Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Til eru lögmenn sem telja að störf skilanefnda gömlu bankanna séu alls ekkert flókin og engin ástæða sé til þess að flækja þau. „Skilanefndir gömlu bankanna starfa auðvitað fyrst og fremst sam- kvæmt gjaldþrotalögum og bú- sýslulögum, því gömlu bankarnir eru í raun og veru ekkert annað en þrotabú,“ sagði lögmaður. Hann segir að vissulega sé um gríðarlega stór þrotabú að ræða, þar sem gömlu bankarnir eru, en engu að síður þrotabú, sem séu í eigu fyrrum lánardrottna þeirra og nú- verandi kröfuhafa og hlutverk skila- nefnda, sem séu bara hluti af slit- astjórnum bankanna, sé að reyna að tryggja hag kröfuhafa sem best. „Menn mega ekki gleyma því að gömlu bankarnir eru ekki í eigu rík- isins. Sá kostnaður sem fellur á skilanefndir, er ekki kostnaður sem almenningur á Íslandi þarf að taka á sig, heldur kostnaður kröfuhafa.“ Gjaldþrotalög gilda Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur hætt innheimtustörfum fyrir skila- nefnd gamla Landsbankans gagn- vart Exista. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögfræðistofunni síðdegis á föstu- dag. Í tilkynningunni kom fram, að með þessari ákvörðun vildi lög- mannsstofan skapa frið um störf skilanefndar. LR sagði sig frá innheimtustörfum Stiklur Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is S viðsljósið hefur að undanförnu beinst að því hvort upp hafi komið hagsmuna- árekstrar á milli einstakra skilanefnd- armanna bankanna og lögfræðistofa, sem þeir eigi hlut að. Þannig hefur DV fjallað ýtarlega um það að Lögfræðistofa Reykja- víkur, þar sem Lárentsínus Kristjánsson, formað- ur skilanefndar Landsbankans, á hlut, hafi gert skilanefndinni háan reikning vegna innheimtu á 23 milljarða skuld Exista við gamla Landsbank- ann. Jafnframt hefur komið fram að annar lögmaður sömu lögfræðistofu er formaður skilanefndar Kaupþings, en það er Steinar Þór Guðgeirsson. Steinar Þór sagði í samtali við Morgunblaðið að skilanefnd Kaupþings hefði ekki gert neina verk- eða innheimtusamninga við Lögfræðistofu Reykjavíkur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst samband við Lárentsínus Kristjánsson, formann skilanefndar Landsbankans, þannig að ekki ligg- ur fyrir hvort um einstakan samning var að ræða við Lögfræðistofu Reykjavíkur, vegna innheimtu á skuld Exista við gamla Landsbankann eða hvort fleiri slíkir samningar hafa verið gerðir við stof- una. Þeir lögmenn sem rætt hefur verið við, eru flestir þeirrar skoðunar að verksamningur eins og sá sem skilanefndin gerði við lögmannsstofu, sem að hluta til er í eigu Lárentsínusar Kristjáns- sonar, sé áleitið álitamál, sem hljóti fyrr eða síðar að koma til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu og líkast til einnig hjá umboðsmanni Alþingis. Skal vera óháður í starfi Í siðareglum Lögmannafélags Íslands, Codex ethicus, segir í fyrsta kafla, sem fjallar um góða lögmannshætti almennt í 3. grein: „Lögmaður skal vera óháður í starfi og standa vörð um sjálf- stæði lögmannastéttarinnar. Lögmaður skal ekki láta óviðkomandi hagsmuni, hvort heldur eigin eða annarra, hafa áhrif á ráðgjöf sína, meðferð máls fyrir stjórnvaldi eða dómi eða á annað það, sem lögmaður vinnur í þágu skjólstæðings síns. Lögmaður ræður því sjálfur, hvort hann tekur að sér verk eða ekki, nema lög bjóði annað.