Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 NOKKRAR um- ræður hafa spunnist um tillögu sjálfstæð- ismanna um að skatt- leggja innborganir til lífeyrissjóða, í stað þess að skattleggja greiddan lífeyri. Hafa sumir talið að tillagan komi úr smiðju gull- gerðarmanna (alkem- ista) þar sem búin séu til verðmæti úr engu og tillagan eða öllu heldur framsetning henn- ar ber nokkurn keim af þeim hugsunarhætti. Einn flutnings- manna tillögunnar, Tryggvi Þór Herbertsson, hefur kallað gagn- rýnendur úrtölumenn. Vert er að fara um þessa tillögu nokkrum orðum. Skattlagning lífeyrissparn- aðar Lífeyrissparnaður er skatt- lagður með ýmsum hætti í heim- inum, en almennt er viðurkennt að tvær aðferðir séu hagkvæmastar að þessu leyti og hafa þær verið kallaðar EET og TEE (E=ex- empt, T=taxed). Sú fyrri er notuð hér á landi og byggist á því að undanþiggja iðgjöld og fjármagns- tekjur, en skattleggja útborganir. Hin seinni byggist á því að skatt- leggja iðgjöld, en undanskilja fjár- magnstekjur og útborganir. Að- ferðirnar eru það sem kallað er hlutlausar, þ.e. þær gera ekki upp á milli neyslu nú og í framtíðinni. Aðrar skattlagningaraðferðir eru yfirleitt taldar letja til sparnaðar, þ.e. gera neyslu nú hagkvæmari en neyslu í framtíðinni. Af þessu leiðir að einu gildir hvort skattur er tekinn við inngreiðslu eða út- greiðslu, niðurstaðan er sú sama, enda miðað við að greiðsla og skatthlutföll séu óbreytt. Hagkvæmni skattfrestunar Hagkvæmni skattfrestunar felst ekki í ávöxtun á skatthluta ið- gjaldsins heldur í jöfnunaráhrifum skattkerfisins. Flest skattkerfi hafa innibyggð jöfnunaráhrif þannig að virkt skatthlutfall er lægra eftir því sem tekjur lækka. Í íslenska skattkerfinu er það per- sónuafslátturinn. Yfirleitt eru líf- eyristekjur talsvert lægri en launatekjur og því hagkvæmara að greiða skattinn af út- borgun úr kerfinu fremur en inngreiðslu. Fyrir meðalmanninn á Íslandi í dag (með 350.000 á mánuði) þá myndi skatthlutfallið lækka um ríflega 5% mv. að lífeyristekjur næðu 70% af launa- tekjum. Þá minnkar eftirágreiðsla einnig svokallaða stjórn- málaáhættu (policy risk), þ.e. að skattareglum eða samspili lífeyr- issjóða og almannatrygginga sé breytt eftir á. Sagan sýnir að þessi áhætta er nokkur (tillaga sjálf- stæðismanna er reyndar ágæt áminning í því efni). Er verið að tala um skattlagn- ingu á inngreiðslur? Tillögur sjálfstæðismanna hafa ekki verið útfærðar nákvæmlega, en af umræðunni má álykta að í raun sé ekki verið að tala um að skattleggja innborganir. Ef krón- unum á ekki að fækka í umslagi launamanns er fremur verið að skattleggja væntalega útgreiðslu (sem getur verið meira en 40 árum seinna). Þetta gerir tillöguna sér- staka. Ef þetta er rétt skilið þá er virk skattprósenta á iðgjaldið 24,8% sem þýðir að skattar aukast á þeim sem eru með 387 þús kr. laun og lægri en minnka á þeim sem eru með hærri tekjur. Varla er hugmyndin að breyta skattlagn- ingu tekjuhærri hópunum í vil? Raunar væri auðveldara að út- færa tillöguna þannig að iðgjaldið væri skattlagt og lækkað í 2,5% og mótframlagið væri lækkað í 5%, en tryggingagjald þess í stað hækkað um 3%. Slík breyting sýn- ir betur hvað verið er að leggja til og gæfi ríkissjóði svipaðar tekjur. Íslenska kerfið er trygg- ingakerfi Almenna lífeyrissjóðakerfið á Ís- landi er að mestu leyti trygg- ingakerfi. Einstaklingar ávinna sér rétt til tryggingabóta úr kerfinu en ekki inneign. Í slíku kerfi safn- ar hver einstaklingur fyrir sínum