Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 45
HÉR á eftir fer samantekt á nokkrum öðrum hljóm- sveitum sem Jack White hefur starfað með – og eru þá ekki allar upptaldar! The White Stripes Þessi magnaði dúett Jacks Whites og fyrrverandi konu hans, Meg, myndar undirstöðuna í ferli Whites og hefur í raun réttri gert honum kleift að sinna ýmsum öðrum hugðarefnum. Almennar vinsældir náðust með plötunni Elephant (2003) og næsta plata kemur „kannski“ út á næsta ári að sögn Whites sjálfs. The Raconteurs Sveit sem White stofnaði ásamt vini sínum Brend- an Benson árið 2005 sem hafði til þess tíma rekið far- sælan sólóferil utan alfaraleiða markaðarins. Racon- teurs sló hins vegar í gegn með fyrsta laginu sem þeir félagar sömdu saman, „Steady, As She Goes“. Poppaðri útgáfa af White Stripes? The Upholsterers Annar dúett en afskaplega stuttlífur. Eftir hann liggur ekki nema ein þriggja laga sjötomma sem kom út árið 2000. Kallast hún Makers Of High Grade Sui- tes. Dúettinn stofnaði White ásamt Brian nokkrum Muldoon en þeir unnu saman sem bólstrarar (en nafn dúettsins er Bólstrararnir upp á hið ylhýra). White rak á sínum tíma eigið bólstrunarfyrirtæki sem kall- aðist Third Man Upholstery. Slagorð þess var „Hús- gagnið þitt er ekki dautt“ eða „Your Furniture’s Not Dead“. Og nei, ég er ekki að búa þetta til … Það veður á White The Upholsterers. The White Stripes. The Raconteurs. Menning 45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Harry og Heimir (Litla sviðið) Leikferð um landið 13. - 22. september Fim 10/9 kl. 20:00 Fors U Fös 11/9 kl. 20:00 Fors U Lau 12/9 kl. 20:00 Frums U Sun 13/9 kl. 20:00 U Fim 17/9 kl. 20:00 U Fös 18/9 kl. 19:00 U Lau 19/9 kl. 19:00 U Fim 24/9 kl. 20:00 Ö Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 20:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Ö Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 U Lau 26/9 kl. 14:00 U Djúpið (Litla sviðið) Mið 23/9 kl. 20:00 U Sun 27/9 kl. 16:00 Ö Mið 30/9 kl. 20:00 Ö Sun 4/10 kl. 16:00 Opið hús laugardaginn 29. ágúst kl. 13-17 Líf og fjör um allt hús - allir velkomnir Nýtt og glæsilegt leikár kynnt 23.ágúst Allt að seljast upp - tryggðu þér miða SÝNING Kolbeins Huga Höskulds- sonar í Kling og Bang við Hverf- isgötu samanstendur af þremur þáttum: ljósmynd í bæklingi, texta í bæklingi og skúlptúrinnsetningu í rými Kling og Bang. Textinn í bækl- ingnum vísar til skúlptúrsins, risa- vaxins höfuðs. Ljósmyndin tengist titli sýningarinnar, Objet d’art upp á frönsku, sem merkir listaverk eða kannski frekar listmunur. Titillinn gefur til kynna að skil- greining listaverka – spurningin sí- gilda, hvað er list? – skipti máli í listsköpun Kolbeins. Þetta er spurn- ing sem flestir listamenn leitast við að skilgreina beint eða óbeint í list sinni, sérstaklega var hún áleitin á tuttugustu öldinni, allt frá því að Marcel Duchamp tók salernisskál og reyndi að koma henni á listsýn- ingu undir listamannsnafninu R. Mutt, sem auðvitað tókst ekki því þá var skilgreiningin á því hvað var list og hvað ekki mun þrengri en hún er í dag. Samtíminn á hins vegar ekki í vandræðum með að samþykkja hvað sem er, hvar sem er, sem lista- verk, og spurningin er því ekki eins áleitin og hún var. Það er ágætt því að ef við losum okkur við hana get- um við þess í stað einbeitt okkur að því sem við höfum fyrir augunum og velt fyrir okkur innihaldi þess og uppbyggingu. Kolbeinn Hugi sýnir risavaxið höfuð með gapandi tóttum og laf- andi tungu sem nær út á gólf, höf- uðið lifnar við með hjálp kvikra mynda sem varpað er á það og takt- fastrar tónlistar. Lúppan er stutt, öðru hvoru má sjá dökkan lit líkt og leka úr augunum, litríkar rendur birtast og hverfa í sífellu á þrívíðum myndfletinum. Athygli áhorfandans er haldið í nokkrar sekúndur, síðan hvarflar hugurinn annað, taktur og litir eru einfaldir og bjóða ekki upp á frekari íhugun. Texti í bæklingi minnir á framúr- stefnu liðins tíma, ljóð eftir Stein Steinarr og myndmál súrreal- istanna en er ekki nægilega hnit- miðaður til að verða eftirminnileg- ur. Innsetningin er kraftmikil og stór en skilur lítið eftir sig. Engu að síður má greina hér undirliggjandi afl sem gefur til kynna frjósaman jarðveg. Kling og