Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 34
34 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009
BORIST hafa frétt-
ir af fimm dauðaslys-
um í neðansjáv-
argöngum í Noregi tíu
árum eftir að eldsvoði í
Mont Blanc-
jarðgöngunum kostaði
nærri 40 manns lífið
þegar 34 ökutæki eyði-
lögðust. Dauðaslysin í
norsku neðansjáv-
argöngunum sem eru
á 250 til 300 metra
dýpi vekja spurningar um hvort ein-
breiðu gangamunnarnir í Vest-
fjarðagöngunum séu slysagildrur
þegar vitað er að þar fara í gegn enn
fleiri ökutæki á sólarhring heldur en
talið var í upphafi.
Daginn sem neyðartilfelli kom
upp á Þingeyri fyrir nokkrum árum
stöðvuðust allir lögreglu-, slökkvi-
liðs- og sjúkrabílar inni í einbreiða
gangamunnanum þegar allt of marg-
ir flutningabílar komu á móti og lok-
uðu leiðinni út úr göngunum inn í
Önundarfjörð. Seint á síðasta ári
skrifaði ég í Morgunblaðið grein um
eldsvoðann sem braust út í Mont
Blanc-veggöngunum fyrir einum
áratug. Í þessari grein varaði ég við
því hverjar afleiðingarnar yrðu ef
bremsulaus flutningabíll fullur af
eldfimum efnum færi á 70 km hraða
inn í einbreiðu göngin örfáum mín-
útum áður en hann rækist framan á
bensínflutningabifreið sem kæmi á
móti á jafnmiklum hraða. Þarna
tekst aldrei að bjarga mannslífum
verði litlir fólksbílar á milli stóru
ökutækjanna áður en sprenging yrði
í göngunum.
Þetta ættu þingmenn Norðvestur-
kjördæmis að kynna sér og flytja til-
lögu í samgöngunefnd Alþingis um
að útbúa öruggar flóttaleiðir í öllum
íslenskum jarðgöngum ef bílstjórar
og farþegar hafa lítinn tíma til að
forða sér út úr brennandi bifreiðum.
Eldsvoðinn í Mont Blanc-jarðgöng-
unum sem mældist 1.200 stig vekur
líka spurningar um hvort slökkvilið-
ið á Ísafirði geti tekist á við svona
vandamál í Vestfjarðagöngunum.
Við þessar aðstæður yrðu allir
sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn
að þrotum komnir þegar það væri
orðið of seint að bjarga öllum veg-
farendum sem lokaðir væru inni í
einbreiðu göngunum.
Illviðri gæti valdið því að ekki
væri hægt að fljúga vestur með fleiri
slökkviliðsmenn frá Reykjavík og
Akureyri ef neyðarlínan fengi til-
kynningu um eldsvoða í þessum
dauðagildrum sem eru ólöglegar.
Nýkjörnir þingmenn skulu standa
saman og svara því hvort það sé
verjandi að sitja áfram uppi með ein-
breið göng sem uppfylla ekki stór-
hertar nútímaörygg-
iskröfur ESB. Þetta
ættu læknarnir á
norðanverðum Vest-
fjörðum frekar að
kynna sér í stað þess að
halda til streitu kröf-
unni um brotthvarf
sjúkraflugvélarinnar úr
fjórðungnum.
Hingað til hafa sveit-
arstjórnirnar á norð-
anverðum Vestfjörðum
og þingmenn Norðvest-
urkjördæmis aldrei
kynnt sér hvað gerst gæti ef elds-
voði brytist út í einbreiðu ganga-
munnunum vegna umferðaróhapps
með ófyrirséðum afleiðingum. Árið
sem eldsvoðinn í Mont Blanc-
göngunum braust út höfðu engir
landsbyggðarþingmenn kynnt sér
hvort öryggi vegfarenda í íslenskum
jarðgöngum yrði best tryggt með
því að útbúa strax flóttaleiðir og
koma fyrir í leiðinni eldvarnar-
hurðum áður en jarðgangaáætlun
Vegagerðarinnar var samþykkt sem
eitt forgangsverkefni fyrir Vestfirði,
Norður- og Austurland.
Einangrun byggðanna á norðan-
verðum Vestfjörðum við Ísafjörð
blasir við ef eldsvoði brýst út vegna
umferðaróhapps áður en sprenging
yrði í einbreiðu göngunum undir
Breiðadals- og Botnsheiði. Þessi ein-
angrun er staðreynd sem stendur
óhögguð eftir að eyðilegging gömlu
veganna yfir báðar heiðarnar var
ákveðin á fölskum forsendum.
