Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 22
22 Daglegt lífVIÐTALIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 M agnús Eiríksson er löngu orðinn þjóð- þekktur fyrir laga- smíð sína en á löngum ferli hefur hann samið á þriðja hundrað lög og texta. Nýlega kom út platan Von með Mannakornum þar sem textar og lög eru eftir Magnús og flytjendur ásamt honum eru Pálmi Gunnarsson og Ell- en Kristjánsdóttir. Þessa dagana er Magnús á tónleikaferðalagi um land- ið ásamt tónlistarmanninum KK. Í haust er svo von á ævisögu hans. Pínulitlar örsögur Þú hefur í áratugi samið vinsæl lög og texta. Hvernig myndirðu lýsa þessari tónlist? „Ég lít á þessi lög mín sem pínulitl- ar örsögur. Þegar ég hugsa textann þannig þá þarf ekki mikið til að koma mér í gang, bara stikkorð, eins og þegar maður er að skrifa. Ég byrja út frá einhverri góðri setningu eins og til dæmis: Ég er á leiðinni. Þannig vinn ég textana mína. Það getur þó kostað mig átak að semja texta. Þótt ég sé ekki endilega að hengja mig í stuðla og höfuðstafi þá sæki ég nokk- uð í hefðina og hún getur stundum verið nokkuð flókin Lögin mín set ég saman út frá hljómum sem mér þykja fallegir eða smekklegir. Árum saman spilaði ég í danshljómsveitum sem gítarleikari og þá var ég að spila lög eftir aðra, eins og til dæmis Bítlana, Rolling Stones og Burt Bacharach. Það fer ekki hjá því að maður læri af því að spila fleiri hundruð lög eftir vinsæla tónlistarmenn. Maður gerir sér grein fyrir því hvernig þessi vinsælu lög eru byggð upp. Það er ekki slæmur skóli ef maður ætlar að fást við þessa tegund tónlistar. Ég er bara blúsari. Ég vinn út frá bandarískri hefð í tónlist þar sem svo margir byrjuðu, Bítlarnir til dæmis. Þar er stærsti suðupunkturinn fyrir þá tegund tónlistar sem ég er að fást við: djass, blús, rokk, hvað sem mað- ur vill kalla það.“ Þú hefur gert lög við ljóð Steins Steinars. Lagið þitt við Hudson Bay er gríðarlega gott. Af hverju vald- irðu að gera lag við þann texta? „Mér finnst Steinn Steinarr vera töffari. Þð er ákveðinn taktur í mörg- um ljóðum hans. Ég var margbúinn að lesa Hudson Bay þegar lagið kom allt í einu til mín eins og það hefði alltaf verið til. Þannig er með mörg góð lög. Þau fæðast gjörsamlega átakalaust.“ Fólkið velur Finnurðu fyrir vinsældum þínum? „Ég er sem betur fer ekkert þekktur miðað við vini mína Bubba og KK sem eru heimsfrægir á Ís- landi. Ég hefði ekkert gaman af því að vera frægur. Það er ábyggilega minnimáttarkennd sem gerir að verkum að menn fara út í tónlist- argeirann og láta á sér bera. Það seg- ir allavega góður saxófónleikari, vin- ur minn. Ég er ekki að segja að ég þjáist af minnimáttarkennd, ég er bara að vísa í heimspekilega kenn- ingu um það fyrirbæri að vilja fara upp á svið til að láta aðra horfa á sig. Það er óskiljanlegt að hlédrægt fólk skuli láta hafa sig út í það og kveljast á meðan.“ Er mikil öfund og samkeppni í þessum bransa? „Þetta eru allt saman prímadonn- ur sem þykjast vera bestar. Þó við- urkenna menn oft það sem vel er gert. En í popptónlist er það ekki undir listamönnunum komið hver ár- angurinn er heldur velur fólkið hvað það vill hlusta á. Þegar sagt er að lag hafi ratað inn í þjóðarsálina þá þýðir það bara að fólk hefur tekið lagið að hjarta sínu og geymir það þar.