Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 13
Guðfræði 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is
I
lmur Kristjánsdóttir útskrifaðist úr leik-
listardeild Listaháskóla Íslands vorið
2003 og var hennar fyrsta titilhlutverk
Lína Langsokkur. Síðan þá hefur Ilmur
tekið að sér afar fjölbreytt hlutverk og
meðal annars hefur hún brugðið sér í skó Janis
Joplin, Sölku Völku og svo lék Ilmur auðvitað í
hinum drepfyndnu sjónvarpsþáttum Stelpurnar
sem sýndir voru á Stöð 2.
Ástæðan fyrir spjallinu við Ilmi nú er hins-
vegar ekki endilega leiklistin, heldur trúin, því
Ilmur er ein margra sem hafa lagt stund á guð-
fræði í Háskóla Íslands. Þar hafa rúmlega 50
nemendur skráð sig í guðfræði- og djáknanám í
haust en 31 í fyrra en að meðaltali hefur um-
sóknum í Háskóla Íslands fjölgað um 20% frá í
fyrra.
Spurningar og fordómar
Mér lék forvitni á að vita af hverju Ilmur
valdi guðfræði fremur en eitthvað annað og af
hverju guðfræðin væri svona vinsæl einmitt um
þessar mundir.
„Ég var orðin mjög námsþyrst og skoðaði
hvaða nám var í boði. Ég hafði hugsað mér bók-
menntafræði en las námskrá guðfræðideild-
arinnar. Ég hef reyndar alltaf haft mikinn
áhuga á trúmálum en þegar ég las námskrána
uppgötvaði ég að þetta höfðaði mjög vel til mín.
Fólk á dálítið erfitt með trú. Það eru miklir for-
dómar gagnvart trúnni sem er skiljanlegt þar
sem það er ofstækið sem er mest áberandi í trú-
málum.
Þegar svigrúm fyrir fordóma og hræðslu
skapast þá verður svo mörgum spurningum
ósvarað. Ég fann það þegar ég byrjaði í náminu
að ég áttaði mig á því að margar ákvarðanir sem
höfðu verið teknar af mönnum hafa mótað
trúna. Með þeirri vissu er auðveldara að takast
á við guðfræðina því þá getur maður kynnst
sinni eigin afstöðu gagnvart trúnni.“
Spurð um hvaða stöðu trúin hefur í dag
stendur ekki á svörunum hjá Ilmi. Hún snarar
fram bókinni Lífi og dauða með útvarpserindum
frá 1940 eftir Sigurð Nordal sem gefin var út ár-
ið 1966. „Neisti heilags anda er að kafna í ösku
útbrunninna kenninga og siða. Engin andlegur
leiðtogi hefur haft djörfung og þrek til þess að
moka öskunni burt,“ skrifar Sigurður. „Finnst
þér þetta ekki flott?“ segir Ilmur. „Þetta talaði
til mín og þetta finnst mér lýsa trúarástandinu.“
Einn guð leysir af annan
Ilmur segir að hún hafi aldrei upplifað að þörf
sé á að vera kristinnar trúar til þess að vera í
guðfræðinni. „Ég held að kennarinn hafi einu
sinni vísað til okkar sem eru kristinnar trúar.
Fólk er þarna á ofsalega mismunandi for-
sendum. Ég hef farið í islam-áfanga í guðfræð-
inni sem var mjög áhugaverður. Um leið og
maður fær að vita um eitthvað opnast hugur
manns gagnvart þessum trúarbrögðum. Maður
dýfir tánum ofan í helstu trúarbrögðin en auð-
vitað er verið að mennta fólk til prests en það er
ekki það eina sem er verið að gera – maður get-
ur valið sér námsleið sem er BA og þetta er
trúarbragðafræðadeild líka með mjög góða
kennara.“
En hvað um þessar vangaveltur að fólk grípi
til trúarinnar til þess að fylla tómarúmið sem nú
hefur skapast? „Trúarþörf mannsins er ekki ný.
Við náum að fylla þetta tóm, t.d. með því að gera
Mammon að guði ef sá möguleiki er fyrir hendi.
Svo þegar við missum það þá held ég að fólk fari
að leita í guðfræðina. Trúarþörfin er hinsvegar
staðreynd, en það er misjafnt hvernig við upp-
fyllum hana,“ segir Ilmur sem segist telja að al-
mennt leiti fólk mikið í hugvísindi um þessar
mundir.
Mannlífsfræðsla
Ilmur er sem kunnugt er að fara af stað með
nýja sjónvarpsþáttaseríu á Stöð 2 hinn 19. ágúst
um Ástríði og því hefur hún verið nokkuð upp-
tekin undanfarið. Hún segist hafa haft þörf fyrir
að fara í annað umhverfi.
„Mig langaði að gera eitthvað annað en að
leika, ég var orðin dálítið þyrst í eitthvað annað
– grúska. Þetta er náttúrlega eðal fag, besta
grúskfagið. Maður getur verið að grúska enda-
laust í þessu og mitt áhugasvið er örugglega
þetta, hvað maðurinn gerir við þessa trúarþörf
sína. Hvað það í rauninni veitir manni. Maður
hefur til að mynda sterka þörf fyrir trúna þegar
erfiðleikar steðja að og það þarf ekkert að gera
lítið úr því fyrir vikið heldur segir það bara
meira um hvað trúin er sterk í okkur. 12 spora
kerfið útskýrir þetta að vissu leyti en það hef ég
verið að skoða. Þar ná þeir að útvíkka trúna,
þinn skilningur á æðri mætti gerir fólki auð-
veldara að gangast einhverjum æðri mætti á
hönd. Það er verið að virkja þessa þörf og
neysla, hvort sem það er á eiturlyfjum, áfengi
eða peningum, stafar í rauninni af skorti á æðri
mætti. Við fyllum upp í þetta tóm með þessu
öllu.“
Mun þetta nýtast þér í starfi?
„Þetta er náttúrlega þvermannlegt fag og
víkkar minn sjóndeildarhring sem manneskju
og það nýtist mér í starfi.“
Er Ástríður trúuð? spyr ég.
Ilmur svarar snöggt og segir „já, örugglega“,
hlær svo og eftir nokkra bið bætir hún við; „nei,
nei, hún er það eflaust en það er ekki til umfjöll-
unar“.
Ástríður er ung kona sem reynir að fóta sig í
atvinnulífinu en erfitt getur verið að líkja henni
við þekktar sögupersónur. „Það er nærtækara
að líkja Ástríði við Bridget Jones og Sex and the
City en Derrick. Þetta er um unga konu sem er
að reyna að fóta sig í lífinu. Þetta eru svolítið
spaugilegar hliðar á þessum fjármálaheimi sem
var okkar trúarbrögð fyrir hrunið. Þetta er
skrifað fyrir hrunið og gerist fyrir hrunið og
Ástríður er sett inn í þetta umhverfi sem hún
passar ekkert voðalega vel í. Við flettum dálítið
ofan af þessu. Ástríður er jarðeðlisfræðingur,
ekki með þennan hefðbundna bankabakgrunn.
Svo fjallar þetta náttúrlega bara um fólk. Það er
alveg sama hvar þú ert og einmitt vegna þess að
fjármálaumhverfið var trúarbrögð þá voru þeir
sem unnu í banka guðirnir.
Það kom mér því ekkert á óvart að þetta fag
talaði til mín. Nú eru stjórnmálamennirnir að
verða guðirnir og Icesave fyllir tómið.“
Ilmur samsinnir því að um eins konar hring-
ekju sé að ræða þar sem þátturinn er skrifaður
fyrir hrun og nú hafi hlutirnir snúist við og þá
gæti næsta þáttaröð, ef vel gengur, farið í hina
áttina. Þá væri hægt að taka bankahrunið fyrir
og viðhorfsbreytinguna eftir hrunið sem á
margan hátt er ekki minna kómísk en hruna-
dansinn sjálfur.
Hörmungar?
Ilmur bætir einnig við að viðbrögð fólks við
ástandinu séu afstæð. „Ég var í Mósambík þeg-
ar hrunið varð. Þar var ég á vegum Unicef og
hitti börn sem glímdu við mun alvarlegri vanda-
mál en Íslendingar. Á Íslandi voru fréttir af yf-
irtökunni á Glitni og Guð blessi Ísland heyrðist í
sjónvarpinu. Það voru allir að fara á líming-
unum á Íslandi og ég var í Mósambík og hugs-
aði – við erum með fisk í sjónum, heitt vatn og
góð hús. Það er aldrei hægt að segja að við
séum í slæmum málum miðað við Mósambík.
Það þarf allavega ekki að leita langt frá Íslandi
til að sjá alvöru hörmungar.
Við bankahrunið hrundi trúarheimur margra
og þá myndaðist þetta tóm sem við höfum rætt.
Fólk var í alvörunni veikt. Það er því líklega
eðlilegt að fólk snúi sér að andlegri hlutum og
mannrækt. Ég var til dæmis ánægð með þjóð-
kirkjuna þegar hún bauð Dalai Lama að halda
fund í Hallgrímskirkju, því hann er eini trúar-
leiðtoginn sem heldur því fram að öll trú sé af
hinu góða sem andleg rækt. Eins og segir í is-
lam þá eru trúarbrögðin í sjálfu sér góð en
mennirnir eru gleymnir.“
Það mætti segja að hægt sé að yfirfæra þessi
lokaorð Ilmar yfir á margar athafnir mannanna
og kannski er rót vandans nú einmitt sú að
mennirnir eru gleymnir og því búa Íslendingar,
og aðrar þjóðir vissulega, við sveiflur, t.d. á milli
þess andlega og þess veraldlega. Eilífa hringrás
gleymsku og upprifjunar.