Sem fulltrúi landsbyggðarinnar
ætti nýkjörinn þingmaður Norðvest-
urkjördæmis Ólína Þorvarðardóttir
að flytja tillögu í samgöngunefnd Al-
þingis um að breikka báða ganga-
munnana inn í Önundarfjörð og Súg-
andafjörð í tvær akreinar.
Fyrrverandi skólameistari mætti
líka kynna sér þörfina á því að útbúa
öruggar flóttaleiðir í Vestfjarða-
göngunum, Dýrafjarðargöngum og í
nýju göngunum sem eru í vinnslu
milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Í
öllum jarðgöngum sem fram undan
eru á landsbyggðinni skulu vera eld-
varnarhurðir. Einbreið veggöng
með útskotum öðrum megin eru
dauðagildrur sem geta kostað allt of
mörg mannslíf. Hér eftir fá þær eng-
ar undanþágur frá reglum ESB þótt
oddvitar fortíðarinnar bregðist illa
við.
Dauðagildrur í Vest-
fjarðagöngunum
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
»Einbreið veggöng
með útskotum öðr-
um megin eru dauða-
gildrur sem geta kostað
allt of mörg mannslíf.
Höfundur er farandverkamaður.
Í BYRJUN júní
skrifaði ég grein í
Morgunblaðið um að
grynnka mætti veru-
lega á peningavand-
ræðum þjóðarinnar
með því að nýta
geymdar skatttekjur
ríkissjóðs í séreign-
arsparnaði. Ekki hef
ég tölur um hversu
miklar skatttekjur
þetta eru en einhver sagði að þær
gætu numið allt að 100 milljörðum.
Það var byggt á ræðu þingmanns
um að í séreignarsjóðum lands-
manna væru um 300 milljarðar.
Gott væri ef einhver gæti komið
með rauntölur.
Hugmyndin hjá mér var aðallega
að vekja umræðu um þetta mál.
Svo illa vildi til að Sjálfstæðisflokk-
urinn kom með aðra hugmynd, þ.e.
að taka skatt af lífeyrissparnaði.
Svo virðist sem þessum tveim mál-
um hafi verið blandað saman. Þetta
eru hins vegar tvö aðskilin mál.
Ég hef heyrt að rök gegn þessu
séu t.d. að eigandi sparnaðar fái
ávöxtun á allri upp-
hæðinni að skatti með-
töldum meðan hún
liggur á reikningnum.
Þannig myndi eigand-
inn tapa ef skatturinn
yrði tekinn af. Svarið
við þessu getur t.d.
verið að taka minni
skattprósentu af eign-
inni. Það eru eflaust til
margar leiðir til að
leiðrétta slíkt tap.
Önnur rök gegn
þessu eru að það
þyrfti að setja upp sérsjóð eða sér-
kerfi ef breyta ætti framkvæmdinni
gegn reikningum sem þegar eru til.
Satt best að segja skil ég ekki þessi
rök. Það er ekkert mál að reikna
skattinn af reikningi mínum um
áramót og framvegis á ég allt á
reikningnum. Skattinn mætti t.d.
leggja inn á ríkisreikning og greiða
út af honum eftir efnum og ástæð-
um sjóðsins.
Þriðju rökin eru þau að séreign-
arsjóðirnir verði að selja bestu
eignirnar til þess að geta greitt
þetta út og ávöxtun sjóðanna verði
því minni. Ég geri mér grein fyrir
því að séreignarsjóðir geta ekki
greitt þetta á einu bretti. Greiðsl-
urnar geta farið fram á t.d. allt að
fimm árum. Annars tel ég það vera
betra fyrir mig að tapa smáávöxtun
en að borga hærri skatta.
Það má öllum vera það ljóst að
þarna eru umtalsverðar tekjur fyrir
ríkissjóð. Almenningur verður ekki
var við ef þessi skattur er tekinn
strax. Almenningur verður hins
vegar var við hækkandi bensínverð,
hækkandi áfengisgjald, hærri
skatta o.s.frv. Við þurfum öll að
hafa ráðstöfunarfé milli handanna,
við þurfum að geta keypt vörur því
annars fá fyrirtækin ekki tekjur. Ef
fyrirtækin fá ekki tekjur þá hef ég
ekki vinnu. Þannig er efnahagslífið
keyrt niður.
