Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 52
’Ekkert foreldri vill þurfa að fetaþau þungu spor sem liggja að geð-heilbrigðiskerfinu með barnið sitt sérvið hönd. Ekkert skiptir meira máli enað standa vörð um þroska og geðheilsu barna okkar. » 30 HANNES JÓNAS EÐVARÐSSON ’Síðan Bretar gengu í ESB ráða þeirekki lengur sjálfir umhverfis-málum, fiskveiðimálum, landbúnaðar-málum og utanríkisviðskiptum. » 30 HELGI HELGASON ’Jarðskjálftasvæði landsins eru ólíkinnbyrðis. Tvö þeirra eru hættuleg-ust, þverbrotabeltið úti fyrir Norðaust-urlandi og Suðurlandsskjálftabeltið. » 32 ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON ’Allavega er mér að orðið ljóst aðfjórflokkarnir verða að koma sérupp skólum, hver um sig, til að kennavæntanlegum fulltrúum fulltrúalýðræð-isins sannleiksást, þ.e. að láta af allri lygi og skrúðmælgi í störfum sínum. » 32 ERLING GARÐAR JÓNASSON ’Hvernig dettur þessu blessaðafólki í hug að skrifa undir samning-inn án þess að það sé vitað eða þaðtryggt að engin málaferli verði vegnaneyðarlaganna og að ákvæði þeirra um að innlend innlán í bönkunum yrðu for- gangskröfur? » 32 MAGNÚS AXELSSON ’Aðstæður eru þannig á Íslandi, aðutan umdæma hinna þriggja nú-verandi eftirlitshéraðsdýralækna erekki lífvænlegt fyrir sjálfstætt starfandidýralækna. » 33 GUNNAR ÖRN GUÐMUNDSSON ’Ég legg því til, hér og nú, að við Ís-lendingar ólögleiðum áfengi. Sjálf-ur hef ég drukkið bjór síðan ég var 16ára og hef margoft farið mér að voða. » 33 ÞÓRARINN HUGLEIKUR DAGSSON SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 228. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 17°C | Kaldast 9°C Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Skýj- að með köflum og skúrir sunnanlands, einkum síðdegis. »10 SKOÐANIR» Staksteinar: Hver átti að bera ábyrgðina? Forystugrein: Sterkari staða Reykjavíkurbréf: Er ofbeldi leið til að tjá skoðun? Pistill: Leikhús fáránleikans Ljósvakinn: Heimshryggð af völdum ljósvakans Tengslanet fyrir konur á þeirra eigin forsendum Góðar viðskiptalexíur bíómyndanna ATVINNA» FÓLK» Mel Gibson syngur inn á plötu. »51 Tónlistarmaðurinn Jack White er svo sannarlega ekki við eina fjölina felldur, enda liðsmaður fjölda sveita. »45 TÓNLIST» Jack White fer víða KVIKMYNDIR» Stelpurnar okkar fá fjórar stjörnur. »46 TÓNLIST» Úr hverju er Agent Fresco eiginlega? »48 Ragna Sigurðar- dóttir telur ýmsu ábótavant á sýningu Kolbeins Huga Höskuldssonar í Kling og Bang. »45 Ekki nógu hnitmiðað MYNDLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Banaslys í Langadal 2. Baldvin Jónsson nýr formaður … 3. Svindlaði líka í rúminu 4. Samkomulag að nást LEIKKONAN góðkunna, Ilmur Kristjánsdóttir, hefur getið sér gott orð á sviði jafnt sem sjónvarpsskjánum. Það er þó ekki einungis leiklistin sem á hug hennar all- an. Ilmur leggur einnig stund á guðfræði í Háskóla Ís- lands en hún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á trú- málum. „Mig langaði að gera eitthvað annað en að leika, ég var orðin dálítið þyrst í eitthvað annað – grúska,“ segir hún og bætir við að guðfræðin sé besta grúskfagið. Ilmur leikur titilpersónuna í þáttunum Ástríði sem hefja göngu sína á Stöð 2 19. ágúst. Þættirnir fjalla um unga konu sem hefur störf í banka og segir Ilmur að þættirnir sýni spaugilegar hliðar á fjármálaheiminum sem í raun var okkar trúarbrögð fyrir hrunið. Starfsmenn bankanna gegndu hlutverki eins konar guða. | 13 Var orðin þyrst í að grúska Ilmur Kristjánsdóttir „HANN er einstakur listamaður og sýn- ingar hans eru með eindæmum kraftmiklar og ögrandi, en á sama tíma einstaklega fal- legar og manneskjulegar,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleik- hússins, sem hefur ráðið litháska leikstjór- ann Oskaras Korsunovas til að setja upp verk í leikhúsinu á næsta ári. Korsunovas er á meðal allra virtustu sviðsleikstjóra heims og hlaut meðal annars Evrópsku leiklistarverðlaunin árið 2001, auk fjölda annarra verðlauna. jbk@mbl.is | 49 Stórlax leik- stýrir á Íslandi Korsunovas Er meðal virt- ustu sviðsleikstjóra heims. Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Í LÍTILLI malarnámu í hlíðum Esj- unnar stendur skjólveggur sem lík- lega er ætlað að verja farartæki fyrir sandfoki úr námunni. Í fjöldamörg ár hefur þessi veggur verið skotmark veggjakrotara og eitt veggjakrotið hefur verið alveg einstaklega lífseigt – á vegginn hefur verið skrifað, lík- lega allar götur frá 1991, „Flatus“, með einfaldri skrift og stundum hefur mátt sjá lengri útgáfur veggjakrots- ins. Þar sem stór hluti þjóðarinnar fer um þennan veg eða hefur líklega farið um hann annað slagið síðan 1991, má búast við því að mjög margir hafi velt fyrir sér hvað þetta veggjakrot á eig- inlega að þýða. Einnig hafa örugg- lega margir velt því fyrir sér hvernig í ósköpunum stendur á því að jafn- harðan og málað er yfir veggjakrotið, er það komið aftur á vegginn. Gátan verður ekki leyst hér og nú því þrátt fyrir talsverða eftir- grennslan hefur ekki tekist að finna áreiðanlega skýringu á fyrirbærinu. Einhverju ljósi verður varpað á málið í þeirri von að fleiri vísbendingar kunni að finnast í framtíðinni. Flatus eða Flatlús? Það hafa margir hváð þegar ekið er þessa leið og hafa sögur heyrst af al- gengum mislestri því margir telja að á veggnum standi „Flatlús lifir!“ Slík- ar upphrópanir í bíl, t.d. á leið suður eftir verslunarmannahelgi geta vald- ið talsverðu uppnámi á meðal far- þega, að sögn viðmælanda. Margt bendir þó til þess að ákveðið ferli hafi átt sér stað á vegg malar- námunnar, í það minnsta frá 1991. Í byrjun á að hafa staðið Flatus á veggnum. Flatus er latína yfir iðra- gas og segir ein lífseigasta sagan að strákar á ferðalagi að norðan hafi krotað orðið á vegginn, mögulega fyr- ir árið 1991 og jafnvel svo snemma sem 1988. Síðan hafi einhver grall- arinn málað „L“ inn á milli og kommu yfir ú-ið þannig að þar hafi þá staðið Flatlús. Eftir því sem næst verður komist var síðar málið yfir veggjakrotið en þá leið ekki á löngu þangað til búið var að mála „Flatus lifir“, væntanlega með vísun í að ekki sé nóg að mála yf- ir Flatus til að gera út af við hann. Margsinnis hefur verið málað yfir vegginn og í einni útgáfunni stóð því „Flatus lifir enn“ og í enn annarri „Flatus snýr aftur“. Þá má benda á hið augljósa að oft hefur einhver látið undan freistingunni að bæta við bók- stafnum L annað veifið. Orðið Flatus finnst einnig á nokkr- um stöðum fyrir norðan, á vegg blokkar í Breiðholti og ein sagan seg- ir að strákagengi frá Akranesi hafi staðið að krotinu. Morgunblaðið/Jakob Fannar Seigur Eftir næstum því tvo áratugi er „Flatus lifir“ enn á veggnum við malarnámuna í Kollafirði. Margar sögur hafa spunnist um uppruna veggjakrotsins og engin fengist staðfest. Oft hefur verið málað yfir krotið og á stundum hefur krotinu verið breytt, þá gjarnan í „Flatlús“ og misjafnt hverju er skeytt við. Lífseigur og dularfullur Flatus Það er hulin ráðgáta hvað eða hver Flatus er og af hverju hann lifir enn Í HNOTSKURN »Árni Snorrason vörubíl-stjóri hefur verið starfandi á svæðinu mestan sinn starfs- aldur en hann segir að allt um Flatus sé mjög á reiki. „Ég hef velt þessu mikið fyrir mér og er engu nær. Einu sinni var málað yfir og þá kom „Flatus lifir enn,“ segir Árni og hlær. »Árni segir nokkrar sögurá kreiki um hvernig veggjakrotið er tilkomið en engin þeirra hefur fengist staðfest þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan. Skoðanir fólksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 220. tölublað (16.08.2009)
https://timarit.is/issue/334359

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

220. tölublað (16.08.2009)

Aðgerðir: