Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 32
32 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009
ERU HAND-
HAFAR fram-
kvæmdavaldsins börn í
samskiptum eða glóru-
lausir vitleysingar? Er
þetta fólk gjörsamlega
reynslulaust? Kann það
ekkert til verka við gerð
samninga? Er því gjör-
samlega fyrirmunað að
sjá augljósar afleiðingar
þess að samningurinn
um Icesave gangi eftir? Hvað er að?
Hvernig dettur þessu blessaða fólki
í hug að skrifa undir samninginn án
þess að það sé vitað eða það tryggt að
engin málaferli verði vegna neyðarlag-
anna og að ákvæði þeirra um að inn-
lend innlán í bönkunum yrðu for-
gangskröfur? Skulda- og greiðslubyrði
getur margfaldast. Hvernig dettur
þessu blessaða fólki í hug að skrifa
undir samning þar sem engin ákvæði
er að finna um hámarksgreiðslur, ann-
ars vegar á ári og hins vegar í heild?
Það verður að vera þak á skuldbind-
ingum okkar. Hvernig dettur þessu
blessaða fólki í hug að skrifa undir
samning og treysta á óstaðfestar vilja-
yfirlýsingar viðsemjenda á lausum
minnisblöðum, sumum jafnvel ótíma-
settum og óundirrituðum? Hvernig
dettur þessu blessaða fólki í hug að
treysta orðum þeirra sem við er sam-
ið? Þegar og ef það kemur upp ágrein-
ingur, t.d. vegna mismunandi skilnings
á túlkun ákvæða, er líklegast að menn-
irnir, sem tóku þátt í gerð þessa samn-
ings, verði víðsfjarri og aðrir komnir í
þeirra stað. Jafnvel þótt um sömu
menn verði að ræða munu þeir ekki
viðurkenna neitt sem ekki þjónar
þeirra eigin hagsmunum, nema hægt
sé að sanna hið gagnstæða.
Það er grundvall-
aratriði í samninga- og
skjalagerð að: ·
í skriflegum samningi
sé útlistun á tilurð og til-
gangi þess að samning-
urinn er gerður (inn-
gangur, forsaga,
tilgangur, markmið).·
í skriflegum samningi
séu forsendur sem byggt
er á við samningsgerðina
tíundaðar.·
í skriflegum samningi
komi fram skýr ákvæði
um réttindi og skyldur samningsaðila.·
í samningnum sé kveðið á um skýr
úrræði ef ágreiningur kemur upp um
efni samningsins.·
í samningnum séu skýr ákvæði um
úrræði, ef samningurinn er ekki efnd-
ur.·
í samningnum sjálfum eiga að vera
bókanir á öllum samningaumleitunum,
athugasemdum, loforðum og vilja-
yfirlýsingum sem fram hafa komið í
samningaferlinu og hafa bein eða
óbein áhrif á efni samningsins, skuld-
bindingar, efndir, túlkun og úrræði
sem felast í undirritun hans.
Það á aldrei að vitna í fylgiskjöl eða
aðrar heimildir, þar sem ávallt er
hætta á að slík gögn verði viðskila við
samninginn í tímans rás, sem er til
þess fallið að skapa vandræði. Í stað
slíkra tilvitnana á að fella efni fylgi-
skjala inn í samningstextann sjálfan.
Þegar samningstexti er saminn er
nauðsynlegt að hafa ávallt í huga að á
því augnabliki sem hann tekur gildi
öðlast hann sjálfstætt líf. Það getur
enginn séð fyrir hver eða hverjir muni
koma að því að túlka hann síðar eða
beita honum eftir atvikum. Það er lík-
legast að það verði einstaklingar sem
ekki tóku þátt í gerð hans, búa ekki yf-
ir eigin minningum um samningaferlið
og muna ekki útgangspunkta eða at-
riði sem þóttu sjálfgefin (það er reynd-
ar aldrei neitt sjálfgefið í mannlegum
samskiptum) á þeim tíma sem samn-
ingurinn var gerður, né hugsanagang
og hugsanaferli sem höfðu áhrif á
samningsniðurstöðuna. Þess vegna er
svo gífurlega áríðandi að samningar
séu ýtarlegir og skýrir, þó ekki væri
nema til að forðast seinni tíma mis-
skilning.
Ágæti þingmaður:
Nú skora ég á þig að lesa Icesave-
samninginn vel yfir og ef þér finnst
hann fullnægja þeim skilyrðum sem
ég hef tíundað hér að framan og um
leið að í honum felist hin rétta leið til
endurreisnar góðs mannlífs á Íslandi
þá skaltu greiða ríkisábyrgðinni at-
kvæði.
