Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 21
„Árið 2001 var ég að undirbúa fjallaferð til Nepals. Í hópnum var Íslendingur og við fórum í æf- ingaferð til Noregs. Þar fékk ég snjóblindu, vaknaði bara blind einn morguninn. Mér brá heiftarlega og bað grátandi um hjálp. Þá kom Ís- lendingurinn einsog miskunnsami Samverjinn og hugsaði svo vel um mig að ég komst til Himalaya og kleif þar fjöll einsog ég hafði hugsað mér. Ég varð ástfangin af þessum bjargvætti og nú er hann, Sigurður Hreinn Sigurðsson kvikmyndatöku- maður, eiginmaður minn og við eig- um eina dóttur; Dolores Oddrúnu. Við bjuggum í tvö ár á Spáni en fluttum svo hingað til Íslands. Það var mér ekki auðveld ákvörð- un að flytja til Íslands. Margir, þar á meðal móðir mín, töldu mig ekki með öllum mjalla. Ég iðrast ekki, en verð að viðurkenna að ef ég hefði vitað hversu erfið íslenzkan er hefði ég hugsað mig betur um. Tungu- málið tafði mig í að falla inn í ís- lenzkt samfélag. Fyrstu tvö árin voru verulega erfið. En að læra nýtt tungumál er stórkostleg reynsla sem breytir þér til frambúðar. Eins- og heimspekingurinn Wittgenstein sagði setur tungumálakunnáttan heimi þínum skorður. Nýtt tungu- mál færir þér nýtt líf, nýja menn- ingu, nýtt þjóðfélag og nýja lífssýn. Nepalbúar myndu bæta við: reyndu ekki að breyta heiminum, leyfðu heiminum að breyta þér. Ísland hef- ur svo sannarlega breytt mér og ís- lenzkan gefið mér nýja rödd.“„Nám mitt og starf hefur verið mjög fjöl- breytt. Kynni mín af evrópskri laga- menningu hafa aukið mér sveigj- anleika í lagalegum þankagangi og aðferðafræði. Ég hef lært lög í þrennskonar lagamenningu; spænskri, franskri og bandarískri. Ég hef starfað sem ráðgjafi og rannsóknamaður á Spáni, í Lúxem- borg, London, í Bandaríkjunum, bæði á austur- og vesturströndinni, og á Íslandi. Ég hef hitt ólíka lög- fræðinga sem hafa haft áhrif á mig og störf mín. Sjálf hef ég reynt að endurgjalda allt sem ég fékk með því að hjálpa ungu fólki að fóta sig á lærdómsbrautinni.“ Einsog brimbretta- brun í Kyrrahafinu „Af hverju sérfræðingur í Evr- ópurétti? Evrópurétturinn er einsog brun á brimbretti í Kyrrahafinu; þú keppir alltaf að því að ná sjóndeild- arhringnum. Það er bæði ögrandi og spennandi. En það er ekki nóg að þekkja lögin heldur verða menn líka og ekki síður að hafa sýn á það hvernig lögin eiga að vera og taka næsta skref; leggja á ráðin um það hvernig lagavirkið á að vera næstu 5 til 10 árin fyrir 500 milljón manns. Þetta er endalaus leit og leið- arstjörnurnar margar. Og allt er þetta stöðugum breytingum háð þar sem 27 mismunandi lagahefðir sker- ast. Samrunaferli Evrópu hefur verið skilgreint sem eitt skref áfram og tvö aftur á bak. Það eru framþróun- in og breytingarnar sem höfða sterkast til mín. Það er bara engin leið að láta sér leiðast á þessari sam- einingarvegferð. Við vitum til dæm- is ekki enn hvað verður um Lissa- bon-samninginn. Munu Írar samþykkja hann í annarri þjóð- aratkvæðagreiðslu í október nk.? Svona er þetta allt í deiglunni og það er það sem gerir Evrópuréttinn svo lifandi og skemmtilegan. Ég á mér nokkur áhugasvið í Evr- ópuréttinum. Mestan áhuga hef ég á evrópsku sameiningunni og ég á mér þann draum að beita menntun minni og færni til betri framtíðar fyrir Evrópubúa. En ég geng ekki um með bundið fyrir augun. Ég veit að Evrópusambandið er ekki full- komið og ég hef gagnrýnisradarinn stöðugt á. Hvenær sem gagnrýni er þörf er ég þar fremst í flokki.