Morgunblaðið - 16.08.2009, Side 1

Morgunblaðið - 16.08.2009, Side 1
1 6. Á G Ú S T 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 220. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is TENGSL: JÓN OG ÁSGEIR DÁNARDAGUR KÓNGSINSSTJÓRNSAMIR FEÐGAR MANSTU EFTIR AKRA- BORGINNI VEITINGAR Sushi og stjórnmál DÝRANNA HEIMUR SUNNUDAGUR FREDERIC S. Mishkin hagfræð- ingur segir almenna skuldaniður- færslu vandasama og lykilatriði að regluverkið sé skýrt. Þetta hafi ver- ið gert í kreppunni miklu í Banda- ríkjunum. „Nú er mikil umræða um það í Bandaríkjunum að færa niður skuldir almennings og ég held að það þurfi varðandi fasteignalán.“ Hvað Ísland varði yrði að rök- styðja slíkan gjörning með því að að- stæður hefðu skapast sem ættu sér ekkert fordæmi, farið yrði að lögum og jafnframt tryggt að slík niður- færsla myndi ekki endurtaka sig. Ekki heilbrigðisvottorð Mishkin sagði líkurnar á „algeru fjárhagslegu hruni“ á Íslandi „sára- litlar“ í skýrslu sem hann skrifaði ásamt Tryggva Þór Herbertssyni árið 2006. Mishkin segir vandann hafa falist í örum vexti fjármála- og bankakerfisins og öll lántakan í er- lendri mynt hafi ekki verið orðin að veruleika. Þá hafi eftirlit með fjár- málakerfinu verið mun slakara en þeir áttuðu sig á. | 12 Niður- færsla möguleg Fordæmi að finna í kreppunni miklu SÍMASKRÁ landsins kann að hafa verið sakleysisleg útlits en samt hafði hún á dögum kalda stríðsins að geyma hrollvekjandi boðskap í formi leið- beininga um hvernig ætti að bregðast við kjarnorkuárás. Almannavarnir gáfu út fræðslurit 1967 en þá var mikil áhersla lögð á varnir og viðbúnað við kjarnorkuvá. Í dag kannast líklega flestir við öllu afmarkaðra hlutverk Almannavarna þar sem áherslan er lögð á viðbúnað vegna náttúruhamfara og hvergi er minnst á kjarn- orkuvá. Mikið kapp hljóp í stórveldin upp úr 1980 og árið 1985 voru um 65 þúsund kjarnavopn virk víðsvegar um heim- inn. Þetta olli því að áhyggjur fólks jukust gríðarlega og náðu nýjum hæðum sem ekki höfðu sést síðan Kúbudeilan stóð sem hæst. Stjörnufræðingurinn Carl Sag- an skrifaði mikið um svokallað- an kjarnorkuvetur en efnið hafði hann kannað frá árinu 1982. Carl Sagan og flestum öðr- um var ljóst að vopnakapphlaupið hafði getið af sér þvílíkan fjölda vopna að hægt var að eyða jörðinni mörgum sinn- um. Kvikmyndin The Day After var sýnd á banda- rísku sjónvarpsstöðinni ABC árið 1983 og hún fjallaði, eins og nafnið gefur til kynna, um daginn eftir kjarnorkustyrjöld sem brotist hafði út eftir röð atburða sem vel hefðu getað átt sér stað í raunveruleikanum. Eftir kvikmyndina var umræðu- þættinum, ABC Viewpoint, sjónvarpað. Það má ráða af þátt- takendum sjónvarpsþáttarins hve mikla ráðamenn töldu hætt- una á kjarnorkuárás og umræðuefnið viðkvæmt því þar mættu fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissing- er, Elie Wiesel, sem þremur árum síðar fékk friðarverðlaun Nóbels, William Buckley jr., útgefandi National Review, Carl Sagan, Brent Scowcroft aðmíráll sem starfaði um langt skeið sem þjóðaröryggisráðgjafi, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert McNamara, og George P. Shultz, utanríkisráðherra í stjórn Ronalds Reagans 1983, sem ávarpaði salinn í sérútsendingu. Ungdómur Íslands fór ekki varhluta af ástandinu og drakk í sig þennan ógnvekjandi boðskap. Alvaran var flest- um ljós og margir muna eftir djúpum kvíða sínum þegar umræða um möguleikann á kjarnorkustyrjöld fór af stað. Algeng