“ Viðmælendur úr röðum lögmanna segja að þetta ákvæði í siðareglunum veki óneitanlega upp spurningar um það hvort formaður skilanefndar Landsbankans hafi ekki a.m.k. verið á gráu svæði, því augljóslega hafi hann hagsmuni af því að Lög- fræðistofa Reykjavíkur fengi sem flest innheimtu- verkefni frá Landsbankanum og því sé spurning um hvers eða hverra hagsmuna hann hafi fyrst og fremst verið að gæta, eigin eða skjólstæðings síns, gamla Landsbankans. Í yfirlýsingu frá skilanefnd Landsbankans frá því fyrir rúmri viku segir m.a.: „Þegar skilanefnd tók við stjórn Landsbanka Íslands hf. síðastliðið haust voru mörg stór og áríðandi mál sem þurfti ýmist að leysa eða setja í farveg án tafar til að viðhalda verð- mætum innan bankans og tryggja áframhald íslensks fjár- málalífs. Eitt af málum sem fyr- ir Skilanefnd kom var lánveiting bankans til Exista, sem þá þeg- ar var komið í alvarleg vand- ræði. Gerði skilanefnd af því til- efni ýtarlegan verksamning við lögmann hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur þar sem honum var falið að innheimta kröfur bankans við Exista. Lárentsínus Kristjánsson vék sæti í skilanefnd við umræðu og atkvæðagreiðslu um þann samning. Lögmannsstofa Reykjavíkur er ein sú stærsta á Íslandi og þar er mikil reynsla í viðskiptamálum af þessu tagi. Lárentsínus kom hvergi nærri samningsgerð á stofunni vegna málsins. Skila- nefndin hefur gert samninga við margar aðrar lögmannsstofur um ýmis verkefni.“ Gefa lítið fyrir yfirlýsinguna Fyrir þessa yfirlýsingu skilanefndarinnar gefa viðmælendur lítið og ekki heldur þá staðreynd að Lárentsínus Kristjánsson skuli hafa vikið af fundi þegar skilanefndin ákvað sl. haust að gera ýt- arlegan verksamning við lögmann hjá Lög- fræðistofu Reykjavíkur þar sem honum var falið að innheimta kröfur bankans við Exista. „Hvaða máli skiptir það, að Lárentsínus vék af fundi? Hann er jafnvanhæfur eftir sem áður,“ segir lögmað- ur, „því hann er í starfi sínu, sem skilanefndarmaður, að taka daglegar ákvarðanir um útistandandi skuldir gamla Landsbankans, hvaða skuldir beri að gjaldfella og setja í inn- heimtu og þá væntanlega bæði hjá eigin lögmannsstofu og öðrum.“ Annar lögmaður segir að hér sé vissulega um erfitt mál að ræða. Lögfræðistofa Reykjavíkur sé stór og öflug stofa, sem hafi í stórum stíl tekið að sér innheimtustörf. En vit- anlega orki það tvímælis, þegar svona gríðarlegir hagsmunir eigi í hlut, að henni sé úthlutað stórum innheimtusamningi eins og þeim, sem laut að inn- heimtu á skuld Exista við Landsbankann. Kunningjasamfélag „Við búum í samfélagi kunningja og vina. Þar eru lögfræðingar engin undantekning, það get ég staðfest, eða hvers vegna heldur þú að ég vilji ekki koma fram undir nafni?“ segir lögmaður. Hann heldur áfram: „Ég og félagar mínir höfum rætt þetta talsvert undanfarna daga og okkur ber sam- an um að það hljóti að vera stutt í það, að svona innheimtusamningar komi til alvarlegrar skoð- unar hjá Fjármálaeftirlitinu og/eða umboðsmanni Alþingis.“ Hæfi eða vanhæfi?  