lífeyri „að meðaltali“ – en mikill munur getur þó verið á inn- og út- borgunum. Þannig standa þeir sem eru skammlífir undir hluta af lífeyri þeirra sem eru langlífir, þeir sem ekki verða öryrkjar und- ir lífeyri öryrkja o.s.frv. Þetta ger- ir það að verkum að kerfi með skattlagningu inngreiðslna er ósanngjarnt. Sanngjarnara er að leggja skattinn á þann sem hefur tekjurnar en þann sem borgar ið- gjaldið. Samspil lífeyrissjóða og al- mannatryggingakerfis Einn mesti ljóður á lífeyriskerf- inu á Íslandi í dag er flókið sam- spil milli lífeyrissjóða og almanna- trygginga. Þrátt fyrir þrálát loforð stjórnvalda um að taka á þessu erfiða máli og einfalda kerfið þá er ólíklegt að úr rætist í bráð. Þetta þýðir að tekjur frá lífeyrissjóði hafa áhrif á bætur almannatrygg- inga. Ef tekin væri upp skattlagn- ing á innborgunum þá myndu líf- eyrisþegar framtíðarinnar verða með blöndu af skattlögðum og óskattlögðum lífeyri. Þetta hlutfall yrði einstaklingsbundið. Til að ná jafnræði gangvart almannatrygg- ingakerfinu þyrftu að vera reglur bæði um skattlagðan og óskatt- lagðan lífeyri. Ekki veit ég hvort á núverandi flækjustig er bætandi en þessi breyting mun auka það til mikilla muna. Ekki góð tillaga Eins og ég hef rakið hér að framan eru margir gallar við þessa tillögu og þeir eru ekki allir tæknilegs eðlis. Þá er í raun eng- inn stór munur á skattahækkun með þessari aðferð og öðrum skattahækkunum. Áhrifin eru svipuð. Jafnframt verður að teljast ólíklegt að skattahækkun sem væntanlega leiðir til lækkunar á þjóðhagslegum sparnaði, og þar með fjárfestingum, örvi hagvöxt og flýti fyrir bata í íslensku efna- hagslífi. Tillagan er því ekki góð og viðfangsefni alkemíunnar eru enn óleyst. Af alkemistum og úrtölumönnum Eftir Kára Arnór Kárason » Þá er í raun enginn stór munur á skatta- hækkun með þessari að- ferð og öðrum skatta- hækkunum. Áhrifin eru svipuð. Kári Arnór Kárason Höfundur er hagfræðingur. SAMGÖNGU- RÁÐHERRA hefur undanfarið fengið að finna til tevatnsins, ekki síst í fjölmiðlum og hjá stjórnarand- stæðingum. Tilefnið er sígilt; framkvæmdir við samgöngumannvirki. Honum er borið á brýn að forgangsraða ekki rétt. Suðurlandsvegur á að vera á undan Vaðlaheiðargöngum. Það er rugl. Vaðlaheiðargöng verða að komast í framkvæmd hið fyrsta. „Rökin“ sem færð eru fyrir því að Suðurlandsvegur ætti að vera á und- an Vaðlaheiðargöngum eru m.a. þau að fleira fólk búi á suðvesturhorninu og umferðin sé meiri þar en fyrir norðan. Ef þessi rök ættu að ráða við vegagerð á Íslandi væri lítið um að vera á landsbyggðinni í vegabótum. Finnst fólki virkilega að vegir úti á landi megi vera holóttir og stórgrýttir malarvegir bara af því að þar býr færra fólk en á Suðvesturlandi? Ætti landsbyggðarfólk þá ekki bara að ferðast um á hestum? Og má fólk úti á landi líka búa við það að verða veð- urteppt marga sólarhringa á hverjum vetri bara af því að þar býr færra fólk? En hvað ætli „þetta landsbyggð- arfólk“ sé að gera? Heldur fólk á Suð- vesturlandi að maturinn sé fram- leiddur í búðunum? Landsbyggðin er dreifbýl vegna þess að hún sér okkur fyrir nauðþurftum; mjólk, kjöti, grænmeti o.s.frv. Til þess þarf land- rými. Og eðli málsins samkvæmt býr færra fólk á slíkum svæðum en í þétt- býli þjónustustarfanna. En skiln- ingur fyrir því að fólk úti á landi vilji gjarnan búa við svipuð lífsgæði og ör- yggi og fólkið á þéttbýlli svæðunum er ótrúlega takmarkaður, a.m.k. ef marka má umræðu í fjölmiðlum um Suðurlandsveg og