Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 ✝ Ingibjörg AldaBjarnadóttir fæddist á Sauð- árkróki 2. maí 1929. Hún lést á Elliheim- ilinu Grund 1. ágúst sl. Hún var dóttir hjónanna Helgu Pét- ursdóttur sauma- konu, f. 26.5. 1905 d. 2.12. 1991, og Bjarna Antons Sigurðssonar sjómanns, f. 23.1. 1901, d. 14.12. 1935. Systkini Öldu eru Guðbjörg Sigrún, f. 26.9. 1930, Guðrún Sigurlaug, f. 6.12. 1932, d. 8.4. 1940, og Bjarni Anton, f. 18.10. 1935, d. 24.8. 2000. Systkini samfeðra er Þorsteinn Skúli, f. 19.6. 1927. Árið 1952 giftist Alda Stefáni Skaftasyni lækni frá Siglufirði en þau skildu árið 1961. Dóttir þeirra er Hauður Helga rekstrarfræð- ingur, f. 10.6. 1958, gift Hermanni Ragnarsyni múrarameistari, f. 22.8. 1955. Fyrir átti Hauður dótt- urina Eddu Maríu Vignisdóttur nema, f. 6.8. 1975, gift Jóni Árna Kristinssyni smið, f. 15.1. 1975, Magnús Ellert Bjarnason nema, f. 16.10. 1990, en sonur Öldu og Ár- manns er Viktor, f. 12.12. 2006. Alda missti föður sinn ung að ár- um en eftir að faðir hennar lést fluttist móðir hennar frá Sauð- árkróki til Akureyrar. Alda þurfti að hætta skólagöngu í Mennta- skólanum á Akureyri sökum þess að hún fékk berkla. Árið 1954 fór Alda í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og kláraði próf þaðan árið 1955. Alda bjó með fyrri manni sínum bæði í Þýskalandi og Svíþjóð en eft- ir að þau skildu fluttist hún aftur til Akureyrar og bjó þá hjá móður sinni. Á Akureyri kynntist Alda síð- ari manni sínum, Magnúsi, þar sem hann starfaði sem bæjarstjóri. Bjuggu þau hjónin á Akureyri til ársins 1967 en fluttu þá suður. Alda og Magnús fluttu í Kópavoginn og bjuggu þar allt fram á dánardag Magnúsar. Alda sinnti hús- mæðrastörfum af kostgæfni og bar heimili þeirra vott um smekkvísi og alúð hennar. Eftir að Magnús lést fluttist Alda nokkrum árum síðar til Keflavíkur þar sem hún bjó sér huggulegt heimili í sambýli við dóttur sína og mann hennar. Alda bjó síðustu þrjú árin á hjúkr- unardeild A2 á Elliheimilinu Grund. Alda átti í baráttu við krabbamein síðustu árin. Hún lést 1. ágúst sl. Útför Öldu fór fram frá Háteigs- kirkju 10. ágúst, í kyrrþey. dóttir þeirra er Snæ- fríður, f. 13.1. 2006. Dóttir Hauðar og Hermanns er Helga Sigrún, f. 28.7. 1997. Seinni manni sín- um, Magnúsi E. Guð- jónssyni, f. 13.9. 1926, d. 17.5. 1990, kynntist Alda á Akureyri og giftu þau sig árið 1962. Dætur þeirra eru: 1) Kolfinna Snæ- björg grunnskóla- kennari, f. 28.3. 1963, gift Stefáni Friðriki Einarssyni matreiðslumeistara, f. 17.12. 1956. Dætur Kolfinnu eru: a) Þórunn Katla Tómasdóttir leik- skólakennari, f. 9.8. 1983, gift Jóni Ragnari Ástþórssyni meistaranema í viðskiptafræði, f. 20.12. 1976. Syn- ir þeirra eru Tómas Freyr, f. 12.6. 2004, Haraldur Daði, f. 30. 3. 2006, og Bjarni Dagur, f. 10.5. 2009; b) Alda Karen Tómasdóttir, f. 12.10. 1989; c) Júdit Sophusdóttir nemi, f. 28.11. 1993. 2) Alda Magnúsdóttir sálfræðingur, f. 6.6. 1967, gift Ár- manni Jónssyni viðskiptafræðingi, f. 22.8. 