Alltaf haft áhuga á trúmálum
Morgunblaðið/Eggert
Fróðleiksfýsn Ilmur Kristjánsdóttir leikari og nú guðfræðinemi hefur eins og margir aðrir heillast af guðfræðinni sem kennd er við Háskóla
Íslands. Ásóknin í guðfræði hefur aukist mikið frá fyrra ári.
‘‘ILMUR VITNAR Í SIGURÐ NORDAL ÞEGAR HÚN SEGIR AÐENGINN ANDLEGUR LEIÐTOGIHAFI HAFT ÞREK TIL AÐ SKILJA
KJARNANN FRÁ HISMINU
ÞEGAR TRÚARBRÖGÐ ERU
ANNARSVEGAR.
’
Ég var þarna bara skip-
aður hvalkjöts-
sendiherra landsins því
þetta kjöt úr gámnum
entist í 17 ár eða þang-
að til við byrjuðum að
veiða hrefnu aftur.
Úlfar Eysteinsson veit-
ingamaður á Þremur frökkum seldi 20
tonn af hvalkjöti á 17 árum.
Þau eru altalandi á íslensku, sænsku og
ensku, skilja vel þýsku og eru byrjuð í
kínverskunni.
Erna Lúðvíksdóttir hefur farið víða með
börnin Smára og Björk.
Hann má ekki sjá félag án þess að vera
orðinn formaður þess áður en menn
vita af.
Friðþjófur Helgason segir föður sinn,
Helga Daníelsson, vera félagsmálafíkil.
Hann er í allt of stuttum buxum, alveg
eins og þú, Ólafur.
Dorrit Moussaieff forsetafrú um trélík-
neski á Dalvík af eiginmanni sínum.
Ætli það frjósi ekki fyrr í víti en að ég
skipti um flokk.
Þráinn Bertelsson, þingmaður Borg-
arahreyfingarinnar.
Mér er ekki kunnugt um að það sé þörf
fyrir að ráða læknanema í störf lækna
annars staðar á Vesturlöndum.
Runólfur Pálsson lektor segir tímabært að
endurskoða að læknanemar sinni störfum
eins og fullnema séu.
Þegar ég var unglingur hér á Ísafirði var
talsvert um að fólk væri að róa á skekt-
um hér á Pollinum. Einhverntíma komst
ég í slíka siglingu og fannst gaman.
Jónína Jóhanna Kristjánsdóttir, 87 ára kaj-
akræðari á Ísafirði, endurtók leikinn 71 ári
síðar.
Íslenska þjóðin verður fyrir alveg gíf-
urlegu þunglyndisálagi. Það er sáralítið
vitað hvernig heilar þjóðir bregðast við
slíku.
Einar Baldursson sálfræðingur segir
kreppuna hafa mikil áhrif á sálarlífið.
Auðvitað munar heilmikið um þessa
fjölgun á milli ára og álagið hefur verið
mikið.
Guðrún G. Eggertsdóttir, yfirljósmóðir
fæðingardeildar LSH, um 3,5% aukningu á
fæðingum.
Ég held að það sé samdóma álit prest-
anna hér á suðvesturhorninu að það
séu færri giftingar í flestum kirkjum.
Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í
Grafarvogskirkju, segir marga í gifting-
arhugleiðingum halda að sér höndum,
væntanlega vegna kreppunnar.
Golfið er heiðursmannaíþrótt og stend-
ur fyrir allt annað en að leggja meðspil-
ara eða umhverfi í hættu.
Hjörtur Vigfússon, framkvæmdastjóri Urr-
iðavallar, segir menn almennt ganga vel
um golfvelli, en færst hefur í vöxt að slegið
sé nærri fólki og hafa slys hlotist af.
Hann má teljast heppinn að hafa slopp-
ið lifandi frá þessu.
Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri
Landsbjargar, um erlendan ferðamann
sem var innlyksa á sandeyri í ánni Kreppu.
Hæstiréttur staðfesti dóminn, sorry.
Sms-skilaboð frá Sveini Andra Sveinssyni
til Borghildar Guðmundsdóttur, eftir að
Hæstiréttur hafði dæmt að hún yrði að
fara með syni sína tvo aftur til Bandaríkj-
anna.
Við örkum Laugardalinn inn og út með
kerrurnar fyrir framan okkur og gerum
þol- og styrktaræfingar.
Melkorka Árný Kvaran stendur fyrir nám-
skeiði fyrir foreldra með börn í kerru og
segir kerrur auka kraft og styrk.
Skemmtun Jónína Jóhanna Kristjánsdóttir á kajak á Pollinum á Ísafirði.