Ef þér aftur á móti finnst einhverju
ábótavant um efni hans, form eða
skuldbindinguna sem hann leggur
okkur á herðar – og ef þú byggir ekki
á fullkominni sannfæringu um að eng-
inn önnur leið sé fær eða betri, þá
skalt þú ekki greiða ríkisábyrgðinni
atkvæði.
Það er þetta, sem ákvæðið um að
þingmenn séu aðeins bundnir af eigin
sannfæringu, gengur út á.
Í svona stóru og þýðingarmiklu máli
er ekki rúm fyrir málamiðlun. Kona
getur ekki verið næstum því ólétt. Það
er annaðhvort eða … og ef ekki er full-
komin sannfæring til staðar þá felldu
málið.
Icesave – annað-
hvort eða …
Eftir Magnús
Axelsson
Magnús Axelsson
» Það á aldrei að vitna
í fylgiskjöl, eða aðr-
ar heimildir, þar sem
ávallt er hætta á að slík
gögn verði viðskila við
samninginn í tímans
rás, sem er til þess fallið
að skapa vandræði.
Höfundur er fasteignasali
og matsmaður.
Á ótrúlegan hátt
hafa stjórnmálamenn
lagt sig í líma við að
eyðileggja almanna-
tryggingakerfið, jafn-
vel talið sig hafa lög-
varða stöðu til að gera
tryggingakerfið að
tekjujöfnunarkerfi.
Það hlutverk hefur
tekjuskattskerfið en
ekki almenna
tryggingakerfið.
Áratugalangt fikt allra stjórn-
málaflokka við þetta öryggiskerfi
okkar er óþolandi, því verður að
ljúka strax.
Hver kynslóð gaf allt, sem hún átti, í
sjóð,
og í þeirri von, að það geymdist:
sinn yl, sína harma, sitt hjarta, sitt
blóð,
– en hluturinn smælingjans
gleymdist.
Svo kvað Jóhannes úr Kötlum.
Til þess að stjórnmálastéttin gæti
seilst í tryggingasjóðinn og reyndar
líka af pólitískri hagsmunagæslu fyr-
ir verndaðar skattleysisstéttir var al-
menna iðgjaldið sem var „nef-
skattur“ falið inni í skattakerfinu og
þar með eyðilagt og gert að hreinu
ölmusukerfi sem enginn kann lengur
skil á, síst að öllu ráðherra félags-
mála eins og sést í nýlegri blaða-
grein.
Ef stjórnmálamenn í Þýskalandi
myndu láta sér detta í hug að breyta
krankenkassa-kerfinu sínu í anda ís-
lensku snilldarinnar yrðu þeir um-
svifalaust sendir til starfa á ösku-
haugum stórborganna eða jafnvel til
hins neðra.
Við sem höfum skilvíslega greitt
iðgjald þessara trygginga frá sextán
ára aldri og eigum eign-
arrétt á bótum sam-
kvæmt stjórnarskrá,
krefjumst þess að þessu
fikti stjórnmálamanna
við grundvallarréttindi
fólksins í landinu ljúki
hið bráðasta.
Félagsmálaráðherra,
Arnarhóls-strákar og
-stelpur, endurreisið
skiljanlegt trygg-
ingakerfi, þar sem fólk
fær þær bætur sem ið-
gjöld voru greidd fyrir.
Sértækar bætur til þeirra sem á
þurfa að halda eiga að fjármagnast
frá skattakerfinu en ekki með rétt-
indaskerðingum annarra trygginga-
taka.
Þá þarf ekki margar rándýrar
stofnanir til að sjá um málin, starfs-
menn munu skilja kerfið og kannski
við hin venjulegir landsmenn, sem
erum lögum samkvæmt trygginga-
takar.
Vinstri flokkarnir höfðu í frammi
mikið pólitískt væl, oftast af miklum
sannfæringarkrafti síðustu tvo ára-
tugi vegna skerðingar í trygginga-
og skattkerfinu og skattaáþjánar
eldri borgara af hálfu hægri aflanna.
Þeir fóru meira að segja í kosn-
ingabaráttu nú 2009 undir gunnfána
velferðarkerfisins sem Alþýðuflokk-
urinn með aðstoð Framsóknarflokks
veifuðu til góðs fyrir landsmenn allt
fram til þess að menn hættu að skil-
greina kerfið á grundvelli trygginga-
kerfis sem fjármagnast af iðgjöldum
tryggingataka.
En hvað ber við nú þegar völd og
ábyrgð eru í þeirra höndum? (Eig-
inlega líka í mínum höndum þar sem
ég kaus annan stjórnarflokkinn.)
Er gunnfáninn kominn í hálfa
stöng eða að fullu feldur niður með
stöng og öllu saman?