“ Því fleiri svör þeim mun fleiri spurningar „Ég er þjálfuð í því að beita lög- um í þágu evrópska þjóðfélagsins, stundum hef ég kennt og rannsakað, stundum starfað sem lögfræðingur og stundum starfað fyrir Evrópu- sambandið eða hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki og stundum hef ég tek- ið þátt í ákvarðanaferlinu á Evr- ópusviðinu og stundum tekið þátt í málflutningi fyrir Evrópudóm- stólnum. Allt eru þetta ólík störf og ég hef notið þess að fara á milli landa og stofnana og auka þannig við menntun mína og víðsýni. Af öllu mínu starfi í Evrópurétti hefur mér lærzt auðmýkt, það er ekkert end- anlegt, því fleiri spurningum sem þú færð svar við þeim mun fleiri spurn- ingar vakna. Og í dagslok rennur upp fyrir þér að þú veizt ósköp lítið miðað við alla þá óvissu og aragrúa þversagna sem við blasa. Í mínum huga, og ég á mér marga skoðanabræður í því, verður að líta á Evrópuréttinn í samhengi við ann- að, hann verður ekki einskorðaður við eitthvert fastákveðið kerfi því ekkert slíkt skýrir fortíð hans, nútíð eða framtíð. Hann tekur mið af stjórnmálum, efnahagsmálum og öðrum þjóðfélagsvísindum og jafn- vel félagsfræði. Þetta er ástæða þess að ég er í tygjum við Evrópsku háskólastofn- unina í Flórens þar sem Evrópurétt- urinn er kannaður út frá þessari hugmyndafræði; „law in context“. Esjan á listanum „Það hefur orðið minna úr fjall- göngum hér en ég hefði viljað. Ég hef ekki einu sinni gengið á Esjuna. En ég hef ferðast talsvert um landið. Og það er ákveðið á listanum að ganga á Esjuna einn góðan veð- urdag.“ höfða sterkast til mín Morgunblaðið/Kristinn Fjölskyldan Hjónin Sigurður Hreinn Sigurðsson og María Elvira Méndez Pi- nedo með dótturina Dolores Oddrúnu. sögu í þeim lausnum sem til tals komu. Þetta er röng aðferðafræði að mínu mati. Það gengur ekki að ætla að keyra svona hluti ofan í fólk þegjandi og hljóðalaust. Það endar bara á versta veg. Annað sem vakti athygli mína var að ríkisstjórnin virtist ekki hafa gert sér far um að kynna sér innra gang- verk Evrópusamstarfsins en litið framhjá öllum möguleikum á að kynnast því og koma sínum málum þar á framfæri. Hafi eitthvað verið gert þá hefur það ekki skilað sér til almennings á Íslandi. Ég hef ekki séð sönnur þess að skrifleg beiðni um aðstoð Evrópu- sambandsins hafi verið send og ég hef heldur ekki séð sönnur þess að Ísland hafi mótmælt því að Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar misnot- uðu aðstöðu sína í Evrópuráðinu til að sannfæra spænska fulltrúann, Joaquín Almunia, um að Ísland þarfnaðist ekki fjölþjóðlegs efna- hagspakka sér til björgunar einsog hann lagði til í nóvember 2008. Hvað hefur eiginlega gerzt? Hvað sem líður ábyrgð efnahagsstofnana nokkurra landa, ekki bara Íslands, get ég ekki fallizt á að stofnanir Evr- ópusambandsins bregðizt almenn- ingi í því að sjá til þess að innri markaðurinn virki. Til þess liggja of mörg saklaus fórnarlömb í valnum. Ég hef spurt margra spurninga af því að ég vil vera viss um að Ice- save-samningarnir séu eina leiðin út úr ógöngunum og mér