Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is U nnið hefur verið að fornleifaupp- greftri á alþingisreitnum frá því í júlí á síðasta ári. Uppgröfturinn hefur leitt í ljós margar merkar minjar frá landnámstíð. Minjar um frum- vinnslu járns hafa t.a.m. vakið mikla athygli, enda lítið vitað um járnvinnslu á víkingaöld. Margt bend- ir raunar til þess að á alþingisreitnum hafi verið iðnaðarsvæði tengt nálægðri byggð sem kann að reynast fyrsti vísir að þéttbýli í landinu. Heilsteypt- ari mynd krefst þó frekari rannsókna. Heilt iðnaðarsvæði á reitnum Fornleifauppgröfturinn á alþingisreitnum hefur að sögn Kristínar Huldar Skúladóttur, forstöðu- manns Fornleifaverndar ríkisins, reynst gjöfulli en búist hafði verið við er farið var í útboð. Þess má geta að á svæðinu við hliðina á, sem nú hýsir bíla- stæði og bílakjallara Alþingis, fundust ekki yngri minjar en frá því um 1500. „Ég bjóst ekki við að finna heilt iðnaðarsvæði og vísi að þorpi,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur, sem stýrir fornleifauppgreftrinum fyrir hönd verktakans Ljósleiða ehf. Séu allir uppgreftir á nálægum svæð- um lagðir saman er kominn vísir að 50-80 manna þyrpingu. Samkvæmt útboðssamningi við Framkvæmda- sýslu ríkisins á uppgreftri á alþingisreitnum að ljúka 31. október á þessu ári og skömmu síðar á að hefjast vinna við endurgerð Skjaldbreiðar – Kirkju- strætis 8, flutning húss Skúla Thoroddsen við Vonarstræti 12 yfir á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu, auk gerðar tengibyggingar þar á milli. Í deiliskipulagi er síðan gert ráð fyrir 7.100 m² nýbyggingu með 1.900 m² bílakjallara á reitnum. Ekki er hægt annað en að velta fyrir sér hversu heppilegt sé að halda í núverandi skipulag, jafnvel þó að það miði að því að koma megi allri starfsemi Alþingis fyrir á alþingisreitnum. Minjarnar verði aðgengilegar Umtalsvert magn fornleifa hefur t.a.m. fundist á svæðinu sem ætlað er undir hús Skúla og segir Kristín Huld vilja standa til að koma sýningarrými fyrir undir kjallaranum með því að flytja ekki nú- verandi kjallara hússins. Vala telur það ásætt- anlega lausn, en á svæðinu hafa m.a. fundist óvenjuvel varðveittur viðarstígur, sem erfitt getur reynst að forverja, varnarveggur, kolagröf, aflar og rauðblástursofnar. „Það þarf að laga aðeins til, en flest er vel hægt að forverja með góðu móti og þá er hægt að gera 200 m² sýningarsvæði undir húsinu.“ Jón. H. Ásbjörnsson, verkefnisstjóri hjá Fram- kvæmdasýslu ríkisins, staðfestir vel verði haldið á málum. „Það verður örugglega búið þannig um hnútana að það verða ekki skemmd mannvirki frá landnámsöld,“ segir Jón. Ekki liggur hins vegar enn fyrir hvenær svæðið verður sýningarhæft og segir Kristín Huld ekkert hægt að spá um það í nú- verandi efnahagsástandi. Hvað frekari framvæmdir varðar telur Vala hins vegar nauðsynlegt að endurskoða skipulagið. „Eigi að halda í hugmyndina um 1.900 m² bílakjallara verður að taka allar þessar fornleifar í burtu og er það örugglega það sem við viljum?“ Morgunblaðið/Jakob Fannar Grafið í kapp við tímann  Fornleifauppgreftri á alþingisreitnum á að ljúka nú í haust  Á svæðinu hafa fundist fjölmargar minjar frá landnámstímanum sem ekki gefst tími til að rannsaka betur að sinni Teikning/Batteríið Skúlahús Í kjallara hússins á að koma upp sýn- ingarsvæði fyrir fornleifarnar sem þar eru. Viðarstígurinn Vala Garð- arsdóttir við viðarstígin, sem æskilegt er að verði sýnilegur með einhverju hætti, líkt og kolagröf og rauðblástursofnar.  LANGT er síðan áform voru fyrst uppi um að flytja alla starfsemi Al- þingis á alþingisreitinn. Í sam- keppni sem efnt var til 1985 var gert ráð fyrir að rífa öll gömul hús í eigu Alþingis á reitnum og byggja nýtt. Sú tillaga var síðan endur- skoðuð og Kristjáns- og Blöndals- hús, sem standa nú uppgerð við Kirkjustræti, voru þess í stað gerð upp og endurbætt. Í nýjustu til- lögum er einnig gert ráð fyrir að Skjaldbreiður – Kirkjustræti 8 verði gert upp, sem og hús Skúla Thoroddsen sem flutt verði frá Vonarstræti 12 yfir á horn Tjarn- argötu og Kirkjustrætis. Bak við húsin taki svo við nýbyggingar. Rífa allt og byggja nýtt  KATRÍN Jakobsdóttir mennta- málaráðherra vill að stofnaður verði vinnuhópur sem taki málefni alþingisreitsins til umfjöllunar. „Ég mun hafa frumkvæði að að ræða það mál við Alþingi og Reykjavík- urborg á allra næstu dögum,“ segir Katrín. Hópinn vill hún sjá skipaðan fulltrúum Alþingis, Reykjavíkur- borgar og menningarstofnana. „Ég skoðaði uppgröftinn fyrir tveimur dögum og málið er þannig statt að ég tel mikilvægt að við skoðum það í sameiningu.