Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 16
16 Tengsl
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ásgeir: „Pabbi er mikill fjölskyldu-
maður. Vinnan og börnin hafa haft
algjöran forgang í hans lífi. Hann á
engin önnur áhugamál. Pabbi er
mjög vinnusamur, jafnvel ofvirkur.
Við börnin tókum snemma þátt í bú-
skapnum. Eitt sinn þegar ég hef ver-
ið svona átta ára vorum við feðgar að
moka saman votheyi við gjöf í fjár-
húsunum. Vildi ég fá að sleppa frá
verkinu með þeim rökum að ég mok-
aði svo lítið að það skipti í raun engu
máli hvort ég væri á staðnum. Pabbi
sagði hins vegar að hann þyrfti alla
vega ekki að moka heyinu sem ég
mokaði og það munaði um mig. Ég
herti mig því upp í að klára gjöfina.
Þegar hann las fyrir mig sem barn á
kvöldin sofnaði hann alltaf á undan
mér, en hann var þekktur fyrir að
vera kvöldsvæfur og vakna snemma,
vera morgunhress. En þrátt fyrir að
sofna við kvöldlesturinn hefur hann
alla tíð verið mjög vakandi yfir börn-
um sínum.
Fyrir fyrsta prófið mitt í Mennta-
skólanum á Akureyri, sem var
danska, fékk ég aðkenningu að próf-
kvíða og gat ekki sofið. Prófið lenti
síðan í hálfgerðum handaskolum. Ég
var því heldur aumur þegar hann
hringdi í mig til þess að spyrja
frétta. Hann var þá ekkert að tví-
nóna við það, keyrði frá Hólum í
Hjaltadal og sótti mig. Ég náði góð-
um nætursvefni og einsetti mér að
ég ætlaði aldrei aftur að láta kvíða
stjórna útkomu á mínum prófum.
Það hefur gengið eftir, en þetta lýsir
vel umhyggju hans og vænt-
umþykju.“
Vill ráða
„Pabbi er mikil félagsvera. Þegar
hann var bóndi í Bjarnarhöfn tók
hann jafnframt þátt í ýmsu fé-
lagsstarfi og kenndi á Hvanneyri.
Pabbi hefur eiginlega aldrei unnið
undir öðrum nema þá sínum eigin
föður í Bjarnarhöfn. Hann á heldur
ekki auðvelt með að gefa eftir sinn
hlut – sama við hvern er við að eiga.
Það átti síðan vel við hann að vera
skólameistari á Hólum. Staðurinn og
skólinn var eitt og hann var þar með
yfirmaður alls staðarins. Á þeim ár-
um var hann gagnrýndur fyrir að
vera ráðríkur og einbeittur í því að
halda upp aga í skólanum. Sagt var
að foreldrar á staðnum hafi hrætt
börn sín með Jóni skólastjóra frem-
ur en Grýlu til þess að fá þau til þess
að hlýða! Hins vegar er það óumdeilt
að hann kom að Hólastað í nið-
urníðslu árið 1981 þegar skólastarf
hafði í raun legið niðri í nokkra vetur
og reisti staðinn upp aftur með þrot-
lausri elju. Árangur hans á Hólum
hlýtur að vera hverjum ljós sem
gengur um staðinn. Okkur börn-
unum fannst hins vegar sem hann
hefði flutt inn í skólahúsið á Hólum.
Það var sá fórnarkostnaður sem
endurreisn Hólastaðar krafðist af
honum.
Hann hefur alltaf haft áhuga á
pólitík og verið róttækur þó hann
hafi róast með aldrinum. Hann var
áskrifandi að Þjóðviljanum og tölu-
vert var rætt um pólitík heima.
Afi og amma bjuggu með okkur í
Bjarnarhöfn. Afi var harður fram-
sóknarmaður eins og svo títt var
meðal bænda frá Ströndum. Hann
var það sem hefur verið kallað „Her-
mannsbóndi“, það er mikill stuðn-
ingsmaður Hermanns Jónassonar,
forsætisráðherra og þingmanns
þeirra Strandamanna til margra
ára. Ég fór á milli húsa og las Tím-
ann hjá afa og Þjóðviljann hjá pabba
og velti þessum málum fyrir mér.