Vaðlaheiðargöng. Þingeyingar búa til dæmis við það að eina almennilega samgönguæðin milli Þingeyjarsýslu og Akureyrar er um Víkurskarð sem er hlykkjóttur fjall- vegur. Raunar er til önnur leið, nefnd Dalsmynni og liggur gegnum Fnjóskadal, en sú leið er iðulega lok- uð vegna snjóflóðahættu þegar færð spillist í Víkurskarði. Og þegar það gerist er engin leið fyrir þúsundir Þingeyinga að fara til Akureyrar. Þá geta góð ráð verið dýr. Á Akureyri er hitt að- alsjúkrahúsið á Íslandi. Þar er t.d. eina fæðing- ardeildin fyrir Þing- eyinga vegna þess að þingeyskar konur mega ekki lengur fæða börnin sín á Húsavík. Svipað og hafnfirskar mæður geta ekki lengur fætt á Sól- vangi heldur verða að gera það á Landspít- alanum. Eini munurinn er kannski sá að það er ekki um neinn fjallveg að fara milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sem verður ófær nokkrum sinnum á hverjum vetri og þar fyrir utan þung- fær og hundleiðinlegur yfirferðar margoft. En fyrir þá sem vilja fara milli Suðurlands og Reykjavíkur er varaleið um Þrengslin. Varaleið Þing- eyinga, já og Austfirðinga einnig, er engin þegar svo ber undir að Vík- urskarð verður ófært. Meira að segja Reykvíkingur kæmist ekki um ófært Víkurskarðið þótt hann nauðsynlega þyrfti! Samgöngubætur á Íslandi snúast nefnilega um fleira en að koma sem flestum bílum á sem skemmstum tíma austur í Grímsnes. Það tilkynn- ist Íslendingum hér með. Vaðlaheið- argöng eru lífsnauðsynleg samgöngu- bót fyrir hátt í 2.000 bíla á dag. Það þykir allnokkur fjöldi. Meira að segja hér á Íslandi! Samgönguráðherra má ekki láta undan tækifærismennsku stjórnmál- anna. Hann verður að geta staðið á sínu. Hér hafa verið rakin nokkur helstu rökin fyrir því að Vaðlaheið- argöng verða að vera næst á dagskrá í gerð mikilvægustu samgöngu- mannvirkja á Íslandi og frá því má ekki hvika. Áfram með smjörið, Kristján Möller! Vaðlaheiðar- göng strax Eftir Jóhann Guðna Reynisson Jóhann Guðni Reynisson » Samgöngubætur á Íslandi snúast um fleira en að koma sem flestum bílum á sem skemmstum tíma austur í Grímsnes. Höfundur var sveitarstjóri Þingeyj- arsveitar 2002-2006 og átti um tíma sæti í stjórn Greiðrar leiðar ehf. sem vinnur að undirbúningi Vaðlaheið- arganga. NÚVERANDI rík- isstjórn hélt sinn fyrsta blaðamanna- fund í Háskólanum á Akureyri. Þessi at- burður markaði ákveðin tímamót þar sem þetta var í fyrsta skipti sem ríkisstjórn hér á landi hélt fund utan Reykjavíkur. Hér var ákveðinn sáttatónn sleginn, ríkisstjórnin gaf til kynna að hún væri stjórn allra landsmanna án tillits til búsetu þeirra. En þessi ríkisstjórn fékk fleiri verkefni frá fyrri rík- isstjórnum en að ná sáttum innan- lands. Í kjölfar efnahagshrunsins sl. haust hafði orðstír þjóðarinnar á alþjóðavettvangi orðið fyrir miklu áfalli og ná þurfti sáttum við nágrannaþjóðir okkar. Vegna afglapa fyrri ríkisstjórna í efnahagsstjórnun og afbrota auð- ugra fjárglæframanna blasti við þjóðargjaldþrot. Í október sl. var Ísland á mörkum þess að missa efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði. Lands- bankinn, sameign þjóðarinnar frá stofn- un árið 1886, sem fyrir aðeins sex árum síðan hafði verið seld- ur Samson-hópnum fyrir 11 milljarða króna, skuldaði 3.000 milljarða króna þegar hann fór í þrot í októ- ber 2008. Sjálfstæði þjóðar öðlast fyrst merkingu í samskiptum við aðr- ar þjóðir. Með milliríkjasamn- ingum skilgreina þjóðríki sjálf- stæði sitt gagnvart öðrum ríkjum og takast á hendur gagnkvæmar