“ Ræða þurfi hvernig varðveislu á reitnum verður háttað og hve mikil hún verður, en mál á borð við þetta eru alltaf vandmeðfarin. „Það get- ur verið dýrt að forverja forn- minjar svo að hægt sé að hafa þær til sýnis og í þessu tilfelli er um mjög stórt svæði að ræða. En þá er spurning hvort ekki sé hægt að hugsa sér einhvern milliveg þannig að einhver hluti sé varðveittur og hafður til sýnis.“ Ráðherra vonast til að ekki drag- ist úr hófi að hefja fornleifaupp- gröft á svæðinu á ný. „Það er óheppilegt að ekki sé hægt að ljúka þessu núna. Það væri eðlilegt að við reyndum að ljúka verkinu.“ Vill að vinnuhópur skoði málið  Erfitt verður að forverja við- arstíginn sem fundist hefur á Al- þingisreitnum þó hann sé mjög heil- legur og leita forverðir nú leiða til að verja stíginn eða hluta hans. En hann liggur að hluta á væntanlegu sýningarrými í kjallara Skúlahúss. Stígurinn virðist halda áfram yf- ir Kirkjustrætið og liggur þaðan sennilega inn í Fógetagarðinn. Illa varðveittur viðarstígur sem liggur í átt að Tjörninni fannst í uppgreftri Elsu Nordal á lóð Happadrættis Há- skólans við upphaf áttunda áratug- arins og er ekki ólíklegt að um sama stíg sé að ræða. Að sögn Völu fellur sú skipan vel að því skipulagi sem þekkt er í öðrum víkingaþorp- um. Stígurinn liggur víða FORNLEIFAUPPGREFTRI á alþingis- reitnum er ekki lokið þó að núver- andi verki ljúki 31. október enda kom mjög fljótt í ljós að þörf var á viðameiri rannsókn en ráð hafði verið fyrir gert. Í núverandi efna- hagsþrengingum var því gripið til þess ráðs að láta einungis grafa niður að fyrstu minjum þar sem þær finnast, en ekki grafa þær upp og rannsaka frekar að sinni. Þess í stað eru þær merktar inn á kort og bíða frekari rannsókna en lög kveða á um að fornleifarnar þurfi að skoða. Sjö slíkir reitir hafa þegar fundist og þótt fyrri áætlanir um frekari framkvæmdir á alþing- isreitnum séu ekki á dagskrá alveg á næstunni kann að reynast full ástæða til að endurskoða þær. „Mér finnst full ástæða til að staldra við og meta upp á nýtt hvað eigi að gera á þessu svæði,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður. „Þetta er með merkustu minjasvæðum á landinu og það fel- ast mikil tækifæri í því í framtíðinni að hlúa vel að þessum minjum og gera þeim góð skil – bæði hvað varðar rannsóknir, úrvinnslu og miðlun.“ Að sögn Kristínar Huldar er mikill vilji hjá skrifstofu Alþingis fyrir að gera vel við alþingisreitinn. „Þetta er mjög áhugavert svæði og margt spennandi sem þar er að koma í ljós og það væri gaman ef möguleiki er á að rannsaka þetta almennilega.“ Ekki liggi þó fyrir nú hvort núver- andi deiliskipulag verði látið halda sér. Á vegum menntamála- ráðuneytisins standi til að mynda vinnuhóp sem fari yfir málin og útbúi stefnumörkun. Verði gefið grænt ljós á ítarlegar rannsóknir mun mikil vinna felast í því að púsla saman heildstæðri mynd af svæð- inu. „Það er mikilvægt að vanda til faglega, rannsaka þessar minjar og taka tillit til þeirra í framtíð- arskipulagi á svæðinu,“ segir Mar- grét. Ekki hægt að forverja allt Vega þarf og meta hvað eigi að sýna og hvað verði einungis skráð og mælt að rannsókn lokinni. „Auð- vitað er ekki hægt að forverja allt,“ segir Vala. Það þarf að velja og hafna en það væri óneitanlega synd ef mikilvægustu svæðin yrðu ekki sýnileg. Þann hluta sem grafið verð- ur yfir má svo sýna í margmiðl- unarformi, ásamt eldri uppgraftr- arsvæðum og tengja þá þannig því sem verður sýnilegt.“ Hún vonar að ekki verði beðið of lengi með frekari rannsóknir. „Þetta má ekki bíða of lengi. Ég vona að það verði byrjað að grafa aftur næsta sumar, eða ekki síðar en 2011. Nú þegar búið er að opna svæðið er ómögulegt að segja hvaða áhrif það hefur á minjarnar.“ Hvort er alþingisreiturinn rétti staðurinn fyrir bílakjallara eða sögusýningu? Morgunblaðið/Ásdís Söguminjar Landsnámssýningin í Aðalstræti, Reykjavík 871±2 gæti reynst góð fyrirmynd að sýningarrými undir Skúlahúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.