Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 FÖRUM Á FJÖLL Glæný bók um gönguferðir á hæstu fjöll í öllum sýslum landsins. Göngulýsingar og fróð- leikur um hvert fjall (jarðfræði og sögur). Fjöldi litmynda og korta. Já, drífðu þig í fjallgöngu! holar@simnet.is Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar sögðust á Alþingi í gær efast um að ís- lenska ríkið hefði möguleika á því að borgar skuldir sínar, ef Icesave- samkomulag Íslands, Bretlands og Hollands yrði lögfest með ríkis- ábyrgð handa Tryggingasjóði inn- stæðueigenda. Ólög Nordal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði skuldastöðu Íslands óljósa. En þær tölur sem fyrir lægju væru ógnvænlegar. Nefndi hún að í gögnum fjármálaráðuneytisins væru skuldirnar sagðar 1.800 milljarðar sem dygði til þess að reka Háskóla Ís- lands í núverandi mynd í 163 ár. Bætti hún síðan við, að líklega væri skuldastaðan mun verri. „Mér finnst þetta vont samkomulag,“ áréttaði Ólöf og óskaði eftir skýringum frá Steingrími J. Sigfússyni fjár- málaráðherra á því hvernig mögulegt væri að afla nægilegra gjaldeyr- istekna til þess að greiða þær skuldir sem safnast hefðu upp. Steingrímur sagði íslenska þjóð vel geta náð sér upp úr þeim öldudal sem hún væri í. Icesave-samkomulagið væri ekki síst mikilvægt í því sam- hengi. Það væri óumflýjanlegt að tryggja ríkisábyrgð á Trygg- ingasjóðnum vegna þess að rík- isvaldið hefði þegar í nóvember skuldbundið ríkið til þess að taka á sig þessar skuldbindingar. „Skaðinn er skeður,“ sagði Steingrímur. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Icesave-samninginn og sagði augljóst að Ísland gæti ekki staðið undir þeirri skuldsetningu sem í honum fælist, ofan á aðrar byrðar sem bankahrunið hefði kallað yfir þjóðina. Sagði hún nýjustu upplýs- ingar erlendra greinenda, þar á með- al lánshæfismatsfyrirtækja, benda til þess að Ísland gæti ekki staðið undir skuldunum. Steingrímur J. sagði ekki hægt að taka lánshæfismatsfyrirtækin sem áreiðanlegan aðila í þessu tilliti. „Ef svo er þá er ég hér með tvö skjöl þar sem segir að Icesave-samkomulagið sé forsenda þess að við komumst út úr þessu,“ sagði Steingrímur og veif- aði skjölunum framan í þingmenn Framsóknarflokksins, einkum Sig- mund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Steingrímur furðaði sig síðar, eftir að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar gagnrýndi kynningu á gögnum um Icesave- samninginn, á málatilbúnaði stjórn- arandstæðinga. „Ég er hér, ég ber ábyrgð á þessu máli. Ég er til svara fyrir það. Látið það vera að veitast að fjarstöddu fólki […] Menn skulu gæta orða sinna og velta því fyrir sér hvað þeir eru að tala um. Og er það virki- lega þannig, frú forseti, að hér inni í salnum sé einhver hluti þingmanna sem sé búinn að gefast upp í sálu sinni? Vilji að við Íslendingar gefumst upp? Var það til þess sem menn létu kjósa sig á þing í alþingiskosning- unum í vor?“ sagði Steingrímur. Efast um stöðuna  Þingmenn stjórnarandstöðunnar efast um að Ísland myndi ráða við skuldirnar  Getum þetta, sagði fjármálaráðherra Morgunblaðið/Eggert Steingrímur J. Þingmenn stjórnandstöðunnar kröfðu Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra svara um skulda- stöðu íslenska ríkisins. Þeir sögðust hafa efasemdir um að Ísland gæti staðið undir þeim. FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is RÓTTÆKAR breytingar eru fyrir- hugaðar á skipulagi háskólastarfs í landinu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meðal annars er horft til þess að hagræða í rekstri en um leið að styrkja framtíðar- tekjugrundvöll skólanna. Er sér- staklega horft til þess að jafna framlög til skólanna en einkareknir skólar, s.s Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst, hafa fengið jafn hátt framlag á nemanda og ríkis- reknu skólarnir. Þeir hafa hins veg- ar getað á móti innheimt skólagjöld til viðbótar við ríkisframlögin og ákveðið sjálfir fjárhæð þeirra gjalda. Lög um ríkisháskólana, s.s. Há- skóla Íslands og Háskólann á Ak- ureyri, gera hins vegar ekki ráð fyr- ir gjaldtöku af nemendum umfram svonefnd skrásetningargjöld sem eru föst fjárhæð. Þessi munur hefur lengi verið umdeildur og hefur m.a. verið vikið að honum í skýrslum Ríkisendur- skoðunar frá árunum 2005 og 2007. Innan rýnihóps sem Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra skipaði fyrr í sumar, til að fjalla um hlutverk og umgjörð háskóla, vís- inda og nýsköpunar í landinu, hefur verið um það rætt að breytingarnar á tekjustofnum háskólanna séu for- senda frekari breytinga sem gera þarf vegna breyttra efnahagsað- stæðna í landinu og mikilvægs hlut- verks háskólanna í uppbyggingar- starfinu sem framundan er. Hópurinn mun skila lokaskýrslu til menntamálaráðherra 