Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 42
42 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Sudoku Frumstig 1 9 6 5 3 4 6 3 7 4 2 7 9 1 4 1 7 7 9 3 8 5 2 3 5 2 8 3 2 6 8 1 4 7 1 8 8 9 7 2 3 4 1 2 6 1 7 6 2 9 1 6 8 5 9 2 3 6 5 4 8 3 8 5 9 4 3 5 8 5 3 7 8 6 1 4 2 3 7 5 9 8 6 9 5 3 1 6 8 2 4 7 7 8 6 9 4 2 1 3 5 2 9 5 6 1 3 8 7 4 4 6 7 8 5 9 3 2 1 8 3 1 4 2 7 6 5 9 3 7 8 5 9 6 4 1 2 6 2 4 7 3 1 5 9 8 5 1 9 2 8 4 7 6 3 6 4 1 9 3 5 8 2 7 2 7 9 6 4 8 3 5 1 8 3 5 2 7 1 9 4 6 7 1 6 4 8 9 5 3 2 9 5 4 3 2 6 7 1 8 3 2 8 1 5 7 6 9 4 5 8 2 7 1 3 4 6 9 1 6 7 5 9 4 2 8 3 4 9 3 8 6 2 1 7 5 5 1 6 7 8 3 9 4 2 4 2 7 5 9 6 8 3 1 8 9 3 4 1 2 6 7 5 6 5 9 8 4 7 2 1 3 3 7 8 1 2 5 4 6 9 1 4 2 6 3 9 7 5 8 9 8 4 3 7 1 5 2 6 2 6 1 9 5 4 3 8 7 7 3 5 2 6 8 1 9 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 16. ágúst, 228. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heil- agir í allri hegðun, eins og sá er heil- agur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15) Víkverji hafði gaman af frétt Rík-isútvarpsins í fyrradag um það að Alsíringar ætluðu nú að breyta lög- um frá 1976 þess efnis að helgar skyldu vera á fimmtudögum og föstu- dögum, ekki laugardögum og sunnu- dögum. Í hálfan mannsaldur hafa Als- íringar notið þeirrar náðar að eiga helgarfrí á óvenjulegum dögum, en ætla nú að hvíla sig á sömu dögum og flest annað fólk gerir. Þetta hlýtur að hafa verið sér- staklega skemmtilegt hjá þeim sem þurfa starfs síns vegna að vera í sam- bandi við fólk í öðrum löndum. Senni- lega hefur vinnan verið með af- brigðum róleg á laugardögum og sunnudögum, þegar ekki var hægt að ná í nokkurn mann erlendis af helgum ástæðum, og að sama skapi hlýtur það að hafa verið svekkjandi fyrir þá sem þurftu í þá að ná á fimmtudögum og föstudögum, þegar Alsíringar voru alls ekki viðlátnir. x x x Víkverji hefur svolítið gaman afsvona sérvisku og skringileg- heitum og gæti vel hugsað sér að ým- islegt væri með öðrum brag á Íslandi en annars staðar tíðkast. Hvernig væri til dæmis að hætta að vinna klukkan 13 alla daga – vinna bara fimm tíma á dag í sjö daga? Í þeirri hugmynd á Víkverji svo tvö hálfsmán- aðarfrí, síðla hausts og snemma vors, og mánaðarfrí að sumri. Jú, um svona þarf auðvitað að semja, og vissulega eru þetta færri vinnustundir á ári en almennt er, en myndi kannski hafa þau æskilegu áhrif að eitthvað drægi úr atvinnuleysi. Það væri sko meir en ljúft að eiga allan eftirmiðdaginn og allt kvöldið, alla daga, fyrir sjálfan sig. En kannski er helgarfríinu ekki fórn- andi? Það er ekki víst að allir yrðu sáttir við að missa það. x x x Það má þó vel hugsa sér, ekki síst íkreppunni, þegar vinnuveit- endur eru blankir og erfitt að kría út launahækkanir, að í stað fleiri seðla í umslagið kæmu færri vinnutímar. Það kæmi atvinnulausum líka til góða, en myndi létta róðurinn fyrir hina og reynast góð kjarabót á sinn hátt. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hreinlæt- isvaran, 4 kjöts, 7 smá, 8 holdugt, 9 óværa, 11 ná- lægð, 13 veit, 14 dugn- aðurinn, 15 kosning, 17 skoðun, 20 skar, 22 smá- kvikindi, 23 spónamat- urinn, 24 miskunnin, 25 hlaupa. Lóðrétt | 1 hnötturinn, 2 hænan, 3 tölustafur, 4 helgidóms, 5 reyna að finna, 6 sætið, 10 geip, 12 skyggni á húfu, 13 rösk, 15 yfirhöfnin, 16 látin, 18 vesöldin, 19 áma, 20 fornafn, 21 reykir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fullvalda, 8 fúsan, 9 afnám, 10 díl, 11 terta, 13 leiti, 15 hrönn, 18 skóla, 21 ætt, 22 skurð, 23 ófætt, 24 bugðóttar. Lóðrétt: 2 ufsar, 3 lenda, 4 aðall, 5 dundi, 6 efst, 7 emji, 12 tún, 14 eik, 15 hest, 16 önugu, 17 næðið, 18 stórt, 19 ógæfa, 20 atti. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Db6 5. Rb3 Rf6 6. Rc3 e6 7. Be3 Dc7 8. Bd3 d6 9. O-O Be7 10. f4 O-O 11. Kh1 a6 12. Df3 b5 13. a3 Bb7 14. Dh3 Rd7 15. f5 e5 16. Rd5 Dd8 17. Hf3 Rf6 18. Haf1 Hc8 19. Hg3 Kh8 20. Hff3 Hg8 21. Rxe7 Dxe7 22. Bg5 Dc7 23. Dh4 Rd7 Staðan kom upp á alþjóðlegri skákhátíð sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn í Danmörku. Ólafur Gísli Jónsson (1.899) hafði hvítt gegn Søren Peschardt (2.102). 24. Dxh7+! Kxh7 25. Hh3 mát. Stórmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í dag, 16. ágúst, í Árbæjarsafni. Nánari upplýs- ingar um mótið er að finna á www.skak.is. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hindrað í sumarbrids. Norður ♠Á ♥ÁD95 ♦98762 ♣Á109 Vestur Austur ♠KD87542 ♠– ♥104 ♥KG ♦KD5 ♦G103 ♣4 ♣KD876532 Suður ♠G10963 ♥87632 ♦Á4 ♣G Suður spilar 5♥ dobluð. Tilgangur hindrunarsagna er að koma andstæðingunum í vandræði. Ein- staka sinnum tekst það. Lítum á dæmi úr sumarbrids: Á hagstæðum hættum opnar austur í fyrstu hendi á 4♣. Suður passar og vestur líka. Hvað á norður að gera? Dobl væri til úttektar og ekki vill hann fá makker í 4♠. Pass er nánast þvinguð sögn. Það gefur N-S 50-kall, sem er rýrt í roðinu þegar hægt er að fá ellefu slagi í hjartasamningi. „Hægt að fá,“ er rétta orðalagið. Á einu borði vakti austur á 5♣, sem norð- ur sektardoblaði, en suður tók samt út í 5♥. Vestur dró upp rauða spjaldið og kom út með lauf. Spilið vinnst ef sagn- hafi spilar ♥Á og hjarta, en hann reyndi að taka á ♠Á í öðrum slag. Austur trompaði óvænt, vestur yfirtrompaði svo lauf með ♥10 og spilaði enn spaða. Tveir niður. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Láttu ekki hjá líða að sinna sam- böndum þínum við þá sem standa þér næst. Hvernig sem þér líður, þá er áreið- anlega góð ástæða fyrir því. (20. apríl - 20. maí)  Naut Allt í einu uppgötvar þú að það sem þú hélst að væri leyndarmál er á allra vit- orði. Kannski er aðaltöffarinn viðkvæmari en þú, en bara betri í þykjustuleiknum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Sinntu endurbótum á heimilinu eða liðkaðu fyrir samskiptum á milli fjöl- skyldumeðlima. Varastu að láta dreifa at- hygli þinni, því þú þarft á allri þinni ein- beitingu að halda. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þig langar til að flýja hversdags- leikann í dag. Láttu sem ekkert sé því þú munt uppskera laun erfiðis þíns. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Nú ættir þú að láta til skarar skríða og sækja það mál sem þig hefur lengi langað til þess að leiða til lykta. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú nýtur þess að stússast og koma lífi þínu í röð og reglu. Láttu það ganga fyrir öðru til að byrja með. Viljirðu kom- ast hjá óþægindum skaltu ekki blanda saman starfi og leik. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Bjartsýni þín leiðir þig langt og þegar sá gállinn er á þér njóta samstarfsmenn þínir einnig góðs af. Dekraðu við sjálfan þig í kvöld. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það getur verið varasamt að hlaupa upp til handa og fóta af minnsta tilefni. Notaðu tækifærið þegar allt er á góðum kjörum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú þarft að taka þér tak og gera eitthvað fyrir heilsu þína. Treystu engum fyrir sjálfum þér fyrr en þú hefur fullreynt viðkomandi að því að vera heill. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Eina leiðin til að bæta sam- bandið er að sætta þig við hann/hana eins og hann/hún er. Nú er tækifæri til að láta dýrmætustu draumana rætast. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er stutt í einhvern stór- atburð sem þú þarft að vera reiðubúinn fyrir hvað sem það kostar. Gættu þess að fara ekki yfir strikið í eyðsluseminni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er einhver óreiða á hugsunum þínum. Vertu því stöðugt á tánum. Gefðu þér tíma til að lyfta þér upp í góðra vina hópi. Stjörnuspá 16. ágúst 1963 Guðrún Bjarnadóttir, 20 ára sýningarstúlka úr Njarðvík- um, varð hlutskörpust í al- þjóðlegri fegurðarsamkeppni á Langasandi í Bandaríkj- unum (Miss Universe). 16. ágúst 1987 Útitónleikar voru haldnir í Kerinu í Grímsnesi. Á sjötta þúsund manns sóttu þá. 16. ágúst 1994 GSM-farsímakerfi Landssím- ans var formlega tekið í notk- un. Fyrst í stað var kerfið gert fyrir 4.000 notendur. 16. ágúst 2000 Þrettán manns var bjargað af þaki rútu sem festist úti í Jök- ulsá á Fjöllum, skammt frá Herðubreiðarlindum. Fólkið hafði beðið björgunar í þrjár klukkustundir. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Benedikta Ýr, Ásta Margrét og Margrét Birna gengu í hús í Garða- bæ og söfnuðu dóti á tombólu sem þær héldu fyrir utan Ísbúð Garða- bæjar. Með þessu framtaki sínu söfnuðu þær 1.650 kr. sem þær styrktu Rauða krossinn með. Hlutavelta „KRAKKARNIR tóku af mér ráðin. Ég ætlaði nú bara að vera hógvær og láta lítið bera á þessu en þau vildu nú endilega að ég héldi nú einu sinni upp á afmælið,“ segir Ólafur Egilsson, bóndi á Hunda- stapa í Borgarbyggð, sem er sjötugur í dag. Afmælisveislan var haldin í gærkvöld í félags- heimilinu Lyngbrekku og var hangikjöt og upp- stúf á borðum. Með því var drukkið malt og app- elsín og sterkari drykkjarföng á eftir, að sögn Ólafs. „Það er ómögulegt að gefa mönnum brenni- vín á sunnudagskvöldi og enginn getur svo mætt í vinnu daginn eftir,“ segir hann. Ólafur kveðst yfirleitt hafa reynt að koma sér í burtu á stórafmæl- um, eins og hann orðar það. „Það var ansi gott þegar ég var fimm- tugur. Þá fór ég í ferðalag norður og dvaldist í góðu yfirlæti í Hrísey. Ég hafði aldrei komið þangað áður.“ Ólafur er frá Borgarnesi og starfaði hjá Kaupfélaginu þar áður en hann byrjaði að búa. ,,Ég náði í heimasætuna á bænum, Ólöfu Guð- mundsdóttur, og við tókum við búinu þegar mágur minn missti heils- una. Ég skipti við hann. Hann fékk mína íbúð í Borgarnesi.“ Ólafur og Ólöf eiga 5 börn, 12 barnabörn og 4 barnabarnabörn. Ólafur Egilsson bóndi sjötugur Hangikjöt og brennivín ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.