu og ekki síður í póstþjónustunni sjálfri. Var ekki laust við að honum þætti að ýmislegt mætti betur fara þar og hann hefði efasemdir um að þeir sem réðu á þeim bænum væru á réttri leið. Póstmannfélag Íslands þakkar Birni Björnssyni langt og farsælt samstarf og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Þuríður Einarsdóttir, formaður. HINSTA KVEÐJA Bless afi, það var gaman að hafa þig hjá mér og ég hefði viljað hafa þig lengur. En nú þarf ég að kveðja þig. Nú verður enginn Bjössi afi hjá mér. Kveðja, Dagur Ingi. okkar röðum og okkur við hlið, hvetj- andi okkur til dáða og gefandi góð ráð. Þú varðst fyrir áfalli, elsku vinur, síðastliðið haust, að greinast með krabbamein, því tókstu með æðru- leysi, kjarki og karlmennsku. Sann- arlega kom brottkvaðning þín á óvart. Við vinir þínir höfðum haldið, að það versta væri afstaðið, enda sást ekki annað á þér. Rósína, börn, tengdabörn, barna- börn og systkini, það er erfitt að sjá á eftir Svani Þór, ég samhryggist ykk- ur innilega, en eitt er víst að minn- ingin um góðan dreng mun verma og að við sem eftir erum munum minn- ast hans með virðingu og þökk. Huggun harmi gegn er að við vit- um að þar sem hann er nú, líður hon- um vel og miðlar málum af sinni al- kunnu snilld. Guð blessi þig vinur, poj poj, eins og þú varst vanur að segja að skilnaði. Jóhannes Arason. Kveðja frá Gráhausum Sumarið 1955 fórum við 12 skátar á aldrinum 14 til 17 ára á tvö skátamót í Bretlandi, áttum saman ógleyman- legt ævintýri, sem byrjaði strax á þriðja farrými á Gullfossi. Við áttum fyrst skemmtilega daga í Edinborg. Alþjóðlega flokkamótið í Gilwell Park, þar sem höfuðstöðvar skáta- hreyfingarinnar voru til húsa, var engu líkt og skátamótið í Seven Oaks á Kentskaga fullkomnaði einstakt ferðalag. Við áttum góða daga með breskum fjölskyldum í Lundúnum og í Maidstone og eignuðumst vini til lífstíðar í Edinborg, og þar tókum við m.a. þátt í heiðursverði á Edinborg- arhátíðinni. Þessi sex vikna ferð og undirbún- ingurinn fyrir hana, sem var mikill og strangur, var upphafið að órjúfan- legri vináttu. Við lifðum nærveru hver annars og samveru svo sterkt, að við hnýttum saman þau bönd, sem halda langt yfir gröf og dauða. Svanur Þór Vilhjálmsson, hann Sonni okkar, er sá fyrsti okkar, sem yfirgefur hið jarðneska líf, hann er farinn heim, eins og við skátarnir nefnum þessa umbreytingu. Sonni var skemmtilegur félagi, allt- af kátur og glaður, það var engin lognmolla í krng um hann. Við áttum góðar stundir saman, ungir menn, sáum meðal annars um útgáfu Skáta- blaðsins um tíma og þar lét Sonni sitt ekki eftir liggja, var til dæmis sérlega laginn og duglegur við öflun auglýs- inga. Árin liðu, lífsbaráttan tók við og tími til samfunda minnkaði. Nokkrir okkar bjuggu erlendis í lengri eða skemmri tíma. Alltaf vissum við þó hver af öðrum og fylgdumst með, og þegar fór að hægjast um og við komn- ir á efri ár, náðum við saman aftur, áttum góða fundi saman, fórum í ferðalög, nutum þess að tengja æsku- árin við ellina, sem okkur fannst þó víðs fjarri. Sérstaklega minnist ég samverustundar, þegar við minnt- umst þess, að 50 ár voru liðin frá Bretlandsferðinni. Gráhausanafnið mun hafa orðið til þegar líða tók á ferðina. Fjárráðin voru