viðbrögð voru að leggja viðbragðsáætlun símaskrárinnar við kjarn- orkuárás á minnið og skipuleggja flóttaleiðir ef almannavarnaflauturnar tækju að hljóma. Fullorðnir virðast að einhverju leyti hafa deilt áhyggjum barna sinna því í Kastljósþáttum árin 1985 og 1988 má sjá umfjöllun um kjarnorku- vetur og jafnvel fræðilegar vanga- veltur um hverjar afleiðingar kjarnorkuárásar á Keflavíkurflug- völl yrðu. Þar tók Helgi H. Jóns- son, fréttamaður hjá RÚV, m.a. viðtal við Guðjón Petersen, þá for- stöðumann Almannavarna, og fékk sjónvarpið leyfi til að mynda neðanjarð- arbyrgi undir lögreglustöðinni við Hverf- isgötu sem átti að þjóna sem stjórnstöð ef landið yrði fyrir kjarnorkuárás. Með falli Berlínarmúrsins og Sovétríkj- anna hvarf ógnin frá vopnakapphlaupi stórveldanna. Það er þó áhugavert að heimspekingurinn Elie Wiesel hafði meiri áhyggjur af kjarnavopnum í höndum Írana, ef það skyldi ein- hvern tímann gerast, en í höndum stórveldanna því stórveldin gátu þrátt fyrir allt átt í einhverjum samskiptum. Wiesel hélt því fram að Íranar myndu ekki hika við að beita slíkum vopnum ef þeim yrði ógnað. Slíkt mat er kaldhæðnislegt í ljósi kjarnorku- áætlunar Írana sem hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár. Áhrif þess að vaxa úr grasi í skugga bombunnar hafa ekki verið rann- sökuð mikið enda flestir líklega fegnir þeg- ar þetta tímabil var að baki. | 26-27 Bomban GRAFIÐ Í KAPP VIÐ TÍMANN»4 HÆFI EÐA VANHÆFI?»6 FÖST Á FLUGVÖLLUM»8 Unnið hefur verið að fornleifauppgreftri á alþing- isreitnum frá því í júlí á síðasta ári. Uppgröfturinn hefur reynst mun gjöfulli en ráð var fyrir gert og margar minjar frá landnámstíð komið í ljós. Raunar bendir margt til þess að á alþingisreitnum og nálægum svæðum leynist fyrsti vísir að þéttbýli í landinu. „Ég bjóst ekki við að finna heilt iðnaðarsvæði og vísi að þorpi,“ segir Vala Garð- arsdóttir fornleifafræðingur, sem stýrir fornleifaupp- greftrinum. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður segir að sér finnist full ástæða til að staldra við og meta upp á nýtt hvað eigi að gera á þessu svæði. Núverandi deiliskipulag fyrir alþingisreitinn gerir hins vegar ráð fyrir að þar rísi 7.100 m² nýbygging með 1.900 m² bílakjallara. Nú hefur verið léð máls á að endur- skoða þær áætlanir og vill Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra að sérstökum vinnuhópi verði falið að móta stefnu í málinu. Hún kveðst ætla að hafa frumkvæði að því að ræða það mál við Alþingi og Reykjavíkurborg á allra næstu dögum. Framtíð víki fyrir fortíð Lögmenn telja að skýra þurfi nákvæm- lega eftir hvaða reglum skilanefndir eiga að starfa. Innheimtustörf Lög- fræðistofu Reykjavíkur fyrir skilanefnd gamla Landsbankans hafa verið um- deild, en formaður skilanefndarinnar er jafnframt einn eigenda lögfræðistof- unnar. Á föstudag sagði stofan sig frá innheimtustörfunum. Eftir situr hins vegar, eins og einn viðmælandi blaðsins benti á, að engar ákveðnar reglur eru til um það hvað sé heimilt og hvað ekki, þetta sé miklu frekar spurning um það hvað telst vera siðlegt og boðlegt. Hvaða reglum á að fylgja? Stundum verður fólk stranda- glópar á flug- völlum fyrir gráglettni örlag- anna. Sumir staldra þar við af eigin hvötum, en aðrir komast hvorki lönd né strönd. Enn hef- ur enginn slegið met Merhan Karimi Nasseri, sem bjó í 18 ár á De Gaulle-flugvellinum í París. Búsetan í biðsalnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.