Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 EVRÓPUMENN hafa liðið miklar þjáningar á tímum tveggja alræðiskerfa, þess stalínska og þess nasíska. Eru tekin af öll tvímæli um þetta í nýrri ályktun ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, en hún hefur þegar valdið nokkrum titringi í Rússlandi. Í ályktuninni, sem heitir „Sameining sundraðrar Evrópu“, segir, að alræði Stalíns hafi verið jafn grimmilegt og alræði Hitlers. Báðir hafi þeir gerst sekir um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. Búist er við, að Rússar, sem eiga aðild að ÖSE, verði ekki alveg sáttir við samþykktina en þeir eru enn mjög tvístígandi í afstöðunni til Stalíns og grimmdarverka hans. Rússneskar fréttastofur full- yrða hins vegar, að tilgangurinn með ályktuninni sé að „reyna að stöðva tilraunir rússneskra stjórnvalda til að upphefja Stalín og falsa um leið sögulegar stað- reyndir“. 23. ágúst helgaður uppgjöri við alræðishyggju Í ályktuninni er lagt til, að 23. ágúst verði helgaður uppgjöri Evrópumanna við alræðishyggjuna en þann dag fyrir 70 árum, árið 1939, gerðu Hitler og Stal- ín með sér griðasáttmála. Alexandr Kozlovskí, for- maður sendi- nefndar Rússa hjá ÖSE, hef- ur þegar kall- að ályktunina „ósæmilega árás á Rússland“. Kveðst hann ósáttur við, að stal- ínismanum skuli líkt við nasismann og minnir á þær fórnir, sem Sovétmenn færðu í stríðinu gegn nas- istum. Hafi ekkert ríki misst fleiri menn í þeim hild- arleik. Georgí Kandelaki, þingmaður frá Georgíu, minnti hins vegar á, að Stalín hefði útrýmt fleira fólki en Hitler. svs@mbl.is Alræði stalínismans var jafn grimmilegt og nasismans Ályktun ÖSE þar um fer fyrir brjóstið á fulltrúum Rússa Jósef Stalín Adolf Hitler ESB und- irbýr hörð viðbrögð HÁTTSETTUR, íranskur klerkur sagði í gær, að þeir íranskir starfsmenn breska sendiráðs- ins í Teheran, sem hefðu verið handteknir og sakaðir um að kynda undir óeirðum í borginni, yrðu leiddir fyrir rétt. Búist er við hörðum við- brögðum Evrópusambandsríkjanna verði það gert. „Að sjálfsögðu verða þeir ákærðir. Játningar þeirra liggja fyrir,“ sagði Ahmad Jannati, yfirmaður Vernd- araráðsins, í gær. Níu íranskir starfsmenn breska sendiráðsins voru handteknir í síð- asta mánuði en bresk yfirvöld segja, að sjö þeirra hafi verið sleppt. Eru mörg ESB-ríki að íhuga að kalla heim sendiherra sína í Teheran verði af málssókn gegn mönnunum og Svíar, sem nú eru í forsæti í ESB, undirbúa formleg viðbrögð. Nokkrir íranskir þingmenn í hópi harðlínumanna hafa hvatt til, að réttað verði yfir þeim, sem beittu sér fyrir ólöglegum útifundum, og er lit- ið á það sem atlögu að Mir Hossein Mousavi, leiðtoga stjórnarandstöð- unnar. svs@mbl.is Harðlínuklerk- urinn A. Jannati. Réttað yfir sendi- ráðsstarfsmönnum BANDARÍSKI herinn hélt í gær áfram árásum sínum á talibana í Helmand-héraði í Afganistan sem hófust á miðvikudagskvöld. Talibanar hörfuðu víða en veittu harða mót- spyrnu við bæinn Toshtay, að sögn talsmanns bandaríska hersins sem jafnframt greindi frá því að einn bandarískur landgönguliði hefði fallið á fimmtudaginn og nokkrir særst. Talsmaður talibana sagði að 33 hermenn hefðu verið drepnir. Högg sverðsins Allt að 4.000 bandarískir landgönguliðar eru sagðir taka þátt í aðgerðinni auk 650 afganskra her- og lögreglumanna. Með aðgerðinni, sem köll- uð er Khanjar eða sverðshögg, vonast bandaríski herinn og Barack Obama Bandaríkjaforseti til þess að hrekja talibana frá suðurhluta Afganist- ans og vinna íbúana á sitt band. Hingað til hafa sveitir Nató á svæðinu, sem eru undir stjórn Breta, eingöngu getað gert árásir að deginum og síðan dregið sig í hlé, að því er greint hefur verið frá í erlendum fjölmiðlum. Talibanar hafa þá alltaf streymt til baka. Með tvöfalt öflugri liðsstyrk er ætlunin nú að setja upp stöðvar á svæðum sem yfirráð nást yfir til þess að vera í nánd við íbúana. Traust mikilvægt Mikilvægt þykir að öðlast traust þeirra. Yf- irmenn í hernum eiga að setja á laggirnar sérstök bæjarráð með íbúunum í síðasta lagi sólarhring eftir innrás í bæi þeirra og borgir. Það er von bandaríska hersins að