Morgunblaðið - 16.08.2009, Side 8

Morgunblaðið - 16.08.2009, Side 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Bandarísk flugfélög leigja mörgódýrt íbúðarhúsnæði fyrir áhafnir sínar, en þar er oft þröng á þingi. Vegna þessa er risin þétt byggð hjólhýsa og húsbíla við flug- völlinn í Los Angeles. Þar búa flug- menn, vélvirkjar og flugþjónar. Íbúð- arkostnaður er lítill og stutt í vinnu. Fox-fréttastofan hafði eftir eig- inkonu vélvirkja að þetta væri fínt, þau byggju á afgirtu svæði með ör- yggisgæslu, rútur gengju til og frá vinnustað og þau hjónin hittust nær daglega, sem þau gætu ekki gert ef hún byggi annars staðar. Nasseri í París og Zahra og fjöl-skylda í Moskvu eru dæmi um fólk, sem festist í biðsölum og kemst hvorki lönd né strönd. Fleiri dæmi eru af fólki, sem sest að í flug- stöðvum, án þess að ætla sér að komast annað. Í júní í fyrra sögðu breskir fjölmiðlar að um 100 heim- ilislausir héldu til á Heathrow- flugvelli. Þar væri hlýtt, aðgangur að baðherbergjum, farþegar skildu gjarnan eftir mat og drykk á borðum og illmögulegt fyrir flugvallarstarfs- menn að ráða í hver væri ferða- langur og hver væri heimilislaus. Í september í fyrra settist Japan-inn Hiroshi Nohara að á flugvell- inum í Mexíkóborg. Hann kom til landsins sem ferðamaður, með full- gilt vegabréf, en fór aldrei út af flugvellinum. „Ég skil ekki af hverju ég er hérna. Ég hef enga ástæðu til þess,“ sagði hann í viðtali, en sat áfram sem fastast. Í lok desember samþykkti Nohara að flytja heim til löndu sinnar, sem býr í Mexíkó. Konan, sem mun ekki hafa þekkt Nohara fyrir, gaf þá skýr- ingu að hún vildi að hann fengi að sofa í venjulegu rúmi. Stiklur Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is A llmörg dæmi eru um, að fólk setjist að í flugstöðvum og haldi þar til mánuðum, jafnvel árum saman. Í sumum tilvikum á fólk enga aðra kosti, það getur ekki snúið aftur til heimalands síns og fær ekki leyfi til að fara inn í annað land. Í öðrum tilvikum er um heim- ilislaust fólk að ræða, eða fólk sem haldið er geðsjúkdómum. Nýjasta dæmi um hið síðast- nefnda er mál finnskrar konu, sem bjó á flug- völlum í Þýskalandi um átta mánaða skeið, en er nú komin undir læknishendur heima í Finn- landi. Íraninn Merhan Karimi Nasseri er þekktasti flugvallarbúinn. Hann hélt til á De Gaulle- flugvellinum í París frá 1988 til 2006, eða í 18 ár. Þá hafði honum reyndar löngu boðist að fara þaðan á brott, en árin höfðu tekið sinn toll af geðheilsunni og hann óttaðist umheiminn. Nasseri var vísað frá Íran árið 1977, fyrir að mótmæla keisaranum. Hann flakkaði um Evr- ópu, en yfirvöld hvarvetna neituðu að taka við honum sem flóttamanni. Árið 1981 fékk hann loks skilríki sem flóttamaður í Belgíu og ákvað nokkrum árum síðar að flytja til Bretlands og reyna að hafa uppi á ættingjum þar. Nasseri fór til Parísar og þaðan um borð í vél til Lundúna, þrátt fyrir að vera ekki með nein skilríki á sér. Hann sagði að þeim hefði verið stolið af sér á lestarstöð í París. Þegar hann lenti í London fékk hann ekki að fara til lands- ins, heldur var vísað aftur til Parísar. Þar var skilríkjalausum manninum ekki hleypt inn í landið. Þannig hófst 18 ára dvöl Nasseri á flugvell- inum. Ótrúleg skriffinnska einkenndi allar til- raunir til að koma honum til hjálpar. Belgísk yf- irvöld samþykktu loks árið 1995 að hann gæti fengið ný