Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 VILDE Frang, kornungur norskur fiðluleikari, hefur undirritað út- gáfusamning við eitt stærsta út- gáfufyrirtæki í klassískri tónlist, EMI. Vilde Frang er aðeins 23 ára en þykir stefna hraðbyri í heims- frægð og í haust var hún sett á lista tónlistartímaritsins Gramophone yfir þá ungliða í tónlistinni sem þykja líklegastir til stórræða. Vilde Frang er þó enginn ný- græðingur í tónlistinni, hún kom fyrst fram opinberlega tíu ára með norsku útvarpshljómsveitinni. Tólf ára lék hún fyrst með Fílharm- óníusveitinni í Ósló undir stjórn Mariss Janson og síðan þá hefur hún komið fram sem einleikari með hljómsveitum víða um heim og þótti frumraun hennar með Fílharm- óníusveitinni í London 2007 stór- viðburður í menningarlífinu þar. Debút-plata Vilde Frang hjá EMI kemur út í janúar. Þar leikur hún fiðlukonserta eftir Prokofjev og Sibelius og fleira. „Einstök rödd hennar og heit og djúp spila- mennska gefa fyrirheit um glæsi- lega plötu,“ segir Stephen Jones, varaforseti EMI. Vilde Frang hefur hlotið styrki og viðurkenningar, þar á meðal dönsku Sonningverðlaunin, Ritter Foundation-verðlaunin og styrk frá Borletti-Buitoni-sjóðnum í London. Heit og djúp spila- mennska Norski fiðluleikarinn Vilde Frang semur við EMI-útgáfuna Framúrskarandi Vilde Frang. VÍKINGUR Heiðar Ólafsson píanóleikari kemur fram á tvennum tónleikum kl. 14 og 17 í dag, í Selinu á Stokkalæk á Rangárvöllum. Hann spilar og spjallar við tónleikagesti í um það bil eina klukkustund ásamt þeim Höllu Oddnýju Magnús- dóttur píanóleikara og Huldu Jónsdóttur fiðluleikara. Þetta eru fyrstu tónleikarnir í nýju tónlistarsetri á Stokkalæk, í u.þ.b. 100 km. fjarlægð frá Reykjavík. Setrið er stofnað til þess að styrkja unga tón- listarnema í klassískri tónlist til að efla færni sína og menntun og veita þeim færi á að iðka list sína. Tónlist Víkingur Heiðar spilar á Stokkalæk Víkingur Heiðar Ólafsson SIF Tulinius fiðluleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja nokkur af lögum Atla Heimis við ljóð Halldórs Laxness í nýjum bún- ingi fyrir fiðlu og píanó á Stofu- tónleikum að Gljúfrasteini á morgun kl. 16. Sif og Steinunn Birna leika Maríukvæði, Klem- entínudans og Stríðið. Þær flytja einnig verk eftir Gluck, Bach, Paradis, Franck, Chopin og Atla Heimi, ýmist samin eða útsett fyrir fiðlu og píanó. Að vanda fara tónleikarnir fram í stofu nóbelsskáldsins, aðgangseyrir er 500 krónur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tónlist Spila lög við ljóð Nóbelsskáldsins Sif Tulinius GESTUR á Orgelsumri í Hall- grímskirkju á morgun kl. 17 er bráðungur. Pétur Sakari (f. 1992) er yngsti konsertorg- anisti Finnlands og var aðeins 13 ára gamall er hann hélt fyrstu opinberu tónleika sína. Faðir hans Petri er Íslend- ingum að góðu kunnur sem að- alstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands til margra ára og Pétur er því á heimavelli í Reykjavík. Efnisskrá tónleikanna er öll frá 19. og 20. öldinni og geymir verk eftir landa hans Jean Sibelius, afmælisbarnið Mendelssohn og fleiri. Pétur ætlar líka að leika af fingrum fram. Tónlist Pétur Sakari spilar í Hallgrímskirkju Pétur Sakari Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ er enginn bernskubragur á Sumartónleikum í Skálholti. Þessi elsta sumartónlistarhátíð í landinu hefst í dag í 35. sinn. „Það verður mikil áhersla á Händel og Haydn í sumar því við fögnum 250 ára ártíð þess fyrr- nefnda og 200 ára ártíð þess síð- arnefnda,“ segir Sigurður Hall- dórsson, listrænn stjórnandi Sumartónleikanna. „Tónlist Händ- els verður spiluð allt sumarið en áherslan á Haydn verður mest aðra og þriðju viku Sumartón- leikanna. Við flytjum konserta eft- ir Händel, orgelkonsert og con- certi grossi, en líka Dixit dominus sem Hljómeyki flytur á Skál- holtshátíð.