Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 43
Velvakandi 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Til styrktarfélaga Blindrafélagsins 70 ára afmælisfagnaður Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi Hátíðardagskrá í tilefni af 70 ára afmæli Blindrafélagsins verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, miðvikudaginn 19. ágúst. Húsið verður opnað klukkan 15:00 og verða kaffiveitingar í boði frá klukkan 15:30. Hátíðardagskrá hefst klukkan 16:15. Allir félagsmenn og velunnarar félagsins eru boðnir velkomnir til afmælisfagnaðarins. Fyrir hönd Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, Kristinn Halldór Einarsson formaður Kjarval eða Jón Stefánsson óskast Óska eftir að kaupa gott olíumálverk eftir Kjarval eða Jón Stefánsson. Svör sendist á box@mbl.is merkt: M-22566 Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr Stúlka í grænum skó og grænni regnslá sem geystist fram hjá ljósmyndara Morgunblaðsins á hlaupahjóli kallast á við sumargrænar brekkurnar á Siglufirði. Á öðrum eins þeysingi er þó betra að horfa fram á veginn. Morgunblaðið/Eggert Kapp er best með forsjá Flensufarsinn ENN er í fersku minni fuglaflensuveturinn. Þá kom upp fuglaflensa sem lýst var sem verð- andi drepsótt, enda svo langt síðan að drepsótt- arfaraldur hefði gras- serað að það hlyti að fara að koma að því. Talið var víst að fugla- flensan bærist hingað til lands með farfuglum er voraði. Sem betur fer rættist sú spá ekki. Nú í ár bárust svo fregnir af svokallaðri svínaflensu. Hún var ekki álitin drep- sótt en gæti þó orðið mjög skæð með haustinu. Í fréttatíma eftir fréttatíma var greint frá því hversu margir í heiminum hefðu veikst af flensunni og hversu margir hefðu dáið af henni völdum. Nú síðast var sagt frá því í fréttum að hundrað Íslendingar hefðu veikst af flensunni og hún væri orðin faraldur. Sagt væri að hún væri væg. En því trúir bara enginn maður eftir allan þennan hræðsluáróður. S.J. Forsætisráðherra Hvar er þinn heilsteypti hugur að halda með öryrkjum landsins? Nú er þitt dáðleysi ódugur að drepa taug litla mannsins. JÓHANNA, Jóhanna, Jóhanna, mikilfeng kona varst þú í fyllingu þíns tíma, en hvar ertu nú með kjarkinn til að berjast fyrir velferð litla manns- ins? Ertu búin að hvolfa kolsvörtum bolla yfir „þann litla“ og geyma þar til þér þóknast að leyfa honum að líða svolítið betur? Er ekki skammarlegt fyrir þig að vera vitni að því að lífeyr- isþegar og öryrkjar eru fjárplokkaðir um nokkra þúsundkalla til þess að endurskapa auð þessa lands? Þá þúsundkalla sem al- menningur er búinn að eyða í þeirri góðu trú að þetta hafi verið þeirra eign? Væri nú ekki ráðlegt að taka nokkra þúsundkalla af ríkisstjórn og þing- mönnum ásamt öðrum embættismönnum þjóðarinnar? Nei, ó, nei, stærðfræðingurinn sem reiknar þau laun út er betri að sér í stærðfræði en sá sem reiknar út fyrir aumingja lands- ins. Icesave-málið er bull, við heið- arlegir launþegar eigum ekki að borga þá skuld þó að Davíð Oddsson hafi gert það með góðri eða illri samvisku að skrifa undir þennan gjörning, þá var hann ekki í forsvari ríkisstjórnar. Af hverju berst ekki ríkisstjórnin fyrir því að borga skuldir bænda í landinu? Þær eru sagðar miklar að vöxtum. Við Steingrím J. Sigfússon ætla ég að segja þetta: Hættu að toga svona linnulaust í pilsfaldinn hennar Jó- hönnu, eins og lítill mömmudrengur, vertu þú sjálfur, leystu okkur frá þeim vanda sem Icesave-málið er. Það er ekki ríkisábyrgð á þessum peningum og Íslendingar þekkja fátækt og geta verið fátækir í nokkur ár. Kristjana Vagnsdóttir. Jakki tapaðist MIÐVIKUDAGINN 13. ágúst sl. tap- aðist appelsínugulur Karrimor- útivistajakki við byggingarsvæðið í Fossvoginum. Finnandi vinsamlegast hafi samband í s. 861-6624.      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.