Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 ✝ FriðgerðurGuðný Guð- mundsdóttir fæddist á Gelti við Súg- andafjörð 1. feb. 1919. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 24. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Magnúsdóttir, f. á Naustum í Eyr- arhreppi 10. feb. 1876, d. 21. janúar 1954 og Guðmundur Guðmundsson bóndi á Gelti í Súg- andafirði, f. í Vatnadal 25. apríl 1876, d. 2. júní 1954. Systkini Frið- gerðar voru: Samfeðra Friðbert, f. 1900, d. 1973. Alsystkini Petrína Henrietta, f. 1901, d. 1977, Jó- hannes, f. 1902, d. 1929, Magn- úsína, f. 1904, d. 1993, Sigmundur Kristján, f. 1906, d. 1992, Stefanía Marta, f. 1907, d. 1983, Aðalbjörn Elías, f. 1912, d. 1992, og Bene- dikta Sveinbjörg, f. 1917, d. 2007. Hinn 25 desember 1940 giftist Friðgerður Guðný, Annasi J. Kristmundssyni stýrimanni, f. á Höfða í Skutulsfirði 25. okt. 1911, börnin Guðrúnu Margréti, Guð- nýju Önnu, Sjöfn og Jónas Hlíðar og sjö barnabörn. c) Ásgerður Hinrikka, f. 1946, maki Ómar Guð- brandur Ellertsson, þau eiga börn- in Friðgerði Guðnýju, Ísól Fanney og Ómar Frey og sjö barnabörn. d) Bergþóra, f. 1950, maki Kristján Eiríksson og eiga þau börnin Guð- laugu, Oddnýju Sigríði og Friðjón og sex barnabörn e) Guðný Anna, f. 1951, d. 1952. f) Sigmundur Jón, f. 1953, maki Agnes Karlsdóttir og eiga þau börnin Berthu Jónínu, Annas og Karl sem er látinn og þrjú barnabörn. g) drengur, f. 1954, d. 1954. h) Guðný Anna, f. 1958, maki Sigurjón Haraldsson og eiga þau börnin Dagmar Íris, Harald Níels, Kára, Hinrik Ottó, Árna Grétar, Pál Jóhann og Sig- urjón Magnús og eitt barnabarn. i) Dagný, f. 1961, maki Húnbogi Valsson og þau eiga börnin Val- gerði, Ara og Arnheiði og eitt barnabarn. Friðgerður Guðný var í for- eldrahúsum til 17 ára aldurs, þá fór hún í kaupavinnu norður í Eyjafjörð, síðan í vist á Ísafirði eins og stúlkur gerðu á þeim tíma. Starfaði síðan hjá klæðskerunum Einari og Kristjáni á Ísafirði um tveggja ára skeið. Eftir það tók fjölskyldan og heimilið við. Friðgerður Guðný verður jarð- sungin frá Ísafjarðarkirkju, í dag, 4. júlí og hefst athöfnin kl. 14. d. 15. sept. 1992. Annas var sonur hjónanna Önnu Jóns- dóttur frá Ósi í Stein- grímsfirði, f. 13. ágúst 1867, d. 6. nóv. 1911 og Kristmundar Loftssonar frá Litlu- Ávík í Trékyllisvík í Strandasýslu, bónda á Kirkjubóli í Stein- grímsfirði, síðar að Höfða í Skutulsfirði, f. 22. desember 1860, d. 26. júní 1921 . Friðgerður og Annas bjuggu allan sinn búskap á Ísafirði, fluttu í nýtt hús að Engja- vegi 34 haustið 1949 og hefur það verið heimili Friðgerðar síðan. Síðast liðið hálft annað ár hefur hún verið á öldrunardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Ísafirði. Friðgerður og Annas eignuðust níu börn. Þau eru a) Steinunn Sig- ríður Lovísa, f. 1941, maki Halldór Benediktsson, þau eiga börnin Friðgeir, Benedikt Halldór, Mar- gréti, Ástu Sigríði og Önnu Sigríði og ellefu barnabörn. b) Vilhelm Sigurður, f. 1945, maki Særún Snjólaug Axelsdóttir, þau eiga Elsku mamma mín, ég vil kveðja þig með þessum versum. Margs er að minnast Margt er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð Far þú í friði, Friður guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem ) Vil ég einnig þakka öllu því góða fólki sem létti undir með og hjúkr- aði móður minni á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Þín, Bergþóra. Móðir mín hefur kvatt okkur og farið í eitt ferðalag, sem við, sem eftir sitjum fáum ekki að vera þátt- takendur í. Hún hefur aðra ferða- félaga en þá sem voru með henni í ferðinni um landið sumarið 1975. Hún hefur hitt einn af ferðafélög- unum, sinn elskaða eiginmann Annas Kristmundsson aftur í nýju ferðalagi. Móðir mín elskaði að vera á ferðalagi eftir