Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 ÍRSKIR dagar standa yfir á Akra- nesi um þessa helgi. Fjölbreytt fjöl- skyldudagskrá er í boði alla helgina, þar á meðal flestir þeirra hefðbundnu dagskrárliða sem verið hafa undanfarin ár, m.a. lopapeysu- ball, götugrill og kvöldvaka í mið- bænum, tískusýning og markaðs- stemning. Þáttakendur á markaðnum hafa aldrei verið fleiri, eða liðlega 70 talsins. Morgunblaðið/Júlíus Vinsælt Margir voru á Írskum dög- um á Akranesi í fyrra. Írskir dagar FJÓRÐUNGSMÓT hestamanna á Kaldármelum á Snæfellsnesi stend- ur nú yfir. Að mótinu standa hesta- mannafélöginn fimm á Vesturlandi, þ.e. Dreyri, Faxi, Glaður, Snæfell- ingur og Skuggi. Mótið hófst á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudag. Áætlaður fjöldi gesta er um 2.500 - 3.000. Fjöldi hrossa sem keppa er um 350 og hefur mótið stækkað verulega síðan það var síðast haldið 2005. Hestamannamót Í DAG fer fram opnun skógreitsins að Ásabrekku í Ásahreppi, þar sem hann verður formlega tekinn inn í verkefnið „Opinn skógur“. Markmiðið með verkefninu „Op- inn skógur“ er að opna fjölmörg skógræktarsvæði í eigu og umsjón skógræktafélaga og gera þau að- gengileg almenningi. Tíu svæði hafa hingað til verið opnuð. Opinn skógur Á MORGUN, sunnudag, kl. 14 verð- ur haldin útiguðsþjónusta í Arna- bæli. Þar mun sóknarprestur leiða guðsþjónustu ásamt Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandar- sóknar undir stjórn Jörg E. Sondermann organista. Arnarbæli var fornfrægt höfuð- ból, þar var kirkjustaður og prestsetur um ald- ir, fram yfir 1940. Kirkjan við Arnabæli var aflögð árið 1909 og sóknin sameinuð Reykjasókn. Sama ár var ný kirkja byggð á Kotströnd fyrir hina nýju sameiginlegu sókn og verður því kirkjan aldargömul á þessu ári. Útiguðsþjónusta í Arnarbæli Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is MAGNÚS Hartmann Gíslason, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er nýfarinn til borgarinnar Kandahar í suðausturhluta Afganistans. Þar mun Magnús, sem er rafmagnsverkfræðingur, starfa ásamt tuttugu manna teymi á vegum Al- þjóða Rauða krossins, við að endurnýja raflagn- ir í stóru sjúkrahúsi. Magnús mætir þó ekki með neinn tækjabúnað heldur aðeins hugvitið. „Ég vinn verkið ekki sjálfur því aðalatriðið er að heimamenn læri hvernig á að fara að,“ segir Magnús. Þannig má draga úr kostnaði og byggja upp tækniþekkingu á staðnum. Mun erf- iðara er fyrir sjúkrahús að halda við búnaði þeg- ar öll uppbyggingarvinna hefur verið unnin af aðkomumönnum. Á sjúkrahúsinu sem hér um ræðir eru 300 rúm og jafnframt eina vel búna skurðstofan í landshlutanum. Magnús er enginn nýgræðingur á sviði hjálp- arstarfs. Hann hefur tvisvar sinnum farið til Ka- búl, höfuðborgar Afganistans, árin 2003 og 2004, til sambærilegra verkefna. Síðastliðið ár hefur Magnús verið á viðbragðslista hjá Veraldarvakt- inni, sem heldur skrá yfir fólk sem býður sig fram til sjálfboðastarfa með skömmum fyrir- vara. Nú var hann boðaður með tveggja vikna fyrirvara. Kandahar er um hundrað kílómetra frá átakasvæðum og öryggisástand þar er talið fremur gott. „Auðvitað er samt hættuástand. Rauði kross- inn reynir að passa vel upp á sitt fólk og maður fer varlega. Fjölskyldan er svolítið smeyk, eins og gengur. En maður velur ekki verkefnin sjálf- ur, núna vantar fólk í Afganistan og þá fer mað- ur þangað,“ segir Magnús að lokum. Nýjar raflagnir í Kandahar  Boðaður með tveggja vikna fyrirvara til uppbyggingarstarfa á sjúkrahúsi  Magnús Gíslason heldur í þriðja sinn til Afganistans með hugvitið að vopni Morgunblaðið/Jakob Fannar Til Afganistans Hjálparstarfið heillar Magnús. Í HNOTSKURN »Með Magnúsi mun starfa tuttugumanna teymi , að mestu leyti fólk úr heilbrigðisgeiranum, alls staðar að úr heiminum. Verkefnið mun standa yfir í allt að sex mánuði. »Verkefnið felur m.a. í sér að fara yfirteikningar, bjóða út verk til verktaka og að hafa eftirlit með þeim. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HALLDÓR Baldursson, skopmynda- teiknari hjá Morgunblaðinu, mun í lok sumars opna sýningu á verkum sínum í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýndar verða skopmyndir hans frá síðustu þremur árum en á milli upp- runalegu vatnslitamyndanna verða veggskreytingar með helstu teikni- myndafígúrum Halldórs. Neikvæður að eðlisfari Vinnuheiti sýningarinnar er Í frétt- um var þetta helst og eins og heitið gefur til kynna verður farið yfir það sem helst hefur verið í fréttum síð- ustu árin. „Ég byrja á jákvæðu mynd- unum frá 2006-7. Ég ætla reyndar að leggjast í rannsóknarvinnu og skoða hvort þær voru virkilega svo jákvæð- ar,“ segir Halldór. „Það er búið að saka fjölmiðla um að hafa ekki haft uppi nein varnaðarorð. Ég ætla að sjá hvort myndirnar mínar hafi verið svo jákvæðar en ég á erfitt með að trúa því þar sem ég er svo neikvæður að eðlisfari. Svo fer ég í gegnum krepp- una og fram á okkar dag.“ Spurður hvaða teiknimyndafígúra muni oftast koma fyrir í sýningunni svarar Halldór að á um tveggja ára tímabili hafi Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, komið fyrir á nánast hverri mynd. Að auki hafi Davíð Oddsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráð- herra, komið mikið fyrir. „Núna í seinni tíð hafa Steingrímur [J. Sigfús- son] og Jóhanna [Sigurðardóttir] ver- ið mjög áberandi,“ segir Halldór og bætir við að hann muni alveg örugg- lega bjóða þeim öllum á opnun sýn- ingarinnar. Í tengslum við sýninguna ætlar Halldór að halda námskeið fyrir unga og upprennandi skopmyndateiknara í haust . Skoplega hlið kreppunnar Morgunblaðið/RAX Halldór Heldur sýningu á skopmyndum frá góðærinu og fram á okkar dag. TYRFT hefur verið yfir „holuna“ svokölluðu á Garðatorgi sem myndaðist eftir að hafist var handa við framkvæmdir við nýjan miðbæ bæj- arins. Í stað moldarholu stendur til að þar verði grasi þakin laut með trjágróðri og setstöllum. Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ Garða- bæjar var tekin 11. september sl. eftir að gerður var samningur við Klasa hf. um verkefnið. Til stóð að framkvæmdum lyki árið 2010 og var ætl- unin að við torgið yrðu verslanir, þjónustufyrir- tæki, menningarlíf og íbúðir. Nú hefur bærinn hins vegar gert samning við Klasa um frestun framkvæmdanna um þrjú ár og verður verkefnið endurskoðað á þeim tíma, í ljósi breyttra að- stæðna. ben@mbl.is Morgunblaðið/Jakob Fannar TYRFT YFIR HOLUNA Á GARÐATORGI Ranglega var farið með nafn Jonas- ar Rafns Ölvissonar í myndatexta með mynd af uppskerustörfum við Flúðir í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Er í Framsóknar- flokknum Eysteinn Jónsson, bæjarfulltrúi og félagi í Framsóknarflokknum, var ranglega sagður í Samfylkingunni í frétt um HS-fyrirtækin, Reykja- nesbæ og Grindavík í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Rangt nafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.