1972. Fyrir átti Alda soninn „Kæri(a) tengdó“ eins og þú sagð- ir alltaf við mig þegar við hittumst, en við vorum nánari en oft tíðkast með tengdasyni og ástæðan var sú að þú bjóst hjá mér í rúm fjórtán ár eða frá því að þú varst 64 ára og þangað til að þú fluttir á „Hótel Grund“. Aldrei komu upp nein leið- indi á milli okkar allan þennan tíma heldur myndaðist traust og sterk vinátta okkar á milli. Þegar það kom upp að þig langaði að flytja til okkar Hauðar, þá var ég að sjálfsögðu spurður að því hvernig mér litist á það og þurfti ég ekki að hugsa mig um lengi. Ég hafði sjálfur alist upp við svipaðar aðstæður þar sem amma mín bjó hjá dóttur sinni og tengdasyni (foreldrum mínum) stór- an hluta úr ævi sinni. Ekki hefði ég viljað missa af þeim tengslum sem mynduðust við ömmu mína meðan hún bjó hjá okkur og þar sem ég og dóttir þín vorum í barnahugleiðing- um þá fannst mér það tilvalið og svo kom lítil prinsessa í heiminn og var hún skírð Helga Sigrún. Tengslin milli þín og hennar urðu sterkari en nokkurn hefði grunað. Síðustu vik- urnar þínar hér í heimi sat hún hjá þér kannski í tvær klukkustundir til að snyrta þig; hún greiddi þér, bar krem á hendurnar, burstaði tenn- urnar og þvoði góminn, lakkaði negl- urnar o.fl. og einungis tólf ára göm- ul. Ég hafði gaman af því að skoða myndir af þér þegar þú varst á þín- um yngri árum, þú varst með glæsi- legri konum enda náðir þú þér í glæsilegan mann, hann Magnús, sem ég reyndar kynntist aldrei því miður. Þú varst svo fín frú í mínum huga og varst alltaf svo vel tilhöfð enda eins og ég sagði alltaf, að þú yrðir náttúrlega að líta vel út, „fyrrver- andi bæjarstjórafrúin frá Akureyri“, og þá brostir þú bara til mín. Alda mín, ég kveð þig með sökn- uði og veit að hvíldin er þér kærkom- in eftir mikla baráttu. Nú færðu loksins að hitta hann Magnús þinn sem mun taka vel á móti þér og bera þig á höndum sér eins og mér skilst að hann hafi gert alla tíð. Við hin sem eftir lifum minnumst góðrar konu sem studdi alla sína af dugnaði og metnaði til dauðadags. Ég sendi öllum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þinn tengdasonur, Hermann Ragnarsson. Hún elsku amma mín er dáin. Við héldum reyndar að hún væri dáin í byrjun árs, en þá rankaði hún við sér og bað um kaffi og sígarettu og við vissum að hún væri í lagi í bili. En eftir langa baráttu við krabbamein var þetta bara tímaspursmál. Fyrir tveimur vikum heyrði ég í ömmu í síma þar sem ég var í fríi. Hún var þá búin að vera slöpp en sagðist vera á batavegi. Hún sagði líka að hún hefði alltaf myndina af Snæfríði dóttur minni á náttborðinu hjá sér og lítinn engil við hliðina á henni til að gleðja sig. Þetta var það síðasta sem ég heyrði frá henni þar sem hún var orðin meðvitundarlaus tveimur dögum síðar. Við amma eigum gott samband að baki. Ég bjó hjá henni og afa til 16 ára aldurs. Þau gerðu allt fyrir mig og ég fékk óendanlega ást og um- hyggju af þeirra hálfu. Því miður var amma mikið veik á þessum tíma og lá oft inni á spítala. Hún var líka nánast heyrnarlaus og útilokaði sig mikið frá umheiminum þar sem henni fannst erfitt að taka þátt í samræðum. Amma var með einstaka þjónustulund og tók starf sitt sem heimavinnandi