Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Jón: „Ásgeir fæddist í Ási í Noregi, þar sem ég var í framhaldsnámi, og þess vegna heitir hann Ásgeir, en ef barnið hefði verið stúlka hefði hún sennilega verið skírð Ásdís. Ásgeir var mjög stór við fæðingu og kallaður víkingurinn. Hann er mikill matmaður og mér er minnisstætt þegar hann var rétt byrjaður að ganga að hann náði að krækja sér í góða hákarla- lykkju frá afa sínum og fela sig undir borði og njóta kræsinganna. Tók hann fremur óstinnt upp þegar lykkjan var tekin. Sem barn var Ásgeir frekar hægur, en með góða athyglisgáfu auk þess sem hann var fljótlega stálminnugur. Hann varð frekar seint læs, en þeg- ar hann hafði náð tökum á lestrinum las hann allt sem hann komst yfir. Það voru margar bækur á heimilunum tveimur í Bjarnarhöfn en samt sem áður þegar móðurafi hans kom eitt sinn í heim- sókn sat hann og las stóra jarðfræðibók. Afi hans spurði hvað hann væri að lesa og stráksi sagði honum það. „Finnst þér hún skemmtileg?“ spurði afinn. Þá svaraði níu ára strákurinn: „Nei, ekkert sérstaklega.“ „Af hverju ertu þá að lesa hana?“ „Af því að ég hef lesið allar hinar bækurnar á bænum,“ svaraði sá stutti.“ Víðtækt áhugasvið „Ásgeir hafði sem barn ákaflega gaman af skepnum. Þegar hann kynnti sjálfan sig sagði hann til nafns og gat þess í leiðinni hvað hann ætti margar kindur og hvað þær hétu. Hann gat setið tímunum saman frammi í þvottahúsi og klappað og talað við hundana. Hann fékk snemma áhuga á sögu og las Eyrbyggju spjaldanna á milli þegar hann var aðeins níu ára. Söguáhugi hans jókst enn frekar þegar við fluttum heim að Hólum í Hjalta- dal þar sem sagan bíður við hvert fótmál og þessi áhugi hefur fylgt honum alla tíð. Þegar hann lauk sínu fyrsta háskólaprófi í hagfræði skrifaði hann lokaritgerðina um verslunar- og atvinnusögu 15. aldar á Íslandi. Ásgeir réðst síðan nýlega í það að gefa út ljóðmæli Jóns Arasonar með ítarlegum formála þar sem kvæði Jóns biskups eru sett í samhengi: „Það er mér mikið gleðiefni að geta endurgoldið Jóni biskupi notin af virkishólnum…“ segir Ásgeir í formála útgáfunnar en téður hóll var leikvöllur Ásgeirs sem drengs heima á Hólum. Þegar við opnuðum Hóla sem ferðamannastað var hann fyrsti yfirmaður ferðaþjónustunnar og mótaði það starf. Reyndar var þetta fyrsta sumar erfitt af því að norðaustanátt lá yfir landinu nær allt sumarið með tilheyrandi rigningu og þoku á Norðurlandi. Var því heldur fátt um gestakomur á Hólum en Ásgeir sat því og skrifaði sögulega bæklinga um staðinn og kirkjuna. Ég held hann hafi einnig náð því að skrifa tvær sagnfræðigrein- ar til birtingar í Skagfirðingabók þetta sumar. Loks einn daginn kom rúta full af eldri borg- urum sem vildu ólmir gista í gamla skólahúsinu á Hólum. Ásgeir tók þá alla inn í hús, bar jafnvel suma þá fótfúnustu upp stigana. Síðan var elduð kjötsúpa fyrir fólkið og haldin kvöldvaka og hin besta gleði, þar sem Ásgeir var hrókur alls fagn- aðar. Þessi ferð hafði þó þau eftirköst að bresk hjón sem höfðu slæðst með hópnum skrifuðu harðort bréf til Ferðamálaráðs og kvörtuðu sáran yfir kjötsúpunni sem þau sögðu ekki hundum bjóðandi. Enn fremur klöguðu bresku hjónin yfir að ekki gæfist næði til þess að fara að sofa á skikk- anlegum tíma fyrir fjörinu í gamla fólkinu. Ásgeir hefur fjölbreytt áhugasvið og hann er víða vel heima. Hann er til dæmis vel að sér í bók- menntum og sögu og doktorspróf hans í hagfræði hefur reyndar nýst honum vel á þeim sviðum. Ég held að hann hljóti að vera eini maðurinn í Há- skóla Íslands sem hefur kennt bókmenntafræði, hagfræði og landfræði á sínum ferli. Ásgeir á gott með að tengja saman það sem hann hefur heyrt og séð. Hann sér hlutina oft dálítið