Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 39
Minningar 39ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Í dag eru 100 ár frá fæð- ingu föður míns, Sigurð- ar Inga Sigurðssonar, sem fæddist 16. ágúst 1909 og lést 1. júní 2005, tæplega 96 ára að aldri. Pabbi fæddist á Eyr- arbakka, en fluttist með foreldrum sínum og systkinum til Reykja- víkur tæplega tveggja ára gamall. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þorkelsdóttir og Sigurð- ur Þorsteinsson. Börn þeirra voru Árni, fríkirkjuprestur í Reykjavík, Ásgeir skipstjóri, Sig- rún, húsmóðir á Rauðará í Reykja- vík, Þorkell vélstjóri, Þorsteinn og Sigríður (dóu ung), þá faðir minn og yngst var Þóra Steinunn húsmóðir. Æviferill pabba var langur og við- burðaríkur. Hann hafði öll þau góðu gildi sem maður sækist eftir hjá samferðamönnum, traust, ráð- vendni, heiðarleika og hlýju. Hann var maður fárra orða, en verkin töl- uðu þeim mun skýrar. Hann var trúr sínu, nákvæmur og staðfastur í skoðunum, en fann ekki hjá sér þörf til þess að láta á sér bera eða hreykja sér. Pabbi hafði stálminni. Það var með ólíkindum hve hann gat rakið af mikilli nákvæmni liðna atburði. Það var gaman að heyra hann segja frá uppvexti sínum. Fimm ára gamall fór hann og var sumarlangt á Siglu- firði með föður sínum sem var þar síldarmatsmaður. Hann mundi vel eftir veru sinni þarna, og kunni frá ýmsum ævintýrum að segja sem lítill drenghnokki upplifði, í leik á síld- arplani í lífi og fjöri, ólíkt því sem gæti gerst í dag. Hann var tíður gestur á sveitabæ í nágrenninu þar sem fólkið amaðist síður en svo við þessum unga gesti sem sýndi lífinu þar svo mikinn áhuga. Sveitin heillaði pabba strax þá. Hann var í sveit á sumrin frá sjö- unda ári til sextán ára aldurs. Þróaði hann á þessum árum með sér þá ást á fuglalífi og fiskveiðum sem fylgdi honum alla tíð. Vera hans í sveit á sumrin hefur vafalaust átt sinn þátt í því að vekja áhuga hans á náttúru landsins, dýr- unum, fuglunum, veiðinni og gróðr- inum. Hann þekkti allflest nöfn í flóru Íslands og var óþreytandi við að fræða okkur á því sviði. Í dag segja margir niðja hans: „Ég hefði átt að hlusta betur á hann afa þegar hann var að tala um blómin og fuglana, þá væri ég fróðari í dag.“ Pabbi var í Barnaskóla Reykja- víkur, lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Það- an lá leiðin í Bændaskólann á Hvanneyri. Hann var góður íþrótta- maður og dvaldi einn vetur á íþróttaskóla í Oll- erup í Danmörku. Eftir heimkomuna vann hann við land- búnaðarstörf þar til hann sigldi til Kaupmannahafnar og hóf nám við Landbúnaðarhá- skólann. Lauk hann þaðan kandídats- prófi með hárri fyrstu einkunn, enda afbragðs námsmaður. Þegar heim kom réð hann sig að Garð- yrkjuskóla ríkisins á Reykjum og kenndi þar í fjögur ár. Um þetta leyti hitti hann lífsföru- naut sinn, móður okkar, Arnfríði Jónsdóttur frá Neskaupstað í Norð- firði. Foreldrar hennar voru Hróðný Jónsdóttir og Jón Rafnsson. Mamma og pabbi gengu í hjónaband 1942 og spannaði hjónaband þeirra heil 63 ár. Þau eignuðust fimm börn, elst var Hróðný sem lést aðeins 45 ára í bíl- slysi ásamt eiginmanni sínum Jó- hanni Halldóri. Það var fjölskyld- unni mikill harmur. Næstur er Sigurður Gunnar, þá Tryggvi, Ingi- björg og yngst er Elín María. Af- komendur eru í dag nálægt hálfu hundraði. 1943 réð pabbi sig til Mjólkurbús Flóamanna og vann þar samfellt í 15 ár sem skrifstofustjóri og fulltrúi og frá 1946-1953 sá hann alfarið um stjórnun og rekstur fyrirtækisins. Áhugi hans á félagsmálum var mikill og var hann farsæll í því sem hann tók að sér. Hann var í framlínu í sveitarfélagi sínu, Selfossi, í ára- tugi. Hann tók snemma virkan þátt í pólitík. Var oddviti og sveitarstjóri á Selfossi í þrjú kjörtímabil. Hann var einn af stofnendum Framsóknar- félags Selfoss og var alla tíð hlynnt- ur samvinnuhugsjóninni. Hann sat í sveitarstjórn í 27 ár. Á þessum árum vann hann að fjölmörgum verkefn- um til uppbyggingar í ört vaxandi sveitarfélagi. Hann var hvatamaður og einn af stofnendum margra fé- laga. Einn af stofnendum Stang- veiðifélags Selfoss og var formaður stjórnar þess frá upphafi 1947-1958, í stjórn Veiðifélags Árn., í stjórn Skógræktarfélags