Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞRÁTT fyrir að þrýst hafi verið á um að Framsóknarflokkurinn myndi standa að nið- urstöðu fjárlaganefndar í umfjöllun um ríkis- ábyrgðina á tryggingasjóðnum tókst það ekki. Framsóknarflokkurinn vildi skýrari fyrirvara en hinir flokkarnir og því varð niðurstaðan sú að Framsóknarflokkurinn myndi skila sérat- kvæði. Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd, bauðst til þess að útfæra breytingar- tillögu sem lögð yrði fyrir nefndina síðar en á það var ekki fallist. „Ég var ekki sáttur við hvernig lagalegu fyrirvararnir voru og ég tel reyndar niðurstöðuna í þeim efnum alls ekki Íslandi í hag. Það er ekki nægilega tryggt að mínu mati að Ísland geti sótt rétt sinn, t.d. ef forsendur breytast með einhverjum hætti okkur í hag varðandi innstæðutryggingar. Það má ekki gleymast að það var verið að samþykkja ósanngjörnustu samninga sem nokkur þjóð hefur þurft að taka ábyrgð á. Ég fylgdi minni sannfæringu og taldi mig ekki geta staðið að málinu.“ Framsóknarmenn gáfu sig ekki og skila séráliti Höskuldur Þórhallsson LÍTA mátti á þriðja tug glæsilegra flugmódela á samkomu á Tungubökk- um í Mosfellsbæ í gær. Vænghaf stærsta módelsins er vel á fjórða metra, vænghaf minnstu tvíþekjunnar 1,60 m. Þarna gat að líta vélar úr báðum heimsstyrjöldunum, en einnig vélar sem notaðar eru í borgaralegu flugi. „Vetrarvinnan okkar er að smíða og á sumrin er stórkostlegt að horfa á gripina fljúga,“ sagði Einar Páll Einarsson, flugáhugamaður í gærmorgun. FLOTT FLUGMÓDEL Morgunblaðið/Ómar FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FULLTRÚAR allra flokka í fjár- laganefnd, nema Framsóknarflokks- ins, náðu samkomulagi um orðalag breytingartillagna við frumvarp um ríkisábyrgð Tryggingasjóðs inn- stæðueigenda vegna Icesave-reikn- inga Landsbanka, á þriðja tímanum í fyrrinótt. Guðbjartur Hannesson, for- maður fjárlaga- nefndar, segir að helst hafi verið deilt um hvernig efnahagslegir fyrirvarar vegna málsins ættu að vera. „Fyrst og fremst var rætt um efnahagslega fyrirvara. Það var lagt af stað með að reyna að ná breiðri sátt um efna- hagslega fyrirvara sem gætu tryggt að ríkisábyrgðin vegna Icesave- reikninganna yrði ekki of íþyngj- andi. Niðurstaðan varð sú að hag- vöxtur réði því hversu miklar greiðslurnar yrðu á hverju ári.“ Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu á föstudag lögðu stjórnar- andstöðuflokkarnir, einkum Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokkur, á það áherslu að ef enginn hagvöxtur yrði í landinu myndu greiðslur falla niður á því tímabili. Fallið var frá því að miða við að greiðslur yrðu ekki meiri en sem næmi 3,5 prósentum af landsframleiðslu. Þá náðist einnig samkomulag um fyrirvara vegna raðar kröfuhafa í bú Landsbankans. Þar mun niðurstaða dómstóla gilda, samkvæmt fyrirvar- anum. Skrif Ragnars H. Hall hrl., sem hefur árutugareynslu af kröfu- rétti sem lögmaður, höfðu afgerandi áhrif á niðurstöðu nefndarinnar. Í Icesave-samningnum sem þegar hefur verið undirritaður er gert ráð fyrir því að kröfur Tryggingasjóðs- ins íslenska annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar séu metn- ar jafnar. Ragnar hefur haldið því fram að krafan í eignir Landsbank- ans frá Tryggingasjóðnum eigi að njóta forgangs upp í lágmarksskyld- ur sjóðsins gagnvart innstæðu- eigendum. Icesave ógni ekki efnahag landsins  Áhersla lögð á að tengja greiðslugetu við hagvöxt í landinu Guðbjartur Hannesson Sjaldan eða aldrei hefur umfjöllun nefndar Alþingis um frumvarp verið jafn fyrirferðarmikil og vegna Icesave-frumvarpsins. Fundað var nær linnulaust í fjár- laganefnd í tvo sólarhringa, með reglulegum hléum. Þau voru nýtt til þess að upplýsa þingmenn og forystumenn flokkanna um stöðu málsins, og þó tókust menn einn- ig á um einstaka þætti sem voru til umfjöllunar. „Ég er nú ekki bú- inn að taka það saman hversu margar klukkustundir fóru í af- greiðslu þessa máls úr nefnd, en þær voru margar,“ sagði Guð- bjartur Hannesson. Bretar og Hollendingar fylgdust náið með framvindu málsins. Starfsmenn breska sendiráðsins voru m.a. með í þeirri vinnu. Þá voru starfsmenn fjármálaráðu- neytisins í tíðum samskiptum við hollensk stjórnvöld. Þingflokkarnir með í ráðum allan tímann TILDRÖG banaslyssins í Langa- dal í fyrrakvöld, er flutninga- bifreið með tengivagn lenti út af veginum, eru enn óljós. Rannsókn málsins er á frumstigi, að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. Í gærmorgun var enn verið að afla upplýsinga um málið og ræða við vitni. Farþegi í bifreiðinni lést í slysinu. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Loka þurfti þjóðveginum um tíma vegna slyssins. Rannsókn á banaslysi á frumstigi Á slysstað Lögregla og sjúkraflutningamenn á vettvangi í Langadalnum. ostur Ríkur af mysupróteinum Bra gðg óð nýju ng 9% aðeins Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. „Ég er ánægður með að menn skuli hafa verið tilbúnir að hlusta á mínar ábendingar og skoða þær gaumgæfilega. Ef það er svo að dómstólar muni skera úr um það með hvaða hætti eigi að úthluta úr búi Landsbankans, þá finnst mér það vel ásættanlegt. Það gleður mitt litla hjarta,“ sagði Ragnar H. Hall hrl. í samtali við Morgun- blaðið í gær. Einn af fyrirvörum við frumvarp um ríkisábyrgð Trygg- ingasjóðs innstæðueigenda er á þann veg dómstólar úrskurði um röð kröfuhafa. „Ég tel að samningurinn hafi alls ekki verið í takt við íslensk lög og reglur og ekki verið Íslandi í hag. Þetta bætir úr því og það er, eins og áður segir, gleðilegt.“ Ragnar H. Hall: „Gleður mitt litla hjarta“ DÁLKAHÖFUNDURINN Andrew Hill segir í Financial Times í gær að Bretar hafi beitt Íslendinga hörku, nokkuð sem þeir hefðu aldr- ei gert gagnvart stóru ríki, til að mynda Indlandi. Indverskir bankar hafi á sama tíma og þeir íslensku boðið upp á útblásna vexti í Bret- landi. En ábyrgðin er líka í höndum ís- lenskra yfirvalda, þeirrar ríkis- stjórnar sem var við völd á Íslandi á þessum tíma og Fjármálaeftir- litsins, segir Hill. Ábyrgðin er því sameiginleg með breskum og ís- lenskum yfirvöldum. Með öðrum orðum er tími kominn á sameig- inlega velvild, líkt og forsætisráð- herra Íslands, Jóhanna Sigurðar- dóttir, leggur til, skrifar Hill í FT. Ábyrgðin sameiginleg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.