Bang, Hverfisgötu 42 Objet d’art, Kolbeinn Hugi Höskuldsson bbnnn Til 23. ágúst. Opið fim. til sun. kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. RAGNA SIGURÐARDÓTTIR MYNDLIST Hverfult yfirborð Listaverk? Skilgreining listarinnar er Kolbeini hugleikin. Ó, og hversu mikið höfum viðdauðleg ekki grætt á því aðsnillingurinn Jack White getur ekki verið kyrr? Auk fjölda sveita og verkefna tekur hann upp, leikur í bíómyndum, eignast börn, rekur útgáfufyrirtæki og Guð má vita hvað. Síðasta White Stripes- plata, Icky Thump, kom út 2007, og margir orðnir langeygir (eða kannski lang-eyrðir) eftir nýju efni frá þeim ofuröfluga dúett. White hefur þó af einhverjum sökum ekki mátt vera að því að sinna honum að undanförnu, þar sem að önnur plata Raconteurs (sjá fylgju) kom út í fyrra. Og sosum ekki hægt að kvarta neitt yfir því, enda frábær skífa þar á ferðinni (sem minnir mig á það, hefur White ein- hvern tíma skjöplast að ráði?). Út- lit fyrir White Stripes-plötu á þessu ári er þá ekki gott, því að enn önnur sveit hefur nú komið sér fyrir í hjarta White, The Dead Weather, en fyrsta breiðskífa hennar, Horehound, kom út fyrir stuttu. Trukkað Líkt og með Raconteurs er Dead Weather skipuð fólki sem er þekkt fyrir störf sín með öðrum batt- eríum, misþekktum þó. Söngkona Dead Weather er að ósekju þekkt- ust, en þar fer Alison Mosshart, söngkona The Kills. The Kills er suddablúsrokkdúett sem Mosshart er í ásamt Jamie Hince. Dúettinn lék eitt sinn hérlendis, á Airwa- veshátíðinni, og Hince þessi er unnusti Kate Moss. Aðrir meðlimir eru Dean Fertita, sem leikur með Queens of the Stone Age (gítar), og svo Jack Lawrence, félagi White úr Raconteurs (bassi). White leikur sjálfur á trommur, en hann hóf feril sinn sem slíkur. The Kills höfðu einhverju sinni verið að spila með Raconteurs og White hafði lóðsað Mosshart upp á svið þar eð hann réð ekki við að klára lögin sjálfur sökum eymsla í hálsi. Mosshart trukkaði í gegnum helstu slagara Raconteurs eins og að drekka vatn og músíkalskt ást- arsamband var hafið. Sveitin kom svo fyrst saman í hljóðveri White, Third Man Studios í Nashville (nafnið nikkar til annars rekstrar sem White stundaði í árdaga, bólstrunar (sjá fylgju)). Sveitin djammaði þá ómarkmiðsbundið saman en stemningin var slík að liðinu var hóað saman aftur og þá var tekið til við að semja og taka upp. White hefur lýst því sem svo að hlutirnir hafi svo gott sem gerst ósjálfrátt. Bandið hélt svo sína fyrstu tón- leika þegar skrifstofur Third Man Records, sem er útgáfufyrirtæki Whites, voru opnaðar í Nashville í mars á þessu ári. Hugmyndasmiður Á þeim tónleikum var fyrsta út- gáfa sveitarinnar kynnt, sjötomma með laginu „Hang You from the Heavens“, sem var og fyrsta út- gáfa Third Man Records. Nokkrar smáskífur komu út til viðbótar, all- ar á forminu fullkomna. Horeho- und kom svo út um miðjan júlí. Með Raconteurs leyfði White þriggja gripa smellasmiðinum að fljúga frjálsum, poppaði sig með öðrum orðum upp, en með The Dead Weather fer hann í þver- öfuga átt, fær útrás fyrir myrkari kenndir en hann leyfir sér með White Stripes. Tónlistin er ljót og hörð, skítugt blúsrokk og laga- byggingar opnar og djamm- kenndar. White lætur sér líka nægja að sitja í baksætinu á plöt- unni að mestu, semur aðeins eitt lag, og gegnir frekar hlutverki nokkurs konar hugmyndasmiðs. Bæði White og Mosshart hafa lýst því að sveitin hafi orðið til al- gerlega óvart, en galdur mikill sé óneitanlega bundinn í fereykið. Svo áreynslulaust og gjöfult hefur samstarfið verið að önnur plata er víst klár. Ekkert hefur verið gefið upp um hvort og hvenær hún verð- ur hins vegar gefin út. Æ, viltu nú ekki koma þessari White Stripes- plötu frá samt fyrst Jack? Eða ætl- arðu kannski að stofna enn eina hljómsveitina? arnart@mbl.is Hvítur á leik Súper The Dead Weather, ofursveitin sem varð óvart til. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Arnar Eggert Thoroddsen Jack White lætur sér engan veginn nægja að keyra dúett sinn The White Stripes, mað- urinn er með ólíkindum óstýrilátur og er ekki rólegur nema tugir járna séu í eldinum. Skoðum eitt af því nýj- asta, hljómsveitina The Dead Weather.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.