ekki mikil, gjaldeyrishöftin leyfðu einungis tæplega 23 pund á mann og það voru flestir okkar, sem höfðu einungis þá upphæð til að lifa fyrir í sex vikur. Það kom í minn hlut að deila hluta þessarar fjárhæðar út vikulega við litlar vinsældir. Töldu nokkrir félaganna sig vera orðnir grá- hærðir af áhyggjum vegna fjárskorts, og smám saman gengu allir í Grá- hausafélagið, sem var öfugmæli, þar sem engir peningar voru til! En ánægjan og samveran var ríkidæmi, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Skátaflokkurinn Gráhausar er fá- tækari eftir fráfall Sonna. Minningin um hann þjappar okkur saman og minnir okkur á, að hver stund í þessu jarðlífi er dýrmæt og hana þarf að nýta vel. Við vottum fjölskyldu hans dýpstu samúð okkar og óskum þeim velfarnaðar. Það var okkur dýrmætt og ómetanlegt að eiga Sonna að vini. Ég var fyrsti skátaforingi Sonna. Fjölskylda hans tengdist mér að meira eða minna leyti í gegnum skátahreyfinguna og þar hefur aldrei borið skugga á. Það er fjársjóður að eiga þessar góðu minningar úr Hlíð- unum og Norðurmýrinni frá uppvaxt- arárunum og fyrir þær vil ég þakka. Við Sigurveig sendum fjölskyldunni samúðarkveður og þakklæti fyrir liðin ár. Blessuð sé minning Svans Þórs Vil- hjálmssonar. Pálmar Ólason. Fyrir rúmri viku barst okkur félög- unum sú harmafregn að Svanur Þór félagi okkar hefði andast úti í Portú- gal. Þrátt fyrir að hann hafi átt við veikindi að stríða sótti hann vel fundi í klúbbnum undanfarna mánuði. Fyrstu kynni mín af Svani Þór voru á sjöunda áratug síðustu aldar þegar við vorum saman í lagadeild Háskól- ans. Síðan lágu leiðir okkar saman í Lionshreyfingunni þegar ég gekk í Lionsklúbbinn Fjölni 1972. Svanur Þór hafði verið í klúbbnum frá 1968 og hefur starfað óslitið í Lionshreyf- ingunni á Íslandi í rösk 40 ár. Á löngum starfsferli gegndi Svanur Þór störfum í fjölda nefnda klúbbsins og átti sæti í stjórn klúbbsins. Það sem einkenndi Svan Þór í öllum hans störfum í klúbbnum var hve léttur hann var í lund og hve auðvelt hann átti með að vinna með öðrum. Hann tranaði sér ekki fram en skoraðist heldur ekki undan því að taka að sér störf sem honum falin og sinnti þeim af kostgæfni. Við félagarnir í Fjölni og eiginkon- ur okkar sendum fjölskyldu Svans Þórs okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón H. Magnússon, formaður. Lífið er hverfult. Ekki gat manni dottið í hug að svo stutt yrði á milli þeirra vinanna, föður okkar Björns Sigurðssonar og Svans Þórs Vil- hjálmssonar. Þeir voru kærir vinir frá því að þeir voru ungir menn. Aldrei bar skugga á þá vináttu sem var að okkar mati einstæð og breytti engu þó þeir byggju lengst af ekki í sama landi. Svanur Þór gegndi stóru hlutverki í tilveru pabba og þar með okkar. Frá barnæsku okkar systkinanna var Svanur samofinn veruleik okkar með pabba. Þeir vinirnir höfðu alltaf gam- an af að hittast og spjalla um alla heima og geima. Það var aldrei skort- ur á umræðuefnum og jafnan hlegið mikið. Fyrsta símtalið sem pabbi hringdi á leiðinni heim frá flugvell- inum til Reykjavíkur var í Svan til að láta hann vita að hann yrði kominn heim eftir 30 mínútur og oftar en ekki var Svanur mættur til að taka á móti vini sínum áður en hann kom í hlað. Þegar