Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 BRÁK eftir Brynhildi Guðjónsdóttur (Söguloftið) BANDIÐ BAK VIÐ EYRAÐ (HVÍTISALUR) Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Fim 23/7 kl. 21:00 Tónleikar Lau 4/7 kl. 16:00 Sun 12/7 kl. 16:00 Lau 18/9 kl. 16:00 Sun 26/9 kl. 16:00 Lau 8/8 kl. 20:00 Sun 16/8 kl. 16:00 Lau 22/8 kl. 20:00 Sun 30/8 kl. 16:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 landnamssetur@landnam.is Sama hvernig á það er litið þávar heimildarmyndin Livingwith Michael Jackson, sem Martin Bashir gerði árið 2003, upp- hafið að falli poppkóngsins. Myndin er sett saman af röð viðtala er fóru öll fram á hálfu ári, eða frá maí- mánuði árið 2002 til janúarmánaðar 2003. Þetta var í fyrsta skipti sem Jackson samþykkti að veita viðtal þar sem spyrjandinn fékk að fylgja honum í hans daglega amstri og þar sem ekkert umræðuefni var tabú. Myndin fékk metáhorf um allan heim enda aðeins nokkrar vikur frá því að myndir birtust í fjölmiðlum af Jackson sveiflandi nýfæddu þriðja barni sínu fram af svölum í Berlín.    Óhætt er að fullyrða að viðbrögðheimsbyggðarinnar við heim- ildarmyndinni hafi verið stórbrotin. Bashir spurði popparann töluvert út í vináttu hans við börn sem heim- sóttu Neverland-búgarð hans í þús- unda tali. Opinberun Jacksons þar sem hann viðurkenndi að hafa nokkrum sinnum deilt rúmi sínu með börnum olli miklu fjaðrafoki. Sú afstaða hans að slíkt væri sak- laust og fallegt virtist stangast verulega á við hugmyndir flestra um félagslega siðferðiskennd. Sér- staklega í ljósi þess að Jackson hafði áratugi áður verið sakaður um kyn- ferðismisnotkun gegn barni – mál sem fór aldrei fyrir rétt þar sem Jackson náði sáttum við ákæranda sinn með því að greiða honum him- inháa fjárhæð. Eftir sýningu myndarinnar fór mikil umræða af stað er endaði með gífurlegri lögreglurannsókn og svo síðar réttarhöldum þar sem Jackson var m.a. aftur sakaður um kynferð- isglæpi gegn börnum. Heimildar- myndin, sem átti að vera kynningar- tæki fyrir væntanlega safnplötu kappans, endaði á því að verða hon- um viðskiptalegt sjálfsmorð.    Það virðist vera í eðli mannskepn-unnar (eða a.m.k. fjölmiðla) að laðast að skuggahliðum tilver- unnar. Þannig hafa stærstu dæg- urhetjur heimsins síðustu þúsund árin eða svo yfirleitt verið fársjúkir einstaklingar. Því eðlilegri, því óá- hugaverðari. Því veikari, því sterk- ari viðbrögð og aðdáun fær viðkom- andi frá fjöldanum. Michael Jackson var ein skærasta stjarna heims en ég leyfi mér að efast um að margir hafi óskað sér hans hlutskiptis. Hann lifði augljós- lega óhamingjusömu lífi og jafnvel hörðustu aðdáendur hans kenndu í brjósti um hann. Samkvæmt fréttaflutningi frá dauða hans er að verða nokkuð ljóst að Jackson var lyfjafíkill. Allt bend- ir líka til þess að hann hafi verið með anorexíu. Jú, sjálftitlaður kon- ungur poppsins var án efa fársjúkur einstaklingur en var hann barnaníð- ingur? Það munum við líklegast aldrei vita.    Málið fór fyrir rétt árið 2005 eft-ir að Kaliforníufylki ákærði Jackson fyrir meint kynferðisof- beldi gegn Gavin Arvizo og sex öðr- um einstaklingum í lok árs 2003. Þegar öll málsgögnin hafa verið skoðuð er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að kviðdóm- urinn hafi tekið rétta ákvörðun með því að sýkna popparann. Móðir drengsins hafði áður reynt að ná peningum út úr fjársterkum aðilum með andlegri kúgun og vitn- isburðum sona hennar um meint kynferðisbrot Jacksons (er þeir áttu báðir að hafa orðið vitni að) bar ekki saman. Einnig kom það sér- staklega illa út fyrir saksóknara þegar fimm af þeim sjö ein- staklingum er Jackson átti að hafa brotið á í æsku þeirra vitnuðu fyrir verjandann og fullyrtu að ekkert slíkt hefði átt sér stað. Þá hafði sak- sóknarinn aðeins vitnisburði um slíkt athæfi frá fyrrum starfsfólki popparans en hver og einn og ein- asti þeirra hafði ærna ástæðu til þess að vera gramur út í popparann vegna óskyldra mála.    