Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Elsku besti pabbi minn. Nú ertu farinn frá okkur. Þú trúir ekki hvað ég sakna þín mikið. Þú varst ekki bara pabbi minn heldur langbesti vin- ur minn og félagi. Þú hefur alla tíð alltaf verið svo góður við okkur systkinin og mömmu, þú vildir gera allt fyrir fjölskylduna og gerðir allt fyrir okkur. Fyrir það er ég óendanlega þakklátur, elsku pabbi, og mun ég aldrei gleyma því. Ég á aldrei eftir að gleyma góðu stundunum sem við áttum saman, elsku pabbi, allir rúntarnir okkar, all- ar kaffihúsaferðirnar, öll góðu sam- tölin sem við áttum saman, en ég gat alltaf talað við þig um hvað sem er, hvenær sem er. Ég er þakklátur fyrir allar utan- landsferðirnar sem við fórum saman í og gleymi ég aldrei fyrstu ferðinni okkar til útlanda þegar við fórum saman til Englands að horfa á fót- boltaleik, þú varst nú ekki beint mesti knattspyrnuáhugamaðurinn sem ég þekkti en þetta sýndi hvað þú vildir gera allt fyrir börnin þín. Svo gleymi Svanur Þór Vilhjálmsson ✝ Svanur Þór Vil-hjálmsson fæddist í Reykjavík 12. júlí 1939. Hann lést á sjúkrahúsi í Portúgal 20. júní 2009 og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 2. júlí. Meira: mbl.is/minningar ég aldrei þegar þú leyfðir mér alltaf að sofa hjá þér upp í rúmi þegar ég fékk martrað- ir þegar ég var lítill. Þú varst hvers manns hugljúfi, elsku pabbi, alltaf hamingju- samur, alltaf brosandi, alltaf hlæjandi og alltaf að segja brandara. T.d á sjúkrahúsinu í Portú- gal varstu alltaf með bros á vör, segjandi sögur og fara með brandara. Ég hef oft hugsað með mér hvernig heimurinn væri ef allir væru og hugsuðu eins og þú. Ég lærði rosa mikið af þér, elsku pabbi, þú varst alltaf að kenna mér eitthvað nýtt. Þú sagðir mér alltaf að vera jákvæður, hugsa jákvætt, trúa á kærleikann. Þú varst alltaf svo já- kvæður að maður gat ekki annað en verið glaður þegar maður var í kring- um þig. Ég gæti ekki hugsað mér betri fyrirmynd. Ég átti mér alltaf þann draum að stofna lögmannsstofu með þér eftir laganámið en núna verður því miður ekki af því. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa fengið að vera með þér í Portúgal og fékk því tækifæri til að kveðja þig kvöldið áður en þú yfir- gafst þennan heim. Það gladdi mig mikið þegar þú sagðir alltaf við mig þegar ég var hjá þér á spítalanum hvað þér liði vel þegar ég og Erla systir vorum hjá þér. Þú varst minn besti vinur, elsku pabbi. Ég mun aldrei gleyma öllu því sem þú kenndir mér. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og hversu yndislegur faðir þú varst mér. Þinn sonur, Vilhjálmur Þór. Elsku pabbi minn, mér finnst mjög leiðinlegt að þurfa að kveðja þig, ég bjóst ekki við því að þú færir svona fljótt frá mér. Daginn áður en þú fórst frá okkur heimsótti ég þig á spítalann í Portúgal, þú varst svo hress og glað- ur. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim minningum sem ég á um þig. Síðan ég var lítil hefurðu alltaf mætt á alla fót- boltaleiki sem ég hef leikið og tón- leika sem ég hef spilað á, alltaf var ég jafn stressuð og þú jafn stoltur af mér. Svo varðst þú veikur um jólin 2008, það var mjög erfitt fyrir okkur öll, aldrei bjóst ég við því að pabbi minn, vinnualkinn, gæti orðið veikur, en samt sem áður hélstu áfram að vinna eins og brjálæðingur. Það hefur verið mjög erfitt að kveðja þig, pabbi minn, en það var nú gott að ég gat verið með þér seinustu dagana. Ég elska þig, pabbi minn, og ég sakna þín mjög mikið. Þín dóttir, Erla Þorbjörg Svansdóttir. Elskulegur afi minn er dáinn. Afi Svanur var hlýr og góður og ein af mínum fyrstu minningum um hann er hversu mikið skeggið stakk þegar hann kyssti mig og knúsaði. Hann var ákaflega skemmtilegur og hress, allt- af flottur með hattinn sem var ávallt eins og nýr, sama hversu mikið afi krumpaði hann og klessti. Hann var mikill húmoristi og tók sjálfan sig ekki of hátíðlega. