Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 STANGVEIÐI eftir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is „VIÐ erum að glíma við veðurskil- yrði hérna sem jaðra við Majorka.“ sagði Bubbi Morthens, sem er við veiðar og efnisöflun fyrir bók og heimildarmynd, á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal. Veiði hófst þar 1. júlí og sagði Bubbi veðrið erfitt. Hiti hefði farið í 24 gráður og áin í 19. Hann sagði ekki hægt að ætlast til mokveiði í þessum skilyrðum en þó væri kominn fiskur í ána og þar af nokkrir höfðingjar. Yfirstærð á Knútsstaðatúni Aðspurður sagðist Bubbi hafa sett í tvo stóra. Veiðifélagarnir hefðu séð einn af yfirstærð á Knútsstaðatúni. Hann hefði stokkið og menn náð að reisa hann. Bubbi sagði þá hafa reynt ýmsar flugur, stundum náð að hreyfa við honum en hann ekki tek- ið, fyrr en lítil Sunray-shadow gáru- túba hefði farið undir. „Hann tók það með látum og straujaði sig niður. Það vantaði bara að hann myndi kafa til að festa sig betur. Það eru hér alveg gríðarlega stórir fiskar. Við erum búnir að setja í annan stóran í Þvottastreng.“ Bubbi sagði eitthvað komið af smálaxi í ána. „Ég verð bara að vera heiðarlegur, ég leita bara eftir stór- löxunum. Ég fer alveg úr stuði þegar smálaxarnir stökkva. Ég er að kasta og er andlega undirbúinn að taka eitthvað tröllið, þá stekkur silfur- gljáandi sex punda fiskur. Þá fer ég í fýlu.“ sagði Bubbi hlæjandi. Hann spáir því að það verði stór- laxastuð í Aðaldal í sumar „Ég stefni að því að vera búinn að landa þrjátíu pundara fyrir sumarlok hér í Nesi." sagði hann ákveðinn, og bætti við „Ef ekki í sumar þá næsta sumar, eða þarnæsta.“ Glimrandi byrjun í Gljúfurá „Þetta var alveg svakaleg opnun. Við höfum aldrei séð svona mikið af fiski í ánni á þessum tíma.“ sagði Stefán Hallur Jónsson, árnefnd- armaður í Gljúfurá í Borgarfirði. Veiði hófst þar um mánaðamótin og náðu fyrstu menn 25 löxum á einum og hálfum degi, en veitt er á þrjár stangir í ánni. „Það var fiskur um alla ána og var í hrikalega miklu tök- ustuði.“ Á síðustliðnum árum hefur veiði hafist í Gljúfurá 20. júní en var nú færð aftur til 1. júlí. Stefán Hallur sagði ástæður þess að lítið hefði gengið af laxi fram í miðjan júlí, á síðustu árum. „Á sama tíma í fyrra var búið að veiða sex fiska eftir tólf daga veiði,“ sagði hann og tók fram að gott vatn væri í ánni auk þess sem menn hefðu grafið út ós árinnar út í Norðurá. „Við náðum að grafa mun lengri skurð en síðustu ár. Vel á þriðja hundruð metra. Fiskifærðin er rosalega góð.“ Stórlax úr Haffjarðará Ungur frakki, Antoine Le Grand, landaði glæsilegum 100 sentimetra hæng úr Haffjarðará í fyrradag. Hann var þar með hópi veiðimanna sem stundað hafa ána í mörg ár. Að sögn Einars Sigfússonar, eiganda árinnar, tók laxinn örlitla Munroe- killer með tilþrifum í veiðistaðnum Helli, í ofanverðri ánni. „Þetta var lúsugur, spikfeitur hængur.“ sagði Einar. „Hann fór niður ána og var landað í næsta stað fyrir neðan.“ Einar sagði að nokkir laxar af þessari stærð kæmu á land hjá sér á hverju ári. Aðspurður sagði hann ástand árinnar gott. 150 laxar væru skráðir í bók og staðan yfirleitt fín. „Ég er líka með Víkurá í Hrúta- firði. Þar hefst veiði ekki fyrr en um miðjan júlí en laxinn er þegar kom- inn.