að hún komst upp á lagið í þessari umtöluðu ferð. Hún og faðir minn fóru síðan til Aspen í Colorado í september 1975. Eftir að hún varð ekkja 1992 fór hún til Noregs og til Árósa árið 2000 til mín. Við fjögur sem vorum saman í þessari umtöluðu hring- ferð vorum ferðafélagar í þrjú ár, eða þangað til Dagný fékk bílpróf. Þar af leiðandi vil ég með þessari ferðasögu minnast hennar og þeirrar gleði sem þar ríkti. Það voru stórbrotnir tímar á Ís- landi þegar þessi ferðasaga átti sér stað. Hafin var skuttogaraútgerð og landið hafði átt ellefu hundruð ára afmæli. Miklar umbætur urðu í vegamálum þjóðarinnar og sam- göngur bötnuðu til muna og ég fékk bílpróf á þessum tíma. Móðir mín átti sér þann stóra draum að komast í ferðalag um landið. Fljót- lega var það ljóst að pabbi treysti sér ekki til að vera bílstjóri í þess- ari umtöluðu ferð. En honum fannst ekki mikið mál að kaupa ný- legan bíl og ég gæti verið bílstjóri. Eftir leit ýmissa í fjölskyldunni að hentugum bíl var keypt gul Fiat- bifreið 128. Bíllinn var glæsilegur og mamma var sérstaklega ánægð og fór að undirbúa ferðalagið. Fal- legan sumardag var lagt af stað í ferðalag um landið. Ég var bíl- stjóri, mamma sat frammi í, Dagný og pabbi sátu aftur í. Mamma virt- ist skemmta sér manna best í ferð- inni, alltaf eitthvað sem kom henni á óvart. Staðir sem hún hafði ekki séð og hafði ímyndað sér öðruvísi og það voru skoðaðar margar kirkjur. Hún virtist þekkja nöfn á flestu og þekkti jafnvel til viðkom- andi staða. Þau sem sátu í aft- ursætinu virtust einnig mjög ánægð og vildu helst stoppa í öllum sjoppum. Það var basl með dekkin á bíln- um alla leiðina. Það gerist síðan þegar komið var suður á Skeið- arársand að það sprakk og vara- dekkið var sprungið í skottinu. Ég var stressuð og mamma hélt sínu jafnvægi, pabbi reykti og Dagný söng: „Kem heim í Búðardal.“ Það var frekar lítið sagt, en kraftaverk- in gera ekki boð á undan sér. Í fimmtán mínútur kom enginn bíll, síðan kom rauður Fiat 128. Ung hjón sem sögðu að það væri ekki mikið mál að lána okkur dekk á næsta dekkjaverkstæði. Síðasta leiðin heim gekk þokkalega, klukk- an var ellefu að morgni og Dagný vildi þá koma við í sjoppunni, þetta var sú síðasta. Kynni okkar af sjoppum landsins voru góð, þar fékkst næstum því allt. En við þekktum vel til í þessari sjoppu, þar átti að biðja um allt í einu, svo að afgreiðslufrúin þyrfti ekki að vera að hlaupa eftir einum og ein- um hlut. En eitthvað vorum við hugsunarlaus, Dagný bað um sæl- gæti, pabbi tóbak, ég kókómjólk, mamma klósettpappír, semsagt nokkrar ferðir. Þá sagði af- greiðslufrúin þegar beðið var um klósettpappírinn: „Þetta er nú bara sjoppa.“ Hvíl í friði. Þín Guðný Anna. Í dag kveðjum við móður mína sem látin er í hárri elli. Síðustu ár- in var hún vön að segja við okkur: „Konur í minni ætt ná ekki 90 ára aldri.“ Hún átti að baki langa og litríka ævi með traustum og góðum eiginmanni og eignuðust þau níu börn. Þegar ég leit dagsins ljós var móðir mín 42 ára og faðir minn 50 ára. Eins og ég man bernsku mín og uppvöxt á Engjavegi 34 þá var húsið alltaf fullt af fólki frá morgni til kvölds. Aldrei man ég til þess að hafa nokkurn tímann verið ein heima hjá mér á þessum uppvaxt- arárum. Æska og uppvöxtur móður minn- ar á Gelti í Súgandafirði var sér- stakur. Heimili hennar var afskekkt og hún minntist þess tíma með mikilli virðingu og hlýju. Hún talaði oft um foreldra sína og hversu fróð þau hefðu verið á öllum þeim sviðum sem þurfti til að lifa af harðan vetur fjarri næstu byggð. Hún minntist m.a. þekk- ingar þeirra á umhverfinu, náttúru, matargerð og veðráttu. Árið 2005 fór ég með henni í síðasta skiptið að heimsækja Benediktu systur henni að dvalarheimilinu Grund í Reykjavík. Þar