Hvernig væri að ræða þetta og
sjá hvort ekki er hægt að auka
tekjur ríkissjóðs með þessu og auka
ráðstöfunartekjur almennings?
Steingrímur J.: Hver konar fé-
lagshyggjuflokkur er það sem nýtir
ekki þau tækifæri sem gefast til að
koma í veg fyrir eða minnka aukn-
ar álögur á þá sem minna mega
sín?
Enn um skatt af
séreignarsparnaði
Eftir Hrein Sesar
Hreinsson
»Ríkissjóður á
geymdar skatt-
tekjur í séreignarsparn-
aði. Því ekki að nýta
þær frekar en að auka
álögur á almenning?
Hreinn Sesar Hreinsson
Höfundur er gagnagrunnsfræðingur.
EITT helsta bar-
áttumál núverandi rík-
isstjórnarflokka fyrir
síðustu kosningar var
að nú yrði að slá
skjaldborg um heim-
ilin og fyrirtæki lands-
ins.
Skuldirnar (erlendu
myntkörfulánin) hafa
hækkað svo gífurlega
að ekkert annað en
þrot blasir við fjölda heimila ef ekk-
ert verður að gert.
Nauðsyn þess að afskrifa hækk-
anir sem urðu á myntkörfulánum frá
áramótunum 2007/2008 vegna vitfirr-
ingar og skipulagðra árása bankanna
á krónuna er öllum ljós.
Krafan um að lán verði stillt á
gengisvísitölu áramótanna 2007/2008
er eðlileg og sjálfsögð.
Ekkert fyrirtæki eða heimili
stendur undir hækkun lánanna nema
kannski þau sem hafa framlegð dóp-
innflutnings af peningum sínum!
Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar
er hróplegt, næstum aumkunarvert.
Þær gífurlegu upphæðir sem rík-
isstjórnin er nú tilbúin í að greiða til
AGS og vegna Icesave, myndu koma
heimilum og fyr-
irtækjum landsins yfir
múr bankahrunsins og
gera þeim kleift að
standa við framtíð-
arskuldbindingar.
Það að neita heimilum
og fyrirtækjum um af-
skriftir lána, að kröfu
AGS, jaðrar við landráð.
Það liggur fyrir að
ríkisstjórnin er tilbúin
að eyða um
35.000.000.000 (þrjátíu
og fimm þúsund millj-
ónum)árlega, eða um fimm jarð-
göngum á ári næstu sjö árin, í vaxta-
greiðslur vegna Icesave! Síðan
hefjast svo endurgreiðslur og
greiðsla enn meiri vaxta!
Þá eru eftir milljarðahundruðin
sem lán AGS (sem ekki má nota) eiga
eftir að kosta okkur.
Miklu ódýrara er fyrir okkur Ís-
lendinga, að skila AGS-láninu og að
fara dómstólaleiðina með Icesave.
Við getum notað lítinn hluta þeirra
fjármuna sem áttu að fara í vextina
til þess að standa undir afskriftum
lána heimila og fyrirtækja.
Lánamarkaðir heimsins eru okkur
hvort eð er ansi dýrir, með eða án
AGS-peninganna og Icesave-
þrælkunarinnar. Við skulum því skila
AGS nauðarfénu og láta Icesave fyrir
dómstóla. Notum það fjármagn sem
ætlað var í þessa þrælasamninga
gömlu nýlenduveldanna til þess að
koma heimilum og fyrirtækjum
landsins á koppinn aftur.
Nýlenduveldin tvö kunna enn að
kúga lítilmagnann og gera það refja-
laust!
Ansi er það merkilegt hve rík-
isstjórnin er viljug til þess að henda
tugþúsundum milljarða í útlendinga
á sama tíma og henni finnst sjálfsagt
að heimilum og fyrirtækjum landsins
blæði út vegna vaxtaokurs, höf-
uðstólshækkana lána og annarra
skelfilegra afleiðinga græðgi og
mannvonsku fyrrverandi eigenda og
stjórnenda bankanna.
Þeir sitja nú á milljarðahundr-
uðum og slá um sig í skattaskjólum
Karíbahafsins en þjóðinni blæðir.
Skjaldborg um skuldirnar
Eftir Magnús
Jónasson »Miklu ódýrara er
fyrir okkur Íslend-
inga að skila AGS-
láninu og fara dóm-
stólaleiðina með Ice-
save.
