Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 44
44 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Hin þriðja Akraborgin siglir splúnkuný í höfn á Akranesi 1982. Fyrsta skipið sem hlaut nafnið Akraborg var tekið í notkun 1956. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Það þarf ekki að hugsalangt aftur til að munaeftir Akraborginni endaaðeins ellefu ár síðan aðferðir hennar lögðust af. Vert er þó að rifja upp sögu þessa merka samgöngumáta. Uppköst, spilakassar og ólykt er það fyrsta sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á gömlu Akraborgina. Aðrir sjá sjóferð þá með glampa í augum, ævintýraferð æskunnar. Akraborgin sigldi á milli Reykja- víkur og Akraness og var lögð niður vegna tilkomu Hvalfjarðargang- anna. Skipið fór í sína hinstu siglingu frá Reykjavík til Akraness 10. júlí 1998. Daginn eftir voru göngin opn- uð. Akraborgin stytti leiðina á milli Suður- og Vesturlands um klukku- tíma og var góður valkostur fyrir þá sem nenntu ekki að keyra hinn stundum endalausa Hvalfjörð. Skipsferðin var sparnaður í tíma, viðhaldi, bensínkostnaði og veitti hvíld frá akstrinum. Skipið fór fjórar ferðir á dag fram og aftur. Á sumrin fór það fimmtu ferðina á föstudögum og sunnudög- um. Sagt var um Akraborgina að hún væri svo stundvís að hægt væri að stilla klukkuna eftir ferðum hennar. Glæsileg samgöngusaga Akraborgin, sú sem hætti sigl- ingum 1998, var þriðja skipið í röð sem bar það nafn. Það var hluta- félagið Skallagrímur sem átti og rak Akraborgina. Félagið var stofnað 1932 í þeim eina tilgangi að annast fólks- og vöruflutninga á milli Reykjavíkur og Borgarness. Árið 1956 fékk Skallagrímur nýtt skip sem félagið lét smíða sérstaklega fyrir sig og hlaut það nafnið Akra- borg og var það fyrsta skipið með því nafni. Það skip var notað til ársins 1974 þegar stærra skip sem gat ferj- að bíla leysti það af hólmi. Það var einnig nefnt Akraborg. Svo var það 1982 sem þriðja og síðasta Akra- borgin var tekin í notkun. Margir minnast Akraborgarinnar fyrir velting, en nýjasta Akraborgin var búin stöðugleikauggum sem komu í veg fyrir velting í misjöfnum veðrum og var Akraborgin þá eina íslenska skipið sem hafði slíkan út- búnað. Skipið var 887 tonn og gat flutt 70-75 bíla í ferð og var með þrjá farþegasali fyrir um 400 farþega. Ár- ið 1984 flutti ferjan að meðaltali 730 farþega á dag. Á hverju ári flutti skipið um 250.000 þúsund manns, sem samsvarar því að nánast hver einasti Íslendingur hafi skellt sér í eina ferð með því. Hvar er það nú? Íslenska ríkið gaf Slysavarna- félagi Íslands Akraborgina tveimur dögum eftir að hún hætti siglingum á milli Reykjavíkur og Akraness. Var Akraborginni þá gefið nafnið Sæ- björg og hefur síðan gegnt hlutverki skólaskips Slysavarnaskóla sjó- manna. Umtalsverðar breytingar voru gerðar á skipinu svo það hent- aði til nota sem skólaskip. Þeir sem sakna Akraborgarinnar geta farið í nostalgíukasti í heimsókn í Sæbjörgu, sem er stundum opin al- menningi, og jafnvel gubbað fram yf- ir borðstokkinn ef sá gállinn er á þeim. Manstu eftir ... Gaman Það var gert ýmislegt sér til skemmtunar í Akraborginni. M.a. var haldinn sjóræningjadansleikur og er þessi frétt úr Morg- unblaðinu 31. ágúst 1979. Ölteiti fór einnig fram í skipinu 20. októ- ber 1992 þegar fyrsta opinbera bjórhátíðin var haldin á Íslandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kveðjuhóf Mikill mannfjöldi safnaðist saman þegar Akraborgin lagði að bryggju á Akranesi eftir síðustu áætlunarferð sína 10. júlí 1998. Hvalfjarðargöngin tóku daginn eftir við af Akraborginni. Akraborginni? „Ég var í tuttugu og fjögur ár á Akraborg-inni, frá 1974 til 1998,“ segir ÞorvaldurGuðmundsson skipstjóri, sem sigldi Akra-borginni í höfn í síðasta sinn. Hann segir svosem ekkert sérstaklega eftirminnilegt frá árum sínum á skipinu, þetta hafi bara gengið sinn vanagang. „Þetta gekk nú bara alltaf vel, leiðinlegt veður var bara hluti af lífinu og tilver- unni.“ Þorvaldur segir ferð með Akraborginni hafa stytt leiðina um Hvalfjörð um klukku- tíma en fyrst og fremst hafi fólk farið skipsleiðina vegna þægindanna. „Það var óskaplega þægilegt fyrir fólk sem var að fara í langar ferðir og eins fyrir Akurnes- inga að geta tekið því rólega í skipinu í staðinn fyrir að keyra fyrir Hvalfjörð. Mjög margir sem ferðuðust með skipinu gerðu það vegna vinnu.“ Saknar þú sjóferða á milli Akraness og Reykjavíkur? „Nei, nei, nei, þetta er miklu þægilega eins og það er í dag. Sjóferðin var skemmtileg út af fyrir sig, en það hafði engan tilgang að halda því áfram eftir að göngin komu,“ svarar Þorvaldur sem starfaði síðar sem yfirhafnarvörður á Akranesi og yfirhafsögumaður í Reykjavík þar til hann hætti störfum í sumar fyrir aldurs sakir. Skipstjórinn Liðleg Þessi frétt birtist í Morgunblaðinu 25. júlí 1974. Akraborgin var liðleg og breytti oft ferðum sínum eða bætti við þegar Skaga- menn tóku þátt í stórleikjum. Fótboltaleikur Akraborgin á sinn þátt í íþróttasögu Skagamanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipstjórinn Þorvaldur Guðmundsson var skipstjóri á Akraborginni í tuttugu og fjögur ár. Hér er hann við stýrið í lokaferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.