skuldbindingar. Ríkisstjórnir geta ekki valið að eigin geðþótta hve- nær þær fara eftir alþjóðlegum samningum og hvenær ekki. Þetta er kjarni málsins í deilunum um Icesave samningana. Á grundvelli EES-samningsins hefur Alþingi innleitt tilskipun sem felur það m.a. í sér að Tryggingasjóður inn- stæðueiganda og fjárfesta ábyrg- ist lágmarks innstæðutryggingar við innstæðueigendur á netreikn- ingum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi, svokallaða Icesave- reikninga. Samningarnir við bresk og hol- lensk stjórnvöld um uppgjör vegna Icesave-reikninganna veita Íslendingum mikilvægt skjól frá greiðslum í sjö ár en á þessum tíma gefst ráðrúm fyrir okkur sem þjóð að vinna okkur út úr þeirri efnahagskreppu sem fyrri rík- isstjórn stýrði okkur út í. Þetta skjól er lykilatriði í þeim samn- ingum sem nú liggja fyrir og það er einkum af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi er ekki nokkur leið fyr- ir ríkissjóð að greiða krónu vegna þessa máls á næstu árum. Ef svo yrði þyrfti að ráðast í enn meiri niðurskurð en ella á því velferðar- og menntakerfi sem Íslendingar hafa byggt upp áratugum saman. Einnig gefst okkur meiri tími til að fá sem mest út úr eignum Landsbankans. Í öðru lagi má nefna að nauðsynlegt er að sú fjármála- og bankakreppa sem nú ríður yfir heiminn stöðvist. Skiln- ingur á erfiðri stöðu Íslands er minni á meðan aðrar þjóðir glíma við feiknaleg vandamál krepp- unnar. Staða Bretlands er upplýs- andi í þessu sambandi. Tölur OECD gera ráð fyrir að skulda- staða ríkissjóðs Bretlands verði 90% af VLF strax á næsta ári og þrátt fyrir að stórauknum fjár- munum verði varið til að lífga við breskt fjármálakerfi er ekki sýnt að það dugi. Miðað við þessar töl- ur er ljóst að ef efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda gengur eftir þá mun skuldastaða breska rík- issjóðsins verða enn verri en þess íslenska árið 2014. Samúð annarra þjóða með okkur verður því vart mikil ef Alþingi hafnar þeim samningum sem liggja fyrir vegna þess að staða annarra versnar hratt. Í þriðja lagi er mikilvægt að fá tíma til að gera upp þau ósköp sem áttu sér stað í október síðast- liðnum. Bresk stjórnvöld hafa ekki viljað viðurkenna opinberlega að það var rangt að beita frystingu á eignum Landsbankans á grund- velli hryðjuverkalaga. Til þess að svo gerist þurfa ný stjórnvöld að komast til valda í Bretlandi. Að sjö árum liðnum má jafnvel vænta þess að bresk stjórnvöld skoði jafn harkalega aðgerð og fryst- ingin var af meiri sanngirni og það gæti stutt stöðu Íslands til að gera upp þessa skuld. Ef vel tekst til með endurreisn íslensks efnahagskerfis á næstu árum verður ríkissjóður aflögufær að greiða upp eftirstöðvar Ice- save- skuldanna. Við þessa end- urreisn munu útflutningsgreinar s.s. sjávarútvegur, endurnýj- anlegir orkugjafar, ferðaþjónusta og tæknigreinar gegna lykilhlut- verki. Samhliða endurreisnarstarfinu þarf svo að koma lögum yfir þá fjárglæframenn sem ábyrgð bera á Icesave-svindlinu og þeim þungu byrðum sem það leggur á íslensk- an almenning. Fyrr en réttlætinu verður fullnægt næst hvorki sátt í okkar samfélagi né við okkar ná- grannaþjóðir. Endurreisn og Icesave Eftir Þorstein Gunnarsson » Samningarnir við bresk og hollensk stjórnvöld um uppgjör vegna Icesave-reikning- anna veita Íslendingum mikilvægt skjól frá greiðslum í sjö ár. Þorsteinn Gunnarsson Höfundur var rektor Háskólans á Ak- ureyri 1994-2009.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.