sátu þær systur, 86 ára og 88 ára, og rifjuðu upp gamla daga. Það var sérstakur þráður sem tengdi þær tvær saman, þráð- ur sem einkenndist af trausti, vin- áttu og kærleika. Frásagnir, gáfur þeirra og hlát- ur yngdi þær um allan helming. Þær rifjuðu m.a. upp fermingar- daginn. Það var eins og hann hefði verið nokkrum árum fyrr. Á hvíta- sunnu árið 1931 og 1933 réru þær systur yfir Súgandafjörð með for- eldrum sínum, með fermingarfötin vel innpökkuð. Þær fengu að hafa fataskipti hjá prestinum á Stað. Í báðum tilfellum kom Bjössi bróðir þeirra gangandi út í Staðardal eftir ferminguna og var hann þá að koma beint af sjónum. Hann gaf þeim fimm krónur í fermingargjöf sem þeim þótti góður peningur. Í dag, þegar við kveðjum móður mína og yngstu systurina frá Gelti, vil ég nota tækifærið til að þakka einnig systkinum hennar fyrir sam- fylgdina. Það sem einkenndi systkinin frá Gelti að mínu mati voru hinar dýr- mætu dyggðir, virðing og um- hyggja, sem þau báru fyrir öllum börnum og unglingum. Megi þau einkenni fylgja okkur sem eftir lif- um um ókomna tíð. Dagný Annasdóttir. Elsku amma á Ísó. Ég hef alltaf litið á mig sem hálf- gerðan Ísfirðing þó svo að ég hafi aldrei búið á Ísafirði lengur en í nokkrar vikur í senn. Fyrir mér var Ísafjörður (og er enn) og heim- ili ömmu minnar einskonar draumaheimur sem ég hlakkaði til að heimsækja. Ég man hvernig mig dreymdi um það hvernig næsta heimsókn mín þangað yrði. Þegar ég flaug svo inn Skutuls- fjörðinn, í „rörinu“ svokallaða, fékk ég spenning í magann og fannst eins og ég væri á einhvern hátt komin heim. Amma á Ísó var einstök. Hún var ótæmandi viskubrunnur og góður sögumaður. Hún ólst líka upp við mjög sérstakar aðstæður en þær settu einmitt ævintýraleg- an brag á æskusögur hennar. Hún ólst upp í fjallshlíðinni á móti Suð- ureyri í Súgandafirði. Ég gerði gjarnan grín að því að hún hefði aldrei getað gengið beint heldur alltaf annaðhvort upp í móti eða niður í móti eða þá á hlið. Hún sagði mér líka heillandi sögur frá því þegar hún fluttist til Ísafjarðar sem ung kona og sagði mér að hún hefði verið mjög heppin með íbúð- ina sem hún bjó í því sumar vinnu- konur á hennar aldri voru látnar sofa í baðkarinu á heimilinu sem þær unnu hjá. Hún lýsti lífinu á þessum tíma vel og ég held að ég hafi ekki verið nema 13 ára gömul Friðgerður Guðný Guðmundsdóttir Hún Obba kom ung til Eyja frá Siglufirði, réð sig sem ráðskonu til ömmubróður míns, Björgvins Jónssonar í Úthlíð, en varð síðar eiginkona hans. Myndarskapur og hlýja eru orðin sem koma upp í hugann þegar ég minnist Obbu, hún rak heimilið af dugnaði og myndarskap og var Jakobína Ólöf Sigurðardóttir ✝ Jakobína ÓlöfSigurðardóttir fæddist á Dalabæ í Úlfsdölum við Siglu- fjörð 30. júlí 1931. Hún lést mánudaginn 22. júní sl. og var jarðsungin frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 30. júní. frænda mínum stoð og stytta, sama hvernig áraði. Heimili þeirra, Úthlíð og heimilisfólk- ið þar er samofið fjöl- skyldusögu minni, en langafi minn, Jón Stef- ánsson, byggði það 1911, og rétt eins og mamma mín í bernsku þá var ég líka tíður gestur í Úthlíð. Það eru nokkur létt spor á milli Langholts og Út- hlíðar og á árunum sem við bjuggum í Langholti hjá afa og ömmu, Guðjóni og Ollu, skottuðust litlar telpuhnát- ur oft á milli, frænkurnar Jóna og ég. Obba rifjaði oft upp sögur af okk- ur og ég heyri hlátur hennar þegar hún sagði frá litlum stelpum að hitt- ast á miðri leið með sáttargjöf í litlum lófa ef slest hafði upp á vin- skapinn. Brunnurinn á bak við hús var sem betur fer lengi holóttur því þar var best að drullumalla, fara síð- an inn í eldhús þar sem Obba snýtti okkur, tók mann í kleinu og gaf að svo drekka. Þetta voru góð ár, ör- yggið og nándin