Lögmenn telja að skýra þurfi nákvæmlega eftir hvaða reglum skilanefndir eiga að starfa  Búast við því að málið komi fljótlega til kasta umboðsmanns Alþingis Steinar Þór Guðgeirsson Lárentsínus Kristjánsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Robert Spanó, starfandi umboðs- maður Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fljótlega í kjölfar bankahruns sl. haust hafi Tryggvi Gunnarsson, umboðs- maður Alþingis, óskað eftir ákveðnum upplýsingum frá for- sætisráðherra um framkvæmd neyðarlaganna og eitt af þeim atriðum sem þar hafi verið til skoðunar hafi verið lögfræðileg staða skilanefndanna, hvort og þá að hvaða marki reglur stjórn- sýsluréttarins ættu við um þær. „Niðurstaða Tryggva á þessum tímapunkti, þar sem menn voru að hefja þessa vegferð, var að kannski væri ekki tilefni til ann- ars þá, en minna stjórnvöld á, að þau þyrftu að huga að þessum reglum við framkvæmd laganna,“ sagði Róbert. Róbert segir að frá því þetta var séu liðnir um níu mánuðir. „Ég hef ekki form- lega tekið ákvörðun um að hefja athug- un á þessu, en kannað verður að hvaða marki rétt sé að umboðsmaður taki það til skoðunar, að eigin frumkvæði, hver staða skilanefndanna er að lögum; hvaða ráðstafanir af hálfu stjórnvalda hafa verið gerðar, um að setja reglur, verk- lagsreglur og annað slíkt, er lúta að störfum skilanefndanna; og ekki síst, að umboðsmaður kanni sérstaklega hver afstaða stjórn- valda er til stöðu skilanefnd- anna. Í þeirri athugun, ef ég ákveð að hefja hana formlega, væri einmitt sú spurning hvort núverandi lagagrundvöllur að baki skilanefndanna sé nægilega skýr og glöggur.“ Róbert bendir á að það sé eitt hlutverka umboðsmanns Alþing- is að hann getur, ef hann telur skorta á ofangreindar reglur, vakið athygli Alþingis og hlut- aðeigandi ráðherra á því og bent á nauðsyn þess að regluverkið verði tekið til endurskoðunar. „Þetta er því allt til skoðunar hjá mér og ég mun á næstu vik- um taka ákvörðun um hvaða ráð- stafanir ég geri í þessum efn- um,“ sagði Róbert Spanó. Róbert Spanó Lagagrundvöllur skilanefnda skoðaður Lögmaður, sem rætt var við um inn- heimtusamning skilanefndar og Lögfræðistofu Reykjavíkur, bendir á, að engar ákveðnar reglur séu til um það hvað sé heimilt og hvað ekki, þetta sé miklu frekar spurning um það hvað telst vera siðlegt og boðlegt. „Við þær aðstæður, sem nú eru í samfélaginu, tel ég persónu- lega, að svona vinnubrögð séu hvorki boðleg né siðleg. En það er alveg öruggt, að þau eru lögleg. Þegar af þeirri ástæðu, frá hvaða lögfræðistofu Lárentsínus kemur, tel ég liggja í augum uppi, að stofan hafi ekki átt að taka að sér eitt ein- asta verkefni fyrir skilanefnd Lands- bankans,“ segir hann. Lögmenn virðast margir telja að það sé álitamál hvort einkaréttur eða stjórnsýslulög eigi að gilda um störf skilanefnda, sem gerir málið flókið, a.m.k. þar til úr því hefur ver- ið skorið lögfræðilega. Vitanlega gildi alltaf um störf skilanefnda fjármálalöggjöfin og önnur einka- réttarleg löggjöf. En spurningin, vegna eignarhalds ríkisins á bönk- unum þremur, sé sú, að hvaða og hve miklu marki störf skilanefnd- anna eigi að falla undir stjórn- sýslulöggjöfina, þar sem umboðs- maður Alþingis á að fylgjast með störfunum og allt aðrar reglur gilda. Hvað er siðlegt? afsláttur 20-50% heldur áfram Pottaplöntu Útsalan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.