Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku, í verslun okkar eða á kokka.is J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Bollaleggingar Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Mæðgurnar SigríðurGunnarsdóttir og dótt-ir hennar Silja Sallévinna vel saman og leit önnur bók þeirra um franska mat- seld nýlega dagsins ljós. Bókin nefnist Sælkeragöngur um París, og eins og nafnið gefur til kynna er athyglinni þar beint að höfuðstað Frakklands. Líkt og fyrri daginn ber Sigríður ábyrgð á textanum og matreiðslu réttanna á meðan Silja sér um ljósmyndun, umbrot og hönnun. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort það væri virkilega hverfa- skipting í matargerðarlist borg- arinnar. Sigríður segir svo vera. „Parísarréttur núm- er eitt er nautasteik og franskar, en borgin er samt mjög marg- breytileg er kem- ur að mat. Hún hefur alltaf verið fjöl- breytileg, en vissulega breytast hefð- irnar líka með tímanum. Enda er þetta lifandi borg, ekki safn.“ Hún bendir á að sum hverfi hafi alltaf verið fínni en önnur og matseld þar skeri sig frá efnaminni hverfum. Þannig gæti áhrifa matseldar úr frönskum sveitum t.a.m. í meira mæli í síð- arnefndu hverfunum. „Í dag er síðan annar hver Parísarbúi af erlendum uppruna að einhverju leyti og að sjálfsögðu er það fólk undir áhrifum foreldra sinna og forfeðra við eldamennsk- una eins og aðrir.“ Áhrifa gyð- ingaeldhússins, sem og hins rúss- neska og þess ítalska, gæti t.a.m. í borginni og sérstaklega frá fyrr- verandi nýlendum Frakka, t.a.m. í Norður-Afríku. „Frönsku áhrifin eru hins vegar það sterk og frönsk matargerð- arlist það gömul og hefðbundin að þessi erlendu áhrif hafa bara gert hana ennþá ríkari,“ segir Sigríður. Veitingahús frá hinum ýmsu heims- hornum, sérstaklega frá fyrrver- andi nýlenduríkjunum, sé nú að finna í miklu magni, einkum í norð- urhverfum Parísar. „Og þær eru þó nokkrar uppskriftirnar sem komu með innflytjendum og hafa í dag samlagast franska eldhúsinu.“ Hefðbundnu réttirnir heilla Sjálf bjó Sigríður ekki yfir yf- irgripsmikilli þekkingu á elda- mennsku er hún flutti til Frakk- lands 22 ára gömul. „Ég kunni varla að sjóða egg,“ segir hún og hlær. Með góðri aðstoð fjölskyldu eiginmanns síns þreifaði hún sig áfram, „Tengdamóðir mín var mikil matkona og hún kenndi mér und- irstöðuatriðin.“ Í dag hefur Sigríður einna mest yndi af að elda hefðbundna og e.t.v. svolítið tímafreka franska rétti. „Þetta eru réttir sem þarf að byrja að undirbúa kannski tveimur dög- um áður en þeirra er neytt. Réttir sem eru margslungnir og ólíkir eft- ir héruðum og uppruna og hafa í sumum tilfellum verið eldaðir með sama laginu í margar aldir.“ Gam- an sé að halda slíkum hefðum við, enda eigi hver fjölskylda sitt af- brigði af bœuf bourguignon, daube og coq au vin. „Þetta er svo mikil athöfn – allt að því hátíðleg stund – þegar eld- aður er matur sem haft er svona mikið fyrir. Þetta þarf ekki að vera neitt ægilega fínn matur, en þetta eru samt réttir sem maður gefur sér tíma til að elda og tíma til að borða og tala saman yfir og það er nokkuð sem skiptir Frakka veru- legu máli.“ Kræklingasúpa með hundasúrum (Soupe de moules à l’oseille) Fyrir fjóra 400 g frosinn kræklingur, eða 1 kg ferskur 200 g hundasúrur 200 g laukur 2 hvítlauksrif 1 dl sýrður rjómi 1 glas hvítvín 8 dl vatn olía salt og pipar Ef skelin er fersk, byrjið þá á að þvo hana vandlega. Passið að nota aldrei skel sem lokast ekki ef henni er ýtt saman. Setjið skelina í stóran pott með hvítvíni og einu hvítlauks- rifi. Látið hana opnast við háan hita. Það er mjög fljótt að gerast. Plokkið fiskinn úr skelinni, maukið í hrærivél, en geymið nokkrar skeljar til skrauts. Síið soðið, því það er alltaf einhver sandur í því. Afhýðið og skerið niður lauk og hvítlauk. Látið krauma hægt í olí- unni. Laukurinn má ekki brúnast. Þvoið súrurnar, hendið grófum stilkum, látið krauma með laukn- um. Setjið vatn og soð út í hvítvínið, ef þið eruð með frosinn krækling, saltið og piprið. Sjóðið í 10 mínútur. Bætið kræklingnum út í, síðan rjómanum. Berið fram vel heitt. Gott er að hafa ristaða brauðmola, sem hafa verið nuddaðir með hvít- lauk, með súpunni. Borg lifandi matarhefða Gott úr náttúrunni Kræklinga- súpa með hundasúrum. Morgunblaðið/Ómar Ljósmynd/ Silja Sallé Matgæðingur Sigríður Gunn- arsdóttir segir matarhefðir í París fjölbreytilegar. Þegar Sigurður Jónsson tann-læknir las í Fréttablaðinu um kostnaðinn af viðgerðinni á Hall- grímskirkjuturni varð honum að orði: Hvort samkvæmir okkur sjálfum séum við, er mér spurn: Að henda milljarði hálfum í Hallgrímskirkjuturn. Bjarni Stefán Konráðsson bregð- ur á leik með limruformið: Ég kannast við strákling svo stífan að stöðugt hann minnir á dívan, gormlausan, frystan, frá Tatsíkistan, svo heitir hann ennfremur Ívan. Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd veltir fyrir sér afleiðingum þess „að Íslendingar hættu að vera heljarskinn og fóru að verða Loð- hattarsynir“ - fóru að „leika sér að gulli í hásæti “ og kvað af því til- efni: Margt á röngum rótum hér reis til frama í bulli. Langt frá ábyrgð léku sér lítilmenni að gulli. Og hann bætir við: Skaðast fylgjur skilgetnar, skammt má hrokinn prýða. Leifur sonur Loðhattar leikur sér þó víða. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af gulli og Tatsíkistan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.