Afa þótt ekki gott ef ég sagði eitt-
hvað óvarlegt um Framsóknarflokk-
inn og sérstaklega Steingrím Her-
mannsson. Hins vegar man ég aldrei
eftir því að pabbi og afi hafi rifist um
pólitík; þeir virðast hafa virt skoð-
anir hvor annars í því efni.
Þegar pabbi fór út í pólitíkina var
viðbúið að gusta myndi um hann. Ég
held að töluvert mikið af fylgi
Vinstri grænna í Norðvesturkjör-
dæmi sé persónufylgi hans.
Hann leggur gríðarlega mikið á
sig til þess að halda sambandi við
kjósendur sína og hefur ótrúlegt þol
í það að keyra um kjördæmið. Ég
held að nú þegar hann er orðinn ráð-
herra vilji hann láta til sín taka en á
sama tíma er óhjákvæmilegt að
hann lendi í einhverjum árekstrum
við bæði flokksræði og hags-
munahópa.“
Á öndverðum meiði
„Þegar ég var að alast upp í
Skagafirði var bent á mig og sagt að
ég væri skólastjórasonurinn frá Hól-
um. Þetta fór stundum í taugarnar á
mér þá. Í augum margra í kjördæm-
inu sem þekkja pabba vel er ég alltaf
sonur Jóns, og raunar stráklingur.
Margir halda einnig að ég sé ein-
hvers konar framlenging af honum
og hafi sömu skoðanir, en það er
bara ekki þannig. Ég er ekki í
stjórnmálaflokki og reyndar finnst
mér ljóður á ráðum hagfræðinga að
vera fastir á flokksklafa sem svo al-
gengt var hér áður. Ég hef sagt og
skrifað ýmislegt sem hefur verið
þvert á hans málflutning en hann
hefur ekki látið það á sig fá. Það er
þó algengt að feðgar aðhyllist alger-
lega sömu skoðanir og það getur að-
eins sýnt að annar hvor eða báðir
iðki ekki sjálfstæða hugsun.
Pabbi hefur aldrei verið mikill
aðdáandi Kaupþings, var á móti
einkavæðingu bankans og skrifaði
greinar á móti ýmsu sem bankinn
gerði. Samt virti hann mína ákvörð-
un að hefja þar störf og setti sig ekki
upp á móti því. Auðvitað hefur hann
orðið fyrir einhverjum hnútum
vegna þess sem ég hef sagt og gert.
Á árunum þegar allt virtist leika í
lyndi í íslensku þjóðfélagi þótti
mönnum pabbi vera „sveitó“, sem
hann er í jákvæðum skilningi, og
þetta var ef til vill ekki talinn vera
kostur í hugum allra á höfuðborg-
arsvæðinu. Nú hefur gildismatið
breyst og þessi gömlu gildi, sem
hann hefur alltaf trúað á og verið
fulltrúi fyrir, hafa verið hafin til vegs
og virðingar á ný.“
Gefur ekkert eftir
„Það er mikið langlífi í ætt pabba
og hann getur enn átt eftir að skila
miklu. Hann var orðlagður fyrir að
vera léttur á fæti á yngri árum. Enn
þann dag í dag er hann eins og ung-
ur maður í hreyfingum. Afi veiktist
alvarlega þegar pabbi var í skóla og
hann varð því ásamt bræðrum sínum
að sjá um búið meðan afi lá á spítala
í Reykjavík. Hann þurfti því að
seinka námi sínu um tvö ár vegna
þessa. Ég held að það hafi mótað
hann að mörgu leyti að þurfa
snemma að bera ábyrgð. Hann
missti hárið á þrítugsaldri og ég man
ekki eftir honum öðruvísi en með
skegg og skalla.
Þegar ég var 16 ára fór ég í fyrsta
skipti til útlanda. Eldri bróðir minn
vildi ekki fara með en pabbi og
mamma fóru með okkur öll hin í
sumarhús í Danmörku. Pabbi átti
gamlan Subaru-skutbíl, eins og al-
gengt var í sveitinni, og ákvað að all-
ir úr fjölskyldunni skyldu fara sam-
an í frí. Og við færum á bílnum og
tækjum Norrænu til Danmerkur.