húsmóðir mjög alvar- lega. Þetta fannst mér mjög hentugt þar sem ég þurfti aldrei að taka til eða gera nokkurn hlut. Ég náði varla að fara úr fötunum mínum sem voru nánast hrein, þá voru þau komin í vélina, straujuð og inn í skáp. Þó svo að amma verði mestum tíma sínum heima þá var hún alltaf óaðfinnan- lega til fara, með lagningu í hárinu, fínar neglur, í nælonsokkum og vel klædd. Ef hún var að fara út þá fór hún í pelsinn, setti glært plast yfir lagninguna, setti á sig bleikan vara- lit og spennti upp regnhlífina þó að það væri hífandi rok. Hún vildi alltaf líta vel út þótt það væri eingöngu fyrir sjálfa sig. Þetta fannst mér ótrúlega skemmtilegt og kom sér vel ef ég vildi taka hana eitthvað með mér því að þá var hún alltaf tilbúin – „bara smáhárlakk og svo er ég til“, sagði hún þá. Eftir að afi dó fyrir 19 árum flutti amma fljótlega í kjallarann hjá mömmu og bjó þar þangað til hún fór á dvalarheimilið Grund eða Hótel Grund eins og hún kallaði það. Ég hugsa að síðustu 15 ár hafi verið eitt af hennar bestu tímabilum í lífinu. Ingibjörg Alda Bjarnadóttir                          ✝ Laufey Þorgeirs-dóttir, húsfreyja í Reykjavík, fæddist 14. ágúst 1914. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 31. júlí sl. Foreldrar Laufeyjar voru Louise Sím- onardóttir, f. á Hesti í Álftafirði 31.12. 1876, d. 20.12. 1966, og Þorgeir Jörgensson, f. á Hala, Ölfushr. 1.3. 1865, d. 17.10. 1938, stýrimaður í Reykja- vík. Systkini Lauf- eyjar eru: Sigríður, f. 1.10. 1903, d. 22.1. 1904. Albert, f. 29.07. 1905, d. 16.9. 1990. Anna María Leopoldína, f. 30.9. 1907, d. 17.6. 1987. Sigríð- ur, f. 21.9. 1909, d. 26.1. 1965. Lúð- vík Thorberg, f. 2.11. 1910, d. 27.12. 1996. Gunnar Halldór, f. 22.12. 1911, d. 21.2. 1912. Camilla, f. 4.7. 1913, d. 22.4. 1976. Ólöf Kristín, f. 23.8. 1916, d. 2.10. 2004. Gunnar Valur, f. 15.4. 1918, og uppeldisbróðir Kormákur Sigurðs- son, f. 6.9. 1924, d. 23.12. 2003. Laufey giftist 11.5. 1935 Theo- arsdóttir, f. 26.3. 1953. Börn þeirra eru þrjú og eitt barnabarn. Afkom- endur Laufeyjar og Theodórs eru því sextíu og ættliðirnir sex. Laufey var íþróttakona á yngri árum og æfði og keppti í sundi með Sundfélaginu Ægi. Á þessum árum var oft keppt og æft í sjónum. Einnig stundaði hún fimleika og keppti í handbolta með Ármanni. Laufey og Theodór giftust 11. maí 1935 og byrjuðu sinn búskap á Njálsgötunni en bjuggu lengst af á Flókagötu 9 í Reykjavík. Laufey vann um tíma í bakaríi og stóð oft við pönnukökubakstur langt fram eftir degi. Eftir að börnin fæddust sá hún um heimilsstörfin og var sannkölluð húsmóðir af gamla skól- anum enda bar fallegt heimilið þess glöggt vitni. Laufey hafði gaman af hannyrðum og hvers kyns útsaumi og lék allt í höndum hennar. Á efri árum fékk hún mik- inn áhuga á prjónaskap og prjón- aði hún ófáar peysurnar sem börn, barnabörn og fleiri fengu að njóta. Síðustu æviárin dvaldi Laufey á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykja- vík. Útför Laufeyjar fór fram frá Bú- staðakirkju 14. ágúst í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar dóri Guðmundssyni, vélsmíðameistara í Reykjavík, f. 8.8. 