Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 18
18 Veitingahús MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Costa del Sol frá kr. 79.990 – með eða án fæðis Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum til Costa del Sol þann 25. ágúst í 11 nætur. Í boði er stökktu tilboð, með eða án fæðis, þar sem þú bókar sæti (og fæðisvalkost) og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu þín í sumarfríinu á vinsælasta sumar- leyfisstað Íslendinga á ótrúlegum kjörum. Verð kr. 79.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 11 nætur. Sértilboð 25. ágúst. Aukalega fyrir hálft fæði í 11 nætur kr. 35.000 fyrir fullorðna og kr. 18.000 fyrir börn. 25. ágúst Frábær 11 nátta ferð á ótrúlegum kjörum! Stökktu til Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Allra síðustu sætin! H ver sushi- kokkur á sína uppskrift, sem er algjört hernaðarleynd- armál. Ég eyddi mörgum mánuðum í að prófa mig áfram með suðu á hrís- grjónum og smakka til edikið, sem fer saman við þau, í alls kyns hlut- föllum. Þótt ég sé mjög sátt við uppskriftina að grjónunum, sjálfu sushi-inu, taka bitarnir og inni- hald þeirra sífelldum breytingum. Við erum sífellt að þróa nýjar sós- ur og samsetningar hráefna með grjónunum. Þegar mér finnst tak- ast sérstaklega vel til ratar sú samsetning á matseðilinn. En hann breytist þó sífellt, eftir því hvaða hráefni er ferskast hverju sinni,“ segir Stefanía Ingv- arsdóttir, einn eigenda Sushi- smiðjunnar við Geirsgötu. Þar hefur loks verið opnað lítið veit- ingahús, en undanfarin þrjú ár hefur verið hægt að kaupa þar sushi-bakka, stóra sem smáa. Betra með hverjum bita Stefanía er heldur óvenjulegur sushi-kokkur. Hún lærði stjórn- málafræði, en finnst sushi greini- lega bragðbetra og áhugaverðara en stjórnmálin. „Ég féll fyrir sushi þegar ég bjó í New York og er alltaf jafnhrifin af því. Raunar er sushi þeirrar náttúru að eftir því sem maður borðar það oftar, því betra er það.“ Faðir Stefaníu, Ingvar Ágústs- son, féll líka fyrir sushi á ferðum sínum í útlöndum. Þau feðginin ákváðu því að framleiða sushi, sem var fryst og flutt til Finn- lands. „Við fórum í læri hjá jap- önskum sushi-kokki í London. Hann veitti okkur líka góð ráð um hvaða búnað við þyrftum til að framleiða gott sushi og við getum enn leitað í smiðju hans, þegar okkur vantar upplýsingar,“ segir Stefanía. Ingvar faðir hennar segir að því miður hafi útflutningurinn til Finnlands ekki gengið upp. „Við sátum hins vegar uppi með allan búnað og ákváðum að halda áfram að framleiða sushi, en nú fyrir innanlandsmarkað,“ segir hann. Feðginin og Vesturbæingarnir Ingvar og Stefanía leituðu ekki langt yfir skammt. Þau fengu inni í verbúð 9 við Geirsgötuna og opn- uðu þar veisluþjónustu árið 2005. „Í fyrstu gerðum við aðallega Sushi er betra en ‘‘SUSHISMIÐJAN HEFURNÚ OPNAÐ SAMNEFND-AN VEITINGASTAÐ ÍVERBÚÐ 9 VIÐ GEIRS- GÖTUNA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.