Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 20
20 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is É g er fædd í Madr- íd 1966, dóttir lögfræðings, fað- ir minn var sér- fræðingur í stjórnsýslurétti, og listamanns, móðir mín var pí- anóleikari. Bróðir minn, elzta systk- inið, er líka lögfræðingur og kvænt- ur rússneskri konu, en systir mín, sem er fimm árum yngri en ég, er gift Spánverja. Þau búa í Frakk- landi. Það má segja að ég hafi frá æsku fengið tvöfalt sjónarhorn á líf- ið, lagalegt og listrænt. En Madríd var aldrei mín borg. Margir Madr- ídbúar segja að Madríd sé bezti staður í heimi. En ekki ég. Hún er of stór og einu bernskuminningarnar sem ég á um borgina eru um malbik og aftur malbik. Ég kvartaði oft yfir þessu en foreldrar mínir og vinir sögðu að svona væri þetta alls stað- ar. Ég neitaði að trúa því. Sem betur fer áttu foreldrar mín- ir hús á Norður-Spáni, þar sem við dvöldum þrjá mánuði á hverju ári, frá 15. júní til 15. september. Þar leið mér vel, ég fékk svolitla norð- ursál í mig. Mér líður ekkert vel í mikilli sól, en á N-Spáni rignir meira og þar er allt grænt og þar var ég í essinu mínu. Það sem bjarg- aði mér frá malbikinu í Madríd var hálendið norður af borginni. Frá tólf ára aldri gekk ég þar á fjöll, skóla- vikan var rétt svo búin þegar ég hélt til fjalla. Föðurafi minn var foringi í hern- um og móðurafinn læknir. Þeir dóu báðir í spænsku borgarstyrjöldinni, 1936-39. Einsog var um svo margar aðrar fjölskyldur á Spáni réðu bú- staður og starf örlögum fjölskyldna minna. Móðurfjölskyldan mín bjó á Norður-Spáni, sem sveitir Francos lögðu fljótlega undir sig. Læknirinn og hans fólk höfðu nóg að bíta og brenna og upplifðu fátt til að vera hliðholl hægristjórn Francos. Föð- urfjölskylda mín var í Madríd og afi minn þjónaði vinstrisinnuðum lýð- veldishernum sem tapaði borg- arastyrjöldinni. Madríd var lengi umsetin, endalok stríðsins urðu þeg- ar sveitir Francos unnu borgina. Madrídbúar lifðu við sult og seyru. Þegar flugvélar Francos flugu yfir borgina var brauði varpað niður til sveltandi almúgans. Fjölskylda föð- ur míns þjáðist mikið af völdum stríðsins. Þetta tvöfalda upplag hef- ur kennt mér að taka hlutunum með ró og friði. Foreldrar mínir lifa báðir og búa í Madríd. Þau hafa ferðazt mikið, komið tvisvar til Íslands og segja að Ísland sé eina ferska og ósnortna landið sem þau þekkja. Þar er ég þeim hjartanlega sam- mála.“ Marco Polo var fyrirmyndin „Þegar stúdentsprófinu lauk var það efst á blaði hjá mér að ferðast og læra tungumál. Draumur minn var að verða hirðingi og ferðast um einsog Marco Polo; ég færi að heim- an um tvítugt og kæmi aftur heim um sjötugt eftir mikil og ströng ferðalög! En foreldrar mínir hvöttu mig til náms og valið stóð á milli sagnfræði og stjórnmálafræði, lög- fræði og hagfræði. Mér leizt hvorki á sagnfræðina né hagfræðina, taldi þau ekki tungumálavæn fög, og valdi lögfræði sem ég taldi gefa mér færi á tungumálanámi með. En þar sem ljóst var að draumurinn um fót- spor hirðingjans og Marco Polo myndi ekki rætast valdi ég næst- bezta kostinn; að gerast diplómat. Faðir minn hvatti mig til þess að klára lögfræðina á Spáni og fara síð- an í framhaldsnám til útlanda þar sem ég gæti bætt á mig tungu- málum. Ég hafði áhuga á diplómatíu og þess vegna fór ég til Frakklands en franska var eitt af stóru tungu- málunum í diplómatíunni. Ég fékk styrk frá spænska utanríkisráðu- neytinu og þurfti að mæta reglulega í spænskt konsúlat. Þar fann ég að verkefnin voru of hversdagsleg fyrir minn smekk. Þá gaf ég diplómatíuna upp á bátinn. En í framhaldsnámi mínu í lög- fræðinni kynntist ég gagnrýnni hugsun Frakka sem mér fannst spennandi nálgun við lögfræðina. Í París fékk