Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 38
Kvöldgeislar flæða um víkur og voga, vitund mín skynjar þá fegurð og tign. Húmslæður sveipast um himinsins boga, hafaldan sefur í djúpinu lygn. (Rósa A. Georgsdóttir.) Aðrir munu rekja feril Rósu og hina fögru og einstöku framkomu hennar í garð Réttargeðdeildarinnar á Sogni. Enginn annar hefur gert neitt þessu líkt. Starfsfólk og sjúk- lingar minnast hennar í djúpri þökk og senda ættingjum samúðarkveðj- ur. Rósa sigraði óbærilega sorg með því að elska óvini sína. Hún var gáfuð, kjarkmikil og raunsæ baráttukona Rósa Aðalheiður Georgsdóttir ✝ Rósa AðalheiðurGeorgsdóttir fæddist á Patreks- firði 26. febrúar 1919. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík fimmtu- daginn 6. ágúst síð- astliðinn. Rósa Aðaheiður var jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 14. ágúst sl. fyrir mannúð, skilningi og stuðningi við hinar veikustu og fótum troðnustu hornrekur hins fordóma- og hrokafulla græðgisam- félags. Hún var hold- gervingur göfug- mennsku, þroska og fegurðar. Skáldanafn hennar var Heiða frá Hlíð, og hún lifði fyllilega eins og hún orti eins og Sig- urður Nordal sagði um Klettafjallaskáldjöfur- inn. Eftirfarandi ljóð hennar segir allt sem segja þarf. Ertu bitur og kalin á sálu og sinni, hafa sorgirnar, harmurinn, lokað þig inni? Hugsaðu um aðra, er hjartanu blæðir, hönd þína rétt þeim, það bætir og græðir. Hvað veldur fæð slíkra mikil- menna? Magnús Skúlason. Kveðja frá stjórn Kærleikssjóðs Sogns Saga Rósu Aðalheiðar Georgsdótt- ur er saga íslenskrar alþýðukonu og um margt óvenjuleg. Hún lifði tím- ana tvenna og lét ekki mótlæti buga sig. Heilsteypt kona, sterk andlega, eðlisgreind og skáldmælt. Mikill harmur sótti hana heim er afar geð- veill maður réðst að heimili hennar, særði eldri dóttur hennar og banaði þeirri yngstu, Kristínu Kjartansdótt- ur, tveggja ára gamalli. Sjálf særðist Rósa Aðalheiður. Þetta gerðist á vor- dögum árið 1947. Hinn sjúki og ógæfusami maður var dæmdur til vistar á viðeigandi öryggisgæsludeild sem ekki var til og því beið hans fang- elsi en ekki sjúkrastofnun fyrir ósak- hæfa. Síðar andaðist hann í fangels- inu. Og árin liðu eitt af öðru. Hugsaði Rósa Aðalheiður einatt í harmi sínum til þessa manns sem í geðveiki sinni tók líf dótturinnar kæru. Hvernig það gat gerst og hvað væri hægt að gera til að aftra því að slíkt gerðist aftur. Fylltist hún umhyggju fyrir högum þeirra sem svo er háttað um og í hvert sinn er geðveilt fólk réðst að lífi og limum annarra varð henni hugsað til þess hvað unnt væri að gera til að hjálpa því og öðru fólki – og þján- ingar þess skyldi hún sjálf svo dæma- laust vel. Sú sem ráðist var að gekk í það að hjálpa ógæfumönnum sem vega í geðsýki sinni að öðrum. Í þessu ómar sterkur hljómur fyrirgefningar og mikils þroska sem getur verið öðrum fyrirmynd. Hún sneri því illa til góðs – ekkert er eins kristilegt og kær- leiksríkt og það viðhorf. Ekkert sýnir jafn þroskaðan huga og það – sýnir vísdóm og sálarþrek hins aldna sem ætti okkur öllum að vera fyrirmynd