með þessu móti verði hægt að vernda 90 prósent íbúanna í suðurhluta Afgan- istans í lok sumarsins í stað 60 prósenta nú. Þá geta hjálparsamtök farið til svæða þar sem ekki hefur verið hægt að veita aðstoð. Markmiðið er einnig að ró og friður ríki þegar forsetakosningarnar verða haldnar 20. ágúst. Á fréttavef bandaríska stórblaðsins New York Times er bent á að það geti reynst erfitt fyrir bandaríska herinn að vinna óbreytta borgara á sitt band. Þeir séu þegar farnir að veita hermönn- unum mótspyrnu á vissum svæðum. Nokkrir þeirra hafi misst ættingja í loftárásum bandamanna en aðrir hafi gengið til liðs við talib- ana vegna fátæktar eða vegna mikilla áhrifa talib- ana í Helmand-héraðinu. Þeir hafi þegar sætt sig við stjórn þeirra og kvíði nú enn meiri átökum. ingibjorg@mbl.is Sverðið reitt til höggs í Afganistan  Stórsókn bandaríska hersins gegn talibönum hafin  Vonast er til að ró og friður ríki í lok sumars  Erfitt getur reynst að öðlast traust óbreyttra borgara Reuter Öllu viðbúnir Bandarískir land- gönguliðar í Afganistan. ÍTALSKA þingið samþykkti í fyrradag mjög ströng lög um ólöglega innflytj- endur en þau leyfa meðal ann- ars sérstakar eft- irlitssveitir óbreyttra borg- ara. Hafa ýmis mannréttindasamtök og einnig Páfagarður gagnrýnt lagasetn- inguna. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins ætlar að skoða lögin og kanna hvort þau samræmist evr- ópskum réttarvenjum en minnt er á, að lög, sem „kveða á um sjálfkrafa brottvísun ákveðinna hópa“ séu ekki ásættanleg. Skilgreindir sem afbrotamenn Þessi lög voru helsta mál Silvios Berlusconi forsætisráðherra í kosn- ingabaráttunni í maí í fyrra en sam- kvæmt þeim verða ólöglegir inn- flytjendur á Ítalíu skilgreindir sem afbrotamenn. Þá, sem hýsa slíkt fólk, má dæma í fangelsi og hér eftir verða allir, sem vilja fá nýfætt barn skráð, að framvísa pappírum um, að þeir séu ítalskir ríkisborgarar. Umdeildasta ákvæði laganna er um svokallaðar borgarasveitir. Þær mega að vísu ekki bera vopn en eiga að fylgjast með því, að almanna- reglu sé í engu raskað. svs@mbl.is Umdeild lög á Ítalíu Silvio Berlusconi Ólöglegir innflytj- endur skilgreindir MOSKVUBÚAR fóru fyrir nokkru að búa sig undir heimsókn Baracks Obama Bandaríkjaforseta til borg- arinnar en hún hefst á mánudag. Er sitthvað til sölu til að minna á hana og þar á meðal þessar „babúskur“ eða brúður með mynd af Obama og þeim félögum Dmítrí Medvedev, forseta Rússlands, og Vladímír Pútín for- sætisráðherra. Búast margir við að heimsókn Obama geti orðið mjög söguleg. svs@mbl.is Reuters OBAMA LÍFGAR BRÚÐUSÖLUNA RAFBÍLARNIR eru á næstu grös- um en í svipinn njóta þó svokallaðir tvenndarbílar, sem eru með raf- mótor og sprengihreyfil, mestra vin- sælda. Þeir þykja hins vegar allt að því hættulega hljóðlausir og þess vegna er nú til athugunar að búa þá út með sérstöku tæki, sem fram- leiðir hæfilegan hávaða. Þegar tvenndarbílar ganga fyrir sprengihreyflinum má auðvitað heyra vélarhljóðið en þegar skipt er yfir á rafmagnið má heita, að þeir steinþagni. Í Japan hefur ríkisskip- aðri nefnd verið falið að skoða hvort nauðsynlegt sé að koma fyrir ein- hverjum hljóðgjafa í bílunum til að auka öryggi annarra vegfarenda. Erfitt fyrir sjóndapra „Við höfum fengið fjölmargar ábendingar frá ökumönnum og fólki, sem sér illa, um að þessir hljóðlausu bílar séu stórhættulegir,“ sagði einn nefndarmanna og bætti við, að þegar blint fólk væri á ferðinni á götum bæja og borga treysti það að miklu leyti á heyrnina. Hann minnti hins vegar á, að hljóðleysi tvenndarbíla og þá ekki síður rafbíla væri auðvit- að ákaflega eftirsóknarvert. Vegna þess hillti undir, að umferðarhávað- inn í borgum hyrfi að miklu leyti. Vinsælasti tvenndarbílinn, Toyota Prius, kom fyrst á markað 1997 og ódýrari og mikið breytt útgáfa kom á göturnar í Japan í maí. Fyrirliggj- andi pantanir eru 200.000 og er bíll- inn nú sá vinsælasti á japanska markaðinum. svs@mbl.is Tvenndarbíll Toyota Prius er nú vinsælasti bíllinn í Japan. Sérstakur hljóðgjafi í öll- um raf- og tvenndarbílum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.