Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009  Reggísveitin Hjálmar sendir frá sér nýtt lag, „Manstu“, en það er annað af tveimur lögum hennar sem verður einslags einkennisstef þáttanna Ástríður sem verða frum- sýndir í haust og skarta Ilmi Krist- jánssyni í aðalhlutverki. Hitt lagið var tekið upp í frægðarför sveit- arinnar til Jamaíka á dögunum. Ástríðufullir Hjálmar senda frá sér nýtt lag Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „OPINBER titill lagsins er „Við gefum skít í allt ruglið“ en í textanum er rugl og bull til skiptis, enda nóg af slíku nú um stundir,“ segir Valgeir Guðjónsson, höfundur nýjasta smells Stuð- manna. Lagið er afar skemmtilegt, en eins og nafnið bendir til, einnig mjög viðeigandi í því ástandi sem nú ríkir. „Ég er nýbúinn að setja þetta saman. Það er svo margt sagt þessa dag- ana, eins og til dæmis í sambandi við Icesave, og fólk sem maður þekkir kannski að góðu einu tal- ar algjörlega í austur og vestur. Þannig að það er voðalega erfitt að vita hvað snýr upp og niður, og það má segja að allt sem ruglar okkur í rím- inu sé rugl. En fyrst og fremst er þetta svona dansvænt og Bítlaskotið lag.“ Aðspurður segist Valgeir vera fullgildur Stuð- maður þessa dagana, og kemur hann til að mynda fram með sveitinni á tónleikum í Sjall- anum á Akureyri í kvöld. Söngvarar sveit- arinnar um þessar mundir eru þau Stefanía Svavarsdóttir og Eyþór Ingi Gunnlaugsson; sá síðarnefndi á að vísu ekki heimangengt í kvöld og hleypur Stefán Karl Stefánsson því í skarðið. „Það er dásamlegt að vera með honum á sviði, auk þess sem hann getur hermt eftir nokkrum valinkunnum söngvurum þannig að varla heyrist munur. Þar á meðal er góðvinur minn Egill Ólafsson, Björn Jörundur og meira að segja Gylfi Ægisson,“ segir Valgeir. Stuðmenn gefa skít í allt ruglið Morgunblaðið/Eggert Stuð Valgeir ásamt Stefaníu Svavarsdóttur, hinni ungu söngkonu Stuðmanna.  Sjónvarpsstöðvarnar vinna nú hörðum höndum að því að gera vetrardagskrá sína sem kræsileg- asta að vanda og hafa ráðamenn hjá Skjá einum nú staðfest að ný þáttaröð af Nýju útliti verði tekin til sýninga þar í vetur. Það hlýtur að flokkast undir hár- rétta ákvörðun hjá ráðamönnum þar á bæ enda var tillögum þeirra Karls Berndsen og aðstoðar- mannsins Ísaks að bættu útliti mjög vel tekið og áhorf á þáttinn mikið. Auk þess heldur Sölvi Tryggva- son áfram á Skjánum með vikuleg- an spjallþátt sinn. Karl Berndsen heldur ótrauður áfram  Það hefur löngum þótt skemmti- leg dægradvöl hér á landi að þrasa og nú hefur hópur þrasgjarnra ein- staklinga ákveðið að fara alla leið og keppa í þessari þjóðaríþrótt. Fyrsta keppniskvöldið verður hald- ið nú á miðvikudaginn í Austurbæj- arbíói og er áhugasömum bent á vefsíðuna frumkvaedi.is eða fés- bókarsíðuna Þrasið/Morfín. Nú þegar hafa alþingismennirnir Höskuldur Þórhallsson og Birkir Jón Jónsson staðfest þátttöku sína. Hjálp! Alþingismenn í þras- keppni í Austurbæ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ erum bara í lest á leið til Frakk- lands,“ segir Emilíana Torrini þegar blaðamaður nær tali af henni. Emilíana er á mikilli tónleikaferð um Evrópu ásamt hljómsveit sinni, og spiluðu þau í Frakklandi í gærkvöldi og á hinni mikils- virtu Rock Werchter-hátíð í Belgíu kvöldið þar áður. „Það gekk rosalega vel og það var fullt tjald,“ segir Emilíana um þá tónleika, en í kvöld heldur hún svo tón- leika í Póllandi. Þær fréttir berast annars frá Þýska- landi um þessar mundir að lag Emilíönu, „Jungle Drum“, sé að slá í gegn þar í landi. Lagið hefur verið að þoka sig upp þýska vinsældalistann og nú í vikunni komst lagið á toppinn. Um frábæran ár- angur er að ræða, enda Þýskaland afar stór markaður með yfir 80 milljónir íbúa. „Ég frétti nú bara af þessari velgengni í síðustu viku, við erum ekki einu sinni bú- in að fara til Þýskalands. Það eina sem ég veit er að það er búið að ganga rosalega vel þar, en við höfum hins vegar ekkert fundið fyrir því,“ segir Emilíana, en á meðal flytjenda neðar á listanum má nefna Lady Gaga, Linkin Park, Black Eyed Peas, A-Ha, Alexander Rybak og Beyonce Knowles. Vinsælust í Austurríki Emilíana segir að þessar miklu