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar hann kom í heimsókn klæddur í gangsta- galla úr Exodus með svarta húfu eins og klipptur úr tónlistarmyndbandi. Ekki hver sem er myndi láta sjá sig í þessum galla en afa fannst nú skárra að nota hann heldur en að láta hann liggja ónotaðan. Á afmælisdögum var afi Svanur alltaf fyrstur með heillaóskirnar, hringdi eldsnemma morguns til að kasta kveðju áður en maður færi út í daginn. Á konudaginn passaði hann vel upp á að konurnar í fjölskyldunni fengju blóm og á mæðradaginn færði hann öllum mæðrum í fjölskyldunni blóm. Það er erfitt að hugsa til þess að í fjölskylduboðum verði enginn afi Svanur hress og kátur að segja skemmtilegar sögur. Hann hafði sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar og það var alltaf gaman að hlusta á hann segja frá. Missirinn er mikill en hann skilur eftir góðar minningar sem ég varð- veiti í hjarta mínu. Hvíl í friði. Ingunn Jensdóttir. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. – Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson.) Stórbrotinn persónuleiki er horf- inn af sjónarsviðinu. Ég sendi fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt, elsku frændi minn. Vertu Guði falinn. Þín Edda L. Jónsdóttir. Einn minn besti og traustasti vinur og félagi, Svanur Þór, er fallinn frá. Í meira en hálfa öld höfum við verið samferða og deilt með hvor öðrum súru og sætu. Allt frá því við kynnt- umst í Versló sem unglingar. Vinátt- an hefur lifað af allar uppákomur og dýfur, alla útúrdúrana sem við tókum og öll ævintýrin, áföllin og atburðina sem lífið hefur boðið upp á. Aldrei slitnaði strengurinn, frá fyrsta degi og fram til þess að við kvöddumst, kvöldið áður en Svanur lagði í sína hinstu för. Svanur Þór var engum líkur. Greindur, spaugsamur og hnyttinn. Einlægur og jákvæður. Hvers manns hugljúfi. Verðmætur einstaklingur, sem sagði sögur, hafði áform á prjón- unum, sá alltaf leið út úr ógöngum og lagði gott til. Hann var kannske ekki alltaf raunsær eða lánsamur, þegar kom að honum sjálfum og sínu lífs- hlaupi en aldrei var gefist upp, aldrei voru lagðir upp lauparnir. Jafnvel í þeim veikindum sem hrjáðu hann síð- ustu mánuðina, lét hann aldrei deigan síga og gerði sjúkrasögu sína að gam- anefni. Kreppa hvað? sagði Svanur. Hann þekkti slíkar þrengingar úr eig- in lífi, „kosturinn við kreppur er sá að þá passar maður aftur í gömlu fötin“. Svanur Þór óx upp í Hlíðunum, elstur sex barna þeirra Vilhjálms og Helgu Finnbogadóttur. Vilhjálmur var leigubílstjóri að atvinnu, hörku- duglegur og skemmtilegur karl og móðir hans var stoð og stytta barna og heimilis. Það var ekkert mulið undir þetta fólk og þessa krakka en þau spjöruðu sig öll. Svanur varð stúdent árið 1960 og þaðan lá leiðin í lagadeild HÍ. Til hliðar við námið stundaði hann ýmiskonar atvinnu- starfsemi, bílasölu, fasteignaviðskipti og rekstur ýmiskonar og hélt því áfram að námi loknu. Lögfræðistörf og þjónusta á þeim vettvangi voru sömuleiðis stór þáttur í umsvifum Svans og allt þetta skapaði líf og fjör í kringum hann. Raunar varð þessi starfsferill svo stórbrotinn og ævin- týralegur að hann varð efni í litla bók, sem gefin var út fyrir nokkrum árum. Auðvitað eitthvað ýkt og skáldað og fært í stílinn. En þannig var Svanur eins og við þekktum hann. Færði í stílinn, lyginni líkastur og fyrir vikið sannleikanum samkvæmur. Hann var á undan sinni samtíð. Það lýsir Svani vel að hann tók fullan þátt við gerð þeirrar bókar og samþykkti hana. Það hefðu ekki allir gert, enda sá hann alltaf húmorinn í alvörunni þeg- ar kom að hans eigin lífshlaupi. Ungur að árum kvæntist hann Ing- unni Jensdóttur, besta kvenkostinum í vesturbænum og áttu þau saman þrjú börn. Síðar gekk Svanur í hjóna- band með Merlu Rósínu og saman áttu þau fjögur börn og allir eru þess- ir afkomendur Svans mannvænlegir og myndarlegir. Nú er hann farinn, þessi eftirminnilegi samferðarmaður og félagi í bliðu og stríðu. Og minn- ingar vakna um strákapör og hlátra- sköll, trúnaðarspjall og ógleymanleg- ar stundir í góðra vina hópi. Ég sé hann enn fyrir mér ljóslifandi, skraf- hreifinn, hláturmildan og strjúkandi