Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Það er Meira Frelsi 0 kr. innan kerfis um helgar í sumar 800 7000 • siminn.is Fylltu á Frelsið í gegnum Mitt Frelsi og hringdu svo eða sendu SMS innan kerfis um helgar í mánuð á eftir án þess að borga krónu. Þú talar auðvitað áfram við vini þína innan eða utan kerfis – við fjölgum bara vinunum um helgar.** NETIÐ Í SÍMAN UM FYLGIR FRELS INU! Ef þú átt Frels isnúmer ferðu á netið í símanu m í sumar fyr ir 0 kr. aukalega . Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HEILMIKIÐ hagræði verður að því að sameina fjóra vinnustaði í einu stóru verkstæðishúsi sem Kaupfélag Skagfirðinga hefur byggt á Sauðár- króki og ný tækifæri skapast. Mesta breytingin er líklega fyrir bifvélavirkjana sem voru í ónýtu húsnæði en hafa nú vinnuað- stöðu sem alveg eins gæti hýst læknastofur eða hvaða þjón- ustufyrirtæki sem er, bara ef útidyrnar væru færri og minni. „Við getum veitt fjölbreytta viðhaldsþjónustu á einum stað. Hér er ein móttaka fyrir öll verkstæðin og ein verslun. Með þessu næst hagræðing og einnig teljum við að mögu- leikar séu á samnýtingu starfs- fólks með því að færa menn á milli eftir því hvernig verkefni koma inn. Það ger- ir okkur kleift að takast á við stærri verk,“ segir Marteinn Jónsson, framkvæmdastjóri verkstæð- issviðs Kaupfélags Skagfirðinga. Þá má ekki gleyma aðbúnaði starfsfólks sem nú fær fyrsta flokks starfsaðstöðu. Kraftarnir sameinaðir Bygging verkstæðishússins sem hlotið hefur nafnið Kjarninn hefur tekið um tuttugu mánuði. Það er ekki hefðbundin verkstæðisbygging vegna þeirra mörgu fyrirtækja sem þarna sameina krafta sína. Frekar má líkja þessu við iðngarða með sameiginlegri aðstöðu. Enn er unnið að flutningum fyrirtækja í Kjarn- ann en þegar allt verður komið á sinn stað verða þar vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði, fólks- bílaverkstæði, dekkjaverkstæði, vörubílaverk- stæði, sprautuverkstæði, tölvuþjónusta, gagna- hýsing og verslun með bíla- og tölvuhluti. KS er eigandi eða hluthafi í öllum þessum fyrirtækjum sem sum eru rekin undir merkjum KS en önnur í sérstökum félögum, eins og til dæmis rafmagns- verkstæðið Tengill ehf. Verkefnin hafa aukist með bættri aðstöðu. Þannig er viðhaldi vöruflutningabíla Vörumiðl- unar nú meira sinnt heimafyrir en áður var hægt. Sama er að segja um togarana. Marteinn telur að hægt verði að taka stærri verkefni á því sviði með öflugri verkstæðum. Vonast hann til þess að í framtíðinni komi viðlegukantur framan við Kjarnann. Þar verði þá hægt að gera við allt nema botn togaranna því engin er skipalyftan. Meira gert við Marteinn er vongóður um reksturinn. „Það ætti að vera því varla hafa verið fluttir inn nýir bílar síðasta árið. Við höfum líka séð breytingar í viðhorfum fólks. Komið er með hluti til viðgerðar sem áður var hent,“ segir Marteinn. Kjarni á Króknum  Fjögur verkstæði og þjónustufyrirtæki flytja sig í Kjarna KS  Viðhald flyst heim og mögu- leikar skapast til að takast á við stærri verkefni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fólksbílaverkstæði Bifvélavirkjar KS eru fluttir úr húsi sem nú verður rifið og í skurð- stofuumhverfi í Kjarnanum. Það vantar bara að skipta bláu sloppunum út fyrir hvíta. Marteinn Jónsson Í HNOTSKURN »Nýbygging Kjarnans er um 3500 fer-metrar að stærð. Hún er byggð við hús- næði Vélaverkstæðis KS og með því eru húsakynnin 4400 fermetrar. »Á verkstæðum og í þjónustufyrir-tækjum starfa um sjötíu manns. »Kjarninn er á hafnarsvæðinu á Sauð-árkróki, á lóð sem upphaflega var út- hlutað undir vatnsverksmiðju. Sökklar verksmiðjunnar hafa staðið þarna í áratugi og ekki verið nein prýði fyrir bæinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.