pabbi var á Íslandi var Svanur oft fyrsti maður í morgunkaffi eftir góða morgungöngu og síðasti maður í kvöldkaffi. Við systkinin höfðum allt- af gaman af því að vera nálægt þeim vinunum sem höfðu um svo margt að tala og voru fróðir um svo margt, hvor á sinn hátt. Við munum vera Svani ævinlega þakklát fyrir að hafa verið á réttum stað á réttum tíma þann 17. mars 2007 þegar hann og Sigurður bróðir björguðu lífi föður okkar og gáfu okk- ur þar með sextán mikilvæga mánuði með pabba sem við hefðum annars misst af. Það geta ekki margir sagt að þeir hafi bjargað líf vinar síns í orðs- ins fyllstu merkingu. Svanur var með allra skemmtileg- ustu mönnum og var alltaf tilbúinn að gefa góð ráð eftir því sem við átti. Á vissan hátt varð hann tengiliður okk- ar systkinanna við minninguna um pabba sem féll frá síðastliðið sumar, fyrir aldur fram, en við vitum að Svanur tók fráfall hans mjög nærri sér. Báðir voruð þeir stoltir feður sem vildu allt fyrir börnin sín gera. Því gleymum við aldrei. Það er erfitt að horfa á eftir þeim með svo stuttu millibili, mönnum á besta aldri, mönn- um með hugmyndaflug, kjark og kraft til að flytja fjöll þó að ekki hafi þeir alltaf haft árangur sem erfiði. Svanur átti stóran sess í lífi okkar systkinanna og munum við ávallt minnast þessa góða manns. Við vottum aðstandendum okkar innilegustu samúð og kveðjum góðan, glaðlyndan og elskulegan mann sem var okkur öllum mikils virði. Halldóra, Sigfríður, Sigurður og Birtna Björnsbörn. Erla Margrét Ólafsdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir ✝ Erla MargrétÓlafsdóttir fædd- ist í Reykjavík 14. október 1930. Hún lést á Landakotsspít- ala 15. júní 2009 og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 22. júní. Guðbjörg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 22. desember 1925. Hún andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi 8. janúar 2009 og fór út- för hennar fram frá Langholtskirkju 19. janúar. Meira: mbl.is/minningar Kristján Guðmundsson ✝ Kristján Guð-mundsson fædd- ist á Fáskrúðarbakka í Miklaholtshreppi 12. október 1918. Hann andaðist 10. júní 2009 og var jarð- sunginn frá Dómkirkj- unni 23. júní. Meira: mbl.is/minningar Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNBOGA ÓLAFSSONAR, Skólastíg 14a, Stykkishólmi. Guð blessi ykkur öll. Helga Ólöf Finnbogadóttir, Reynir Gísli Hjaltason, Björg Kristín Finnbogadóttir, Andrés Kristjánsson, Ellert Rúnar Finnbogason, Sigurlína Ragúels, Anna Finnbogadóttir, Smári Steinarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, MARGRÉT J. JÓNSDÓTTIR, Skagabraut 19, Sóltúni, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju mánudaginn 6. júlí kl. 13.00. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Hafsteinn Júlíusson, Sigríður Auðunsdóttir, Kristín Oddbjörg Júlíusdóttir, Karl Ásgrímsson, Hreiðar Júlíusson, Salóme Kristinsdóttir, Guðný Júlíusdóttir, Helmuth Guðmundsson og ömmubörnin. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra HJALTA ÞÓRS KJARTANSSONAR. Sigríður Haraldsdóttir, Óskar Jóhann Björnsson, Kjartan Ólason, Andrés Pálmarsson, Haraldur Óli Kjartansson, Guðrún Helga Andrésdóttir, Magnús Arnar Andrésson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.