“ Ótrúlegur fjársjóður Kammermúsík Haydns verður að sögn Sigurðar áberandi og þar á meðal átta útsetningar tón- skáldsins á skoskum þjóðlögum. „Þessar útsetningar eru ótrúleg- ur fjársjóður og það er gífurlegt magn til af þeim. Þeim er þó nán- ast ekkert sinnt og þau eru sjald- an flutt. Þarna eru lög sem ég hélt að væru íslensk lög, en reynast þá vera skosk þjóðlög. Robert Burns samdi ljóð sérstaklega við sumar þessara útsetninga.“ Jaap Schröder, hinn hollenski meistari barrokkfiðlunnar hefur verið árlegur gestur Sumartón- leikanna frá 1993 og í ár leiðir hann bæði Skálholtskvartettinn og Händel-hátíðarhljómsveitina. Sigurður kveðst hafa reiknað með að erfiðara yrði um vik en áð- ur að fá erlenda gesti á hátíðina. „Listamennirnir voru þó svo harð- ir á því að koma, að okkur tókst að skipuleggja þetta á samstarfs- grundvelli. Sumarið er því jafnvel enn fjölbreyttara og viðameira en oft áður. Það leggjast allir á eitt um að láta hlutina ganga upp.“ Nánar á sumartonleikar.is Ártíða Händels og Haydns minnst á Sumartónleikum í Skálholti sem hefjast í dag Íslensku lögin reyndust skosk Morgunblaðið/Golli Sumartónleikar í Skálholti Sigurður Halldórsson listrænn stjórnandi tón- leikanna segir dagskrána viðameiri og fjölbreyttari í ár en oft áður. STÓRFERÐAHELGI og maj- orkuveður drógu eflaust úr aðsókninni á föstudaginn var þegar Kristinn Árnason hélt fyrstu klassísku tónleika sína hér í tvö ár. Hálft hundrað miðagreiðandi sálir minnti fremur á framúrstefnuheimtur en þá sjaldan einn aðalgít- aristi landsins lætur frá sér heyra. Varla var staðarvali um að kenna, því trektlaga Áskirkjuskipið er sem skapað fyrir ómlítil hljóðfæri (og mætti sennilega bæta enn með því að minnka gólf- teppið). Fimm alda dagskráin hófst Næturljóð [5’] eftir sjálfan sig; gizka tilkomumikið verk undir blekkjandi látlausu yf- irborði þar sem impressjón- ískir hraðsnertlukaflar og dul- úðugir rökkursöngvar gengu upp í merkilega sannfærandi heild, þó eflaust mætti skerpa ögn á „loka“-kennd niðurlags- ins. Epísku dansarnir tveir úr „Þríhyrndum hatti“ Manuels de Falla og Homenaje hans til Debussygrafar nutu alls er Kristinn hefur til að bera af fögrum tóni, snörpu hryn- skyni, seiðandi sveiflu, glöggu kontrastanæmi og neistandi fimi, sem og hinar háspænsku þjóðlífsmyndir Isaacs Albeniz er lauk með hinu magnaða Asturias. Í rauninni ætti ekki að þurfa að pota frekar í spila- mennsku á mörkum hins full- komna. En kannski mætti út- skýra fyrir þeim er taka mark á slíku, að hálf mínusstjarnan stafar af örfáum kaflamótum, einkum tveim í Chaconnunni, þar sem gítaristinn hefði vel mátt gefa sér aðeins meiri tíma til að auka við spennu og færa flennifimina í dýpstu þrí- vídd. með kyrrlátri reisn á „Keisarasöngs“-útsetningu Narvaezar (1500-60) á Mille regretz eftir Josquin. Hvílíkir eðaltónar hafa ekki ómað í höllu Karls V. meðan dátar hans murkuðu lífið úr frum- byggjum Vesturheims! Eftir tvo þjóðlega barokkdansa Gaspars Sanz (d. 1710; Vill- anos-stefið er endurnýtt í al- kunnum gítarkonsert Rodri- gos) kom fyrsti tónleika- stanzinn af mörgum, furðu- nútímaleg og svífandi Toccata arpeggiata Kapsbergers (d. 1651), áður en lagt var á há- heiðina með sjálfri Chacconnu