Það útskýrir þó ekki 70 klámblöðsem fundust í húsleit á Neverlandbúgarðinum (er sýndu aðallega íturvaxnar konur á miðjum aldri) eða af hverju fingraför Jack- sons og beggja Arvizobræðranna fundust á þeim. Það útskýrir ekki heldur dularfullan leyniklefa sem gengið var inn í á bakvið skáp í svefnherbergi hans. Hvað þá af hverju Jackson ákvað árið 1993 að það væri skynsamlegra að greiða fjölskyldu Jodis Chandler (barn- ungum vini hans sem ásakaði hann um kynferðisofbeldi árið 1993) milljónir dollara til þess að falla frá ákærunni á hendur sér og ævilanga þögn. Eða af hverju Chandler og fjölskylda hans flúðu skyndilega land skömmu áður en réttarhöldin yfir Jackson hófust árið 2004. En þegar allt kemur til alls er mikilvægt að aðskilja manninn frá sköpunarverkum hans. Og sköp- unarverk Jackson eru vissulega guðdómleg. biggi@mbl.is Var Jackson barnaníðingur? AF LISTUM Birgir Örn Steinarsson » Opinberun Jacksonsþar sem hann viður- kenndi að hafa nokkrum sinnum deilt rúmi sínu með börnum olli miklu fjaðrafoki. Reuters Michael Jackson Fræg mynd sem tekin var á meðan á réttarhöldunum stóð sýnir Jackson í náttfötunum leiddann í handjárnum í réttarsalinn. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is ANDREA Maack nýtir sér þekk- ingu úr tískuhönnun við myndlist- arverk sín svo úr verða ilmandi inn- setningar þar sem meðal annars má sjá fatnað í anda hátískuhúsa Par- ísarborgar. Ein slík innsetning verð- ur opnuð í Gallerí Ágúst í dag og ber hún yfirskriftina SHARP by Andrea Maack. „Ég vann í tískuiðnaðinum í Lond- on áður en ég sneri mér að myndlist- inni, auk þess sem þetta er eitt mitt helsta áhugamál. Ég held að bak- grunnur manns skíni alltaf í gegn,“ segir Andrea. „En ég fór svo í mynd- list því það er talsvert opnara fag. Það var svo ekki fyrr en síðar að ég gerði mér grein fyrir hvernig er hægt að sameina þessa tvo hluti í verkum sínum, myndlistina og áhug- ann á tískuiðnaðinum.“ Andrea vinnur þó í anda tísku- hönnuða, hún bjó sér til vörumerki og hannar undir formerkjum þess með aðstoð góðra einstaklinga. „Auk þess reyni ég að kynna verk mín tvisvar á ári, á vorin og haustin, líkt og tískuhönnuðir gera jafnan.“ Flíkur sem ekki má klæðast Andrea byrjar hvert ferli á því að teikna. „Það er upphafið að öllu og getur tekið nokkra mánuði,“ segir hún. „Teikningarnar sendi ég svo til ilmvatnsframleiðandans Afp í Frakklandi sem hannar ilm fyrir mig út frá munstrinu og teikningunum.“ Ilmvatnið notar Andrea svo í inn- setninguna. Úr munstrinu, sem Andrea býr til, hannar franski fata- hönnuðurinn Cedric Rivrain, sem m.a hefur unnið fyrir Dior, flík, sem reyndar er ekki hægt að klæðast. SHARP heitir ilmurinn í þetta skiptið og geta áhugasamir fengið að finna ilminn auk þess að sjá restina af innsetningu Andreu í Gallerí Ágúst frá og með deginum í dag. Það er sjaldan sem myndlistasýningar höfða til jafn margra skynfæra og raunin er með þessa. „Ilmurinn tengir saman alla hluti sýningarinnar. Þetta smellur allt þegar hann kemur til sögunnar.“ Ilmandi innsetning Andrea Maack opnar sýningu í Gallerý Ágúst í dag Morgunblaðið/Heiddi Andrea Maack Sameinar áhuga sinn á tískuiðnaði og myndlistinni í Gallerí Ágúst með ilmandi innsetningu. Nú um helgina lýkur tískutvíær- ingnum sem fram fór í Arnhem í Hollandi. Þar sýndi Andrea SHARP-verk sitt auk þess að sjá um vinnustofu fyrir tískuhönnuði. „Aðstandendur hátíðarinnar báðu mig að gera nýtt verk til að sýna á tvíæringnum eftir CRAFT- sýninguna mína í Hafnarhúsinu,“ segir Andrea. „Þó maður sé bara að sýna á litla Íslandi spyrjast hlut- irnir greinilega út.“ Á tvíæringnum sýna mörg helstu tískuhúsa heims hátískufatnað, sem í raun eru listaverk, svo magnað er handverkið, að sögn Andreu. „Aðalsýningarrýmið var í dóm- kirkjunni í Arnhem og þar voru samankomnir fatahönnuðir, mynd- listarmenn og vöruhönnuðir,“ segir Andrea. Fólki sem starfar á þessum mörkum tísku- hönnunar og myndlistar líkt og Andrea er að fjölga, að hennar sögn. „Mér er reglu- lega boðið að taka þátt í ýms- um viðburðum þessu tengdum víða um heim og það spretta upp ýmsir hópar og vefsíður sem eru vett- vangur fyrir fólk sem er að gera svipaða hluti. Þetta er ekki lengur bara þannig að fatahönnuðirnir reyna að komast inn í tískuhúsin og myndlistarmenn inn í galleríin. Mörkin þarna á milli verða sífellt óljósari,“ segir Andrea. Mörkin eru óljós 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Litla sviðið) Þú ert hér, örfáar sýningar í sept. Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 11/7 kl. 19:00 Ö Fim 9/7 kl. 20:00 Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 26/9 kl. 14:00 Ö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.