á lífsleiðinni. Rósa Aðalheiður þreyttist aldrei á að ræða hag geðsjúkra brota- manna við þá er réðu málum þeirra og gekk iðulega á fund ráðamanna til að brýna þá til verka. Hún lagði ekki árar í bát þótt aldur færðist yfir hana heldur fylltist meiri krafti fyrir mál- stað sinn og fylgdist vel með þróun þessara mála. Hún lét ekkert tæki- færi hjá líða til að vekja athygli á stöðu hinna ósakhæfu brotamanna í samfélagi okkar. Má fullyrða að brýningar þessarar öldnu konu sem og hin mannúðlega afstaða hennar hafi náð eyrum ýmissa í íslensku þjóðlífi sem skilja nú betur en áður að brýnt er að búa vel að hinum ósak- hæfu. Árið 2004 gerðist Rósa Aðalheiður forgöngumanneskja í því að setja á laggirnar sjóð sem styrkja skyldi réttargeðdeildina á Sogni. Sjóður þessi ber heitið Kærleikssjóður Sogns. Hún rétti fram hið fyrsta framlag í sjóð þenna sem varð öðrum mannvinum hvatning til að láta fé af hendi rakna til hans. Sjóðurinn hefur nú þegar styrkt réttargeðdeildina á Sogni með ýmsum hætti og það myndarlegum. Guð blessi minningu Rósu Aðal- heiðar Georgsdóttur. F.h. stjórnar Kærleikssjóðs Sogns, Hreinn S. Hákonarson. 38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 ✝ Árni Eymar Sig-urbjörnsson fæddist í Stórugröf í Staðarhreppi 29. ágúst 1927. Hann lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti 28. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jónanna Jónsdóttir, f. 23. jan. 1904, d. 14. ágúst 1969, og Krist- mundur Sigurbjörn Tryggvason, f. 30. mars 1896, d. 4. sept. 1984. Systkini Árna eru: Hulda Ingibjörg, f. 4. sept. 1922, Jórunn Birna, f. 3. júlí 1925, d. 30. maí 1979, Ingvi Ólafur, f. 20. sept. 1930, d. 22. júní 1991, Jón Stefán, f. 2. okt. 1932, Gunnar Eysteinn, f. 17. sept. 1934, Sæmundur Sig- ursveinn, f. 21. júlí 1936, Ásta Kristín, f. 11. nóv. 1938, Gígja Ester, f. 11. júní 1940, María Sigríð- ur, f. 20. sept. 1942, Þórhallur Tryggvi, f. 15. júlí 1945, og Hug- rún Hjördís, f. 7. des. 1949. Sambýliskona Árna um tveggja áratuga skeið var Sólveig Pétursdóttir, f. 13. sept. 1932, d. 25. feb. 1997. For- eldrar hennar voru Elísabet Finnsdóttir og Pétur Jónsson. Árni og Sólveig slitu samvistir. Síðasta áratuginn átti Árni góða vinkonu, Jóhönnu Guðbjörgu Gunnlaugsdóttur, f. 29. des. 1924. Foreldrar hennar voru Ósk Ingi- björg Þorleifsdóttir og Gunn- laugur Benedikt Björnsson. Árni ólst upp hjá foreldrum sín- um í Skagafirði og stundaði ungur öll almenn sveitastörf. Um tvítugt fór hann að vinna á þungavinnu- vélum við skurðgröft og vega- gerð. Nokkrar vertíðir reri hann frá Vestmannaeyjum. Á árunum 1960 til 1967 var hann bóndi í Grófargili í Skagafirði en brá þá búi og flutti suður. Eftir það átti hann lengst af heimili í Kópavogi. Hann vann á jarðýtum víða um land við vegagerð og virkjanir, m.a. lengi á Keflavíkurflugvelli. Útför Árna fór fram í kyrrþey frá Kópavogskirkju 10. ágúst. Árni kom inn í líf mitt og fjöl- skyldu minnar fyrir rúmum áratug þegar hann kynntist móður minni Jóhönnu Guðbjörgu Gunnlaugs- dóttur. Þau bjuggu í sama húsi en ekki sömu íbúð. En þau