Magnús Jónasson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
ÉG HEF verið að
fylgjast með umræðum
og skrifum um þetta
mál undanfarna mán-
uði. Ég furða mig á
hugmyndaauðgi, álits-
gjörðum og fullyrð-
ingum bæði leikra og
lærðra um þennan
samning, en um leið
hversu sjaldan kjarni
málsins er krufinn, sem
er afleiðing þess að
samþykkja samninginn með ábyrgð
ríkisins óbreyttan eða fella hann.
Skoðum helstu afleiðingar þess að
samþykkja samninginn óbreyttan
eins og hann liggur nú fyrir.
Tökum það neikvæða fyrst:
1) Þjóðin verður að greiða til við-
semjanda á næstu 15 árum 200 til 700
milljarða kr., eftir því
hvernig eignir Lands-
bankans nýtast.
2) Öruggt er að nokkur
kaupmáttarrýrnun
verður hjá þjóðinni,
1-3%, á þessu tímabili
miðað við óbreytta
landsframleiðslu.
3) Telja má nokkuð víst
að um einhvern land-
flótta verði að ræða á
þessu tímabili
Tökum það jákvæða
næst:
1) Íslenska þjóðin sýnir
að hún er ábyrgðarfull og traustverð-
ug og stendur við gerða samninga
stjórnvalda sinna, þótt umdeildir séu
meðal hennar þar sem vafi leiki á um
lögmæti þess að heil þjóð eigi að
standa ábyrg fyrir afglöpum nokk-
urra fjárglæframanna
2) Lánalínur opnast og eðlileg utan-
ríkisviðskipti komast á.
3) Ætla má að samningar við ESB
verði auðveldari, þar sem ágrein-
ingur er enginn við sambandsríki
ESB.
4) Ætla má að eðlileg samskipti,
traust og virðing endurheimtist með
samþykkt samningsins.
5) Ef um landflótta verður að ræða
má ætla að atvinnuleysi verði minna
en nú er.
Með því að fella samninginn má
búast við eftirfarandi afleiðingum.
Tökum það neikvæða fyrst:
1) Íslenska þjóðin sýnir að hún er
ábyrgðarlaus og ótraustverðug ef
hún neitar að standa við samninga
stjórnvalda sinna, sem umdeildir eru
meðal hennar vegna vafa um lög-
mæti þess að heil þjóð eigi að standa
ábyrg fyrir afglöpum nokkurra fjár-
glæframanna.
2) Lánalínur allar lokaðar og öll ut-
anríkisviðskipti erfið, óeðlileg og dýr.
3) Ætla má að samningar við ESB
verði erfiðir, þar sem ágreiningur er
mikill við sambandsríki ESB, sér-
staklega tvö þeirra.
4) Ætla má að erfiðlega gangi með
eðlileg samskipti við aðrar þjóðir
vegna vantrausts og óvissu um að við
stöndum ekki við skuldbindingar
okkar.
5) Ætla má að landflótti og atvinnu-
leysi verði meira vegna þeirra erf-
iðleika og óvissu, sem hér munu ríkja
við uppbyggingu atvinnulífsins, ef
samningurinn verður ekki sam-
þykktur.
Tökum það jákvæða næst:
1) Við mundum losna við að greiða
200 til 700 milljarða króna
2) Ekkert. Aðeins sært stolt (þjóð-
ernisrembingur) eða minnimátt-
arkennd gagnvart öðrum, til að sýn-
ast meiri en við erum gagnvart
margfalt máttugri þjóðum og sam-
félagi þeirra.
Þessar einföldu staðreyndir segja
hverjum manni, með óbrenglaða
dómgreind, hvor kosturinn sé betri.
Það er betra í neyð að beygja sig
tímabundið fyrir ofurefli en að vera
brotinn alveg niður, því að beygður á
frekar en brotinn möguleika til end-
urreisnar.
Sjálfstæðisflokkurinn, með Fram-
sókn, hóf þá einkavinavæðingu sem
hér hefur tröllriðið húsum, í byrjun
með úthlutun gjafakvótans og ráðn-
ingu vina og ættingja í flestar valda-
stöður þjóðfélagsins og síðast kór-
ónað með einkavæðingu bankanna.
Allt var þetta gert undir yfirstjórn
Davíðs Oddssonar, mesta skaðvalds
sem Ísland hefur alið.
Icesave-samningurinn
Eftir Hafstein Sig-
urbjörnsson
» Það er betra í neyð
að beygja sig tíma-
bundið fyrir ofurefli en
að vera brotinn alveg
niður, því að beygður á
frekar en brotinn mögu-
leika til endurreisnar.
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
Höfundur er eldriborgari.