Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Vöfflur Fulltrúar launþega búa oft að góðu verkviti, enda lítið fyrir að naga blýanta. Ragnar Ólafsson, starfsmaður Eflingar, mundar ausu í Karphúsinu. Eggert Kristín Dýrfjörð | 3. júlí Ljósmyndun í leikskólastarfi Í borginni Reggio Emilia á Ítalíu er reknir leikskólar á heimsvísu. Ein megin- undirstaða starfsins þar er það sem nefnt hefur verið á íslensku uppeld- isfræðileg skráning. Hún byggir á því að læra með og af barninu, að fylgja eftir einu barni eða litlum hópi barna með ýmsum aðferðum. Þegar fólk skoðar skráningar starfsfólks leikskólanna í Reggio Emilia, undrast það. Það undrast m.a. yfir hugmyndum, tjáningu og gæð- um sem finna má í skráningunum. Því er stundum haldið fram að uppeld- isfræðilegar skráningar í Reggio Emilia séu sjálfstætt listform … En það sem ber e.t.v. mest á er sú virðing sem börn njóta, sú mikla trú sem er á hugmyndum þeirra og möguleikum – að börn eru vitsmunaverur, tilfinn- ingaverur, félagsverur, að þau hafa hundrað möguleika til að tjá sig, hundr- að mál og tæknin veitir þessum málum vængi. Meira: roggur.blog.is Dofri Hermannsson | 2. júlí Bílaplanið við Egilshöll lagað Til mikillar ánægju fyrir undirritaðan og aðra Grafarvogsbúa verður planið við Egilshöll loks- ins klárað en það hefur verið eitt samfellt polla- og holusvæði frá upphafi með tilheyrandi slysahættu … Samkvæmt samningi við eigendur áttu þeir að klára frágang á planinu fyrir mörgum árum. Sú staðreynd að ekki var staðið við það var í raun nægjanlegt til- efni til að halda eftir greiðslum eða rifta samningnum. Það er gott að það er búið að lenda þessu máli. Meira: dofri.blog.is Jón Ingi Cæsarsson | 3. júlí Þegar græðgin glepur. … Sýnishorn af því hvað menn voru orðnir blindir af glórulausri græðgi og fyrirhyggjuleysi. Eimskip, óskabarn þjóðarinnar sem það var löngum kall- að, varð fórnarlamb þeirr- ar stórkostlega blindu einstaklinga sem töldu sér alla vegi færa. Nú hefur komið í ljós að þessir menn kunnu ekkert fyrir sér í rekstri og byggðu velgengni sína á ótakmörkuðum aðgangi að lánsfé. Að ætla síðan að sækja ofur- laun árum saman í fyrirtækið sem var slátrað lýsir blindunni hvað best … Meira: joningic.blog.is STÆRSTA hagsmunamál at- vinnulífsins, launþega og atvinnu- rekenda er að tryggja starfsskilyrði sem gera íslenskum fyrirtækjum mögulegt að vaxa og dafna og skapa þannig atvinnu og hagsæld. Hér fara saman hagsmunir þeirra sem reka fyrirtæki og þeirra sem reka heimili og þurfa að sjá sér og sínum farborða. Nægir að nefna stöðugan gjaldmiðil, sanngjarna vexti, skaplegt matvælaverð og síð- ast en ekki síst gagnkvæmt traust sem er forsenda farsælla samskipta og viðskipta við umheiminn. Við erum sammála um að hags- munum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upp- töku evru. Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi. Það er fagnaðarefni að Alþingi fjalli nú um umsókn Íslands að Evrópusambandinu og að rík- isstjórnin hafi sett sér það markmið að sækja um aðild innan skamms. Það verður ekki framhjá því litið að atburðir síð- ustu missera, nú- verandi staða efnahagsmála og framtíðarhorfur gera aðild- arviðræður við Evrópusam- bandið brýnni og mikilvægari en nokkru sinni. Ekki verður unað við að beðið verði lengur með að taka af skarið – biðin og frestun á því að taka á málinu er orðin lengri en góðu hófi gegnir. Tíminn skiptir höfuðmáli. Við skorum á utanríkismálanefnd Alþingis að sameina í eina þær tvær þingsályktunartillögur sem hún hefur til meðferðar í Evrópu- málum, aðra frá stjórnarflokkunum og hina frá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hin sameinaða tillaga á að fela í sér að sótt verði um aðild á næstu vikum, gengið til samninga og að samningi gerðum verði hann borinn undir þing og þjóð. Við skorum jafnframt á þingheim allan að sameinast um trúverðuga aðildarumsókn því víðtæk samstaða er þjóðarnauðsyn og þingmenn eiga að leggja sitt af mörkum til þess að koma Evrópumálunum í hendur þjóðarinnar sjálfrar.» Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Erlendur Hjaltason, formaður Við- skiptaráðs Íslands, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, Kristján G. Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjón- ustu. Samstaða er þjóðarnauðsyn Erlendur Hjaltason Guðmundur Gunnarsson Margrét Guðmundsdóttir Gylfi Arnbjörnsson Árni Gunnarsson Margrét Kristmannsdóttir Helgi Magnússon Kristinn Jóhannesson Kristján Gunnarsson Vegna umræðu um samninga við Bretland og Holland um skuldbind- ingar Íslands vegna innstæðutrygg- inga er áhugavert að rýna í nýút- komna hagspá OECD, Economic Outlook og bera saman stöðu og horfur á Íslandi, á Bretlandi og í Hollandi. Hér verður þetta gert í ör- stuttu máli. Víkjum fyrst að almennum lífs- kjörum. Algengur hagrænn mæli- kvarði á þau er landsframleiðsla á mann leiðrétt fyrir mismunandi verðlagi vöru og þjónustu eftir löndum. Á yf- irstandandi ári má ætla, skv. tölum OECD, að Ísland liggi mitt á milli Hollands og Bretlands á þennan mælikvarða: Í Hollandi verða tekjur á mann um 7% hærri en á Íslandi en á Bretlandi verða þær um 5% lægri. Mikill samdráttur er í landsframleiðslu á þessu ári í öllum löndunum þremur, spáð er 7% samdrætti á Íslandi, 4,3% á Bretlandi og 4,9% í Hollandi. Þetta þýðir aukið atvinnuleysi; á Ís- landi er spáð að atvinnuleysi verði 8,4% af mannafla, á Bretlandi er spáin 8,2% en 4% í Hol- landi. Spáð er auknu atvinnuleysi í öllum lönd- unum á næsta ári, 9,9% á Íslandi, 9,7% á Bret- landi og 7% í Hollandi. Samdrætti og atvinnuleysi fylgir mun lakari afkoma hins opinbera: OECD spáir halla á rekstri hins opinbera árið 2009 sem nemur 10,7% á Íslandi, 12,8% í Bretlandi og 4,4% í Hol- landi. Afkoman versnar enn árið 2010 á Bretlandi og í Hollandi, en spáð er betri afkomu hér á landi. Þegar litið er fram til ársins 2017 spáir OECD nokkru meiri hagvexti (2,9% á ári) á Íslandi heldur en í hinum löndunum tveim- ur (2,7% í Bretlandi og 2,2% í Hol- landi). Á hinn bóginn stendur Ís- land frammi fyrir auknum vaxtagreiðslum af erlendum lánum þannig að sennilega er varlegt að gera ráð fyrir að afstöður milli landanna að því er varðar almenn lífskjör haldist nokkurn veginn óbreyttar, þ.e. að á Íslandi verði þau á milli þess sem gerist í Hollandi og Bretlandi. Árið 2017 verður hið opinbera (ríki og sveit- arfélög) mjög skuldugt ef marka má OECD. Brúttóskuldir Íslands verða 110% af landsfram- leiðslu en á Bretlandi verða þær enn meiri eða 125% af landsframleiðslu. Hollandi er spáð betri stöðu því þar eiga skuldirnar að verða 63% af landsframleiðslu. Staða Íslands skánar mikið þegar litið er til hreinna skulda hins opinbera því reiknað er með að þær verði 39% af landsfram- leiðslu á Íslandi árið 2017 á móti 97% í Bret- landi. Holland verður best sett, með hreinar skuldir sem nema 24% af landsframleiðslu. Þess- ir útreikningar OECD byggjast á tilteknum for- sendum um rekstur hins opinbera, m.a.verður ekki betur séð en að reiknað sé með meira að- haldi bæði í Bretlandi og Hollandi heldur en á Íslandi. Að sjálfsögðu verður að setja fyrirvara um spá til svo langs tíma – um hana ríkir meiri óvissa en um spár til styttri tíma. Einnig kann að vera að spáin sé of bjartsýn um skuldastöðu Íslands. Það breytir þó vart breiðu dráttunum í ofangreindum samanburði. Eftir Friðrik Má Baldursson » Þessir útreikningar OECD byggjast á tilteknum for- sendum um rekstur hins opin- bera, m.a.verður ekki betur séð en að reiknað sé með meira að- haldi bæði í Bretlandi og Hol- landi heldur en á Íslandi. Friðrik Már Baldursson Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Rýnt í spá OECD: Ísland, Bretland, Holland BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.