voru sam- an frá morgni til kvölds flesta daga. Voru félagar og vinir og studdu hvort annað. Hann var vin- ur okkar og sjálfsagður hluti af fjölskyldunni og var m.a. hjá okkur um jól og áramót ásamt móður minni. Það er því skarð fyrir skildi í fjölskyldu okkar þegar Árni hverfur á braut. Þótt Árni væri fremur heilsulítill mest af þeim tíma sem við þekkt- umst var augljóst hve mikill þrek- maður hann hefur verið á yngri ár- um. Stór og myndarlegur og greinilega enginn veifiskati. Enda hef ég heyrt að hann hafi verið tal- inn a.m.k. annar sterkasti maður í Skagafirði á sínum yngri árum. Árni var ræðinn og skemmtileg- ur í fámennum hópi þeirra sem hann þekkti vel en var hlédrægur maður út á við og fór lítt á manna- mót. Hann fylgdist vel með þjóð- málum og hafði ákveðnar skoðanir. Stjórnmál ræddi hann gjarnan og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Raungóður var hann og hjálpsam- ur. Til marks um það vil ég nefna að sl. sumar vorum við hjónin ásamt mömmu norður í landi þegar bíll okkar bilaði og ljóst var að hann kæmist ekki brátt í lag. Þeg- ar Árni frétti þetta brá hann við skjótt og sagðist keyra norður næsta dag til að sækja okkur ef við tækjum að okkur að aka suður. Það stóðst. Um hádegisbil næsta dag mætti Árni glaður en nokkuð þreyttur. Hafði lagt snemma af stað og ekið í einum áfanga eins og vani hans var er hann ferðaðist milli landshluta. Ég veit að þótt okkur hjónunum þætti greiðinn góður og þetta gleddi okkur og sparaði okkur ómak, þá var hann samt enn ánægðari með að hafa veitt þessa aðstoð. Næsta dag komum svo öll heim á hans bíl. Ég kveð Árna með söknuði og þökk fyrir góð kynni og bið Guð að styrkja móður mína, systkini Árna og aðra þá sem sakna hans nú. Veri góður vinur Guði falinn. Bergdís Ósk Sigmarsdóttir. Árni Sigurbjörnsson Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Árni, minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Heimir, Björg og Benedikt Aron. HINSTA KVEÐJA                          Björgvin Steinþórsson ✝ Björgvin Stein-þórsson fæddist á Þverá í Blönduhlíð í Skagafirði 16. ágúst 1939. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 12. júlí 2008. Foreldrar hans voru Steinþór Stefánsson bóndi, f. 8.4. 1908, d. 4.11. 1977, og Margrét Jó- hannesdóttir húsmóðir, f. 17.5. 1916, d. 13.10. 1995. Systkini Björgvins eru Stefán, f. 8.1. 1935, Jóhannes, f. 27.3. 1938, látinn, Hjörtína Ingibjörg, f. 1.10. 1940, d. 23.5. 2001, Gunnar, f. 29.12. 1941, Magnús, f. 11.7. 1944, Steinþór, f. 13.5. 1949, og Guðrún, f. 7.6. 1957. Björgvin kvæntist 22. október 1966 í Hafnarfjarðarkirkju Soffíu Magn- úsdóttur, f. á Akureyri 5. júní 1937, d. 31.7.2004. Börn þeirra eru: a) Mar- grét, f. 13. febrúar 1965, gift Stefáni Hjaltalín Jóhannessyni vélvirkja, f. 21. júlí 1959, börn þeirra eru Björk, f. 31. janúar 1983, Björgvin Sveinn, f. 19. maí 1986, og Guðmundur, f. 23. des- ember 1987, b) Þórdís, f. 6. janúar 1971, gift Stefáni Ingvari Guðmunds- syni vélstjóra, f. 2. júlí 1968, börn þeirra eru Soffía Rós, f. 28. maí 1993, Kristfríður Rós, f. 24. janúar 