Bachs úr d-moll fiðlupartít- unni af makalaust markvissri yfirsýn og að heita má örðu- lausri tækni. Andres Segovia, er líklega átti umritunina, hefði kinkað ánægðum kolli, og sömuleiðis 19. aldar smámeistararnir M. Carcassi og D. Aguado er Kristinn hyglaði af áreynslu- lausri lipurð í Tveim æfingum og Rondo í a – án þess þó að sneiða hjá háskahraða í hring- dansinum, áhættu er kostaði nokkrar smáfinkur. Kristinn frumflutti eftir hlé Á mörkum hins fullkomna Áskirkja Gítartónleikar bbbbm Verk eftir de Narvaez, Sanz, Kaps- berger, J. S. Bach, Carcassi, Aguado, Kristin Árnason (frumfl.), de Falla og Albeniz. Kristinn Árna- son gítar. Föstudaginn 25. júní kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST NICO Muhly er eitt af athygliverðustu tónskáldum Bandaríkjanna um þessar mundir. By All Means eftir hann, sem flutt var á tónleikum Kammersveitarinnar Ísa- fold fyrir skemmstu, er því miður ekki eitt af hans bestu verkum. Það var upphafs- atriði tónleikanna, sem voru haldnir á Kjarvalsstöðum, og leið fyrir almennt stefnuleysi. Auðvitað þarf tónlist ekkert endilega að vera byggð upp eftir við- urkenndri formúlu frá 18. eða 19. öldinni; hún verður samt að búa yfir innra sam- ræmi, vera „sönn“ – a.m.k. trúverðug. Það sem hljómaði á Kjarvalsstöðum var ótta- lega gervilegt, tilgangslaust fálm, í besta falli stílæfing. Mun meira var varið í „laud“ eftir Högna Egilsson, en þar munaði mest um sérlega glæsilegan einleik Unu Sveinbjarnardóttur fiðluleikara. Tónlistin var djörf, á köflum hvöss, en skreytt afar skemmtilegum lit- brigðum sem hljómsveit og einleikari út- færðu af listfengi. Án efa var þetta einn af hápunktum kvöldsins. Ekki eins rismikið var verk eftir Viktor O. Árnason (fiðluleikara hljómsveitarinnar Hjaltalín). Verkið var samt skemmtilegt, hugmyndaríkt og oft fallega dramatískt. Það var greinilega samið af einlægni og var prýðilega leikið af Ísafold. Svipaða sögu er að segja um sjarm- erandi leikhúslega tónlist eftir Gunnar Karel Másson, Mögu Legri. Nafnið vísar til gagnvirkni, þ.e. áheyrendur gátu kosið um hvaða kafla þeir heyrðu og í hvaða röð þeir voru leiknir. Útkoman var ljúf en merkilega hnitmiðuð þrátt fyrir að end- anleg bygging verksins væri ekki í höndum tónskáldsins. Tónleikunum lauk með tónsmíð eftir stjórnanda hljómsveitarinnar, Daníel Bjarnason. Hún hófst með drynjandi þrás- tefjun, en fjaraði svo smám saman út, end- aði í dreymandi innhverfri rómantík sem myndi sóma sér ágætlega í kvikmynd eftir David Lynch. Sæunn Þorsteinsdóttir selló- leikari lék einleik og spilaði af einstakri næmni og innlifun sem greinilega var fölskvalaus. Tónlistin var líka ekta, hríf- andi og áleitin, enn ein skrautfjöðrin í hatt tónskáldsins. Stílæfing og skáldskapur Kjarvalsstaðir Kammertónleikar bbbbn Kammersveitin Ísafold lék tónlist eftir Nico Muhly, Högna Egilsson, Viktor O. Árnason, Gunnar Karel Másson og Daníel Bjarnason, sem einnig var stjórnandi. Einleikarar: Una Sveinbjarnardóttir og Sæunn Þorsteinsdóttir. Fimmtudagur 25. júní. JÓNAS SEN TÓNLIST Atli Ingólfsson og Þuríður Jónsdóttir verða staðar- tónskáld í Skálholti í sumar. 16. júlí frumflytur Hljómeyki nýtt verk eftir Atla, byggt á sendibréfi og þá verður einnig flutt verkið Rauður hringur eftir Þuríði. Verk eftir Þuríði verða einnig flutt á loka- tónleikunum 6. ágúst. Staðartónskáldin … það er voðalega erfitt að vita hvað snýr upp og niður, og það má segja að allt sem ruglar okkur í ríminu sé rugl 44 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.