við ólíkar kynslóðir á mótunarárum bernskunnar gáfu mér gott fararnesti í lífsins ólgusjó. Ég gisti hjá þeim sumrin sem ég var 16 og 17 ára, umræðuefnin voru þá önnur en alltaf hafði Obba tíma að hlusta þó aldrei félli henni verk úr hendi. Handavinna var á þessum árum jafn sjálfsagður hlutur á heimilum og að elda, Obba átti prjónavél og er peysa sem hún sendi mér þegar ég var 12-13 ára, núna innblástur í mína hönnun. Alltaf var þéttsetið við eldhús- borðið í Úthlíð, veitt af myndarskap og alltaf pláss fyrir einn enn. Hún sinnti vel frændgarði sínum og Björgvins, t.a.m. Gunnu frænku og Gilsa sem á ævikvöldi sínu nutu aðstoðar hennar og umhyggju og kannski enginn þakkað henni fyrir óeigingirni og fórnfýsi og sjálfsagt fullseint að gera það hér. Það er fólk eins og Obba sem mótar okkur hin sem erum svo heppin að verða þeim samferða einhvern spöl á lífsleiðinni, vinnusemi, ósérhlífni, hógværð og lítillæti voru eiginleikar hennar en mér fannst hún fyrst og fremst góð manneskja sem ég er ríkari fyrir að hafa þekkt. Elsku Sigþóra, Jóna, Björgvin og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðj- ur frá mér og mínum. Ásdís Loftsdóttir. Obba föðursystir okkar hefur nú kvatt þetta líf. Hún flutti um tvítugt til Eyja frá Siglufirði og giftist manni sínum Björgvini Jónssyni í Úthlíð og í kjölfarið komu tveir af bræðrum hennar, Steingrímur og Þórður Rafn. Þeir náðu sér svo í Eyjapæjur og við urðum til. Hún sjálf átti þrjú börn Sigþóru, Jónu og Björgvin, þannig að við vorum þarna 10 systkinabörnin sem ólumst upp saman og höfum tengst órjúfanleg- um vinaböndum. Hún Obba frænka var alveg ein- stök. Hún var svona eins og amma númer 2 fyrir okkur systkinabörnin í Eyjum, þar sem amma okkar Þór- halla bjó á Siglufirði og hittum við hana ekki eins oft og við hefðum ósk- að. Heimili Obbu, Úthlíð, var miðstöð ættarinnar í Eyjum og fékk maður alltaf knús og eitthvað gott með kaffinu þegar kíkt var í heimsókn í Úthlíð. Ástarpunga (suma án rúsína, fyrir þessa sérvitru), kleinur, kandís og skúffuköku ásamt fleira góðgæti töfraði hún fram og fengu yngri meðlimirnir að horfa á Tomma og Jenna út í eitt ef þeir vildu. Laufa- brauð var bakað og skorið í mörg ár í Úthlíð og stjórnaði hún þá bakstr- inum og steikti svo allt heila klabbið með dyggri aðstoð Rabba bróður síns, á meðan við hin skárum út og afkastamestur var alltaf Grímur bróðir þeirra, þá var ætíð glatt á hjalla, þó þröngt væri setið. Hún var kona sem tók alltaf á móti fólki með bros á vör með sínu hlýja og milda viðmóti og er hennar sárt saknað af okkur systkinabörnunum. Elsku Obba frænka, hvíl í friði. Sigurður Ólafur, Helgi Þór, Sæ- dís og Sigurrós Steingrímsbörn, Íris, Eyþór og Ægir Þórð- arbörn, makar, börn, barnabörn og tengdabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Halldór Guðmundsson ✝ Halldór Guð-mundsson fædd- ist á Akureyri 25. mars 1939. Hann andaðist 23. júní 2009. Foreldrar hans eru Guðmundur Hall- dórsson, f. 1913, d. 1976 og María Magnúsdóttir, f. 1917. Systkini Halldórs eru Svala, f. 1937, Bergþór Njáll, f. 1941, d. 2007, Guð- mundur Magnús, f. 1942, Jósef Krist- ján, f. 1946, Haukur Smári, f. 1949, d. 2004 og Hrafnkell, f. 1951. Halldór giftist Gunnhildi Bragadóttur, f. 1941, þau skildu. Börn þeirra eru a) Bragi, f. 1960, börn hans eru, Ester, f. 1984 og Una Guðbjörg, f. 2005. b) Kristján Halldórsson, f. 1964. Útför Halldórs fór fram frá Akureyrarkirkju 3. júlí. Meira: mbl.is/minningar Jón Hauksson ✝ Jón Haukssonfæddist í Reykja- vík 8. maí 1943. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfara- nótt 6. júlí 2008 og var útför hans gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 12. júlí 2008. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.