Foreldrarnir sátu frammí og við
fimm krakkarnir í aftursætinu. Ég
sat með systur mína í fanginu, önnur
systir mín sat með bróður okkar og
sú yngsta á milli okkar. Þannig
keyrði hann yfir hálft Ísland og hálfa
Evrópu. Þó bíllinn tæki í raun ekki
svona marga var hann harðákveðinn
í að á bílnum færum við í frí. Fyrir
nokkrum árum sá ég í dagbók lög-
reglunnar að maður hafði verið
stöðvaður í Breiðholtinu með fimm
börn í aftursætinu. Þá varð mér
hugsað til þessarar ferðar, sem var
fyrir tíma bílbelta, en núna yrði
pabbi handtekinn fyrir svona hátta-
lag.“
Alltaf með
skegg og
skalla
Hann fæddist í Noregi 21. júní 1970.
Hann gekk í Barnaskólann í Stykkishólmi, lauk grunnskólanámi í Skagafirði og varð
stúdent frá MA 1990. Hann lauk BS-prófi í hagfræði frá HÍ 1994, meist-
araprófi í hagfræði frá Indiana-háskóla í Bandaríkjunum 1997 og dokt-
orsprófi frá sama skóla 2001.
Hann starfaði hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún 1994 til 1995, var
ritstjóri Vísbendingar 1995 og sumarið 1996 og eftir námið ytra var
hann sérfræðingur á Hagfræðistofnun og síðan lektor við hag-
fræðideild HÍ. Hann varð síðan aðalhagfræðingur Kaupþings
2004 og forstöðumaður greiningardeildar bankans 2006.
Hann hefur skrifað ótal greinar og haldið fjölmörg erindi um
hagfræði og sagnfræði. Eftir hann liggja ýmsar bækur og bók-
arkaflar, meðal annars skrifaði hann formálann að fyrstu heild-
arútgáfu á Ljóðmælum Jóns Arasonar sem kom út 2006. Nýj-
asta bók hans, Why Iceland? How the World’s Smallest
Country Became the Meltdown’s Biggest Casualty, kom út í
Bandaríkjunum á dögunum.
Eiginkona hans er Gerður Bolladóttir, söngkona og söng-
kennari, og eiga þau þrjú börn.
Hann fæddist í Asparvík í Strandasýslu 26.
desember 1943.
Hann var í farskóla í Helgafellssveit,
tók unglingapróf við Grunnskóla
Stykkishólms og stúdentspróf frá MR
1965. Hann tók búfræðipróf á Hvann-
eyri 1967 og útskrifaðist
með meistaragráðu í búvís-
indum frá Landbúnaðarhá-
skólanum í Ási í Nor-
egi 1970. Stundaði
síðan framhaldsnám
í Skotlandi 1991-
1992.
Hann var kennari við Lækjarskóla í Hafn-
arfirði 1965-1966 og kennari við Bænda-
skólann á Hvanneyri 1970-1974. Hann var
bóndi í Bjarnarhöfn 1971-1981, stundakenn-
ari við framhaldsdeild Grunnskóla Stykk-
ishólms 1976-1981 og skólastjóri Bænda-
skólans á Hólum í Hjaltadal 1981-1999.
Alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs frá 1999 og sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra frá 10. maí 2009.
Hann var formaður stjórnar Kaupfélags
Stykkishólms 1977-1981, oddviti Helga-
fellssveitar 1978-1982, fulltrúi á aðal-
fundum Stéttarsambands bænda 1978-
1982 og fulltrúi í búfræðslunefnd 1981-
1999.
Eiginkona hans er Ingibjörg Sólveig
Kolka Bergsteinsdóttir þroskaþjálfi og eiga
þau sex börn og fimm barnabörn.
JÓN BJARNASONÁSGEIR JÓNSSON
Elstu synirnir Ásgeir í
faðmi Ingibjargar móð-
ur sinnar og Bjarni hjá
föður sínum.
Feðgarnir Jón Bjarna-
son og Ásgeir Jónsson
eiga það sameiginlegt
að vera stjórnsamir og
leggja rækt við gömlu,
góðu, klassísku gildin.