skilríki, ef hann samþykkti að setjast þar að. Nasseri kvaðst hins vegar vilja búa í Bretlandi. Frönsk yfirvöld komust að þeirri nið- urstöðu að ekki væri hægt að reka hann á brott af flugvellinum, en hins vegar væri ekki heldur hægt að leyfa honum að fara inn í landið. Svo Nasseri var áfram í biðsalnum. Árin liðu og í hvert sinn sem málið virtist ætla að leysast hafnaði Nasseri lausninni. Hann var þá farinn að þræta fyrir að vera Írani og þóttist ekki skilja fyrrum landa sína þegar þeir ávörpuðu þá. Hann neitaði því sífellt að skrifa undir pappíra, þar sem hann var sagður íransk- ur. Nasseri veiktist og var fluttur á sjúkrahús ár- ið 2006. Í janúar 2007 var hann aftur kominn á flugvöllinn, en að þessu sinni á hótel. Í mars sama ár fékk hann inni í athvarfi fyrir heim- ilislausa í París, farinn að andlegri heilsu. Með börnin í biðsal Landa Nasseri, Zahra Kamalfar, bjó á flug- vellinum í Moskvu í tíu mánuði árið 2007. Hún var ekki að flýja stjórn keisarans, sem þá var löngu fallinn, heldur klerkastjórnina sem tók við. Maður hennar hafði verið líflátinn og Zahra, sonurinn Davood, 10 ára, og dóttirin Ana, 17 ára, fóru til Tyrklands. Þaðan flugu þau til Rússlands, með fölsuð vegabréf í farteskinu, og áfram til Þýskalands, en ætluðu sér til ættingja í Kanada. Í Þýskalandi var för þeirra stöðvuð og fjölskyldan send aftur til Moskvu. Rússar ætluðu að senda hana aftur til Írans, en ekkert varð af því. Yfirvöld í Kanada samþykktu svo að taka við fjölskyldunni í mars 2007. Hvers vegna sú ákvörðun tók jafn langan tíma og raun ber vitni er illskiljanlegt þegar haft er í huga að samkvæmt kanadískum lögum er hægt að veita flóttamönnum flýtimeðferð, sem tekur aðeins 72 stundir. Þar að auki eru sérstök ákvæði um konur í hættu. Zahra og fjölskylda býr nú í Vancouver á vesturströnd Kanada. Engir fastir í Leifsstöð Í millilandaflugstöð Íslendinga, Leifsstöð, eru engin dæmi þess að ferðamenn hafi setið fastir í biðsal í langan tíma, að sögn Stefáns Thorder- sen, framkvæmdastjóra flugverndarsviðs. Fólk getur heldur ekki hafst við í brottfar- arsal Leifsstöðvar nema fram að þeim tíma þeg- ar flugvél, sem það á bókað far með, fer frá landinu. Stundum kemur fyrir að fólk kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins og getur ekki framvísað vegabréfum, en slíkt er á ábyrgð flugrekstraraðila og þess lands sem fólkið kom frá. Því er þá vísað til baka, en Stefán tekur fram að reynt sé að liðsinna fólki eins og kostur er. Í innritunarsal Leifsstöðvar er engum heimilt að gista, svo ekki geta heimilislausir sest þar að. Stefán segir koma fyrir að ferðalangar mæti mjög snemma í flug og ætli að láta fyrirberast í flugstöðinni fram að fluginu. Þeim er bannað að koma sér fyrir eins og í útilegu, með dýnur og jafnvel taka til við matseld, eins og sumir hafi hugsað sér að gera. Föst á flugvöllum  Flestir ferðalangar stoppa stutt í flugstöðvum. Íraninn Nassiri bjó í 18 ár í flugstöð í París  Engin dæmi eru um að fólk verði innlyksa í Leifsstöð og þar er bannað að hreiðra um sig Moskva Zahra og börnin hennar í biðsalnum. París Frægasti flugvallarbúinn, Merhan Nasseri. Sjá nánar á www.betrabak.is „Flottirdagar“í ágúst Tilboð á stillanlegum rúmum og svefnsófum í ágúst 25% afsláttur Öllum stillanlegum rúmum fylgir 2 fyrir 1 tilboð á sængurverum !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.