öðruvísi en annað fólk og ég held að mörgum hafi þótt hann hafa skrýtin áhugamál þegar hann var barn. Hins veg- ar held ég að þessi eiginleiki hafi nýst honum vel í starfi. Hann er í eðli sínu mikill fjölskyldumaður og vinnusamur. Þegar hann sekkur sér niður í málefnin sést hann ekki alltaf fyrir og vílar ekki fyrir sér að leggja mikið á sig og vinna dag og nótt til þess ljúka verkefnum sínum. Slíkt kemur óneit- anlega niður á fjölskyldunni og ég hygg að Ásgeir vildi verja meiri tíma með henni en hann gerir vegna anna í vinnu. Þegar hann hóf starf hjá Kaupþingi árið 2004 var hann eini starfsmaðurinn í höfuðstöðvum bankans með alskegg og sumum fannst hann vera skrýtin tegund af bankamanni. Ég held að hann hafi aldrei ætlað sér að verða bankamaður enda hafi hugur hans staðið til þess að vera fræðimaður og kennari. Hann hefði orðið góður læknir, nátt- úrufræðingur eða sagnfræðingur en ég held að hann sé fyrst og fremst kennari. Hann hefur gam- an af því að stjórna og kenna og hefur þann húmor sem kennarar og stjórnendur þurfa að hafa.“ Beint og óbeint í pólitík „Ásgeir hefur mikinn samfélagslegan áhuga þó hann hafi aldrei verið flokksbundinn. Þegar hann starfaði í Háskólanum vann hann með fulltrúum ýmissa ríkisstjórna og flokka og sinnti öllum þeim verkefnum af stakri trúmennsku. Þegar ég bauð mig fyrst fram til Alþingis kom Ásgeir heim frá Bandaríkjunum og tók þátt í kosningabaráttu minni. Hann er bæði tillögugóður og réttsýnn og ég leita oft ráða hjá honum, til dæmis við ræðu- og greinaskrif, og fæ mat hans á ýmsum málum þótt við séum ekki endilega alltaf sammála. Ásgeir er eitt sex samhentra systkina, þar sem hvert og eitt er sjálfstæður einstaklingur. Hann hefur gaman af því að segja frá og gerir það oft á hnyttinn hátt. Hann er orðhagur í rituðu sem töl- uðu máli og er laginn við að gæða frásagnir lífi, enda heyri ég vel af honum látið sem stjórnanda, samstarfsmanni og kennara. Þessi gömlu, góðu, klassísku gildi, sem hann er alinn upp við og hafa mótað hann, fylgja honum sem þéttur grunnur. Eftir að hafa byrjað í háskólanámi í líffræði hætti hann náminu og gerðist háseti á togara. Hann vildi ná sér í reynslu á þessu sviði og breyta til og var oft í langri útilegu. Hann var mjög stolt- ur þegar hann færði björg í bú, kom heim með fiskflök eða siginn fisk sem hann hafði fengið að taka úr veiðinni. Hann kunni vel við sig á sjónum en ég fann að hann myndi fyrr eða síðar leggja fyrir sig frekara háskólanám.“ Morgunblaðið/RAX Skrýtin tegund af bankamanni HEFUR ÞÚ HUGMYND? Sendu inn hugmynd á n1.is/start N1 kynnir hugmyndasamkeppni sem er annar áfangi verkefnisins Start09 sem hófst með fjölsóttum hugmyndafundi í Borgarleikhúsinu í júní Markmiðið er að hvetja fólk og fyrirtæki til nýrrar sóknar og uppbyggingar um allt land og leysa nýjar hugmyndir úr læðingi til að auka verðmætasköpun í landinu. Sendu inn þína hugmynd á n1.is/start Allir geta tekið þátt í samkeppninni, sérfræðingar jafnt sem almenningur, börn og fullorðnir. Eina skilyrðið er að hugmyndin snúist um aukna verðmætasköpun á Íslandi. Vegleg verðlaun í boði Dómnefnd mun verðlauna myndarlega þær hugmyndir sem skara fram úr. Þar að auki mun N1 leita leiða til að hrinda sem flestum góðum hugmyndum í framkvæmd, t.d. í samvinnu við önnur fyrirtæki. Nánari upplýsingar um innsendingu hugmynda er að finna á www.n1.is/start, heimasíðu verkefnisins. Dómnefnd skipa Hermann Guðmundsson, forstjóri N1 Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ Ragnheiður H. Magnúsdóttir, annar stofnenda Uppsprettu Jeff Taylor, frumkvöðull, stofnandi monster.com Guðjón Már Guðjónsson, Hugmyndaráðuneytismaður F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.