“ Sé ekki eftir neinu Brennivín og dóp er oft sett í sam- hengi við poppheiminn. Hver er þín reynsla? „Ætli ég hafi ekki verið fimmtán ára gamall þegar ég byrjaði að spila í hljómsveitum og er búinn að spila síðan. Áfengi hefur alltaf fylgt þess- um bransa. Bítlarnir voru víst á am- fetamíni í upphafi feril síns en hér heima var ekkert amfetamín. Alko- hólið var alveg nóg böl fyrir okkur. Svo var átak að læra að drekka minna en gestirnir þegar maður var að spila á böllunum. Maður lærði að vera réttum megin við strikið og svo fór maður út af strikinu. Hassið kom um 1970. Það helvíti prófaði ég fyrst 1971. Við félagarnir reyktum hass alveg grimmt. Það hafði í sjálfu sér ekki slæm áhrif á mig en blandast ekki vel við áfengi og ég var meiri drykkjumaður en nokk- urn tímann hassmaður. Áfengi var mitt eiturlyf. Nú til dags er ég bara að vinna með mönnum sem eru edrú og er sjálfur edrú þegar ég er að vinna. Svo kemst maður líka að því að maður þolir áfengi ekki endalaust. Margir vinir mínir og ég sjálfur höf- um farið ansi langt niður á áfengi. En fólk verður að reka sig á. Það þýðir til dæmis ekkert að segja við ungling að hann megi ekki að reykja hass. Hann gerir það ef hann langar til. Því miður heldur unglingurinn kannski að það sé allt rugl sem sagt er um skaðsemi eiturlyfja og fer í sterkari efni sem er allt önnur ella. Stundum finnst mér að fræðslan um skaðsemi fíkniefna sé á nokkrum villigötum. Það á að útskýra ná- kvæmlega fyrir æskunni hvernig þessi efni virka. Áfengi víkkar út æð- arnar og kannabis dregur saman blóðæðarnar í höfðinu. Allt virkar þetta á ákveðinn hátt. Það þyrfti að kenna fólki á fíkniefnin. En það þarf varla að taka fram að best er að láta þetta allt eiga sig.“ Eftir á að hyggja hefðirðu viljað drekka minna? „Nei, nei. Ég sé ekki eftir neinu. Það þýðir ekkert. Allt sem hendir mann er partur af lífinu. Ég er ekki hættur að drekka. Ég hætti aldrei að drekka.“ Af hverju ekki? „Af því að það er orðið of seint.“ Sakna hennar ennþá Það eru mjög fallegir textar á nýjustu plötunni þinni, Von. Eru þeir ortir til látinnar eiginkonu þinnar, Elsu? „Til hennar og annarra. Þegar maður er kominn á minn aldur þá eru nokkuð margir vinir farnir. Einn þeirra sem ég sakna er Guðmundur Ingólfsson píanóleikari og snillingur. Annar er Karl Sighvatsson. Báðir höfðu sterkan og sérkennilegan kar- akter og svo brjálæðislega skemmti- lega tilfinningu fyrir húmor, þótt þeir hafi sjálfsagt átt sínar dökku hliðar eins og aðrir. Þeir eru ógleymanlegir og heimurinn er fátækari án þeirra. MAGNÚS EIRÍKSSON TÓNLISTARMAÐUR Ég er bara blúsa Lagasmiðurinn „Ég lít á þessi lög mín sem pínulitlar örsögur. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolla @mbl.is ‘‘ÉG VONA AÐ Í ÆVISÖGUMINNI ÞORI ÉG AÐSEGJA EITTHVAÐ OGMEGI SEGJA EITTHVAÐ. MARGT AF ÞVÍ FÓLKI SEM KEMUR VIÐ SÖGU ÞAR ER ENN LIFANDI OG KANNSKI ÆTTI ÉG AÐ HAFA SAMBAND VIÐ SUMA OG SPYRJA HVORT ÞEIR VILJI BORGA MÉR FYRIR AÐ SLEPPA UMFJÖLLUN UM ÞÁ.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.