skeggið. Hann hefur sjálfsagt dáið með brosi á vör. Hann var búinn að skila sínu. Ellert B. Schram. „Svanur Þór er dáinn“ var sagt í símann, ég trúði ekki að þetta verið rétt, aðeins sólahring áður hafði ég talað við hann lengi, í símann, þar sem hann var staddur í Portúgal. Svanur var á ferðalagi að hitta vin sinn, sem býr í Portúgal ásamt tveimur af börn- um sínum og dvelja þar nokkra daga sér til heilsubótar. Kynni okkar Svans hófust fyrir meira en 30 árum. Svanur var lögmaður og sem slíkur besti samningalögmaður sem völ var á, kurteis, ávallt reiðubúinn að greiða fyrir samkomulagi og sáttum, það var hans lífsskoðun að um allt væri hægt að komast að samkomulagi, allt betra en harkan. Svanur hóf sinn lögmannsferil hjá lögmanni lögmannanna, Þorvaldi Lúðvíkssyni, þeim heiðursmanni og miklum og virtum fræðimanni í sinni grein, lögfræðinni. Ég er þess fullviss að jákvæð og mikil áhrif hefur Þor- valdur haft á Svan, því ég varð var við margt líkt með þeim, sem mönnum og lögmönnum, en Þorvaldur var minn lögmaður til margra ára. Svanur tal- aði ævinlega um Þorvald með mikilli lotningu. Annar úr stéttinni var einn- ig náinn samstarfsmaður og vinur, Axel Kristjánsson. Undirritaður starfar að gæðamál- um í matvælum og er með fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis, þess vegna. Svanur ferðaðist oft með mér, til ráðgjafar í málum sem voru vand- meðfarin. Svanur var alltaf reiðubú- inn að takast á við áríðandi mál á nóttu sem degi. Ég og Svanur hittumst iðulega í há- deginu og fengum okkur súpu saman og ræddum um landsins gagn og nauðsynjar, en Svanur hafði skemmtilegan húmor og eigin skoðun á mönnum og málefnum. Fór ekki alltaf troðna slóð um skoðanir, sem vörðuðu hag Íslands, hann var mikill Íslendingur í sér. Það sem einkenndi Svan var hversu umtalsgóður hann var um fjarverandi fólk, fann vanalega já- kvæða hlið á annars umdeildum mönnum og málefnum. Jákvæðni var aðalsmerki Svans Þórs. Svanur var einn af þessari hverf- andi „séntilmanna kynslóð“, sem kunni mannasiði í allri umgengni við fólk og sýndi því virðingu. Áberandi kurteis, enda vinsæll allsstaðar þar sem hann fór einka- eða opinberra er- inda. Mikill söknuður ríkir nú í okkar litla fyrirtæki þar sem allir, Anna, Birgir, Jóhann, Daníel, Einar, Pétur, Oddmund og Jan höfum ekki oftar þennan glaðværa og góða dreng í ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, frænku og mágkonu, SIGURVEIGAR VALDIMARSDÓTTUR, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Unnur Ósk Valdimarsdóttir, Vilhelmína Valdimarsdóttir og aðstandendur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR M. ÓLAFSSON, áður til heimilis á Hlíðarvegi 14, Ísafirði, lést á Sólvangi Hafnarfirði þriðjudaginn 30. júní. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 6. júlí kl. 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs í Hafnarfirði. Guðrún Halldórsdóttir, Halfdán Hauksson, Ólafur Á. Halldórsson, Valgerður G. Jónsdóttir, Björg Sörensen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA STEFÁNSDÓTTIR, Engihjalla 19, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 2. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Jóna Karlsdóttir, Stefanía Karlsdóttir, Jóhannes G. Pétursson, Stefán Þ. Karlsson, Þóra Vilhjálmsdóttir, Guðbjörg Edda Karlsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Sólveg Gyða Guðmundsdóttir, Gunnar Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir okkar, ÁSDÍS Þ. KJARTANSDÓTTIR MOUNTZ, Montgomery, Alabama, lést á heimili dóttur sinnar í Georgíu, Banda- ríkjunum miðvikudaginn 24. júní. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Lillý Ása Kjartansdóttir, Ingibjörg Kjartansdóttir. ✝ Faðir okkar, sonur og bróðir, GUÐNI ELÍS HARALDSSON, andaðist miðvikudaginn 1. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Rakel Birta Guðnadóttir, Thelma Rut Guðnadóttir, Diljá Sif Guðnadóttir, Haraldur Bjarnason, Þuríður Vigfúsdóttir, Ólafur Árnason og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.