1995, og Steinþór, f. 1. nóvember 1996. Björgvin ólst upp á Þverá í Skaga- firði og flutti suður í Hafnarfjörð ásamt Soffíu árið 1964 til þess að mennta sig en hann gekk í Iðnskólann í Hafnarfirði þar sem hann útskrifaðist 11. júlí 1969 sem skipasmíðameistari. Hann vann í Skipasmíðastöðinni Dröfn í mörg ár og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum. Björgvin var eftirsóttur smið- ur og tók að sér hin ýmsu verk enda með eindæmum handlaginn og vand- virkur. Árið 1986 fór hann að vinna sem vaktmaður í Arnarhvoli og vann þar til ársins 2004. Þegar Soffía kon- an hans lést 31. júlí 2004, ákvað hann að flytja frá Hafnarfirði og fara til baka í Skagafjörðinn sem var honum svo hjartkær. Hann ákvað að byggja sér hús í Varmahlíð með útsýni yfir fallega fjörðinn sinn, fjöllin og vötnin. Þrátt fyrir erfið veikindi og heilsubrest var hann kominn áleiðis í þeirri bygg- ingu með góðri hjálp og sinni þraut- seigju. Útför Björgvins fór fram í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar Þórir Magnússon ✝ Þórir Magnússonfæddist í Reykja- vík 11. apríl 1937. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. júlí sl. For- eldrar hans voru Magnús Pétursson, ættaður úr Borgarfirði, f. 12. okt. 1905, d. 21. ág. 1965, og Jóhanna Magnea Sigurðardóttir, ættuð af Álftanesi, f. 4. feb. 1911, d. 29. jan. 1997. Systkini Þóris eru Sigurlín Ester, Gunnar Helgi, Grétar, Hulda og Hafdís. Þórir kvæntist 27. sept. 1958 Maríu Jóhannsdóttur frá Akureyri, f. 28. júní 1939. Foreldrar hennar voru Jóhann V. Jóhannsson, f. 24. ág. 1898, d. 3. feb. 1991, og Halldóra Kristjánsdóttir f. 11. apríl 1905, d. 5. des. 1991. Börn Þóris og Maríu eru: 1) Halldór, f. 22. júní 1960, fyrrv. maki Jane Alexander. Börn þeirra Viktoría, f. 1990, Elísabet, f. 1993, og Tómas, f. 1998. 2) Jóhanna Magnea, f. 4. júní 1962, fyrrv. maki Stefán Guðfinnsson. Börn þeirra: Guð- finnur Þórir, f. 1990, og Sunna Ósk, f. 1994. 3) Þórir, f. 18. mars 1970, maki Halldóra Kr. Valgarðsdóttir. Börn þeirra Alexandra Ýr, f. 1990, Arnar Daði, f. 1992, Auðunn Atli, f. 1995, og Alma Björt, f. 2005. Dóttir Þóris og Ingunnar Ragnarsdóttur er Ragna Heiðbjört, f. 9. júlí 1966, maki Kristján Guðmundsson. Börn þeirra Vilhjálmur Ragnar, f. 1988, Heiða Björg, f. 1990, og Hugrún Birta, f. 2000. Þórir hóf störf hjá Ísbirninum hf. að loknu grunnskólanámi og varð þar fljót- lega vörubifreiðarstjóri. Eftir um 10 ára starf þar hóf hann störf hjá Bifreiðastöð Steindórs við leigubílaakstur, rútuakst- ur og bílaafgreiðslu og var þar í um níu ár. Þá fékk hann atvinnuleyfi á leigubíl og vann við það til æviloka, fyrst hjá BSR og síðustu árin hjá Hreyfli- Bæjarleiðum. Reyndar tók hann sér frí frá leigubílaakstri í nokkur ár og ók þá rútum fyrir Guðmund Jónasson hf. Þór- ir starfaði mikið fyrir Slysavarnafélag Íslands og þá aðallega Björgunarsveit- ina Ingólf. Hann var áhugamaður um stangveiði, skotveiði, skák og bridge. Útför Þóris var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 16. júlí. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.