15. ágúst nk. en fyrstu hugmyndir að að- gerðaáætlun komu inn á borð ráð- herra 1. júlí. Þá er hópnum einnig ætlað að taka afstöðu til tillagna í skýrslum sem unnar hafa verið fyrir mennta- málaráðuneytið. Meðal annars er í einni þeirra lagt til að skólar verði sameinaðir, einkaskólar annars veg- ar og ríkisskólar hins vegar. Með því ætti yfirstjórn skólanna að geta orðið skilvirkari og faglegri. Í rýnihópnum eiga sæti Guð- mundur Heiðar Frímannsson, Einar Steingrímsson, Kristín Vala Ragn- arsdóttir, Þórdís Ingadóttir, Þórólf- ur Þórlindsson, Áslaug Helgadóttir, Guðrún Nordal, Magnús Karl Magnússon, Viðar Hreinsson, Jón Torfi Jónsson, Páll Skúlason, Jón Ólafsson, Inga Þórsdóttir, Una Þor- leifsdóttir og Berglind Rós Magn- úsdóttir. Hún er jafnframt formað- ur hópsins. Breytingar gerðar á fjár- málum háskóla Starf háskóla landsins í endurskoðun Morgunblaðið/Sverrir Háskóli Íslands Háskólastarf í landinu er nú til endurskoðunar. Í HNOTSKURN » Fimmtán fulltrúar frá há-skólum í landinu, mennta- málaráðuneytinu og vísinda- samfélaginu eru í rýnihóp menntamálaráðuneytisins. »Hópurinn tekur afstöðu tiltillagna sem komið hafa fram í skýrslum sem unnar hafa verið um háskólastarf á Íslandi fyrir menntamála- ráðuneytið. Rýnihópur er með starfshætti og skipulag háskóla- og vísinda- starfs til skoðunar. Horft er til þess að jafna tekjustofna ríkis- og einkarekinna háskóla. Þeir fá jafnt framlag frá ríkinu. „ÞESSI ákvörðun var tekin út frá því hvað væri mögu- legt í framkvæmd á þeim stutta tíma sem var til að ganga frá þessu. Enda var aldrei litið á þetta sem endanlega af- greiðslu á sykurskattsmálinu eða sykurskattssjónarmið- unum sem slíkum,“ segir Indriði H. Þorláksson, ráðu- neytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Nýsamþykkt lög þess efnis að taka skuli upp vörugjöld á matvöru þann 1. september, eru sambærileg við þau sem felld voru niður í mars 2007 að öðru leyti en því að þau verða nú tvöfölduð. Ögmundur Jónasson heilbrigð- isráðherra lýsti því hins vegar yfir 14. maí síðastliðinn að hann vildi setja sérstakan skatt á sykraða gosdrykki til að bregðast við slæmri tannheilsu íslenskra barna. Indriði segir að ekki hafi verið lagt upp með breyting- arnar sem sykurskatt, þó þau sjónarmið væru við- urkennd af hálfu ráðuneytisins. Lagt hafi verið til að að færa vörur sem voru áður í lægra virðisaukaþrepi, aftur upp á þeim forsendum að það væri ekki ástæða til að vera með ívilnandi skattlagningu eins og lægra þrepið er. „Sykurskattssjónarmiðið var því aldrei ráðandi í þessu þó það væri meðvirkandi,“ segir Indriði. „Síðan er það ákvörðun efnahags- og skattanefndar að fara heldur aðra leið sem líka hafði komið til álita á svipuðum forsendum, að taka upp og auka-álagningu samkvæmt gamla vörugjaldskerfinu sem líka hafði verið lagt af að hluta.“ Indriði segir að sé farið út í eig- inlega sykurskattlagningu kosti það miklar breytingar, ekki bara í skatt- kerfinu, heldur einnig í tollaskrá, þar sem kljúfa þyrfti upp vörunúmer og vöruflokka. „Það er einfaldlega dýrt og tíma- frekt og það var ástæða þess að vildum taka sem fyrsta skref aðra hvora leið. Sérstaklega með tilliti til virð- isaukaskattsins, þar sem við töldum ekki ástæðu til að vera með ívilnandi skattlagningu á þessum vörum eins og um væri að ræða mikilvægar matvörur.“ Aðspurður sagði Indriði þó rétt að inni á milli væru matvörur sem geta flokkast undir hollustu. „Það verða vafalaust gerðar einhverjar breytingar í haust. Enda sykurskatturinn enn í umræðunni og ekki að ástæðu- lausu.“ sigrunrosa@mbl.is Sykurskatturinn of dýr og flókinn í framkvæmd Indriði H. Þorláks- son ’ Bretar hafa alltaf verið mjögfastir fyrir. Við fáum ekkert gefiðhjá þeim. Ég veit ekki betur en aðgersemin frá Egyptalandi séu enn áBritish Museum.“ ÓLÖF NORDAL, SJÁLFSTÆÐISFLOKKI ’ Eru menn að mæla með því aðvið sækjum um að aðild að Par-ísarklúbbnum? Eru menn þá lausirundan Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Er-um við í betri stöðu? Er það eitthvað sem einhver þjóð í heiminum óskar sér? Svarið er nei.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, VINSTRI GRÆNUM ’ Ég hef meira að segja grun umþað að hæstvirtur forsætisráð-herra hafi ekki verið búinn að lesasamninginn þegar hún veitti fjár-málaráðherra, hæstvirtum, heimild til að skrifa undir hann,“ PÉTUR BLÖNDAL, SJÁLFSTÆÐISFLOKKI ’ Reyndar er það svo, virðulegiforseti, að við höfum verið óréttibeitt í þessu máli, og ég hélt, virðu-legi forseti, að þingmenn hafi veriðsammála um það. Er einhver á því að það hafi verið rétt að beita á okkur hryðjuverkalöggjöfinni? GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON, SJÁLFSTÆÐISFLOKKI Orðrétt á Alþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.