vin- sældir lagsins í Þýskalandi nú megi rekja til þess að það hljómaði í raunveru- leikaþættinum Germany’s Next Top Model fyrir skömmu. „Það er engin spurning, það var það sem gerði lagið svona vinsælt núna. Annars hefði það örugglega bara farið framhjá þeim,“ segir hún og hlær. Auk velgengninnar á vinsældalist- anum hefur „Jungle Drum“ verið mest selda lagið á hinni þýsku útgáfu af iTunes síðustu þrjár vikurnar. Þá nýtur lagið mikilla vinsælda í fleiri Evrópulöndum og er til að mynda á toppnum í Austurríki, auk þess sem það fór á toppinn í Belgíu í maí. Ný plata í bígerð? Eins og áður segir er Emilíana á miklu tónleikaferðalagi um þessar mundir, og á hún m.a. eftir að halda sex tónleika í Þýskalandi þar sem viðtökurnar verða ef- laust afar góðar. Samkvæmt MySpace-síðu Emilíönu mun hún halda 42 tónleika beggja vegna Atlantsála fram í október, og því ljóst að ekki er um neinn smá túr að ræða. Hún segist þó ekkert vera að telja. „Það er bara best að taka eina viku í einu,“ segir hún og bætir því við að þreyta sé ekkert farin að gera vart við sig. „Ég er búin að vera í gangi síðan í september og maður venst þessu bara. Þetta er samt lang- mesta törnin núna. En það er bara svo gaman að vera að vinna. Ég held líka að við verðum á tónleikaferðalagi alveg fram í janúar.“ Aðspurð segist söngkonan vera farin að huga að næstu verkefnum, og að ný plata sé jafnvel í bígerð. „Ég fæ viku frí í ágúst og þá ætla ég inn í stúdíó að vinna og skrifa. Ég ætla bara að sjá hvað kemur út út manni. Það getur vel verið að það gerist ekki neitt af því að maður er bara búinn að vera í flugvélum, lestum og rútum. Þannig að ég veit ekki hvað er búið að safnast saman uppi í heil- anum. En það kemur bara í ljós.“ Á toppnum í Þýskalandi  Lag Emilíönu Torrini, „Jungle Drum“, er í efsta sæti þýska vinsældalistans  Er mest selda lagið á þýska iTunes og hljómaði í Germany’s Next Top Model Morgunblaðið/hag Að slá í gegn Emilíönu verður eflaust vel tekið í Þýskalandi. „Jungle Drum“ er fyrsta íslenska lagið til að komast á topp þýska listans. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is TVÖ dagblöð í Minneapolis fara lofs- orðum um tónleika Jóhanns Jó- hannssonar á þriðjudagskvöldið síð- asta. Jóhann kom fram í The Southern Theater ásamt fylgdarliði sínu á hátíðinni Wordless Music Ser- ies þar sem tónlist án söngs eða tals er sérstaklega hampað. Íslandsvin- irnir Nico Muhly og Sam Amidon spiluðu einnig á hátíðinni í vikunni. Gagnrýnendur blaðanna Minn- Post og StarTribune höfðu hvorugir hugmynd um hver Jóhann var fyrir tónleikana en virðast báðir hafa ver- ið verulega hrærðir. Með Jóhanni á sviði var trommuleikarinn Matthías Hemstock og erlendir strengjaleik- arar. Á tónleikunum flutti Jóhann valin lög úr höfundaverki sínu en tónlist plötunnar Fordlandia virðist hafa snert viðkvæma strengi hjá áhorfendum sem risu úr sætum sín- um og klöppuðu hann tvisvar upp á svið að tónleikum loknum. Í báðum umsögnum er sérstaklega minnst á það að Jóhann hafi ekki yrt á áhorf- endur eða undirleikssveit sína einu orði heldur frekar kosið að láta tón- listina tala sínu máli. Hann á heldur ekki að hafa sýnt nein svipbrigði er gerði tónleikana enn áhrifameiri að mati gagnrýnanda. Pamela Espel- and hjá MinnPost talar um að hún hafi gengið út af tónleikunum sem breytt manneskja. Þetta voru fyrstu tónleikar Jó- hanns í Minneapolis en plötum hans hefur verið dreift um allan heim. Sérstök blanda hans af klassískum strengjaútsetningum og elektróník virðist hitta í mark hjá tónlistar- grúskrurum um allan heim. Sviplaus og þögull Jóhann slær í gegn í Minneapolis Morgunblaðið/Kristinn Jóhann Jóhannsson Tónlist fyrrum hljómborðsleikara Ham er áhrifamikil. Jóhann Jóhannsson fær stjörnudóma í bandarískum miðlum 1. Jungle Drum – Emiliana Torrini 2. Stadt – Cassandra Steen 3. Poker Face – Lady Gaga 4. New Divide – Linkin Park 5. When Love Takes Over – David Guetta & Kelly Rowland 6. Ein Kompliment – Sportfreunde Stiller 7. Ayo Technology – Milow 8. Boom Boom Pow – Black Eyed Peas 9. Foot Of The Mountain – A-Ha 10. Fairytale – Alexander Rybak Topp 10 í Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.