Árnesinga í nær- fellt 40 ár og þar af formaður í 8 ár, sat í stjórn Búnaðarfélags Selfoss, var einn af stofnendum Rótary- klúbbs Selfoss og einn af stofnend- um Tónlistarfélags Árnesinga. Hann var í fulltrúaráði Sambands ísl. sveitarfélaga, sat í fyrstu stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, var fyrsti formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi, kosinn í milliþinganefnd sem kannaði möguleika á að koma á staðgreiðslukerfi skatta, sat í stjórn Sjúkrahúss Selfoss, í stjórn Sjúkra- húss Suðurlands og fjölda nefnda að auki. Mamma var dyggur lífsförunaut- ur pabba alla tíð og studdi hann með ráðum og dáð, í blíðu og stríðu. Þau „ræktuðu garðinn sinn“ í orðsins fyllstu merkingu. Eftir að faðir minn hætti sem odd- viti á Selfossi vann hann sem launa- gjaldkeri hjá Kaupfélagi Árnesinga. Þar vann hann til 75 ára aldurs. Honum var gefin góð heilsa og vant- aði nánast aldrei til vinnu. Elsku pabbi, það er erfitt að láta staðar numið í skrifum, þegar um einstakan mann er að ræða. Þú varst ættarhöfðingi með sanni. Mikill á velli, svart hárið orðið silfurhvítt, andlitsfallið meitlað og viskan mikil. Undir skelinni sló sterkt og hlýtt hjarta. Litlir lófar sóttu öryggi í þína traustu hönd og höfðu bæði ungir og aldnir unun af að hlusta á frásagnir þínar af landinu og lífríki þess. Kunnátta þín gæddi ferðalög okkar lífi. Það er með stolti og hlýju sem við, fjölskyldan þín, lítum yfir farinn veg, minnumst þín og þökkum þér það sem þú varst okkur. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurður Ingi Sigurðsson Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför BJÖRNS HELGASONAR, Hæðargarði 24, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítala Landakoti. Jóhanna Björg Hjaltadóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Margrét Ólöf Björnsdóttir, Kristján Þór Haraldsson, Helgi Björnsson, Haukur Björnsson, Annemarieke Gerlofs, Ásta Björg Björnsdóttir, Andrés Halldór Þórarinsson, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, fósturföður, afa, sonar og bróður, JÓNS BALDURSSONAR tollvarðar, Ásgarði 55, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Baldur Jónsson, Freyr Jónsson, Hrund Guðmundsdóttir, Börkur Eiríksson, Fura Barkardóttir, Gréta Jónsdóttir, Vöggur Jónsson, Sigurður E. Baldursson, Þuríður E. Baldursdóttir, Jóhann S. Erlendsson, Ingi Þ. Vöggsson. ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug og aðstoðuðu okkur vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður og afa, KARLS GÍSLASONAR, Bessastöðum, Norðurhúsi, Álftanesi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á 11-B og 11-E Landspítalanum við Hringbraut og starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaklega góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Líndal Karlsdóttir, Veturliði Þór Stefánsson, Heiðrún Líndal Karlsdóttir, Jón Arnar Jónsson, Unnur Líndal Karlsdóttir, Guðmunda Eiríksdóttir, Súsanna Gísladóttir, Einar Gunnarsson, Sigríður Gísladóttir og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku, KOLBRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR lögfræðings. Fyrir hönd ástvina, Ólafur Rúnar Árnason, Guðrún Ása Ásgrímsdóttir, Þröstur Ólafsson, Inga Björk Gunnarsdóttir, Íris Ólafsdóttir, Halldór Gunnar Vilhelmsson, Ólöf Karitas, Rakel Ósk, Aron Örn, Mikael Andri, Guðný Ása og Ingi Rúnar. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, sonar, tengdasonar, mágs, bróður og vinar, HAFÞÓRS HAFSTEINSSONAR, Skrúðási 9, Garðabæ. Hjördís Líney Pétursdóttir, Andri Pétur Hafþórsson, Arnar Hugi Hafþórsson, Elsa Smith, Hafsteinn Sigurðsson, Sigrún Jónatansdóttir, Pétur Jóhannsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær sonur minn, faðir, stjúpfaðir og afi, HÖRÐUR BARÐDAL, Brúnastöðum 17, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni þriðjudagsins 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast Harðar er bent á Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Sesselja E. Guðnadóttir Barðdal, Jóhanna I. Barðdal, Sesselja E. Barðdal, Bergþóra Fanney Barðdal, Þórður V. Oddsson, Marta E. Guðmundsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.