Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 33
– meira fyrir áskrifendur
Glæsilegt sérblað um heilsu
og lífstíl fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 28. ágúst
Heilsa og
lífstíll
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Í blaðinu Heilsa og lífstíll verður kynnt
fullt af þeim möguleikum sem í boði eru
fyrir þá sem stefna á heilsuátak og
bættan lífstíl haustið 2009.
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16
mánudaginn 24. ágúst.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is
Meðal efnis verður :
• Ný og spennandi námskeið í
heilsuræktarstöðvum
• Flott föt í ræktina
• Andleg vellíðan
• Afslöppun
• Dekur
• Svefn og þreyta
• Matarræði
• Skaðsemi reykinga
• Fljótlegar og hollar uppskriftir
• Líkaminn ræktaður heimafyrir
• Ásamt fullt af fróðleiksmolum og
spennandi efni
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009
ÆTLIÐ þið að samþykkja
Icesave-ríkisábyrgð og senda
skilaboð til heimsins að hér sé
fyrsta skref í hrinu rík-
isábyrgða þar sem sukk fallinna
bankanna er fært á hendur ís-
lensks almennings með sam-
þykkt alþingis?
Ætlið þið að falla í þá gryfju
aðsamþykkja ríkisábyrgð á
spillingu og glæframennsku?
Ætlið þið virkilega að gera
ykkur að undrum í augum ann-
arra þjóða og staðfesta þar með
að alþingismenn hafi í raun ver-
ið með og jafnvel staðið á bak
við spillta menn og ykkur beri
að klára málið fyrir þá?
Ráðherrar og alþingismenn,
ætlið þið virkilega að ganga í
gildru landa, sem talin eru
geyma „Tortóla“-peninga í fjár-
hirslum sínum, og setja Íslend-
inga í „pant“ til handa þjóð sem
flokkar íslenskan almenning
með helstu glæpamönnum sög-
unnar?
Af hverju ríkisábyrgð?
Hvar er samviskan?
Njótið þið valdsins?
Kristján Auðunsson
Ráðherrar og
alþingismenn
Höfundur er frkvstj. og starfar í
Þýskalandi, m.a. við að koma ís-
lenskum útflutningsvörum á mark-
að.
NÚ LIGGUR fyrir
Alþingi frumvarp til
laga, svokölluð mat-
vælalög, sem mun
leggja dýralæknakerf-
ið í landinu í núverandi
mynd í rúst. Kerfi sem
hefur að mati undirrit-
aðs þjónað bændum og
dýraeigendum vel, ver-
ið ódýrt og hnökralaust
í framkvæmd og leitt
til þess að fengist hafa
ungir dýralæknar til starfa á lands-
byggðinni.
Til að útskýra kerfið eins og það er
í dag, þá eru starfandi alls 15 héraðs-
dýralæknar á landinu og eru þrír
þeirra þannig ráðnir að þeir skuli
ekki sinna almennri dýralæknis-
þjónustu, en þeir eru í Reykjavík, á
Selfossi og Akureyri, en hinir 12 hér-
aðsdýralæknarnir sinna samkvæmt
lögum, samhliða eftirlitsstörfum, al-
mennum dýralæknastörfum, hver í
sínu umdæmi. Hugsunin við þessa
skipan mála, sem komið var á með
nýjum lögum um dýralækna og heil-
brigðisþjónustu við dýr, sem komu til
framkvæmda 1. desember 1999, var
að á þéttbýlustu svæðum landsins
væri grundvöllur fyrir sjálfstætt
starfandi dýralækna að hasla sér völl,
þar sem þeir ættu ekki í samkeppni
við dýralækna á launum frá ríkinu og
einnig að þá væri unnt að sinna eft-
irlitsskyldu með framleiðslubúum og
sláturhúsum á þéttbýlustu land-
búnaðarsvæðum landsins, án þess að
það bryti í bága við stjórnsýsluhætti.
Þessi skipan mála hefur reynst vel og
hafa sjálfstætt starfandi dýralæknar
komið sér fyrir með góðum árangri á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, á Suður-
landsundirlendinu austur undir Mýr-
dal og í Eyjafirði og Skagafirði. Hér-
aðsdýralæknarnir á
þessum svæðum hafa
sinnt eftirlitsþáttum,
bæði til sveita og í
sláturhúsum ásamt eft-
irlitsdýralæknum, sem
starfa undir þeirra
stjórn.
En hvernig yrði mál-
um komið fyrir sam-
kvæmt nýja matvæla-
frumvarpinu? Þá yrði í
fyrsta lagi öllum héraðs-
dýralæknum landsins
sagt upp störfum og
auglýstar nýjar stöður héraðs-
dýralækna, sex talsins fyrir allt land-
ið, í stað 15 líkt og nú er. Þessir sex
héraðsdýralæknar ættu allir að sinna
eingöngu eftirlitsstörfum, þeim væri
ekki heimilt að stunda almennar
dýralækningar. Hugmyndin er að
ráða sums staðar eftirlitsdýralækna
undir þeirra stjórn í hlutastörf, eftir
því hve stór eftirlitsþátturinn væri á
hverju svæði. Hugmyndin er að gera
héraðsdýralæknana eingöngu að
eftirlitsaðilum.
Hver á þá að sinna almennum
dýralækningum á landsbyggðinni?
Jú, hugmynd ráðamanna er að það
verði sjálfstætt starfandi dýralækn-
ar. Þetta hljómar kannski vel í eyru
einkavæðingarsinna og jafnvel þeirra
sem ekki þekkja til mála. En málið er
ekki svona einfalt. Aðstæður eru
þannig á Íslandi, að utan umdæma
hinna þriggja núverandi eftirlitshér-
aðsdýralækna er ekki lífvænlegt fyrir
sjálfstætt starfandi dýralækna. Þar
kemur fyrst til, að fjöldi dýra er ekki
nógur, strjálbýli er of mikið og fjar-
lægðir of miklar. Þetta kann að
hljóma undarlega fyrir suma, en þeg-
ar betur er að gáð kemur í ljós að
fæst af þessum núverandi 12 héraðs-
dýralæknaumdæmum hafa fleiri en
20 kúabú. Menn segja kannski að á
þessum svæðum sé sums staðar
margt sauðfjár og hrossa, en bændur
og dýralæknar sem til þekkja vita að
af þeim hefur dýralæknir til sveita
litlar tekjur.
Hver er þá niðurstaðan ef sá hluti
frumvarpsins sem varðar dýralækna-
þjónustu verður samþykktur óbreytt-
ur? Dýralæknar munu flytja burt úr
héruðunum og leita sér vinnu annars
staðar, ungir dýralæknar munu ekki
koma til starfa vegna þess að þeir
munu ekki geta framfleytt sér og fjöl-
skyldu sinni. Þjónusta við bændur og
dýraeigendur mun snarversna og
jafnvel verða engin á sumum svæð-
um. Ég skora því á þingmenn að
hafna þessum breytingum, þær munu
skaða íslenskan landbúnað og byggð-
ir landsins. Ég skora líka á Bænda-
samtök Íslands að láta í sér heyra
varðandi þetta mál, þetta er vissulega
líka hagsmunamál fyrir bændur.
Ég trúi ekki að Evrópubandalagið
muni ekki hafa skilning á strjálbýli
landsins, sem allt liggur norðan 64.
breiddargráðu, en það hefur gert
undanþágur um landbúnaðarmál á
svæðum norðan 62. breiddargráðu í
Svíþjóð og Finnlandi.
Það er reyndar stórfurðulegt að
samningamenn Íslands í umræðum
um matvælalöggjöfina hafi ekki einu
sinni reynt að fara fram á undan-
þágur varðandi þessi atriði. Þeir hafa
verið spurðir af hverju þeir leituðu
ekki eftir undanþágum. Svörin voru
að það hefði verið óviðeigandi! Þurf-
um við Íslendingar alltaf að innleiða
Evrópulöggjöfina alls kostar
óbreytta þó það sé okkur í óhag? Ég
held við þurfum ekki að vera kaþólsk-
ari en páfinn.
Ólög um héraðs-
dýralækna
Eftir Gunnar Örn
Guðmundsson
Gunnar Örn
Guðmundsson
»Nú liggur fyrir Al-
þingi frumvarp til
laga, sem mun leggja
héraðsdýralæknakerfið
á landsbyggðinni í rúst.