1912, d. 21.12. 1981. Foreldrar hans voru Guðmundur Sæ- mundsson, f. 17.6. 1861, d. 6.7. 1940, og Kristín Þórðardóttir, f. 27.7. 1877, d. 11.5. 1930. Börn Laufeyjar og Theodórs eru: 1) Louise Kristín, f. 24.8. 1934. M. Ragnar Már Hansson, f. 18.7. 1931, d. 18.10. 2003. Börn þeirra eru fjögur, barnabörn- in ellefu, barnabarnabörnin tíu og eitt barnabarnabarnabarn. 2) Hlíf, f. 31.7. 1937. M. Sigurjón H. Her- bertsson (skildu), f. 3.3. 1938, d. 21.11. 1995. M. Baldur Sæmunds- son, f. 13.4. 1936. Börn Hlífar og Sigurjóns eru þrjú og barnabörnin eru fimm. 3) Þorgeir, f. 23.5. 1940. M. Birna Björnsdóttir, f. 12.10. 1942. Börn þeirra eru fjögur, barnabörnin þrettán og eitt barna- barnabarn. 4) Guðmundur Ægir, f. 20.2. 1952. M. Ingveldur Ragn- Laufey Þorgeirsdóttir, tengda- móðir mín, var glæsileg kona, sem ég bar mikla virðingu fyrir. Þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra Theodórs á Flókagötunni fyrir 49 árum sást að þar fóru samhent hjón, sem báru hag fjölskyldunnar fyrir brjósti. Þetta var á þeim árum sem tengdamæður þóttu ráðríkar og uppivöðslusamar gagnvart tengda- dætrum sínum og höfðu vinir og vandamenn mínir ráðlagt mér að búa aldrei í sama húsi og tengda- mamma. Það hagaði samt þannig til að eftir að við Þorgeir giftumst fluttum við á Flókagötuna í kjall- arann hjá tengdaforeldrunum og bjuggum þar í fjögur ár. Sambúðin gekk mjög vel og held ég að það hafi aðeins einu sinni komið upp á atvik sem hún lét réttilega heyra í sér. Hún var aldr- ei afskiptasöm og bankaði ekki upp á í kjallaranum nema nauðsyn væri, sem er svo lýsandi fyrir per- sónuleika hennar. Hún var hæglát og hógvær og kunni ekki við of mikla athygli. Laufey var alla tíð heimavinn- andi húsmóðir, sem alltaf hóf dag- inn á sömu verkunum, sem þurfti að ljúka fyrir hádegi. Heitur matur var alltaf í hádegi og voru gestir velkomnir, þar sem nægur matur var eldaður. Eftir hádegi var skipt um föt og sett upp hálsmen og annað skart, enda Laufey smekkleg kona. Laufey tók aldrei bílpróf og orð- ið leigubíll var ekki til í hennar orðasafni, strætisvagn var tekinn ef hann kom um leið og hún á stoppistöðina annars var bara gengið þennan stutta spotta eins og hún orðaði það. Heimilið var gestkvæmt enda stutt í miðbæinn frá Flókagötunni. Barnabörnin og allir ættliðirnir sóttust eftir því að fá að koma í heimsókn þangað því alltaf var tekið á móti þeim með hlýleika og góðum kökum, brúna tertan og ömmutertan nutu mikilla vinsælda. Ekki var Laufey sjálf þó mikið fyrir þessar góðu kökur enda pass- aði hún alla tíð upp á línurnar og mataræðið. Saumalist er ein sú fegursta list sem til er. Að raða niður litum og skapa með saumi myndir í öllum stærðum. Tengdamóðir mín var svo sannarlega listakona í þeirri merkingu. Útsaumaðir stólar, borðplötur og myndir af öllum gerðum fylltu fallegt heimili henn- ar. Þegar Laufey var á 84. aldursári saumaði hún mynd í fínan hör með tveim þráðum af fínu saumagarni. Þegar myndin var sótt í innrömm- un bað afgreiðslukonan um skila- boð til þeirrar sem hafði saumað myndina