“ Morgunblaðið/Einar Falur Með ́ann! Bubbi Morthens búinn að setja í lax í yfirstærð. Sá lá á brotinu við Knútsstaðatún í Laxá í Aðaldal. „Komnir höfðingjar“  „Fer alveg úr stuði þegar smálaxarnir stökkva“  Tutt- ugu punda fiskur tók örflugu í Haffjarðará  „Fiskifærðin er rosalega góð“  Ætlar að landa 30 pundara í sumar  HILDUR Ólafsdóttir verkfræðingur varði doktors- ritgerð sína í hagnýtri stærð- fræði frá Dan- marks Tekniske Universitet (DTU) 7. apríl 2008. Ritgerðin ber heitið „Ana- lysis of Craniofacial Images using Computational Atlases and De- formation Fields“. Andmælendur voru þeir dr. Daniel Rueckert, prófessor við Imperial College, London, dr. Michael W. Vannier, prófessor við Chicago-háskóla og dr. Jens Michael Carstensen, lekt- or við DTU. Leiðbeinendur Hildar við verkefnið voru Bjarne K. Ers- bøll lektor og Rasmus Larsen pró- fessor, báðir við DTU. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við 3D Craniofacial Image Research La- boratory, rannsóknarstofu á heil- brigðissviði Kaupmannahafnarhá- skóla og gögn voru fengin frá Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn, Barnaspítalanum í St. Louis, Oxford-háskóla og Háskólasjúkra- húsinu í Helsinki. Hildur varði þremur mánuðum af náminu við rannsóknir við Pompeu Fabra- háskólann í Barcelona. Í ritgerðinni er sjálfvirk mynd- greining notuð til að rannsaka og greina sjúkdóma er tengjast höf- uðkúpu og höfði. Hildur er fædd árið 1978. Hún lauk M.Sc.-prófi í hagnýtri stærð- fræði frá DTU árið 2004, með sér- hæfingu í myndgreiningu á seg- ulómmyndum af hjartanu, og hóf doktorsnám í kjölfarið. Hildur hef- ur starfað sem sérfræðingur við DTU síðan námi lauk en er nú í fæðingarorlofi. Hildur er gift Þór- halli Inga Halldórssyni og eiga þau þrjú börn fædd árin 2005 og 2008. Doktor í hag- nýtri stærðfræði Þú veiðir ekki eftirá! Stangir lausar fyrir sumarið Hafið samband » Einar Páll [palli@lax.is] » Jón Þór [jon@lax.is] LAX ehf • Suðurlandsbraut 18 Sími 534 2030 • www.lax.is í Laxá í Kjós, Langá, Grímsá, Tunguá, Korpu/Úlfarsá, Svalbarðsá, Hafralónsá, Hölkná, Gljúfurá í Húnaþingi og Litlá í Kelduhverfi Sími 587 9500 15% afsláttur af öllum vörum á Krafla.is í 6 daga! Landsins mesta úrval af íslenskum flugum á netinu. Þú pantar á Krafla.is - stimplar inn afsláttarkóðann afli við uppgjör og færð afsláttinn strax. Gildir til og með 9. júlí 2009  NÍNA Mar- grét Grímsdóttir píanóleikari varði hinn 2. júní sl. doktorsritgerð sína „The Piano Works of Páll Ís- ólfsson (1893- 1974) – A Di- verse Collection“ við tónlistardeild Graduate Center of the City University of New York. Leiðbeinandi doktorsritgerð- arinnar var prófessor emeritus Pet- er Basquin, píanóleikari og f.v. deildarstjóri doktorsnáms við CUNY Graduate Center og Hunter College í New York. Ritgerðin birtir frumrannsóknir á píanóverkum Páls Ísólfssonar frá tónlistarfræðilegu og tónlistar- sögulegu sjónarmiði, þ.m.t. frum- birtingar átta handrita auk hand- ritsútgáfu Tilbrigða um sönglag eftir Ísólf Pálsson. Ritgerðinni fylgir geisladiskur með píanóverk- um Páls Ísólfssonar sem Nína Mar- grét hljóðritaði fyrir BIS Records í Svíþjóð árið 2001 og tilnefndur var til Íslensku tónlistarverðlaunanna sama ár. Nína Margrét starfar við píanó- leik og kennir við Listaháskóla Ís- lands og Tónlistarskólann í Reykja- vík. Hún er gift Styrkári Hendrikssyni, forstöðumanni mark- aðsviðskipta hjá MP-banka og eiga þau einn son, Kjartan Örn. Doktor í píanóleik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.