Hvað veit ég, ekki er ég upp-
lýstur.
Allavega er mér að orðið ljóst að
fjórflokkarnir verða að koma sér
upp skólum, hver um sig, til að
kenna væntanlegum fulltrúum full-
trúalýðræðisins sannleiksást, þ.e. að
láta af allri lygi og skrúðmælgi í
störfum sínum. En ekki síst að
standa við orð og staðhæfingar þeg-
ar á hólminn er komið.
Að lokum hvet ég alla til að lesa
grein Bjarna Þórðarsonar
tryggingastærðfræðings „Er unnt að
skattpína eldri borgara enn meir?“,
sem rituð var í Morgunblaðið 1. maí.
síðastliðinn.
Greinin er eina sanna stöðumat
þrælpíndrar stéttar á þeim bar-
áttudegi.
Stéttinni tilheyra eldri borgarar,
sem byggðu þá varnarmúra fyrir
samfélagið sem best munu duga í
núverandi kreppu, sjálfbæra nýtingu
náttúruauðlinda – orkulinda, gróð-
urmoldar og sjávar – til sóknar til
jákvæðrar efnahagsstöðu á ný í sam-
félagi þjóða.
Hafi Bjarni miklar þakkir fyrir
löngu tímabærar athugasemdir um
það eignarnám sem stjórnvöld hafa í
frammi við eldri borgara, en sem
reyndar hefur nú snúist upp í hrein-
an þjófnað.
Er vinstri stjórn líka farin
að stela frá öldruðum?
Eftir Erling
Garðar Jónasson
Erling Garðar Jónasson
» Sértækar bætur til
þeirra sem á þurfa
að halda eiga að fjár-
magnast frá skattakerf-
inu en ekki með rétt-
indaskerðingum
annarra tryggingataka.
Erling Garðar Jónasson er formaður
Samtaka aldraðra.
UMRÆÐA um
náttúruvá rís og
hnígur. Stundum
verða atburðir tilefni
hennar en öðrum
stundum spár sem
annaðhvort eru reist-
ar á vísindum eða
hugdettum fólks sem
segist sjá fram í tím-
ann. Nú síðast um
væntanlegan jarð-
skjálfta (sem ekki
varð).
Helstu snjóflóðasvæði landsins í
byggð eru orðin mjög vel þekkt.
Mannskæðu flóðin á síðustu ára-
tugum 20. aldar urðu meðal ann-
ars til þess að snjóflóðavarnir
voru stórefldar, jafnt rannsóknir
og spár sem gerð varnargarða og
víðtæk viðbrögð við snjóflóða-
hættu er upp kemur á hverju ári.
Nú verður að telja mjög ólíklegt
að slys á borð við þau fyrrnefndu
geti orðið. Um önnur ofanflóð eða
vatnavexti verður ekki fjallað hér.
Jarðskjálftasvæði landsins eru
ólík innbyrðis. Tvö þeirra eru
hættulegust, þverbrotabeltið úti
fyrir Norðausturlandi og Suður-
landsskjálftabeltið. Þau eru af
svipuðum toga, með sprunguhreyf-
ingum sem líkjast því þegar
tveimur fjölum er rennt þétt sam-
an hvorri framhjá annarri (snið-
gengi). Skjálftar geta þar náð
stærðinni rúmlega 7 að því talið er
eða heimildir eru fyrir en þeir eru
miklum munt öflugri en síðustu
Suðurlandsskjálftar (6,5). Hálft
Richter-skalastig samsvarar u.þ.b.
fimmföldun á aflinu. NA-
landsbeltið er að mestu á hafs-
botni en samt nærri byggðum,
einkanlega við norðanverðan
Eyjafjörð og Tröllaskaga, í Gríms-
ey, við Skjálfanda og Öxarfjörð.
Stórir skjálftar geta riðið þar yfir
a.m.k. einu sinni til tvisvar á öld.
Nýliðnir Suðurlandsskjálftar
minna á að hrinan þar telst gengin
yfir og varla hætta á annarri í
áratugi. Vissulega geta orðið stór-
ir skjálftar við enda svæðisins eins
og 1912 (eftir hrinuna 1896) í
Landsveit og 1929 í Bláfjöllum/
Brennisteinsfjöllum. Svæðið í upp-
sveitum Borgarfjarðar er þekkt
sem umbrotasvæði með jarðhrær-
ingum að stærð 5-6 og jafnvel að-
eins þar yfir. Önnur skjálftavirk
svæði eru tilkomin vegna gliðn-
unarhreyfinga á plötuskilum (fjal-
irnar tvær hreyfðar í sundur) og
þá innan eldstöðvakerfa í rekbelt-
unum (Reykjanesskagi – Langjök-
ull – Vatnajökull – NA-land) eða
vegna kvikusöfnunar og eldgosa,
jafnt þar sem í hliðargosbeltunum
(Suðurland –Vestmannaeyjar og
Snæfellsnes). Á öllum rek- og eld-
gosasvæðunum verða skjálftar,
allt að 5-5,5 stigum.