að þau hefðu sjaldan eða aldrei séð jafnvel saumaða mynd og þessa. Handbragðið var óaðfinnanlegt og gert af mikilli kunnáttu. Laufey dvaldi heima á Flókagöt- unni þar til hún var 86 ára og fór þá að halla undan fæti, hún hugs- aði alla tíð um sig sjálf. Alltaf var heimili hennar hið snyrtilegasta, aldrei mátti fara úr húsi ef óhreinn kaffi- bolli var á borðum, allt skyldi hreint og fágað. Það var ekki auðvelt fyrir Lauf- eyju þegar hún veiktist árið 2001. Í framhaldi af þeim veikindum fékk hún vist á vistheimilinu Eyr- arholti, og síðar á hjúkrunardeild Eirar. Kona sem alla tíð hafði ver- ið heilsuhraust og hugsað um sig sjálf þurfti nú að vera upp á aðra komin, það var ekki hennar stíll. Hvíl í friði. Birna Björnsdóttir. „Nú væri amma stolt af mér“ hugsaði ég þegar ég lauk nýverið við lopapeysur stelpnanna. Lopa- peysur í sauðalitunum með gam- aldags munstri. Peysur ekkert ólíkar þeim sem þú prjónaðir svo margar handa okkur fjölskyldunni, stórfjölskyldunni og seldir í búðir. En það þurfti ekki neinar peysur til að þú værir stolt af okkur, það var sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, þú hrósaðir okkur alltaf. Við vorum svo dugleg að smíða eða sauma, ferðast eða læra. Og alltaf var svo gott að fá hrósið frá þér. Eiginleiki sem ekki öllum er gefinn: að getað hrósað upphátt. Þú varst okkur fyrirmynd að svo mörgu öðru leyti. Þegar við bjugg- um við hliðina á þér komum við ósjaldan í heimsókn og aldrei brást það að okkur var boðið í kaffi, allt- af heitt, ótrúlega heitt og sterkt kaffi hjá þér. Oft fengum við þá brúnköku, ömmutertu eða mönd- lutertu og mjólk úr bílaglösunum. Þú gerðir nú frekar lítið úr bakstr- inum og kallaðir uppáhaldskökuna okkar Klessu. Þegar við tókum vorverkin í garðinum gat það dugað okkur nokkra daga sem þú, á fullorðins- aldri, tókst á einum degi. Þú fylgd- ist ávallt vel með því sem við tók- um okkur fyrir hendur án þess að skipta þér af. Sagðir að við ættum ekki að vera að eyða peningunum í póstkort handa þér en samt lá það lengi í skálinni á borðstofuborðinu fyrir alla að lesa eða þegar þú sagðir pabba að það gæti ekki ver- ið að við værum lögð af stað í ferðalag því það væri enn þvottur uppi á snúru í þvottahúsinu hjá okkur. Það var þér óhugsandi að hægt væri að fara án þess að ganga frá þvottinum. Þær eru margar minningarnar frá Flókagötunni. Frá jólunum, pakkaflóðinu og þegar Mummi lék jólasvein í fjólubláa náttsloppnum hans afa. Þegar ég var að læra á píanó og fékk að æfa mig hjá ykk- ur. Þegar afi kom heim í hádeg- ismat sem þú barst inn í borðstofu, afi lagði sig í græna sófanum og fór aftur með nestisboxið sitt gráa. Þegar við spiluðum marías eða mi- kadó. Svarta dagatalið sem var svo spennandi að fá að ýta á, taflborðið hans afa og ruggustóllinn í horn- inu. Með þessar minningar og marg- ar fleiri kveðjum við þig amma mín. Hrund og Ívar. Mig langar að kveðja elsku ömmu mína með nokkrum orðum. Ég var eiginlega daglegur gest- ur á heimili ömmu og afa á Flóka- götunni þegar ég var yngri. Ég var Laufey Þorgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.