Kerfið hefur þjónað
bændum og dýraeig-
endum vel.
Höfundur er héraðsdýralæknir.
EFTIR að hafa lesið greinina „Mild-
ur vímugjafi eða kaldrifjaður morð-
ingi?“ um skaðsemi kannabisefna í
sunnudagsblaði Moggans fann ég
mig knúinn til að skrifa blaðinu bréf.
Ég hafði ekki hugmynd um að kanna-
bis væri svona hættulegt. Ég hélt að
„jóna“ væri eitthvað sem fólk reykti
til að öðlast hugarró eða gera leið-
inlega sjónvarpsdagskrá bærilegri.
En nú veit ég að jóna er svokallað
„gateway drug“. Því hversvegna að
láta sér nægja að öðlast hugarró með
grasi þegar maður getur frekar misst
dómgreind með áfengi? Eða orðið
væminn og graður með e-töflum?
Eða breytt sér í sjálfumglaðan asna
með hjálp kókaíns?
Já, saga Baldvins Sigurðssonar,
unga mannsins sem byrjaði að reykja
kannabis 14 ára (sem hlýtur að vera
mjög algengt hér í borg óttans), opn-
aði svo sannarlega hug minn. Í grein-
inni segir hann frá því hvernig kanna-
bisvíman nægði honum ekki og því
byrjaði hann að drekka áfengi og
neyta sterkari efna. Þetta hlýtur að
eiga við um flesta sem prófa ein-
hverntíma að reykja kannabis, ann-
ars væri einhliða blaðamennska hér á
ferðinni. Ég fílaði líka hvernig grein-
arhöfundur skrifaði neyzla með „z“.
Þesskonar stafsetning tíðkaðist á
bannárunum á Íslandi, sem færir mig
að meginmáli þessa bréfs.
Eins og Baldvin er „gangandi
sönnun“ um er kannabis „kaldrifj-
aður morðingi“, þrátt fyrir að engar
tölur hafa enn borist um dauðsföll af
völdum vímugjafans (líklega stafar
það af einhverskonar samsæri hass-
hausa). En samkvæmt tölum sem ég
les á netinu eru önnur eiturlyf eins og
t.d. áfengi jafnvel hættulegri! Þar
stendur til dæmis að um 100.000
manns deyja árlega af völdum áfeng-
istengdra sjúkdóma, eitrunar og
slysa. Við sjáum
það strax að lög-
leiðing áfengis
voru stór mistök.
Ég legg því til,
hér og nú, að við
Íslendingar ólög-
leiðum áfengi.
Sjálfur hef ég
drukkið bjór síðan
ég var 16 ára og
hef margoft farið
mér að voða. Einu sinni reyndi ég
meira að segja við stelpu sem átti
kærasta. Ef ég held áfram að drekka
á ég eflaust eftir að fara út í harðari
efni eins og t.d. vodka. Og enda lík-
lega á því að fremja morð eða eitt-
hvað. Guð má vita hví við höfum ekki
fundið reykjarlyktina af vítiseldi
þessum sem blossað hefur fyrir neð-
an nef okkar allan þennan tíma. Ólög-
leiðum áfengi núna!
Í framhaldi af því getum við síðan
lagt bann á bifreiðar, sem myrða víst
ótal manns ár hvert. Eða í það
minnsta sett einhverskonar prentaða
viðvörun á þær. „Varúð, þessi bifreið
getur klesst á“ eða eitthvað svoleiðis.
Í greininni birtast líka tölur um
hversu margar kannabisplöntur hafa
verið gerðar upptækar í ár. Ég get
ekki annað en fyllst lotningu gagn-
vart dugnaði lögreglunar, og skil nú
hversvegna maður hefur heyrt svona
lítið um handtökur á barnaníðingum
og bankastjórum undanfarið.
ÞÓRARINN HUGLEIKUR
DAGSSON,
skáld.
Ólögleiðum áfengi
Frá Þórarni Hugleiki Dagssyni
Þórarinn Hug-
leikur Dagsson
BRÉF TIL BLAÐSINS