Hræringar að stærð 3 og minni
mælast svo mörg hundruð eða yfir
þúsund á mánuði á öllum skjálfta-
svæðum landsins. Rannsóknum og
skjálftaspám miðar fram þótt enn
takist helst að vara við að spenna
sé að ná hámarki á tilteknu svæði
fremur en hvenær skjálfti verður.
Í þær mætti sannarlega setja enn
meira fé. Byggingar og við-
bragðsáætlanir eru hins vegar
með slíku sniði að vart verður bet-
ur gert að svo komnu máli. Eins
og Magnús Tumi Guðmundsson
benti á í grein 6. ágúst hér í
blaðinu er helst að bæta um betur
á heimilum og vinnustöðum, með
ýmsum varúðarráð-
stöfunum.
Margvíslegar rann-
sóknir fara fram á
eldvirkum svæðum.
Fylgst er með kviku-
söfnun í rótum eld-
fjalla og eldstöðva-
kerfa, uppsöfnun
spennu í jarðlögum,
landhæðarbreytingum
og breytingum á
skjálftamynstri og
fleiru. Þannig má nú
horfa til Heklu,
Grímsvatna, Eyja-
fjallajökuls, Kötlu og svæðis við
Upptyppinga norðan Vatnajökuls
og telja þar auknar líkur á eld-
gosum. Sagan kennir ýmislegt um
hegðun eldfjalla en margt af mæl-
ingum sem nú eru kleifar var ekki
til fyrir fáeinum áratugum. Þess
vegna er oft erfitt að túlka með
forspárgildi það sem menn sjá nú.
En bæði reynsla, aukin þekking
og ný eða bætt mælitækni færa
eldgosaspár nær. Viðbragðsáætl-
anir á helstu hættusvæðum má
telja fullnægjandi án þess þó að á
þær hafi reynt í aldarfjórðung.
Hægar breytingar verða á tíðni
storma og ofsaveðra og ein algeng
stormvindátt víkur fyrir annarri.
Þetta getur orsakað landrof vegna
ágangs sjávar þar sem áður var
lítið um slíkt. Önnur orsök nýs
landbrots er svo hækkun sjáv-
arborðs. Hún verður vegna jökla-
bráðnunar á stórum svæðum (eða
heimsvísu), vegna landsigs og
vegna hlýnunar sjávar. Hækkunin
hefur numið a.m.k. 2-4 millímetr-
um á ári eftir því hvar borðið er
niður – eða u.þ.b. 30 cm á öld að
meðaltali. Tíma- og staðbundið
verða síðan gríðarlegar sjáv-
arborðshækkanir vegna storm-
lægða. Sjó er þá ýtt upp að landi,
öldum velt inn á það vegna mikils
vindhraða og lágur loftþrýstingur
leyfir aukahækkun sævarins. Við
þannig aðstæður munar mikið um
hverja 10 cm meðalhækkun sjáv-
arborðsins sem orðið hefur. Land-
rof er alls staðar augljóst á Ís-
landi. Það sést á jarðvegsbroti,
nýjum malarkömbum og síðast en
ekki síst á varnargörðum sem
sveitarfélög standa fyrir, t.d. alls
staðar á svæði frá Akranesi til
Reykjanesbæjar. Haldi áfram að
hlýna og bæti dálítið í hlýnunina
standast varfærnislegar spár um
50-100 cm hækkun á öldinni.
Vissulega gæti kólnað á ný en
engin fyrirhyggja eða vörn er í
þeirri hugsun. Suðvestan ofsa-
veður getur leikið marga illa á
SV-landi (svo dæmi sé tekið) nema
tekið verði til að vinna að ýtrustu
vörnum. Það tekur bæði töluverð-
an tíma og kostar fé þannig að
fljótlega verða yfirvöld, stofnanir
og vísinda- og tæknisamfélagið að
svara spurningunni aftur (og aft-
ur): – Hvernig verjumst við fyr-
irsjáanlegri sjávarborðshækkun til
aldarloka.
Eftir Ara Trausta
Guðmundsson
Ari Trausti
Guðmundsson
» Jarðskjálftasvæði
landsins eru ólík inn-
byrðis. Tvö þeirra eru
hættulegust, þver-
brotabeltið úti fyrir
Norðausturlandi og Suð-
urlandsskjálftabeltið.
Höfundur er jarðvísindamaður.
Hin hljóða hætta
Fréttir í tölvupósti