er spurn hvort allir aðrir möguleikar á lög- fræðilegum/pólitískum lausnum hefðu verið kannaðir og ræddir á æðstu stöðum. Ég hef enn ekki fengið sannanir fyrir mörgum hlut- um. Ég hef ekki aðgang að leyni- skjölum, en það er mín auðmjúk af- staða að íslenzk stjórnvöld hafi brugðizt í því að ræða við Evrópu- sambandið á þeim nótum sem þarf til að leysa þetta mál. Nú stöndum við uppi með Ice- save-samninga, sem eru svo fjarri því að vera ásættanlegur kostur í stöðunni. Og ef við ekki breytum um kúrs er hætta á að framhaldið verði ekki skárra. Það er ekkert grín að fóta sig í Evrópusamstarfinu, það má segja að við séum á gráu svæði sem gangi inn á ESB-rétt, EES-rétt og alþjóðalög. Það er því að mörgu að hyggja og eins gott að menn viti hvað þeir eru að gera. Ég hef gífurlegar áhyggjur af þessu. Ég ætti kannski bara að vera heimsk og hamingjusöm en það er of mikið í húfi.“ í Evrópumálum 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að þjónustu- og innflutningsfyrirtæki. Ársvelta áætluð um 200 mkr. Ágætur hagnaður. • Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 170 mkr. Mjög skuldsett. • Meðeigandi óskast að nýju framleiðslufyrirtæki. Reiknað er með 30-35% árlegri ávöxtun eigin fjár næstu árin. • Sérverslun með fatnað á góðum stað. Ársvelta 150 mkr. Góð framlegð. • Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu með mikinn og vaxandi útflutning. Ársvelta 240 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 400 mkr. Hagstæðar skuldir. • Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr. • Þekkt innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Ársvelta 240 mkr. EBITDA 35 mkr. Hagstæðar skuldir. • Þjónustufyrirtæki sem selur fyrirtækjum lögbundna þjónustu með föstum samningum. Ársvelta 170 mkr. • Innflutningsfyrirtæki með fatnað og vefnaðarvöru. Ársvelta 150 mkr. • Deildarstjóri-meðeigandi óskast að meðalstóru þjónustufyrirtæki á sviði tölvu- og tæknibúnaðar. Æskilegt að viðkomandi sé rafeindafræðingur eða hafi svipaða menntun og starfsreynslu. Fyrirtækið er ört vaxandi og er nú með 12 starfsmenn. Fyrirtækið er 100% í eigu starfsmanna. Hún lauk lögfræðinámi við University Complutense í Madríd 1989 og fékk 1991 meistaragráðu í Evrópurétti frá University Paris II-Pantheon As- sas í París og framhaldsgráðu í al- þjóðalögum frá University of the Pacific. Mc George School of Law, Sacramento, Kaliforníu. 1997 varð hún doktor í Evrópurétti frá University of Alcalá de Henares. Madrid Á tíunda áratugnum og fram yfir aldamótin starfaði hún að ýmsum rannsóknum á Spáni, í Bandaríkj- unum og London og hjá Evrópunefnd- inni í Lúxemborg. Hún starfaði fyrir heilbrigðisráðuneytið í Reykjavík á árunum 2002 og 2004 og þar á eftir vann hún að útgáfumálum fyrir Evr- ópunefndina í Lúxemborg. Hún varð lektor við lagadeild Há- skóla Íslands 1997 og dósent í Evr- ópurétti frá júní 2009. Hún er fjöltyngd; talar spænsku, frönsku, ensku, ítölsku og þýzku og er á góðri leið með að verða almælt á íslenzku. Hún hefur skrifað lög- fræðibækur og tímaritsgreinar á sviði Evrópuréttar og í september kemur út eftir hana (á ensku) bókin EB- og EES-réttur. Samanburð- arrannsókn á virkni Evrópuréttar. Lög á sex tungumálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.