Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 4. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 179. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «TÓNLISTARHÁTÍÐ HJALTALÍN STÓÐ SIG VEL Á HRÓARSKELDU «MAGNÚS EIRÍKSSON Blúsarinn sér ekki eftir neinu Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is HS Orka vill selja Grindvíkingum hvern hektara á landi sínu í Svartsengi á nær þrisvar sinnum hærra verði í dag en bænum bauðst að kaupa það á í desember síðastliðnum. Grindavíkurbær sagði sig í gær frá samvinnu um svæðisskipulag á Reykjanesi og heimildir Morgunblaðsins herma að það tengist með beinum hætti þeim viðskiptum sem nú eiga sér stað með eignarhluti í HS Orku og landsvæðum sem tilheyra fyrirtækinu. Miklar pólitískar deilur geisa nú á Suðurnesjum vegna þessara viðskipta. HS Orka bauð Grindavíkurbæ að kaupa 150 hektara af landsvæði og auðlindir í Svartsengi á hektara en kaupverðið að sama skapi hækkað í 447 milljónir króna. Það þýðir að hektaraverðið fór úr 2,6 milljónum í desember í 7,1 milljón nú. Grind- víkingum var síðan boðið að ganga inn í þetta sam- komulag ef þeir vildu eignast landsvæðið. Raunvirði fyrirhugaðra kaupa GGE á hlut Reykjanesbæjar í HS Orku er háð þróun álverðs á næstu sjö árum og munurinn gæti hlaupið á millj- örðum króna. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að samkvæmt nýjasta verðmati sem unn- ið hefur verið á virði HS Veitna sé Reykjanesbær að greiða rúmum 2,8 milljörðum króna of mikið fyrir þriðjungshlut GGE í fyrirtækinu. Grindavík fer í hart  Grindavík hefur sagt sig úr samvinnu um skipulag á Reykjanesi  Hektaraverð við Svartsengi hækkaði nær þrefalt  Álverð stjórnar kaupverði Geysis Green  Þróun álverðs stjórnar kaupverði | 19 385 milljónir króna gegn staðgreiðslu í desember 2008. Grindvíkingar gerðu þeim þá gagntilboð sem var hafnað. Síðan þá hafa verið viðræður í gangi, eða allt þar til tilkynnt var að Reykjanes- bær ætlaði að kaupa umrætt landsvæði í miklum viðskiptum milli sín og Geysis Green Energy (GGE) með hluti í HS Orku og HS Veitum. Svarts- engissvæðið hafði hins vegar minnkað niður í 63 Illdeilur á Suðurnesjum 150 ha kostuðu 385 milljónir 65 ha kosta nú 447 milljónir Myndasögur og hreyfimyndir – manga og anime – eru ekki einungis barnaefni í Japan. Að baki liggur löng hefð og ríkulegur arfur. Les- bókin ræddi við japanska listamenn. LESBÓK Hefð japanskra hreyfimynda Jo Nesbø er margverðlaunaður glæpasagnahöfundur sem hvarf frá hefðbundnum starfsferli í banka til að skrifa um sérvitra andhetju í baráttu við undirheimana. Norskur rokkari gerist rithöfundur SJALDAN blómstrar ástin meir en á sumrin þegar sólin skín og náttúran kallar. Þetta ástfangna par naut sum- arhitans í Nauthólsvíkinni í gær og þau voru ófeimin við að láta vel hvort að öðru í flæðarmálinu. Eitthvað urðu þeir þó skrýtnir á svipinn strákarnir í pottinum fyrir aftan þegar kossinn varð sem dýpstur enda komu þeir á ströndina í allt öðrum erindagjörðum, en enginn skyldi efast um að þeir læri á endanum að meta slík blíðuhót sjálfir. Svo er bara að sjá hvort sum- arástin endist út veturinn. SJÓÐHEITAR SUMARÁSTIR Morgunblaðið/RAX Hrunið hefur sett á svið marga hversdagsharmleiki en fjölmiðlar hafa brugðist í vali sínu á því hverja skuli setja upp, segir í fjölmiðla- pistli Ásgeirs H. Ingólfssonar. Hrunið og hvers- dagsharmleikirnir Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is LAG Emilíönu Torrini, „Jungle Drum“, er komið í efsta sæti þýska vinsældalistans. Lagið hefur ver- ið á listanum í nokkrar vikur, og komst svo loks á toppinn í lok þessarar viku. Neðar á listanum eru flytjendur á borð við Lady Gaga, A-Ha og Beyonce Knowles. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt lag kemst í efsta sæti þýska vinsældalistans, og raun- ar í fyrsta skipti sem íslenskt lag kemst í efsta sæti eins af helstu vinsældalistum heims. Rekja má vinsældir lagsins í Þýskalandi til þess að það hljómaði í raunveruleikaþættinum Germa- ny’s Next Top Model fyrir skömmu. „Ég frétti nú bara af þessari velgengni í síðustu viku, við erum ekki einu sinni búin að fara til Þýskalands,“ segir Emilíana sem er á miklu tón- leikaferðalagi um Evrópu um þessar mundir. | 44 Vinsælust í Þýskalandi Morgunblaðið/hag Brýtur blað Emilíana Torrini slær í gegn.  SKRIFAÐ var í gærkvöldi undir samning á milli Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og ríkissjóðs. Gildistími samningsins er til 30. nóv- ember 2010. Í honum felst m.a. leið- rétting á lægstu launum auk þess sem persónu- og orlofsuppbót hækka. Í gær var einnig skrifað undir kjarasamninga milli Starfsgreina- sambands Íslands og ríkissjóðs. Helsta breytingin er sú að mán- aðarlaun fyrir dagvinnu allt að 180 þúsund kr. hækka frá og með mán- aðamótum um 6.750 kr og um sömu upphæð aftur 1. nóvember. Félögum sambandanna verða kynntir samn- ingarnir á næstunni. una@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Kjarasamningar BSRB og SGS undirritaðir í gær Handsal Gunnar Björnsson og Árni Stefán Jónsson við samningslok.  STEFNT er að róttækum breyt- ingum á tekjustofnum háskólanna í landinu, með það að markmiði að jafna tekjustofna einkaskóla og rík- isrekinna skóla. Bæði form há- skólarekstrar hafa fengið jöfn framlög úr ríkissjóði, en einkaskól- arnir hafa að auki getað innheimt skólagjöld. Rýnihópur á vegum mennta- málaráðherra hefur ýmis atriði há- skóla- og vísindastarfs til skoðunar og mun hann skila niðurstöðum til menntamálaráðherra 15. ágúst samkvæmt skipunarbréfi. Hópur- inn á meðal annars að taka mið af tillögum sem komið hafa fram í skýrslum um háskólastarfið. »6 Skoða róttækar breytingar á starfi íslenskra háskóla  MAÐUR var handtekinn í Leifs- stöð um síðustu helgi með 350 grömm af kókaíni í fórum sínum. Efninu reyndi hann að smygla inn- vortis, í meltingarvegi sínum, í hvorki meira né minna en 38 pakkningum sem hann hafði gleypt. Að sögn Gunnars Schram, yf- irlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum, fannst efnið við reglubundið eftirlit tollgæslunnar á flugvellinum. Málið er enn í rann- sókn og hefur maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, setið í gæslu- varðhaldi síðan hann var handtek- inn og situr enn. onundur@mbl.is Gleypti 38 pakkningar af kókaíni og reyndi að smygla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.