Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Umsóknarfrestur er til 1.október 2009 Rannsóknasjóður veitir þrenns konar styrki með umsóknafrest 1. október 2009: l Öndvegisstyrki l Verkefnastyrki l Rannsóknastöðustyrki Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur sem hlutu styrk til verkefna árið 2009 með áætlun um framhald á árinu 2010 skulu senda ársskýrslu til sjóðsins fyrir 11. janúar 2010 en þurfa ekki að endurnýja umsókn. Allar umsóknir og umsóknagögn skulu vera á ensku, svo að mögulegt sé að senda umsóknir í mat erlendis. Undanþágur eru veittar frá þessari meginreglu ef birtingar á viðkomandi fræðasviði einskorðast við íslenska útgáfu. Í þeim tilvikum skal umsækjandi fá leiðbeiningar hjá starfsmönnum Rannís. Allar umsóknir um öndvegisstyrki skulu vera á ensku, enda eru öndvegisverkefni ávallt metin af erlendum sérfræðingum. Ítarlegar upplýsingar um Rannsóknasjóð, styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www.rannis.is Rannsóknasjóður Skólinn verður settur í Kristskirkju Landakoti fimmtudaginn 20. ágúst kl. 11.00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 21. ágúst. Stofnsettur 1896 Landakotsskóli Getum bætt við nemendum í nokkra bekki. Landakotsskóli er traustur og framsækinn grunnskóli fyrir nemendur í 1. - 10. bekk, auk 5 ára deildar. Boðið er uppá góða kennslu í litlum bekkjum og notalegu umhverfi. Innritun nemenda fyrir skólaárið 2009/10 stendur nú yfir. Upplýsingar um skráningu veittar í síma 510 8200. ím yn du na ra fl |L K1 00 80 9 Nútímalegur skóli á gömlum grunni                                                                                                               Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Sextánda ágúst 1977 fannst 42ára Bandaríkjamaður í hrúguá baðherbergisgólfinu á setri sínu í Memphis, Tennessee. Hann var fluttur í skyndi á sjúkrahús, þar sem hann var úrskurðaður lát- inn. Fyrsta og stærsta rokk- stjarnan; Elvis Presley, var allur. Þessi dimmmjúki baritón Með söng sínum og sviðs- framkomu heillaði Presley heiminn upp úr skónum og braut blað í sögu rokksins. Reyndar þótti mörgum nóg um geislandi sexý mjaðma- hreyfingar hans með tilheyrandi danssporum og það svo að þegar hann kom fyrst fram í sjónvarps- þætti var hann aðeins sýndur á skjánum ofan mittis. Iðan þar fyrir neðan var talin of sexý fyrir sjón- varpsáhorfendur. En röddin átti engan sinn líka, þessi dimmmjúki baritón sem gat komið áheyrendum í annan heim. Elvis Presley var toppurinn á sínum tíma og það segir sína sögu að flestar götur frá því hann lézt hefur tónlist hans aflað hærri tekna en nokkurs annars látins lista- manns. Hvað viljið þið borga stráknum? Elvis Aaron Presley fæddist 8. janúar 1935 í Tupelo í Missouri. Hann kom barnungur fram með foreldrum sínum; Gladys og Ver- non Presley, á ýmsum samkomum. Þegar hann var 13 ára fluttist fjöl- skyldan til Memphis og þar vann Presley með náminu sem sætavísir í kvikmyndahúsi og þegar hann hafði aldur til gerðist hann vöru- flutningabílstjóri. 1953 tók hann upp sína fyrstu plötu og borgaði fjóra dollara fyrir. Presley kom víða fram og söng inn á fleiri plötur. Hann náði eyrum „ofurstans“ Thomas A. Parkers, sem gerðist umboðs- maður hans og gekk ótrauður í að selja Presley sem dýrast. Saga er sögð af því þegar Parker var að semja við 20th Cent- ury-Fox um fyrstu kvikmynd Presleys að forráðamenn kvikmyndafyr- irtækisins hafi mjög velt fyrir sér æsku og reynsluleysi Presleys. Ætli 25 þúsund doll- arar séu nærri lagi? spurðu þeir varfærnislega. Sú upphæð er allt í lagi fyrir mig, svaraði ofurstinn. En hvað viljið þið borga stráknum? 1956 sló Presley svo í gegn svo um munaði með laginu „Heartbreak Hotel“ og svo rak hvert met- sölulagið annað, Pres- leyæðið fór á fullt. Vorið 1958 var Presley kvaddur í herinn og gegndi herþjónustu í Vestur-Þýzkalandi í tvö ár. Þegar hann sneri aftur tóku aðdáendurnir honum tveim höndum. Presley ein- beitti sér að kvikmyndaleik og hljómplötum fyrst eftir herþjón- ustuna, en kom svo aftur fram í sjónvarpi og á tónleikum og enginn skákaði honum á sviðinu í Las Veg- as, né heldur annars staðar, ef út í það er farið. Hásætið var hans; hann var óumdeildur kóngur í ríki rokksins. Feiminn og örlátur Presley er sagður hafa verið fremur feiminn, hann hleypti fáum ef einhverjum að sér og veitti sjald- an viðtöl. Hann var gjafmildur og tilfinninganæmur og áhugi hans á kádiljákum var með eindæmum; hann átti nokkra slíka og nokkra gaf hann. Sagt var að hann ætti það til þegar hann sá einhvern standa fyrir utan bílabúð og horfa löngunaraugum inn að gefa sig á tal við viðkomandi og segja honum að fara inn og velja sér bíl á sinn kostnað. Hann hreiðraði um sig á setri sínu Graceland, þar sem hans var gætt af ungum mönnum sem voru kallaðir Memphismafían. Presley hélt fast við þá ímynd að hann hvorki reykti né neytti áfeng- is og hann var í ótrúlega góðu formi þar til ótaldar hnetusmjörs- samlokurnar settu sitt mark á hann. En sungið gat hann þótt hann fitnaði. Á síðustu árum gengu sögusagnir um neyzlu hans á örv- andi og róandi efnum. Í byrjun árs 1977 aflýsti Presley tónleikum í Louisiana og sneri heim til Memphis þjáður af því sem læknar hans sögðu vera ofþreytu. Banamein hans var skráð hjarta- slag. Lisa Presley 1967 kvæntist Presley Priscillu Beaulieu, sem hann kynntist korn- ungri á herþjónustuárum sínum. Þau eignuðust dótturina Lisu Mar- ie 1968 og skildu 1972. Ökuskírteini Presleys notað á Íslandi Aldamótaárið sögðu fjölmiðlar frá því að Íslendingur hefði fram- vísað við sölu á ávísun í banka í Reykjavík minja- grip um Elvis Presley; eftirlík- ingu af ökuskírteini með nafni hans og mynd. Gjaldkerinn skipti ávísuninni eftir að hafa litið á skírteinið. Á þessum degi ... 16. ÁGÚST 1977 KÓNGURINN ÞAGNAR Þríeinn Presley framkallaði Presleyæðið sem enn sér stað. AP Rock baby..Með sviðsframkomu sinni; mjaðm- asveiflum og dans- sporum, braut Presley blað í sögu rokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.