ég smjörþefinn af Evr- ópuréttinum sem átti eftir að verða mitt meginviðfangsefni og lifibrauð Í millitíðinni fór ég heim til Spán- ar og starfaði þar á alþjóðlegri lög- fræðistofu sem meðal annars ann- aðist mál fyrir tryggingarisann Lloyds. Þau mál héldu mér þó ekki lengi hugfanginni og ég ákvað að fara til Kaliforníu. Þar nam ég þjóð- arrétt og vann fyrir mér með rann- sóknastarfi fyrir bandarískt lyfja- fyrirtæki. Ég rannsakaði einka- leyfis- og vörumerkjamál í Evrópu svo fyrirtækið kæmist hjá því að eiga við tólf mismunandi lagaum- hverfi í einu. Þetta var 1991 þegar aðildarríki ESB voru tólf talsins. Ástfangin í snjóblindunni Lögfræðingar á Spáni eru form- legir einsog þeir íslenzku, Frakkar eru líka hefðbundnir en um leið mjög gagnrýnir, í Kaliforníu var létt yfir hlutunum, lögfræðin var tekin háalvarlega einsog annars staðar, en andrúmið var frjálsara og glaðvær- ara, meira í ætt við spænsk- miðjarðarhafsupplag mitt og því féll ég strax vel í hópinn. Ég á af- skaplega góðar minningar frá dvöl minni í Bandaríkjunum.“ Framþróun og breytingar Hún er fædd og uppalin í Madríd og stundaði nám og störf í Evrópu og Bandaríkjunum. Nú er María Elvira Méndez Pinedo íslenzkur ríkisborg- ari og dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands. „Það má eiginlega segja að ég hafi verið í losti síðan í október. Ég er íslenzkur ríkisborgari. Ég valdi að búa í þessu landi og ég treysti því að ríkisstjórnin og stofnanir sinntu vinnunni sinni. Ég skulda af hús- næði og er með fjárhagslegar skuld- bindingar einsog hver annar. Ég kom með sparifé mitt til Íslands. Aldrei flögraði það að mér að ég myndi einn góðan veðurdag vakna upp í þeirri efnahagsmartröð sem Ísland býr nú við. Ég hef verið gagn- rýnin af því mér finnst það skylda mín að fjalla um Icesave-málið út frá evrópskum sjónarhóli og segja að sú lausn sem fyrir liggur sé ekki rétt fyrir samrunaferlið í Evrópu, hún hefur áhrif á innri markaðinn einsog hann leggur sig. Ég skynja rangindi í því að Evrópusambandið hafi ekki beitt sér með afgerandi hætti. Ég hef ásamt fleirum sagt mína skoðun á þessu og nú verða stjórnmálamennirnir að finna for- svaranlega lausn. Ég er sannfærð um að þetta eru sögulegir tímar fyr- ir okkur Íslendinga og við megum sízt af öllu þegja yfir staðreyndum, sama hversu óþægilegar þær eru. Lýðræði okkar og reisn á erfiðum tímum eru grundvallaratriði sem við megum aldrei gefa frá okkur. Það verður að líta á gagnrýni mína í þessu ljósi. Þegar ég fór að kynna mér stöðu Icesave sem er stærsta Evrópu- málið hér á landi þessa dagana kom það mér í opna skjöldu hvað ís- lenzka stjórnsýslan var fjarlæg fólk- inu í landinu. Evrópusamstarf og að- ild Íslands að því voru ekki rædd og það var ekkert hlustað á almenning. Evrópusambandið kemur ekki við Röng aðferðafræði Starfsmenntaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Til úthlutunar eru um 30 milljónir króna. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Starfsmenntaráð hvetur umsækjendur til að sækja um verkefni sem falla undir eftirfarandi áherslur: Verkefni sem tengjast erfiðri stöðu á vinnumarkaði. Gæðaverkefni sem nýtast þeim hópum sem misst hafa atvinnu eða eru í sérstakri áhættu með að missa vinnuna. Gerð er krafa um samstarf við samtök atvinnurekenda og launafólks við gerð og framkvæmd verkefnisins. Áhersla er lögð á að öll verkefni sem sótt er um styrk til séu vel undirbúin og umsóknir vandaðar. Umsóknarfrestur er til 7. september 2009. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Starfsmenntaráðs www.starfsmenntarad.is N NI R AP A KS AF O TS A G NIS L G U A A U K A Ú T H L U T U N Styrkir vegna starfsmenntunar 2009

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.